Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 7
' MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR T2. SEPTEMBER 1986 íy7 Smygl fannst í Alafossi TOLLVERÐIR fundu talsvert magn af smyglvarning-i um borð í Álafossi, sem kom til Reykjavík- ur á mánudag. Reyndist varning- urinn í eigu eins skipverja. Við leit tollvarða fundust 84 flöskur af vodka, 47 hálfflöskur af viskíi, 35 lengjur af vindlingum og að auki óátekin myndbönd, 71 tals- ins. Hafði vamingnum verið komið fyrir í saltgámi. Innsigli seljanda saltsins erlendis hafði verið rofið, en sett svo haganlega saman aftur að tollverðir sáu ekki á því. Það var ekki fyrr en tollverðir reyndu á hvort innsiglið héldi sem hið rétta kom í ljós. Söluverðmæti smyglvamingsins á íslenskum markaði mun vera um 180 þúsund krónur. Bóluefni gegn eyðni innan fárra ára? EKKI er talið ólíklegt að innan nokkurra ára verði hægt að bólu- setja menn gegn eyðni. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar læknis er enn of snemmt að segja til um hvort tilraunir sem nú eru í gangi með bóluefni takist, en þær rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið undanfarna mánuði hafa aukið bjartsýni manna í þessum efnum. Sigurður sagði að veimr hefðu fundist sem eru skyldar aids-veir- unni, en virðast þó ekki valda sama sjúkdómi. Menn em nú að vinna XJöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! við þessar skyldu veimr í því skyni að nota þær til að byggja upp mót- efnasvar sem gæti varið fólk gegn aids-veirunni sjálfri. Þá er verið að vinna með þann möguleika að búa bóluefnið til á þann hátt að það beinist gegn þeim fmmum, eða hlutum fmmanna, svokölluðum við- tækjum, sem aids-veiran binst á. Með því móti væri hægt að koma í veg fyrir sýkingu, því notkun bólu- efnisins kæmi í veg fyrir að veiran gæti bundist fmmunni. „Það er einkum verið að vinna eftir þessum tveim leiðum," sagði Sigurður, „það er enn ekki hægt að segja hvort þetta takist en líkurnar em meiri í dag en t.d. fyr- ir 6 mánuðum." Hann sagði að ekkert bóluefni væri þó komið svo langt að hægt væri að nota það sem tilraunabóluefni. Varðandi §ölgun sjúklinga hér á landi sagði hann þróunina hafa verið svipaða því sem búist hefði verið við, sjúklingar væm nú um 30 talsins. *m-. i Morgu nblaðið/Þorkel 1 Hluti Septem-hópsins við opnun sýningarinnar, talið frá vinstri: Hafsteinn Austmann, Guðmundur Benediktsson, Guðmunda Andrésdóttir, Kristján Davíðsson og Jóhannes Jóhannesson. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17: Pj órtánda sýning Septem-hópsins Á MORGUN opnar 14. sýning Septem-hópsins svokallaða og er sýning hópsins að þessu sínni í sýningarsalnum Gallerí ís- lensk list að Vesturgötu 17. Septem-hópurinn var stofnaður 1973 upp úr hinum svokölluðu septembersýningum, sem hófust 1947 og þeir listamenn sem stóðu að stofnun hópsins vom: Þorvald- ur Skúlason, Guðmunda Andrés- dóttir, Karl Kvaran, Steinþór Sigurðsson, Kristján Davíðsson, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson og Sigurjón Ólafsson. Síðan hafa þeir Þorvaldur og Sig- uijón fallið frá, en í þeirra stað hafa bæst í hópinn Hafsteinn Austmann og Guðmundur Bene- diktsson. Fyrsta sýning hópsins var hald- in í Norræna húsinu, en hópurinn hefur jafnan haldið sýningar sínar að Kjarvalsstöðum. Ástæðan fyrir því að nú er sýnt að Vesturgötu, er sú að hópurinn komst ekki að á Kjarvalsstöðum. Um þijátíu verk em á sýning- unni, flest nýleg og stendur sýningin út septembermánuð. Verkin á sýningunni em til sölu. EF ÞÚ HELDUR AÐ ÞETTA SÉ BRANDARI ÞÁ ER ÞAÐ ALGJÖR BILUN, ÞETTA ER AUÐVITÁ AUGLÝSING UM NÝJA 14 LAGA SAFNPLÖTU SEM KEMUR ÚT í DAG. EF ÞÚ VILT TAKA ÞÁTT í STÓRKOSTLEGUSTU BILUN ALDARINNAR SKALTU FÁ ÞÉR EINTAK STRAX í DAG, ANNAÐ VÆRI NÁTTÚRLEGA BILUN. Hljómplötudeild ULjh KARNABÆR stdAorhf P.S. EF ÞETTA ER EKKI BILUN ÞÁ VEIT ÉG EKKI HVAÐ... 1. HESTURINN — Skriöjöklar 2. CALLING ALL THE HEROES — It Bites 3. HUMAN — Human League TOUCH ME (I WANT YOUR BODY) — Samantha Fox 5. SHOUT — Lulu 6. ÚTIHÁTÍÐ — Greifarnir 7. KJAFTAKERLING — Bjarni Tryggva HLIÐ 1 1. SO MACHO — Sinitta 2. WE DON' T HAVE TO.... — Jermaine Stewart I WANT TO WAKE UP WITH YOU — Boris Gordiner 4. INNOCENT LOVE — Sandra 5. PRISVAR í VIKU — Bítlovinofélagiö 6. I CAN PROVE IT — Phil Fearon 7. FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU — Pétur og Bjartmar HLID 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.