Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 17 Fyrir framan bandaríska skálann. leiðslusteina". Þá heggur hann ýmist tii eða slípar. Þessum steinum verður ekki hnikað með handaflinu einu saman, og minna þeir á þá staðreynd að gamli tíminn er ekki liðinn. Salarkynni Hollendinga minna ekki á fom hof eða grafhýsi eins og svo margir skálar annarra þjóða, enda af nýrri nálinni og nær því sem kallaður er nútími í dag. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja, rétt birtuskilyrði fyrir myndlist, arkitektinn var greinilega ekki að leika sér með loftið eins og víða er algengt: einfaldleiki í fyrirrúmi. Listamaðurinn er Lucassen (47), gamalgróinn í sínu heimalandi, en minna þekktur á alþjóðavettvangi. Þessu eru Hollendingar nú að ráða bót á; þeir segja að sennilega sé erfítt fyrir útlendinga að skilja hol- lenzka myndlist, sem er svo nátengd iandslaginu, að áhorfandinn verður að leggja sig allan fram um að koma auga á sjóndeildarhringinn handan lands og hafs í myndunum. Myndir Lucassens eru málaðar með akrýllitum á striga, hann tengir saman abstrakt og fígúratífa hluti — ívafið prímitisma. Italir eru svo barnalegir að segja, að hann máli eins og barn. Á íslandi mála nokkri í svipuðum dúr; Lucassen er þó þekktur fyrir að fara sínar eigin íeiðir og halda sínu striki í trássi við málamiðlunarsjónarmið. í því felst styrkur hans. Norðurlöndin eru sögð vera þijú í sýningarskrám, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Þessi lönd deila ein- mitt með sér sýningaraðstöðu. Þetta er eina deildin þar sem burð- ast er við að hanga í temanu. Út úr þvf kemur misskilningur, véla- drasl og tæknibull sem flækir í stað þess að einfalda. Undantekning er Norðmaðurinn Bárd Breivik með skúlptúr án tillits úr svörtu graníti og hvalstönn; tvær vörður. Danir eru sér á parti. Það er satt að segja alveg sláandi hversu þeir eru sér á parti. Ame Haugen Sörensen (54) sýnir 37 akrýlmálverk sem jaðra e.t.v. við að vera tímaskekkja á bíennalnum. Sama verður ekki sagt um Erró frá íslandi þótt verk hans njótl sérstöðu. Helzt væri að segja að íslenzki sýningarskálinn hafi verið of lítill fyrir verk hans, níu málverk í stærðinni 2x3 metrar. Það bætir hann sér upp með rúmum 30 litljósmyndum í sýningarskrá, sem rann út í tvöþúsund eintökum fyrstu tvo dagana. — Ekki verður það Erró að kenna ef ísland missir sýningarskálann, sem það hefur núverandi not af. Gott ef Portúgal- ir hafa ekki augastað á honum. Austantjaldslöndin eru kapítuli út af fyrir sig á Feneyjabíennalnum — ekki ný saga það. Það eru einna helzt Júgóslavar sem eru að reyna að gera eitthvað af skynsemi. En þeir eru með síðbúnar útgáfur af „nýja málverkinu", sem auðvitað er grátbroslegt. Sovétríkin halda áfram að berja höfðinu við steininn. Þeir sýna sviðmyndalíkön og bún- ingateikningar. Kannski eru þeira að reyna að vera fyndnir og meina, að bíennallinn sé ekkert annað en sviðssetning. Hann er það reyndar, en það flokkast nú undir almennt viðurkennda staðreynd sem fáir kippa sér upp við. Tölur í svigum við nöfn upptal- leggja þetta út, að ekkert markvert sé að gerast í myndlistinni á þessum síðustu tímum? Á að segja, að myndlistin sé ein af mörgum til- raunum mannsins til að skilja sjálfan sig í tilverunni? Að myndlist- in sé kannski búin að gleyma upphaflegum tilgangi sínum og spígspori nú í endalausum útúrdúr- um; og sem slík gefi hún kannski rétta mynd af lífínu? Ég sleppi öllum vangaveltum. ítölsk dagblöð fluttu stöðugt frá- sagnir af bíennalnum og birtu gagnrýni. Þau sögðu að þegar bíennallin væri góður, þá kæmu heiftarlegustu umsagnirnar. í ár, Verk grSska listamannsins Tsoclis, þar sem drýpur úr 100 krönum í jafn margar vatnsfötur. inna listamanna gefa til kynna aldur þeirra. Ljóst er að þama eru engin ungmenni á ferð, heldur mót- aðir einstaklingar. Og þetta er líka ástæðan fyrir því, að lítið fer fyrir splunkunýjum fréttum að þessu sinni frá Feneyjum. Hvemig á að vel að merkja, hefur dregið úr heift- inni, bséttu þau við. Og verður þetta þá ekki lengra að sinni, en af meiru er að taka. Texti og myndir: EINAR GUÐMUNDSSON Þarko Hver var að tala um kjara- kaup? Tveir klassakassar á vægast sagt ótrúlega góóu verði. Sparikassi 3 kg kindabjúgu 3 kg valið súpukjöt 3 kg óðalpylsa 3 kg Napoleon-bacon 2 kg paprikupylsa 3 kg nautahakk 21/2 kg hangikjötsframpartur 2V2 kg baconbúðingur 3 kg kjúklingar 1 kg nautasnitchel 3 kg nautagullasch 3 kg svínakótilettur 2V2 kg svínahamborgarhrygg 1,7 kg londonlamb 2 kg lambagrillsteiksnei 3 kg svínabógsteiksnetf 1 kg svína hamborgarki 22V2 kg Verð aðeins kr.5000 20,2 k VtSA KJÖTMIÐSTÖÐIN Sfmi 686511 OPIÐ 1-4 SENDUM UM LAND ALLT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.