Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 21 Holland: Læknir sýknað- ur af líknardrápi Haag, Hollandi, AP. HOLLENSKUR áfrýjunardóm- stóll staðfesti í gær dóm undir- réttar og sýknaði lækni af ákæru um líknardráp. Er þessi dómur talinn valda þáttaskilum í umræð- um um líknardráp í Hollandi, en Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum í Vestur-Evrópu. Gull lækkaði hins vegar verulega. Getgátur um, að vextir í Banda- ríkjunum eigi ekki eftir að brejrtast í langan tíma, eru taldar hafa átt þátt í hækkandi gengi dollarans. Jafnframt er talið, að nýjar tölur um atvinnuástand þar í landi, sem birtar voru í síðustu viku og reyndust hag- stæðari en búizt hafði verið við, hafi orðið til þess að styrkja dollarann. Síðdegis í gær kostaði pundið 1,4752 dollara (1,4810), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,0890 vestur-þýzk mörk (2,0630), 1,6042 svissneskir frankar (1,6735), 6,8200 franskir frankar (6,7475), 2,3520 hollenzk gyllini (2,3280), 1.438,50 ítalskar lírur (1.421,50), 1,3870 kanadískir dollarar (1,3865) og 156,10 jen (155,50). Gull lækkaði verulega og var verð þess 404,50 dollarar únsan (419,50). í febrúar í vetur lá við að ríkis- stjóm landsins færi frá vegna þingsályktunartillögu, þar sem lagt er til að líknardráp verði leyfð undir vissum kringumstæð- um. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að læknirinn hefði breytt rétt og ekki farið út fyrir þau mörk, sem siðareglur lækna setja. Hann var ákærður fyrir að hafa flýtt fyrir dauða 95 ára gamallar konu fyrir fjórum árum. Konan hafði þráfald- lega beðið hann að flýta fyrir dauða sínum og meðal annars undirritað yfirlýsingu, þar sem hún óskaði eft- ir því að sér yrði styttur aldur ef hún missti ráð og rænu. I dómnum segir að læknirinn P. Schoonheim hafi „koinist að þeirri rökstuddu niðurstöðu að sjúklingur- inn hafi ekki lengur getað afborið þjáningarnar“. í dómnum er ekki frá því skýrt af hvaða sjúkdómi konan JOHN GARANG, ofursti, leiðtogi uppreisnarmanna í Suður-Súdan, hvatti í gær stjómarhermenn, er verja eiga borgir í Suður-Súdan, til þess að gefast upp. Sagði hann, að stjóm- völd í Khartoum gætu ekki lengur séð þeim fyrir vistum og nauðsynleg- um liðsauka. Lofaði hann því, að þjáðist, en dómskipuð nefnd sálfræð- ings, öldrunafræðings og sérfræð- ings í innanmeinum, skilaði áliti til dómsins eftir árs umQöllun. Dómstólar í Hollandi hafa kveðið upp væga dóma í líknardrápsmálum, en þetta er í fyrsta skipti sem dóm- stóll viðurkennir að „óþolandi sálrænar og líkamlegar þjáningar" geti réttlætt líknardráp þegar sjúkl- ingur er ekki dauðvona. Stjórnarandstaðan í Hollandi lagði fram þingsályktunartillögu í vetur, þar sem lagt var til að líknardráp yrði leyft í vissum tilvikum. Annar stjómarflokkanna og sá minni, Fijálslyndi flokkurinn, studdi tillög- una, en Kristilegir demókratar, sem er stærri flokkurinn í stjómarand- stöðunni, var alfarið á móti. Stjórn- arkreppu var naumlega forðað er Fijálslyndi flokkurinn dró stuðning sinn til baka og hefur tillagan ennþá ekki hlotið afgreiðslu í þinginu. flytja þá stjómarhermenn er það vildu, heila á húfi til landsvæða sem Khartoumstjómin hefði á sínu valdi. Uppreisnarmenn hafa barist gegn Súdanstjóm í þijú ár og vilja þeir m.a. binda enda á, að lög íslams gildi í landinu. Súdan: Hermenn hvattir til uppgjafar Nairobi, AP. Auglýst eftir frambodum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins við næstu Alþingiskosn- ingar fari fram 18. október 1986. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórn- ar innan ákveðins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann og getur enginn flokksmaður staðið að fleiri tillögum en 8. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóð- endur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt að ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóðendur verði 40. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skrif- legt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu Alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálf- stæðismenn búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 8. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi til yfirkjörstjórn- ar á skrifstofu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 17.00, föstudaginn 19. september 1986. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÍSÍÍIISfl ATH LAUGAVEGI 33 BORGARTÚNI 24 ÚTSÖLUNNI OKKAR LÝKUR ( DAG. SÍÐASTI SJENS TIL AÐ NÁ í PLÖTUR Á "ROKK BOTTOM PRÍS“. AÐ SJÁLFSÖGÐU SENDUM VIÐ f PÖSTKRÖFU OG SÍMINN ER 29544.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.