Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 V erðbréfamarkaðurinn Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Skýrsla flug- slysanefndar Flugslysanefnd hefur nú sent frá sér lokaskýrslu um rann- sókn á atvikinu í háloftunum yfir Austfjörðum í júní sl., þegar lá við árekstri tveggja erlendra far- þegaflugvéla. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær er það niður- staða nefndarinnar, að meginor- sök atviksins hafí verið andvara- leysi flugumferðarstjóra á vakt í flugtuminum í Reykjavík og ekki nægjanlega stöðluð vinnubrögð, sem m.a. stafí af þjálfunarskorti. Nefndin leggur til úrbætur í níu liðum til að koma í veg fyrir að atvik af þessu tagi endurtaki sig. Er þar gert ráð fyrir bættri þjálf- un flugumferðarstjóra og endur- skoðun á vaktaskipan þeirra, aukinni tæknivæðingu og svo- nefndri stöðuskráningu. Ekki verður of mikið gert úr alvöru atviksins í júní. Þar vom á ferð DC-8 þota frá SAS með 186 farþega innanborðs og Boeing 747-jumbóþota frá Bntish Air- ways með 375 farþega um borð. Ef þær hefðu rekist saman eins og við lá hefði þar orðið mesta flugslys sögunnar. í skýrslu flug- slysanefndar er ekki upplýst, hver fjarlægð nefndin telur, að hafí verið á milli vélanna tveggja, er brautir þeirra skámst. Morgun- blaðið hefur hins vegar áður greint frá því, að flugmenn beggja vélanna hafí talið að hliðarfjar- lægð vélanna hafí ekki verið nema 130 metrar og hæðarmismunur 20 metrar. Reglur kveða á um að hliðarfjarlægð véla í sömu flug- hæð skuli ekki vera innan við 80 mflur. Morgunblaðið telur gagn- rýnisvert að nákvæmar upplýsing- ar um þetta atriði skuli ekki liggja fyrir almenningi til glöggvunar og vísar á bug afsökunum þess efnis að það hefði getað leitt til óþarfa ótta! Slík ónákvæmni leiðir þvert á móti til óþarfa tortryggni og umhugsunar um að eitthvað sé verið að reyna að fela. Ráð- herra á að sjá um að öllum upplýsingum sé komið á framfæri í svo alvarlegu máli, að rannsókn lokinni. Annars myndast trúnað- arbrestur. Rannsókn flugs og flugslysa er viðkvæmt mál eins og dæmin sýna, m.a. hér í blaðinu. Atvikið yfír AustQörðum varð stórfrétt í fjölmiðlum í nágranna- löndum okkar. Fréttir af þessu tagi eru ekki spennandi land- kynning fyrir okkur, síst af öllu þegar í ljós kemur að skýringin liggur í andvaraleysi og slæmum vinnubrögðum í flugtuminum í Reykjavík. íslenska flugumsjónar- svæðið hefur orðið fyrir alvarleg- um álitshnekki á alþjóðavettvangi og augljóst er að verði ekki gripið í taumana og úrbótum hrint í framkvæmd getur mál þetta dreg- ið dilk á eftir sér. Við skulum hafa í huga, að um þessar mund- ir leggjum við mikla fjármuni í að laða útlenda ferðamenn hingað og fá erlend flugfélög til að milli- lenda hér, ekki síst eftir að nýja flugstöðin í Keflavík verður tekin í notkun. Það er óhugsandi, að þessi vinna beri árangur, ef út- lendingar telja umferð um íslenska flugumsjónarsvæðið hættuspil. Morgunblaðið hlýtur að treysta því, að tillögur flugslysanefndar ‘feli í sér slíka breytingu, ef þeim er hrint í framkvæmd, að atvik eins og það sem varð yfír Aust- fjörðum verði framvegis ákaflega ósennilegt. í ljósi þess telur blaðið brýnt, að þeim verði tafarlaust fylgt eftir og úrbætumar jafn- framt auglýstar rækilega á viðkomandi erlendum vettvangi. Daniloff- málið Fangelsun bandaríska blaða- mannsins Nicholas Daniloff í Moskvu vekur annars vegar upp spumingar