Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 25 riskírteina issjóðs þeir fyrst að skoða þennan mögu- leika áður en þeir taka ákvörðun um að kaupa skiptibréfin. Athygli skal vakin á því að löglega starf- andi verðbréfamiðlarar taka að sér án þóknunar að annast innlausn spariskírteina fyrir viðskiptavini sína. (Um viðskipti í gegnum Verð- bréfaþing íslands verður fjallað síðar í grein þessari.) Öll spariskírteini ríkissjóðs hafa þann kost umfram önnur verðbréf að þau eru eignarskattfrjáls, en eignaskattur manna er í dag 0,95% af nettóeign frá kr. 1.248.000 og 1,2% af nettóeign frá kr. 2.176.000. Þess ber þó að geta að eignaskatt- ur er ennþá eftirágreiddur og rýmar því vegna áhrifa verðbólgunnar. c) Bankatryggð skuldabréf Svokölluð bankabréf eða banka- tryggð verðbréf eru tiltölulega nýr kostur á verðbréfamarkaði. Þau em ýmist gefin út beint af veðdeildum banka eða af stómm öflugum fyrir- tækjum, og þá með ábyrgð banka. Bankabréfin em álitlegur kostur fyrir þá sem vilja mjög trygg bréf, en þó með hærri ávöxtun en spari- skírteini ríkissjóðs gefa. Vegna mikils framboðs bankatryggðra bréfa að undanfömu em vextir þeirra nú sem stendur mjög háir, en þeir em nú á bilinu 10—12%. d) Verðtryggð veðskuldabréf Þessi bréf em bæði gefin út af fyrirtækjum og einstaklingum, og em sú tegund bréfa sem lengst hafa verið í boði á verðbréfamark- aði fyrir utan spariskírteini ríkis- sjóðs. Þau em tryggð með veði í fasteignum innan við 50% af bmna- bótamati eða sölumati fasteigna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Verð- tryggð veðskuldabréf gefa hvað hæsta ávöxtun allra verðbréfa, eða á bilinu 14—17% miðað við núver- andi aðstæður, enda geta þessi bréf verið áhættusöm, sérstaklega hvað varðar greiðsluhæfí skuldara á gjalddaga. e) Verðbréfasjóðir (Einingabréf og Kjarabréf) Nýjustu bréfin á markaðinum era þau bréf sem verðbréfasjóðimir hafa gefið út. Segja má að með tilkomu verðbréfasjóðanna hafi skapast ný vfdd á markaðnum sem gengur þvert á þá kosti sem að framan hafa verið nefndir. Tegund- um verðbréfa sem verðbréfasjóðim- ir bjóða upp á má skipta í Ijóra þætti, eftir því í hvemig verðbréfum þeir hafa Qárfest og þá um leið í hvaða áhættuflokki þau liggja. Eins og fram kemur í töflu 3 þá em sjóðir Einingabréfa 1, 2 og 3 sérhæfðir hver fyrir sig í ákveðnum tegundum verðbréfa eftir áhættu- flokkum og gefa þess vegna misháa ávöxtun. Sjóður Kjarabréfanna hef- ur aftur á móti valið þá leið að spanna sem flest svið markaðarins að undanskildum kröfukaupum og dreifa þannig áhættuþættinum. Nú er komin um 15 mánaða reynsla á Einingabréf 1 og Kjara- bréf. Þessi bréf hafa átt sívaxandi vinsældum að fagna og má segja að eftirfarandi atriði séu helstu ástæður þess: 1. Sérfræðingar í verðbréfavið- skiptum á verðbréfamarkaði hafa umsjón með sjóðnum. 2. Leitast er við að ná hámarks- ávöxtun innan þeirra tegunda bréfa sem keypt em, t.d. með nýtingu á stærðarhagkvæmni. 3. Áhættudreifing, þó mismikil eft- ir tegundum. 