Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 „Erum komnir til að vera“ — segja Völsungar eftir að hafa tryggt sér 1. deildar sæti í fyrsta sinn í sögu félagsins VÖLSUNGUR frá Húsavík er nú kominn upp í 1. deild í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Sl. laugardag sigraði Völsungur Ein- herja frá Vopnafiröi 1-0 á Vopnafirði. Jónas Hallgrímsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu 5 mínútum fyrir leikslok. Öruggt 1. deildar sæti var þó ekki tryggt fyrr en Víkingur gerði markalaust jafntefli við KS frá Siglufirði á gervigrasinu á Laugardal á sunnudag og missti Víkingur þar með af 1. deildinni, en baráttan stóð á milli Völsungs og Víkings nú í lok keppnistímabils um hvort liðið hreppti hnossið ásamt KA frá Akureyri. Það var að vonum kæti á Húsavík er Ijóst var um úrslitin og þá strax tilkynnt um að fólags- heimilið yrði opið um kvöldið þeim er fagna vildu úrslitunum. Húsið fylltist af fólki, áhangendum liðsins og dyggum stuðningsmönnum í gegnum árin, ræður voru fluttar og heillaóskaskeyti og blómvendir voru að berast allt kvöldið frá burt- fluttum Húsvíkingum og eins frá sjómönnum á hafi úti. Völsungur hefur nú í ein 20 ár barist hart fyrir því að komast í 1. deildina, en fyrir rétt um 20 árum var 3. deildin stofnuð og hóf Völsungur feril sinn þar. Þeir hafa ávallt mætt til leiks í baráttuhug í upphafi keppnistímabils og skyldi nú aldeilis barist, en þegar nálgast hefur síðari hluta keppnistímabils hafa örlög liðsins verið ráðin. Þeir Húsvíkingar hafa setið í 2. deild- inni ávallt utan þrisvar að þeir duttu niður í 3. deild en þó hafa þeir brölt upp á við á næsta keppn- istímabili, en aldrei fyrr komist á meðal 1. deildar liða. Völsungur á eftir einn heimaleik við Selfyssinga sem verður nk. sunnudag. Guðmundur Ólafsson hefur þjálfað Völsung í sumar, en hann var fjarstaddur þegar sigur- inn var endanlega tryggður á sunnudag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að leikmenn væru góðir og sýndu samstöðu, enda hefðu þeir leikið saman í nokkur ár. Þá sagði hann að lítil meiðsli hefðu hrjáð leikmenn í sumar og brottrekstur af velli eng- inn verið. Guðmundur sagði að Völsungur hefði alla burði til að standa sig vel í 1. deildinni og um það voru leikmenn sammála er þeir tóku forskot á sæluna um helgina. Freyr Bjarnason, formað- ur Völsungs, sagði að nú væri loksins óhætt að fara að fjölda- ■ Úrslitin í 1. deild ráðast á morgun — Guðmundur Torfason getur sett markamet SÍÐASTA umferð í 1. deild karla í knattspyrnu fer fram á morgun og hefjast allir leikirnir klukkan 14.30. Fyrir leikina hefur Fram tveggja stiga forystu og nægir jafntefli í síðasta leik til að hljóta íslandsmeistaratitilinn, en ÍBV er > failið og UBK verður að vinna FH með þriggja marka mun til að forðast fall. Búast má við mikilli baráttu í öllum leikjunum, en augu flestra beinast að viðureignum efstu lið- anna. Verður Fram íslands- meistari? Eini leikurinn í Reykjavík verður á milli Fram og KR á Laugardals- vellinum. Framarar náðu góðri forystu um mitt mótið eins og í fyrra, en misstu forskotið í hendur - _>Valsmanna í síðasta mánuði. Eftir síðustu umferð komust Framarar aftur í efsta sætið, þegar þeir unnu Víði, en Valur tapaði stórt fyrir KR. Fram nægir jafntefli gegn KR á morgun, en KR-ingar eiga harma að hefna og leika stíft til sigurs. Fram vann fyrri leikinn 2:1 og sló Vesturbæingana út úr bikarkeppn- ini 6:2 eftir framlengdan leik, þar sem KR komst í 2:0. KR stefnir á 3. sætið og nær því hugsanlega með sigri. Þó Fram nægi jafntefli til að verða íslandsmeistari, leikur liðið vtil sigurs til að sýna og sanna að úrslit úr leik ÍA og Vals skipti ekki máli. Auk þess á Guðmundur Torfason möguleika á að slá átta ára gamalt markamet Péturs Pét- urssonar, sem hann jafnaði á