um raunverulegan vilja sovéskra ráðamanna til að bæta sambúðina við Bandaríkin og hins vegar spumingar um valdahlutföllin í Kreml. Öll rök hníga að því, að njósnaákæran á hendur Daniloff sé hreinn tilbún- ingur og sovéska leyniþjónustan hafí leitt hann í gildru. En hvers vegna og hver ræður ferðinni? Er ætlunin með þessu sú ein, að fá sovéska njósnarann Gennadiy Zakharov lausan úr haldi í Banda- ríkjunum, eins og getum hefur verið leitt að? Eða er kannski ver- ið að vara erlenda fréttamenn í Moskvu við of mikilli „hnýsni" um sovésk málefni? Tíminn er þá óheppilega valinn með tilliti til fyrirhugaðs fundar leiðtoga Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna, sem miklar vonir eru bundnar við. Vilja Sovétmenn kannski ekki sjá raun- vemlegan árangur á þeim fundi? Sú tilgáta hefur verið sett fram, að handtaka Daniloffs sé ein- göngu verk sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB, og eigi að minna Gorbachev, Sovétleiðtoga, á, að hann geti ekki farið sínu fram í alþjóðamálum án þess að valda- menn leyniþjónustunnar séu með í ráðum. Hér sé verið að setja honum stólinn fyrir dymar. Þetta er umhugsunarefni og ef rétt reynist kann Daniloff-málið að verða mikill prófsteinn á það, hver raunveruleg völd Gorbachevs eru. Sé hvort tveggja til staðar, vilji Gorbachev til að bæta sambúðina við Bandaríkin og völdin í hans höndum, hlýtur Nicholas Daniloff að geta strokið um fijálst höfuð mjög fljótlega, eins og réttlætið býður. Um ínnlausn spai og skiptibréf ríki eftir Pétur Kristinsson Nú hefur ríkissjóður hætt sölu spariskírteina ríkissjóðs til annarra en þeirra sem eru að innleysa eldri flokka spariskírteina og jafnframt lækkað vextina á skiptibréfum í 6,5%, en hæstir voru vextir spari- skírteina 9% fyrr á þessu ári. Spumingunni um það hvort eða hvenær þetta hafí áhrif til almennr- ar vaxtalækkunar á verðbréfa- markaði eða ekki verður ekki reynt að svara í þessari grein, heldur vik- ið að þeim atriðum sem skipta mestu máli fyrir þá sem hafa mögu- leika á að innleysa spariskírteini sín nú í haust, svo og að þeim spamað- armöguleikum sem almennt standa spariQáreigendum til boða á verð- bréfamarkaðnum nú. í þessari grein verður þó ekki vikið að hinum ýmsu spamaðarmöguleikum sem hæft geta og bjóðast í innlánsstofnunum. Innlausn spariskírteina Fyrst verður vikið að þeim atrið- um er varða þá sparifjáreigendur sem geta innleyst spariskírteini sín nú í haust. Tafla 1 sýnir þá flokka. í töflunni eru sýndir nafnvextir inn- lausnarhæfra spariskírteina, sem eins og sjá má eru mjög mismun- andi eftir flokkum. Ennfremur kemur fram í töflunni fjöldi óverð- tryggðra daga við innlausn sem getur haft áhrif á raunávöxtun bréfanna. Flokkur 1972-2 er nú með lokainnlausn og eru hvorki vextir né verðbætur greiddar á þau eftir 15. september nk. Það er því sérstaklega mikilvægt fyrir eigend- ur þessara bréfa að innleysa þau nú í haust, þar sem reynslan hefur sýnt að margir spariíjáreigendur gleyma sér og láta bréfin standa vaxtalaus og óverðbætt í lengri eða skemmri tíma og rýra þannig verð- gildi sparifjárins. Flokkar frá árunum 1977 til og með 1983 hafa nafnvexti á bilinu 3,7 til 4,2% og er því engin spuming að hag- Tafla 1 kvæmast er að innleysa þá nú þegar, hvort sem menn nýta sér skiptibréf ríkissjóðs eða aðra spam- aðarmöguleika á verðbréfamarkað- inum. Flokkar 1973-1 og 1974-1 bera það háa vexti, 