Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 11 Sálfræðingar Evrópu ræða um friðarmál eftir Kristin Björnsson Evrópumót sálfræðinga um frið var haldið í Helsinki 8. til 10. ágúst sl. Þetta var í tilefni friðarárs Sam- einuðu þjóðanna, 1986. Sálfræð- ingafélag Finnlands sá um framkvæmd mótsins í samvinnu við fleiri aðila og með stuðningi þeirra, einkum þó menntamálaráðuneytis Finnlands. Þátttakendur voru um 200, þar af rúmlega helmingur frá Finn- landi, en um 70 frá öðrum löndum. Þátttaka var frá flestum Iöndum Evrópu, bæði Austur- og Vestur- Evrópu, en auk þess frá Kanada, Bandaríkjunum, Costa Rica, Israel og Japan. Öll erindi mótsins og umræður voru á ensku, og hið enska heiti þess var European Psycholog- ists For Peaee. Fjöldi erinda vai' fluttur, og um- ræðufundir voru alla daga. Aðeins var hægt að hlusta á hluta þess sem fram fór, því að oft voru erindi og umræðufundir samtímis. Ekki er vafi á því að sálfræði- vísindi eiga stóru hlutverki að gegna varðandi friðarmál, og ættu ef rétt væri á haldið að geta stuðl- að að friðsamlegri sambúð jarð- arbúa. Of langt mál yrði að rekja efni umræðnanna en bent skal á fáeina aðalþætti. Uppeldi og fræðsla sem stuðlar að friðsamlegri sambúð var mikið rædd. Með uppeldi er hægt að kenna friðsamlegar lausnir ágrein- ingsefna, leggja áherslu á samvinnu og samhjálp frekar en baráttu, og þetta varðar miklu á uppvaxtar- og námsámm. Skýrt var frá mörgum tilraunum á þessum vettvangi og rædd uppeldismál. Það kom fram að margar rannsóknir og athuganir em í gangi, og hafa verið gerðar um það hvernig samvinna og sam- hjálp er lærð hegðun eigi síður en andúð og baráttufýsn. Spurningin um það hvort mann- eðlið sjálft sé þannig að það kalli Wolfgang Plagge Tónlist Jón Ásgeirsson Wolfgang Plagge heitir norskur píanóleikari og hélt hann tónleika í Norræna húsinu um síðustu helgi. A efnisskránni voru verk eftir Bach, Scarlatti, Beethoven, Grieg, Sævemd og einleikarann. Af leik hans má greinilega ráða, að hér er á ferðirini góður „tekn- iker“ og það sem best var við leik hans, að hann er einnig mjög músíkalskur, þó enn megi merkja það óþol er gjarnan býr í leik ungra listamanna. Fyrsta verkið, Toccata í e-moll, eftir Bach, er ekki það stórvirki, að neitt annað kæmi fram en skýr leikur. I þrem- ur sónötum eftir Scarlatti, mátti heyra sérlega fallegan leik og í Waldstein-sónötunni, eftir Beet- hoven, lék Plagge af miklu öryggi en eins og fyrr sagði, með óþoli æskumannsins. Eftir hlé lék hann ágætlega vel þijú lítil lýrísk lög eftir Grieg og Kjempevisesl&tten, eftir Severud. Síðasta verkið var píanósónata nr. 5, ópus 23. eftir einleikarann. Plagge er ekki að- eins góður píanóleikari heldur og ágætt tónskáld. { sónötunni er farið bil beggja og jafn mikið vik- ið til hefðbundinna aðferða sem nýrri aðferða í samhljóman, en allt ofíð með mikilli leiktækni höf- undar. Sónatan var skemmtileg áheyrnar, líklega ekki síst fyrir frábæran leik höfundar og einnig, að tónhugmyndir verksins voru skýrar. Af þessari sónötu má ráða, að sem tónskáld er Plagge ekki leitandi tilraunamaður af ótta við ófrumleikann, heldur þreytir glímu sína óhræddur við stefgerð- ir, hljóðfall og tæknimöguleika hljóðfærisins. Plagge er aðeins tuttugu og sex ára að aldri og hvað hann á eftir að gera sem tónskáld, er skráð í þann ókomna tíma, sem bíður þess að verða það örstutta augnablik framvindu