sunnudaginn, svo mikiö er í húfi. Heldur Valur titlinum? Valsmenn verða ekki aðeins að vinna ÍA á Skaganum, heldur verða þeir um leið að treysta á að KR vinni Fram til að verja íslands- meistaratitilinn. Góð stígandi hefur verið í leik Vals í sumar og fyrir leikinn gegn KR hafði liðið aðeins fengið á sig sex mörk og tapaö þremur leikjum með einu marki. Valur vann ÍA 1:0 á Hlíðarenda, en Skagamenn hafa verið á upp- leiö síðan, eru nýkrýndir bikar- meistarar og hafa unnið síðustu fjóra leiki í deildinni. Þeir hafa reyndar ekki tapað leik síðan Pétur Pétursson hóf að leika með liðinu á ný. Skagamenn hafna í 3. sæti, vinni þeir á morgun og það er þeim mikið kappsmál. Fallbaráttan í Firðinum Eftir 16. umferð blasti fall við Breiðablik, en ekki er öll nótt úti enn, því með þriggja marka sigri gegn FH bjargar liðið sér frá falli á kostnað Hafnfirðinganna. Blik- arnir börðust vel í síöasta leik og unnu öruggan sigur, en FH tapaði stórt fyrir fallliði Eyjamanna. FH- ingar voru í 1. sæti deildarinnar eftir tvær umferðir, en staða þeirra hefur heldur betur snúist við. Það veröur því örugglega hart barist á Kaplakrikavelli á morgun, en FH nægir jafntefli og þolir tveggja marka tap til að halda sér í deild- inni. Breiðablik vann fyrri leikinn 2:1. Víðir þarf stigin Víðir fær Vestmanneyinga í heimsókn. Eyjamenn eru fallnir og Víðir hefur 19 stig og þar af þrjú stig, sem félaginu voru dæmd vegna Sigurðarmálsins svonefnda. Keflvíkingar unnu Víði 1:0, en mál- ið er enn hjá dómstólum og ef svo færi að ÍBK fengi stigin aftur, yrði Víðir með 16 stig fyrir síðasta leik og í fallhættu. Því verða Víðismenn að vinna á morgun til að gull- tryggja sætið í 1. deild. ÍBV vann 3:2 í Vestmannaeyjum og mætir án nokkurs álags í leikinn í Garðin- um, en Víðismenn verða án bræðranna Daníels og Vilhjálms og munar um minna. Þór gegn ÍBK Keflvíkingar leika sinn síðasta leik á Akureyri og með sigri eiga þeir möguleika á 3. sætinu. Þórs- urum hefur gengið afleitlega í seinni umferðinni, tapað fimm leikjum, gert tvö jafntefli og aðeins unnið Eyjamenn með einu marki. Þeir eru samt í öruggu sæti, þó tæpt sé, og þar sem Keflavík verð- ur án Óla Þórs Magnússonar og Sigurjóns Sveinssonar, sem eru í banni, aukast möguleikar heima- manna á sigri. STAÐAN (1. deild þegar ein umferð er eftir: Fram 17 11 4 2 39:13 37 Valur 17 11 2 4 28:9 35 ÍA 17 9 3 5 31:19 30 KR 17 7 7 3 21:10 28 ÍBK 17 9 I 5 21:24 28 Víöir 17 5 4 8 20:24 19 Þór 17 5 4 8 18:29 19 FH 17 5 3 9 22:34 18 UBK 17 4 3 10 16:33 15 ÍBV 17 2 3 12 18:39 9 Markahœstir: GuömundurTorfason, Fram 19 Guömundur Steinsson, Fram 10 Sigurjón Kristjánsson, Val 9 Valgeir Baröason, ÍA 9 • Völsungarnir voru að vonum í sigurvfmu sl. sunnudagskvöld þegar þeir höfðu tryggt sér sæti í 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Morgunblaöiö/Jóhanna Ingvarsdóttir • Hallmar Freyr Bjamason, formaður Völsungs, kampakátur með árangurinn. Morgunblaöiö/Júlíus •Setur Guðmundur Torfason markamet á morgun? Hann hefur jafn- að met Péturs Péturssonar og skorað 19 mörk. framleiða veifurnar, borðana og hattana alveg eins og gert væri í ensku knattspyrnunni og öruggt væri að þeir piltar myndu standa fyrir sínu næsta sumar. Fyrirliði Völsungs, Björn Ol- geirsson, flutti þakkarræðu fyrir hönd þeirra félaga og þakkaði áhorfendum sérstaklega dyggan stuðning í gegnum árin. Knatt- spyrnuáhugi er mikill í bænum og þess má geta að 130 Húsvíkingar fjölmenntu til Vopnafjarðar um sl. helgi í rútum og á eigin bílum þeg- ar Völsungar léku úrslitaleikinn við Einherja. Bæjarstjóri Húsavíkur, Bjarni Aðalgeirsson, óskaði liðinu til hamingju og bauð Völsungum ásamt mökum og forráðamönnum knattspyrnufélagsins til kvölverðar í boði bæjarins eftir síðasta leik við Selfoss um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.