9,1—9,2% að sparifjáreigendur fá lægri raun- vexti ef þeir taka tilboðinu um skiptibréf nema aðrir spamaðar- möguleikar á verðbréfamarkaði séu nýttir. Nú í fyrsta sinn í langan tíma hafa þær aðstæður skapast að sparifjáreigendur (aðrir en þeir sem eiga spariskírteini fyrir) geta ekki nýtt sér þann möguleika að kaupa nýtt útboð af spariskírteinum ríkis- sjóðs. Eins og síðar verður vikið að stendur þessum hópi sparifjáreig- enda enn til boða að kaupa eldri spariskírteini ríkissjóðs svo og önn- ur verðbréf á verðbréfamarkaðnum. Helstu sparnaðarkostir á verðbréfamarkaði Tafla 2 sýnir þær tegundir bréfa, t.a.m. spariskírteini ríkissjóðs, sem nú er völ á á verðbréfamarkaðnum. í töflunni er ávöxtun gefín upp sem raunávöxtun, þ.e. vextir um- fram verðtryggingu annars vegar og heildarávöxtun miðað við 12% verðbólgu hins vegar. Þó aðilar á verðbréfamarkaðnum hafi yfirleitt tamið sér hugtakið raunávöxtun þá em hér bæði hugtökin notuð til að fírra fólk misskilningi, því oft er talað um heildarávöxtun þegar tal- að er um vexti í inniánsstofnunum. Eins og kemur fram í töflunni er binditími mismunandi eftir teg- undum bréfa, en þó eiga allar þessar tegundir bréfa það sameiginlegt að venjulega er hægt að selja þau á verðbréfamarkaði með stuttum fyr- irvara. Binditími skiptir þó máli, því að með honum tryggja menn háa vexti út binditímann ef vextir fara lækkandi, en fara hins vegar á mis við hærri ávöxtun ef vextir fara hækkandi. Þetta giidir þó ein- ungis um þau verðbréf sem bera fasta vexti og á því ekki við um verðbréf verðbréfasjóða. Helstu einkenni þeirra verðbréfa- flokka sem getið er í töflu 2 em þessi: a) Skiptibréf ríkissjóðs Eins og áður er getið bjóðast þau aðeins þeim sem eiga inniausnar- hæf spariskírteini. Skiptibréfín em með lægstu vöxtum sem verðbréfa- markaðurinn býður upp á í dag, 6,5%, og em með einum gjalddaga eftir 2 ár og 4 mánuði. Skiptibréfin em eins og önnur spariskírteini ríkissjóðs talin vera ömggust bréfa á verðbréfamarkaði hvað trygging- ar varðar. b) Eldri flokkar spariskírteina Þau bréf er nú hægt að fá á verðbréfamarkaði og með tilboðum þar í gegnum Verðbréfaþing ís- lands með allt að 9% raunvöxtum. Vilji eigendur innlausnarhæfra spariskírteina halda áfram að eiga spariskírteini ríkissjóðs, þá ættu Inniausnarhæf sparískírteini Haust 1986 Nafn- vextir Fjöldi óverðtr. daga Rýmun vaxta m/v 12% verðbólgu Innlausnar- verð pr. 100 kr. Innlausnar- dagar 1977-2 3,7% 70 2,2% 3.371,15 .10. sept. ’86 1978-2 3,7% 70 2,2% 2.153,75 10. sept. ’86 1972-2 Lokainnlausn 1973-1 9,2% 75 2,4% 17.041,83 15. sept. ’86 1974-1 9,1% 75 2,4% 10.327,12 15. sept. ’86 1979-2 3,7% 75 2,4% 1.404,07 15. sépt. ’86 1982-2 3,5% 0 0 ókomið l.okt. ’86 1981-2 2,8% 15 0,5% ókomið 15. okt. ’86 1980-2 3,7% 25 0,8% ókomið 25. okt. ’86 1983-2 42% 0 0 ókomið 1. nóv. ’86 Tafla 2 Helstu tegundir sparnadar- forma (fyrir utan banka og innlánsstofnana) haustid 1986 Raunávöxtun Ársávöxtun m/v 12% veröbólgu Binditimi „Skiptibréf" ríkissjóðs 6,5% 19,3% 2 ár og 4 mán. Eldri spariskírteini með tilboðum í gegnum Verðbréfaþing íslands 6,7-9% 19,5-22,1% 1 mán. til 5'/z ár Bankatryggð skuldabréf 10-12% 2.3,2-25,4% 1 til 5 ár Verðtryggð veðskuldabréf einstaklinga og fyrirtækja 14-17% 27,7-31,0% 6 mán. til 10 ár Einingabréf og Kjarabréf 10,4-21% 23,6-35,5% oftast greidd út samdægurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.