tímans og jafn snemma umbreyt- ist í minningu. Það fer sem sagt eftir því hversu honum, sem og öllum öðrum mönnum, tekst að höndla þessi augnablik og skrá þau sér til minnis. NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 En margar kenningar hafa verið uppi um slíkar hvatir eða með- fæddar þarflr. Margar tilraunir sem gerðar hafa verið, svo og athuganir á friðsamlegri sambúð Qölda þjóða og þjóðflokka, benda þó til að að- stæður, uppeldi og ríkjandi viðhorf ráði mestu í þessu efni, og þetta vekur bjartsýni. Nauðsyn þess að þjóðir heims kynnist og umgangist var mikið rædd. Styijöld milli þjóða, sem eiga mikil og stöðug vinsamleg sam- skipti, þannig að ijöldi fólks hittist, kynnist og tengist vináttuböndum, er nær óhugsandi. Mikil • ferðalög og persónuleg samskipti fjölda ein- staklinga geta þannig átt mikinn þátt í að auka skilning og treysta friðsamlega sambúð. Þegar þjóðir þekkjast lítið, geta hagsmunaaðilar og stjórnmálamenn spilað á þá strengi, að þarna sé um að ræða fólk sem er okkur ólíkt og að ýmsu leyti varhugavert eða hættulegt. Kynni leiða í ljós að flestir menn eru líkir og stefna að sama marki. Þau hindra því andúð og tortryggni sem leitt getur til baráttu. Þetta eru aðeins sýnishom af mikilvægum umræðuþáttum. Vonandi láta sálfræðingar sig nú miklu varða það mál málanna að koma í veg fyrir styijaldir og efla frið um alla framtíð, því að mann- kynið á í rauninni um það tvennt að velja að lifa í friði eða lifa ekki. Sálfræði er ein þeirra vísindagreina sem ættu að hafa mikið af mörkum að leggja á þessu sviði, því að það er hugarfar fólks, tilfínningar og viðhorf sem mestu ráða um það hvort lifa tekst í sátt og samlyndi. Finnska sálfræðingafélagið á þakkir skildar fyrir framtak sitt. Umrætt mót er góð byijun, en fram- hald þarf að vera á því að menn hittist, skiptist á upplýsingum og vinni að málefnum friðsamlegra samskipta. Kosin var nefnd til að vinna að slíku starfi og minnst á þann mögu- leika að halda annað mót að tveim árum liðnum, og þeirri hugmynd hreyft að það yrði í Sidney í Ástr- alíu. Nóg verkefni bíða þeirra sem áhuga hafa á þessum málum. Höfundur er forstöðumaður Sál- fræðideildar skóla. Kristinn Björnsson „Styrjöld milli þjóða, sem eiga mikil og stöð- ug vinsamleg sam- skipti, þannig að fjöldi fólks hittist, kynnist og tengist vináttuböndum er nær óhugsandi. Mikil ferðalög og persónuleg samskipti fjölda ein- staklinga geta þannig átt mikinn þátt í að auka skilning og treysta friðsamlega sambúð.“ sífellt á ófrið, hvort menn þurfí að eiga andstæðinga og hafa einhveija til að beijast við, svo að þetta leiði stöðugt til ófriðar, var mikið rædd. Af mörgu er að taka: Kjara homba! úrvals Nautahakk AÐEINS ‘.00 pr. kg. stöRútSal ^ÍukUngar a otrulegu Mrði aðeins .00 Pr.kg. AOIbil>» 248 Ungnautakjöt í Vi skrokkum Úrbeinaö, pakkaö og merkt. AÐEINS .00 pr.kg. Pantanir teknar. 245 í Mjóddinni: Kynning á áleggi: Spægipylsu • Skinku Kindakæfu • Lifrarkæfu Ýmis paté • Malakoff Rúllupylsu. Heilkornsrúgbrauð Og Maltbrauð frá Myllunni h.f. AFSLÁTT AR VERÐ Kynnum í Mjóddinni MILUPA barnamat. AK-1 nautakjöt í Vi skrokkum Úrbeinað, pakkaö og merkt. AÐEINS \}0* Augýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Besta verðið . ' borginni: vi£&“* Pr. hg. Opið til kl. 20 í Mjóddinni en til kl.19 Austurstræti. AUSTURSTRÆTI 17- MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.