4. Bréfin em einföld fyrir alian al- menning: Dagleg verðskráning (gengisskráning). Engir fastir gjalddagar (að undanskildum lokagjalddaga). Oftast hægt að L selja samdægurs. Viðskipti í gegnum Verðbréfaþing íslands Á síðastliðnu ári var Verðbréfa- þing íslands stofnað og vom eftir- farandi aðilar auk Seðlabanka íslands valdir sem þingaðilar: Ejár- festingarfélag íslands hf., Iðnaðar- banki íslands hf., Kaupþing hf. og Landsbanki íslands. Hlutverk þingsins er meðal ann- ars það að vera vettvangur við- skipta með skuldabréf, hlutabréf og önnur verðbréf og starfrækja í því skyni skipulegt viðskiptakerfí meðal þingaðila. Skráð bréf á þing- inu í dag em flestir flokkar spari- skírteina ríkissjóðs og nokkrir flokkar bankabréfa og fyrirtækja- bréfa sem uppfyllt hafa kröfur þingsins. Viðskipti þingaðila sín á milli í gegnum þingið hafa til þessa farið rólega af stað. Aðallega hafa það verið viðskipti með spariskír- teini ríkissjóðs, en Seðlabankinn hefur tekið að sér að greiða fyrir viðskiptum á þinginu með því að hafa jafnan takmarkaðar birgðir af eldri flokkum spariskírteina sem hann selur af eða kaupir inn á skráðu gengi. Við þetta skapast þær aðstæður, að kaupendur eða seljendur eldri flokka spariskírteina geta ávallt í gegnum þingaðila, þ.e. Fjárfestingarfélagið, Iðnaðarbank- ann, Kaupþing og Landsbankann, treyst því, hvort sem þeir em að kaupa eða selja, að þeir fái bestu kjör sem í boði em á þinginu hveiju sinni. Eins og nú hagar til, og þrátt fyrir vaxtalækkun ríkissjóðs á skiptibréfum í 6,5%, er enn hægt að fá eldri flokka spariskírteina með allt að 9% raunvöxtum og með binditíma frá 1 mánuði upp í 5 >/2 ár. Kaupendur slíkra bréfa þurfa ekki annað en snúa sér til einhvers þingaðila og biðja hann að annast DÆMIUM RAUHAUKNINGU 1 00 ÞÚS KRÖNA MIDAD VIÐ MISMUNANDI RAUNYEXTI EFTIR ÞOS KR. «0D 3D0 _ 'w?7//yy'. 5 AR R: Dæmi um raunávöxtun p. ár. T: Dæmi um tegund ávöxtunar. 304 t> 220 f> 17% Veðskulda- bref 15% Einingabréf Kjarabréf 8>/2% Eldri sparisk. 6>/2% Skipti- bréf Tafla 3 Skipting verðbréf a- eignar í % hjá 4 verðbréfasjóðum Spari- skírteini Banka- bréf Veð- skuida- bréf Sjálfs- skuldar- bréf Ýmsar kröfur samtals Núverandi raun- ávöxtun Einingabréf 1 10% 90% 100% 16,4% Einingabréf 2 33% 67% 100% 10,4% Einingabréf 3 10% 90% 100% 18-21% Kjarabréf 30% 8% 47% 15% 100% 13,9% viðskiptin fyrir sig. Hvort þessi háa ávöxtun helst til langframa skal ósagt, en meðan svo er, er þetta gott tækifæri fyrir þá sem em að innleysa spariskírteini sín nú í haust og vilja halda áfram að ávaxta fé sitt í spariskírteinum ríkissjóðs. Þessi góðu kjör standa vissulega öllum sparifjáreigendum til boða. Niðurlag Þessari grein er ekki ætlað að vera tæmandi lýsing á þeim við- fangsefnum sem hér er fjallað um, heldur er henni ætlað að sýna al- menningi og öðmm þeim er sparifé hafa með höndum hvaða kjör em í boði á verðbréfamarkaðnum í dag, mismuninn á hinum ýmsu tegund- um verðbréfa svo og hvemig sparifjáreigendur geta í ríkari mæli notfært sér viðskipti í gegnum Verðbréfaþing íslands. Vafalítið þykir mörgum þetta fmmskógi líkast þrátt fyrir að vaxtafmmskóg- ur innlánsstofnana sé ekki tíundað- ur hér. Samt sem áður era