Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 UnmrMl Pre*» Syoðrcele „ Hún htfur ver'iö ab reyrvx ób Laekko. VerðbótpunOL meó .VISA- kortinu mínu." ást er... henni í leikhús. TM Reg. U.S. Pat. Off.—alt rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate IIIWW . Þú sérð þó að konur Æi. Haltu aðeins fyrst í þurfa fleiri skjólflikur en þetta. karlar! HÖGNI HREKKVÍSI HANN tR HKIFINN AFNVJA STÓUNUM OKKAR." Unaðsreitur í Reykja- vík, borginni til sóma Ágætur Velvakandi I pistli þínum 2. september sl. birtir þú mynd og grein með feitletr- aðri fyrirsögn. Vegna þess að fyrirsögnin er undir myndinni, sem er af íslenska jurtagarðinum í Laug- ardalsgarði, þá álíta lesendur að það sé hann sem er til skammar. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að greinarhöfundur á við allt annan stað, þar sem sundlaugar Reykjavíkur voru áður en þær nýj- ustu voru teknar í notkun, sem aftur á móti voru reistar nærri þeim stað sem torflaugin var og nefndist Laugameslaugar. Bletturinn sem myndin er af og lesendur gætu haldið að væri til skammar, við að líta á mynd og áberandi orð, er ein- hver hinn unaðslegasti staður borgarinnar. Alúðarfullu starfsfólki garðsins hefur tekist að búa þama íslenskum jurtum undraverð lífsskilyrði. Myndin sýnir ekki allan þennan unaðsreit. Þar vantar á reiti vatnajurta og burkna. Ég treysti þér Velvakandi góður til að birta myndina aftur og hafa feitletrað ofan eða neðan hennar: Unaðsreitur í Reykjavík, borginni til sóma. Um hina horfnu sundstaði við Laugalækinn í Neðri-Sogum (Laug- ardal) mætti margt rita en núver- andi laugar tel ég verðugasta minnisvarða þeim eldri. Þorsteinn Einarsson Víkverji skrifar Inágrenni höfuðborgarinnar hef- ur á undanförnum áratugum sprottið upp mikill fjöldi sumarbú- staða. Það er ekki nýtt að fólk vilji eignast afdrap fyrir sig og sína fjarri skarkala hversdagsins og margir sumarbústaðir, sem reistir voru fyrir áratugum eru nú komnir inn í miðju íjölmennra íbúðahverfa. í næsta nágrenni Reykjavíkur eru sumarbústaðir á ótnílegustu stöð- um og þurfa eigendur þeirra ekki að fara langt til að komast í „sveita- sæluna“. Sést þetta vel þegar Hafravatnshringurinn er ekinn. Eigendur rækta yfirleitt í kringum bústaði sína og kringum marga þeirra er nú gjörvilegur skógarlund- ur þar sem áður var jafnvel berang- ur. nesi og prenturum í Miðdal, leigja félögin meðlimum sínum landsskika og byggja þeir sína eigin bústaði á landinu. í Ondverðarnesi hafa múrarar sýnt ótrúlegan dugnað og framsýni í starfseminni og er vandfundinn sá staður þar sem aðstaða er orðinn eins góð í sumarbústaðalandi. Ekki nóg með að landið sé einstaklega fallegt þarna í kjarri vöxnum hraun- bollunum, heldur hefur uppbygg- ingin á staðnum verið til fyrirmynd- ar. Góð sundlaug er á staðnum fyrir múrara og gesti þeirra og níu holu golfvöllur. Hvort tveggja er mikið notað. XXX XXX Félagasamtök hafa verið dugleg við að byggja orlofshús fyrir félaga sína og má þar nefna húsin í Munaðamesi og Ölfusborgir við Hveragerði. Oft er fyrirkomulagið þannig að félög eða félagasamtök eiga bústaðina og leigja þá síðan út í ákveðinn tíma. Annars staðar, eins og t.d. hjá múrurum í Öndverðar- * . Isunnudagsbíltúr um Mosfells- sveit á dögunum lá leiðin í blíðviðrinu upp í Skammadal þar sem eru garðlönd Reykvíkinga. Þeir sem þarna hafa diýgt launin sín með kartöfluræktinni hafa gert talsvert meira, því Víkverji fékk ekki betur séð en kartöfluskúrarnir væm í talsverðum mæli notaðir sem sumarbústaðir. Byggt hefur verið við marga skúrana, verönd smíðuð á móti suðri og næsta nágrenni girt af og það ræktað. Híbýlin em ekki stór þarna miðað við suma sumarbústaði, sem einhvem tímann hefðu þótt boðleg sem einbýlishús, en ætli fólki líki ekki bara vel þarna? xxx Skoðanakönnun sú sem gerð Var nokkrum dögum eftir að nýja útvarjisstöðin, Bylgjan, tók til starfa, hefur að vonum vakið mikla athygli. Sérstaklega mikil hlustun á þessa nýju stöð, en eðlilegt er spurt hversu stór hluti fylgist með því sem Bylgjan flytur er vegna nýjabrumsins. Annað vakti þó ekki síður at- hygli Víkveija, það er hversu sárafáir af þessum 250 sem spurðir voru, hlusta á útvaip. 57 af hveijum 100 svöruðu því til að ekki væri kveikt á útvarpstæki sem viðkom- andi hefði tækifæri til að hlusta á. Aðeins 43 hlustuðu á útvarp og þó spönnuðu þeir tímar sem spurt var um, frá klukkan 7 að morgni til miðnættis, með hléum þó. Þessa niðurstöðu hljóta ráðamenn út- varpsstöðva og auglýsendur að staldra við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.