Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 18
íá MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 FJORÐUNGSÞING NORÐLENDINGA Strjálbýlis- og grunnskólamál: Stjórn grunnskólanna verði ekki færð úr höndum sveitarstjórna ÞINGIÐ fagiiar ákvörðun menntamálaráðherra um endur- skoðun grunnskólalaga, en varað er við þeim hugmyndum að færa stjórn grunnskólans úr höndum sveitarstjórna. Áhersla er lögð á að þegar á næsta Alþingi fáist leiðrétting á fjár- málasamskiptum ríkis og sveitarfé- laga varðandi rekstur grunnskólans. I því sambandi er bent á að kostnað- arskipting á viðhaldskostnaði skóla- mannvirkja fari eftir skiptingu á eignahlutum ríkis og sveitarfélaga; ríkið taki þátt í greiðslu orkukostn- aðar í þeim skólahverfum sem þurfa að búa við óhagkvæma orkugjafa; ríkið greiði að öllu leyti kostnað við akstur grunnskólanemenda í dreif- býli; fræðsluskrifstofu og fræðslu- ráðum verði falin ábyrgð og umsjón með fjárhagsviðskiptum ríkis og sveitarfélaga um rekstur grunnskóla svo tryggja megi hagkvæmt skipu- lag. Hlutverk menntamálaráðuneyt- isins verði einkum fólgið í yfirstjóm og eftirliti með framkvæmd skóla- mála í landinu; sett verði skýr ákvæði í grunnskólalögin um sam- starf sveitarfélaga um skólarekstur m.a. með tilliti til ákvæða sveitar- stjómarlaga um byggðasamlög. Þingið óskar eftir því við mennta- málaráðherra að hann tryggi nauðsynlega stuðnings- og sér- kennslu í öllum fræðsluumdæmum því skólahald sé byggðamál og andi grunnskólalaganna sé að veita öllum bömum jafnan rétt til náms án til- lits til búsetu og aðstæðna. Þingið lýsir undmn sinni á nýframkomnum órökstuddum fullyrðingum um spill- ingu og misnotkun sveitarfélaga við framkvæmd skólaaksturs. Slíkar fullyrðingar séu síst til þess fallnar að auka skilning landsmanna á nauðsyn þess að jafna aðstöðu til náms í hinum dreifðu byggðum. Varað er við vanhugsuðum breyting- um á skiptingu skólakostnaðar, en talið er eðlilegt að bíða eftir tillögum stjómskipaðrar nefndar um endur- skoðun grunnskólalaganna. Þingið telur að á meðan fram- leiðslustjómun í landbúnaði er nauðsynleg, verði hún að ná til allra búgreina þannig að samræmis verði gætt um fjölbreytt framboð land- búnaðarvara og heildarmarkmiði framleiðslustjómar verði náð. Lýst er stuðningi við setningu svæðabú- marks. Samþykkt var að beina því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að á þess vegum starfi áfram dreif- býlisnefnd, sem tilnefnd sé af landshlutasamtökum sveitarfélaga. Þá verði álit landnýtingamefndar ítarlega kynnt fyrir næsta fjórðungs- þing. Atvinnumál: Fulltrúar á fjórðungsþinginu, sem að þessu sinni var haldið á Siglufirði. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir BYGGÐAMALIN í BRENNIDEPLI FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga var haldið á Siglufirði síðustu daga ágúst- mánaðar og voru byggðamálin þar í brennidepli. Á þinginu höfðu 93 fulltrúar rétt til setu en 86 mættu. Þingmenn um- dæmanna komu m.a. sem gestir á þingið og fluttu ávörp auk forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, sem sagðist vera fylgjandi þriðja stjórnsýslustiginu til að auka valddreifingu. Stefán Thors, skipulagsstjóri, fjallaði um forsendur fyr- ir landnýtingu á Islandi, og Sigurður Guðmundsson, verkefnisstjóri byggða- nefndar þingflokkanna, ræddi um nýja skýrslu nefndarinnar og kynnti hana. Útflutningsatvinnuvegunum verði tryggður rekstrargrundvöllur FJÓRÐUNGSÞING Norðlend- inga samþykkti að skora á iðnaðarráðherra að beita sér fyr- ir því að sett verði til frambúðar löggjöf um iðnráðgjöf í lands- hlutunum, þar sem núgildandi Árni Emilsson A meðan sveitarfélög- in eru þetta smá verða engar breytingar — segir Árni Emilsson, fulltrúi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga „Á samráðsfundum stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar hefur skóla- aksturinn aldrei borið á góma. Því kemur það okkur mjög á óvart að breytinga sé að vænta í þeim efnum nú,“ sagði Árni Emilsson, fulltrúi stjórnar sambandsins, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum litið þessa samráðs- fundi alvarlegum augum og gengið út frá því að leikreglur séu í háveg- um hafðar. Hinsvegar er mennta- málaráðherra fremur fágætt eintak af stjómmálamanni, sem getur kom- ið manni á óvart hvenær sem er og verða yfirlýsingar hans að skoðast í því ljósi. Við heyrðum fréttimar fyrst í fjölmiðlum. Stjómin mun ræða þetta á næsta fundi sínum, 9. september, og mun þá móta afstöðu sína.