sýnd dæmi um það hvemig sparifjár- eigendur geta ávaxtað peningana sína með mismunandi ávöxtun og tryggingum hafí þeir áhuga á og notfært sér þá þekkingu og þjón- ustu sem löglega starfandi verð- bréfamiðlarar bjóða. t í lokin er sýnt dæmi um áhrif mismunandi raunávöxtunar á upp- safnaðan spamað eftir 5 og 10 ár. Tekið er hér dæmi um kr. 100.000 sem ávaxtaðar era með mismun- andi raunvöxtum og hvað sú upphæð verður að raungildi eftir 5 og 10 ár. Höfundur þessarar greinar er for- stöðumaður Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins. Neyðarvakt tannlækna úr Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg: „Finnst að borgin vilji losa sig við neyðarþjónustuna“ - segir Birgir Jóhannsson, formaður Tannlæknafélags íslands NEYÐARVAKT tannlækna, sem verið hefur í 20 ár á heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, hefur verið „úthýst þaðan og er nú á götunni“,“ að sögn Birgis Jóhannssonar, for- manns Tannlæknafélags íslands. Neyðarvaktin hefur haft aðstöðu á neðstu hæð hússins þar sem skólatannlækningarn- ar hafa verið. Nú standa hinsvegar fyrir dyrum breytingar á því húsnæði, meiningin er að skólatannlækningarnar fari inn í skólana sjálfa og húsnæðið tekið undir göngudeild almennrar læknaþjónustu. „Við fómm nokkrir úr Tann- læknafélaginu á fund borgar- stjóra fyrr í sumar og hef. ég það á tilfínningunni að borgar- yfírvöld vilji losa sig við þessa þjónustu og koma henni inn á tannlæknana sjálfa, en hingað til hefur borgin lagt til hús- næði, efniskostnað og starfsfólk vegna neyðarvaktarinnar. Þá hafa tannlæknamir unnið sínar neyðarvaktir í sjálfboðavinnu og hefur allt það fé sem inn kem- ur, runnið beinttil Tannlæknafé- lagsins, sem nam rúmlega 250.000 krónum á sl. ári. Við höfum auglýst eftir tannlækn- um, sem hugsanlega vildu taka neyðarþjónustuna að sér og inn á eigin stofur, en lítill áhugi virð- ist vera á meðal þeirra. Það vom aðeins þrír sem sýndu áhuga, en til þess að hægt sé að halda uppi þessari þjónustu, verðum við að hafa 10 til 20 manna hóp,“ sagði Birgir. Neyðarvakt tannlækna hefur verið haldið uppi um helgar milli 10 og 11 og á sama tíma á helgi- dögum. Um sl. helgi var neyðar- vakt haldið uppi á Eiðistorgi 15 og um nk. helgi verður hún að Ármúla 26. Birgir sagði að sam- vinna Reykjavíkurborgar og Tannlæknafélagsins hefði ávallt verið mjög góð og slæmt ef hún rofnaði nú. Hinsvegar væri óskastaðan sú að koma neyðar- vaktinni inn á Borgarspítalann, þar sem önnur neyðarvakt lækna er til staðar, og tíðkaðist það í öllum öðmm löndum að þetta tvennt fylgdist að enda sjálfsagt að tannlæknar sitji við sama borð og aðrir læknar. Sigríður Dagbjartsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að auglýsing hefði verið send út til allra tannlækna í Reykjavík og væri ætlunin að bíða og sjá hvað út úr því kæmi. „Ekki er hægt að halda uppi neyðarvakt með þrjá tannlækna eins og ver- ið hefur undanfamar tvær vikur. Tannlæknafélagið í samvinnu við Reykjavíkurborg verða að leysa þennan vanda, sem upp er kominn," sagði Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.