Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 3 Innlent efni á vetrardagskrá sjónvarpsins: Kvöldstundir með Berg- mann, Laxness og Lessing Þessi mynd af Hrafni Gunnlaugssyni að leggja orð i belg hjá þeim Halldóri Laxness og Ingmar Berg- mann var tekin í veislu á Bessastöðum í sumar, er Listahátíð stóð sem hæst. — Einnig leikritið Líf til einhvers og kvik- myndirnar Húsið og Brekkukotsannáll AF INNLENDU efni á dagskrá sjónvarpsins í vetur má nefna tvær kvikmyndir, Húsið og Brekkukotsannál, en sú síðar- nefnda verður nú endursýnd og ræðir Hrafn Gunnlaugsson af þvi tilefni við Halldór Laxness i þætti í röðinni Kvöldstund með lista- manni. 1 þeirri þáttaröð verða einnig tveir þættir þar sem Hrafn ræðir við hinn heimsfræga sænska leik- stjóra Ingmar Bergmann og einn þar sem Birgir Sigurðsson talar við breska rithöfundinn Doris Lessing. Hrafn Gunnlaugsson er yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar á sjón- varpinu og sagði hann, aðspurður um tilhögun vetrardagskrárinnar, að í öðrum „Kvöldstundum" yrði m.a. boðið upp á samtöl Steinunnar Sigurðardóttur við Guðberg Bergs- son, Bubba Morthens við Megas, Jónasar R. Jónssonar við Magnús Kjartansson, Kristínar Ólafsdóttur við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú, og Jakobs Magnússcnar við Kristin Hallsson. En þeir síðastnefndu munu samkvæmt öruggum heimildum taka lagið saman í þættinum. Þá verður í haust frumsýnt Ieikrit- ið Líf til einhvers, eftir Nínu Björk Amadóttur, sem Kristín Jóhannes- dóttir leikstýrir. í tilefni af því að 30. september nk. verða liðin 20 ár frá því að út- sendingar sjónvarpsins hófust, verður sérstök afmælisdagskrá það kvöld. Verður þá m.a. endursýnd mynd er vakti miklar umræður á sínum tíma, Fiskur undir steini eftir Þorstein Jónsson. Skaupstofan er samheiti á ijórum skemmtiþáttum, sem verið er að vinna að nú og verða í umsjá sömu aðila og stóðu að síðasta áramótaskaupi, Sigurðar Siguijónssonar, Arnar Ámasonar o.fl. Tveir nýir innlendir fastaþættir he§a göngu sína í sjónvarpinu í lok október. Fjallar annar um listir og menningu, verður sendur út á sunnu- dagskvöldum og ber heitið Geisli. Hinn verður á dagskrá á miðviku- dagskvöldum í beinni útsendingu, heitir í takt við tímann og tekur við af þættinum Dagskrá næstu viku, auk þess sem fleira verður væntan- lega tekið fyrir en dagskráin. Ómar Ragnarsson verður með sex nýja Stikluþætti og 16. september nk. verður þáttur um franska skipið Pourquoi Pas?, sem fórst við Islands- strendur, í umsjón Ómars. Hrafn sagði að óvenju mikið yrði af innlendu heimildaefiii á dagskrá sjónvarpsins í vetur. Fræðsluþáttur um jarðhita hefur verið gerður í samvinnu við Orkustofnun og Ari Trausti Guðmundsson hefur umsjón með þáttum um Krísuvík og Jökulsá á Fjöllum. Einn þáttur mun fjalla um fötlun og annar um íslenska silf- ursmíði. Um miðjan október verður sýndur þátturinn I hljóðvarpanum, þar sem starfsemi hljóðvarps verður kynnt. Þá verður endursýnd röð þátta um sjötta skilningarvitið og viðhorf Islendinga til þeirra mála, sem Jökull heitinn Jakobsson gerði og voru sýndir á fyrstu árum sjón- varpsins. Matthías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðingur, íjallar um nokkur 19. aldar skáld íslensk í nokkrum þáttum í vetur og af öðru er varðar íslenska tungu má nefna að teknir hafa verið upp allmargir þættir, sem bera heitið Myndhverf orðtök og Ijalla um íslenskt mál. Þeir eru fimm mínútur að lengd hver og verða sýndir reglulega á undan tónlistarþættinum Poppkomi. Annar tónlistarþáttur, Smellir, flyst yfir á laugardaga fyrir kvöldfréttir og verður fastur liður í dagskránni. Þess má líka geta að sjónvarpið á enn ósýndan seinni hluta tónleika Dave Brubeck frá Listahátíð í sum- ar. Þar taka Brubeck og félagar m.a. lagið „Take five“ og þykir væntanlega mörgum jazzáhuga- manninum fengur að eiga þann glaðning inni í skammdeginu. Ymsar nýjungar verða á ferðinni í barna- og unglingaefni í sjónvarp- inu með haustinu. Sýnt verður leikritið Elías og öminn, eftir Guð- rúnu Helgu Söderholm, en þetta verkefni var boðið út og síðan feng- ið í hendur ísfilm. