Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 GAGNMERKT RIT UM UNDIRSTÖÐUATVINNUVEG ÞJÓÐARINNAR Bókin er ætluð skólum, heimilum, stofnunum Verð kr. 1.000,- Fæst hjá bóksölum. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG MNOHOLTSSTRÆTI S - 121 REVKJAVlK VIÐ LITUM OGVIÐLITUM ■með rOLORIMA fatalitum Gömlu fötin verða sem ný, og nýju fötin enn nýrri með Colorima taulitunum. Þeir eru auðveldir í notkun og fást í öllum tískulitunum. Ráðgjöf- reynsla -vöruvaf lilúrinn Síðumúla 15, sími 84533 F eneyj a- bíennall II Aðalvettvangur bíennalsins er í svokölluðum Kastalagörðum. Þar eru 27 frjóðir með eigin paviljóna; hvar af Island nýtur góðs af Alvar Aalto-skálanum. Miðdepilspaviljón- inn, sá alstærsti, er lagður undir tema sýningarinnar, listina og vísindin. Og, „að vanda," segja ítölsku blöðin, „sniðganga þátttöku- þjóðimar sýningartemað". Óhætt er að segja, að hæst beri framlög Þýzkalands (V) og Frakk- lands. Talað var um, að eins konar vitaspymukeppni hafi farið fram á milii þeirra, eins og í fótboltaheims- meistarakeppninni, þegar verð- launaveitingin var ákveðin; úrslitin vom á sömu lund og i sparkinu. Sigmar Polke hlaut titilinn „Bezti listamaðurinn" (varð reyndar að deiia honum með brezkum — kannski hugað sem sárabót fyrir Daniel Buren, er krækti í önnur verðlaun fyrir „Bezta sýningarskál- ann“). Verðlaunaveitingar í list hafa oft á sér skoplegar hliðar, og segja stundum meira um hug þeirra er veita, en þess sem aðnjótandi verður. í þetta sinn kom ekki til neinna slagsmála við veitinguna, sem var reyndin ’68, þegar kom tii átaka listskólanema og lögreglu með þeim afleiðingum að þau vom tekin út af dagskrá. Sigmar Folke (45) hefur verið áberandi nafn í þýzkri myndljst síðustu tuttugu árin. Hann er eins og svo margir sterkustu listamenn Þjóðveija, uppmnninn austantjalds. Sýningin er skipulögð með hliðsjón af salarkynnum, þar sem einn vegg- urinn er notaður sem flötur fyrir málverk í stærðinni 5x3,25 m. Jafn- framt hanga smærri myndir á veggjum, tvisvar sinnum þrír metr- ar. Stærðirnar em hluti af myndmálinu. Litirnir breytast eftir mismunandi hitastigi, í sumum 1 I Verk eftir Daniel Buren. myndunum jafnvei við návist þess sem skoðar — rakastig virkar á aðrar, og breytilegt ljósmagn. 60 milljóna ára gamall loftsteinn, um hálft tonn á þyngd, minnir á tilvem kosmískra afla. Bergkristall úr kvarzi (58x47,90 cm), pýramíðalag- aður til endanna, er á gólfinu á öðmm hliðarsal. Vizkusteinar? Polke er kenndur við alkemíu — gullgerðarlist segja íslenskar orðabækur; þetta fyrirbæri er að grassera í þýzkri list, en hefur lítið með miðaldimar að gera. Það er fflósófían sem heillar menn; vizku- leitin og umbreytingin sem hún veldur — uppfinningamennskan. — Þýzkir útvarpsmenn sem höfðu haft viðtal við Polke, vom að spila það fram og til baka úti í sólinni, og undmðust hversu fagmannlega hann leysti úr spumingum þeirra, að jaðraði við galdramennsku. Fjórir listamenn komu frá Frakklandi. Af þeim bar hæst Dani- el Buren (48), sem lagði undir sig aðalsalina. Hann vinnur með vegg- ina, gólfið og loftið. Litastrípur, gular, rauðar, bláar og svartar, þekja veggi, lóðrétt frá gólfi og upp úr. Litastrípur meðfram gólflistum, yfir dyrakörmum. Strípur upp um loft og alla veggi: á einum veggnum er pússningin höggvin burt svo sér í beran múrsteininn. Við inngang- inn speglaræmur. Birtan og umgangur gesta gefa skreyting- unni dýpt, njótandinn er í listaverk- inu. Síðan 1965 hefur Buren eingöngu unnið eftir þessu kons- epti, að strípuleggja. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að koma við yfirlitssýningu á verkum þess- ara listamanna — vegna þess hve mjög þau eru háð stað og stund, ekki alltaf hugsað til frambúðar. En þau lifa áfram í katalógum og hugum þeirra er nutu. Bandaríkin eru með myndhöggv- ara, Isamo Noguchi (82). Þetta framlag hefur á sér snið yfírlitssýn- ingar, sem dregur úr krafti vegna of ólíkra verka — úr steini, bronzi og pappír — í ekki nægilega stórum salarkynnum. ítalskir gagnrýnend- ur töluðu um lampagerðarmanninn. Noguchi er sagður hafa hannað fyrir fjörutíu árum pappakúlu- lampa, Akari, sem meira að segja eru algengir á íslenskum heimilum, hangandi úr loftum. Ó já — ekki er víst alveg hægt að hlaupa. yfir Bretland. Þeirra maður, af þýzkum ættum, Frank Auerbach, (55), deiiir verðlaunum með Sigmar Polke. Það þótti afar skrýtin ráðstöfun, að verðlauna þá saman, jafn gjörsamlega ólíkir lista- menn og þeir eru, með akkúrat ekkert sameiginlegt. Þijátíu og tvö impressjónísk málverk — í lagi út „Hugleiðslusteinar" eftir Karl Pranti, Austurríki. af fyrir sig — en kannski ekki beint það sem er efst á baugi. Grikkland: Costas Tsoclis (56) — ítölum fannst hann eiga skilið verð- laun. Hann hefur búið um heiming ævi sinnar utan heimalandsins og því kannski laus undan fargi goð- sagnanna — skapar myndheim úr hversdagslegum hlutum er búa yfir eigin goðmönum, stendur einhvers staðar í skýringum um þennan lista- mann. Flest verka hans eru mál- verk. Eitt sker sig úr: Það samanstendur af pípuleiðslum með hundrað krönum, sem dropar úr í jafnmargar vatnsfötur, þannig að hljóðið verður hluti af myndinni. Athyglisverður skáli, en segjast verður, að smekkur ítala er stund- um dálítið væminn. Katalógurinn þama var einhver sá smekklegasti á sýningarsvæðinu. Austurríki. Þeirra menn eru Max Peintner (49) og Karl Prantl (63), Peintner er með pastelmyndir og blýantsteikningar; hann ræktar með sér klikkið og daðrar við dell- una eins og austurrískum er einum lagið. Þrátt fyrir nákvæmnis- og kunnáttusamlegt handbragð, má vei spyija hvert var hans erindi á bíennalinn. — Karl Prantl (63) er myndhöggvari sem vinnur í stein. Hann sankar að sér heilu björgun- um frá ólíkustu stöðum eins og Labrador, Noregi, Amazón, Ussuri. Flest verkin kallar hann „hug- Frá sýningu Polke.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.