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Þá sagði Hrafn Gunnlaugsson að bamatíman- um Stundinni okkar yrði nú skipt í tvennt; „Litla“ og „Stóra Stund", með það fyrir augum að sú síðar- nefnda höfði meira til hópsins tíu ára og eldri, eða þeirra sem „eigin- lega em hvorki böm né unglingar". Að lokum má geta þess að til stend- ur að sjónvarpið geri þáttaröð um íslensku jólasveinana í samvinnu við erlenda aðila og mun Egill Eðvarðs- son stýra því verki. Trúarlegt efni mun einnig skipa sinn sess í vetrardagskránni. Vígslu Hallgrímskirkju, þ. 26. október nk., verður sjónvarpað í beinni útsend- ingu og síðan verður endursýnd kvikmynd Jökuls Jakobssonar um Hallgrím Pétursson, Sálin í útlegð er. Þá verður sýnd guðsþjónusta þar sem fyrrverandi biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson, predik- ar. Jólafnessa sjónvarpsins verður síðan að öllum líkindum tekin upp í Skálholtskirkju. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum: Ekki búist við baráttu um tvö efstu sætin — Sérframboð 1983 hefur náð fram tilgangi sínum segir Sigiirlaug Bjarnadóttir FRESTUR til að skila inn framboðum í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum rennur út laugardaginn 13. september næstkomandi. Kjömefnd kemur saman klukkan tvö þann dag, fer yfir þau framboð sem komið hafa inn og fjallar um nánari vinnureglur í sambandi við prófkjörið. Kjömefnd hefur rétt til að bæta fólki við ef of fá framboð þykja koma fram. Prófkjörið sjálft verður haldið 11.-12. október nk. Morgunblaðið hafði samband við nokkra þá aðila sem heyrst hafa nefndir í þessu sambandi og innti þá eftir því hvort þeir stefndu á að taka þátt í prófkjörinu. Flestum bar saman um að ekki yrði barátta um tvö efstu sætin. Matthías Bjamason, samgöngu- málaráðherra og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sagðist ekki vera búinn að senda inn umsókn ennþá. „Ég tek þessu ró- lega, vil fyrst segja kjömefndinni frá ákvörðun minni áður en ég tjái mig um þetta í fjölmiðlum." Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar maður á lista á Vestfjörðum, sagðist ætla að gefa kost á sér. „Ég fer í prófkjör". Sömu sögu má segja um Einar K. Guðfinnsson, fyrsta varaþing- mann sjálfstaBðismanna á Vestfjörð- um. „Ég ætla i prófkjör, það er alveg ljóst. Eg stefni fyrst og fremst að því að halda því sæti sem ég er í nú.“ „Já, það er búið að ganga frá þessu og umsókninni verður skilað inn á réttum tíma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, skólastjóri á Bolung- arvík. Hallgrímur Sveinsson, skólastjóri á Þingeyri og bóndi á Hrafnseyri, sagðist einnig ætla að gefa kost á sér. „Eg hef ekki tekið opinbera afstöðu í stjómmálum áður en verið stuðningsmaður Þorvalds Garðars um langt skeið. Ég ætla nú að láta reyna á það hvort að maður eigi eitthvað erindi í þetta en stefni ekki á neitt sérstakt sæti.“ „Já, ég verð með í prófkjörinu,” sagði Guðmundur H. Ingólfsson, skrifstofumaður hjá Rækjuverk- smiðjunni í Hnífsdal. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem svo, að verið sé að kjósa í sætin fyrir neðan það fyrsta og annað. Þeir sem þar sitja verða líklega þar áfram. Mitt fram- boð er ekki tii höfuðs einum eða neinum sem nú er á lista. Ég hef verið þátttakandi í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins hér á svæðinu í 15 ár og vill vera með. Það er meginástæðan fyrir mínu framboði. „Ég fer frarn," sagði Hildigunnur Högnadóttir, verslunarkona á ísafirði. „Mér fínnst þátttökuleysi kvenna áberandi hér í kjördæminu og má segja að ein af ástæðunum fyrir framboði mínu sé vilji til að ráða bót á því.“ „Nei, ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörinu," sagði Sigurlaug Bjarnadóttir. „Ég fagna þó því að afturhaldsöflin meðal vestfirskra sjálfstæðismanna hafi séð sitt óvænna og að haldið verður próf- kjör. Sérframboðið 1983, sem ekki var til komið vegna minnar persónu heldur megnrar óánægju stór hóps sjálfstæðisfólks, hefur náð fram til- gangi sínum. Ég vona að prófkjörið fari hófsamlega og drengilega fram." STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, sími 74100 Nautahamborgarar m/brauði kr. 19,00 stk. Nýreykt Londonlamb kr. 298,00 kg. Kjúklingar kr. 195,00 kg. Nýreykt Hangikjöt frampartur kr. 198,00 kg. Bakon Bauti m/brauði 19,00 stk. Taðreykt kindabjúgu 198.00 kg. Hvai Buff 1 58,00 kg. Kryddlegin Lambalæri 269,00 kg. Nýreykt Hangikjöt læri 298,00 kg. Reyktur/grafinn Lax 798,00 kg. Lambakjöt af nýslátruðu VISA Opið til kl. 20.00 I kvöld, en til kl. 16.00 laugardag. il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.