“ Árni sagðist þó búast við að skóla- aksturinn yrði ekki tekinn einn og sér út nú, heldur yrði hann látinn bíða endurskoðunar í rekstri grunn- skólanna í heild sinni sem nú stendur yfir. Hann sagði að ekki hefði held- ur verið rætt á samráðsfundunum um aukin kostnað sveitarfélaganna í rekstri dagheimila og leikskóla, en að undanfömu hefði ríkisstjómin látið í það skína að breytinga væri að vænta í þeim efnum. „Sá bögg- ull fylgir þó skammrifi að til þurfa að koma auknar tekjur sveitarfélag- anna svo hægt sé að ganga að þessu. Það hefur verið yfirlýstur vilji bæði Alþingis og sveitarfélaga að færa til verkefni og auka tekjur sveitarfélaganna, en það gerist aldr- ei neitt. E.t.v. er ástæðan sú að sveitarfélög eru svo misstór og mis- munandi undir það búin að taka við verkefnum og það er hreint enginn vilji sveitarstjómarmanna fyrir sam- einingu. Á meðan sveitarfélögin em þetta smá, verða engar breytingar. Ef þriðja stjómsýslustigið er sú lausn sem koma skal held ég að hálf núverandi kjördæmi væru æski- leg stærð. Ég lít björtum augum á þjónustumiðstöðvar, t.d. eina í hveij- um landsfjórðungi, en ef þær verða valdalaus útibú frá Reykjavík, er betur heima setið en af stað farið," sagði Ami. lagaákvæði falla úr gildi um næstu áramót. í lögunum verði heimild til greiðslu launafram- laga vegna þriggja iðnráðgjafa á Norðurlandi. Fagnað er hug- myndum um stofnun útibús frá Iðntæknistofnun á Akureyri. Nefndin telur að leita þurfi eftir stuðningi Byggðasjóðs við atvinnu- þróunarsjóði iðnþróunarfélaganna, sem væru nógu öflugir til að sinna fjárframlögum og lánum til tilrauna- verkefna og undirbúningsverkefna á Norðurlandi. Lögð er áhersla á að útflutnings- atvinnuvegunum verði tryggður rekstrargrundvöllur enda bendi reynsla síðustu ára til þess að saman fari jákvæð byggðaþróun í landinu og hagstæð afkomuskilyrði útflutn- ingsgreinanna. Þingið telur eðlilegt að Ferða- málasamtök Norðurlands hafi forystu um samræmingar- og kynn- ingarstarf á sviði ferðamála og hafi jafnframt veg og vanda af ráðningu sérstaks ferðamálafulltrúa fyrir Norðurland. Lögð er áhersla á að starf ferðamálafulltrúa landshlut- anna verði tryggt með lögum og að veitt verði launaframlög til þessarar starfsemi af fjárlagafé eða úr ferða- málasjóði. Skorað er á landsbyggð- armenn að efla þjónustugreinar heima fyrir og stuðla að því að þeir sem hyggja á atvinnurekstur njóti jafnræðis um fjármagnsfyrirgreiðslu af hendi lánastofnana, hvar sem þeir búa á landinu. Þingið tekur undir þá kröfu að næsta verkefni í orkufrekum iðnaði verði á Norðurlandi, er. bendir jafn- framt á nauðsyn þess að Norðlend- ingar haldi vöku sinni varðandi könnun á öðrum iðnaðarmöguleik- um, t.d. lífefnaiðnaði. Þá telur þingið að brýnt sé að byggja upp fiskeldi í landinu. Mælt er með hugmyndum Orkustofnunar um skipulegar rann- sóknir á möguleikum til fiskeldis á Norðurlandi og eðlilegt sé að sveitar- félögin eða aðrir hagsmunaaðilar leggi fram 15% kostnaðar við það verkefni að því tilskyldu að 65% fáist á fjárlögum og 20% sé framlag Orkustofnunar. Samgöngu-, byggða- og sveitarstj órnarmál: Uppbygging stjórnsýslumiðstöðva og löggjöf um millistj órnsýslustig ÞINGIÐ felur fjórðungsstjórn að knýja á um sérstakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að stuðla að uppbyggingu stjórnsýslumið- stöðva á landsbyggðinni. Einnig telur þingið að brýnt sé að sett verði löggjöf um millistjórnsýslustig, sem sæki vald sitt til kjósenda í beinum kosningum. Það fái sjálfstæða tekjustofna og hafi umsjón með þorra þeirra verkefna sem nú eru í höndum ríkisvaldins. Hvatt er til þess að hagstætt verð- byggingu flugvalla og öryggisbún- lag á olíuvörum á heimsmarkaði verði nýtt til að auka framlög til vegagerðar í landinu, einkum til lagningar bundins slitlags. Stórauka verður framlag ríkisins til hafnar- framkvæmda, en niðurskurður fjármagns til þeirra undanfarin ár hefur orsakað mikinn samdrátt framkvæmda og stefnir afkomu margra byggðalaga í verulega hættu. í samþykktinni segir að hér sé ekki um spamað að ræða, heldur frestun á vanda, sem eykst með hveiju ári. Gera verður átak í upp- aðar þeirra og er þess vænst að séð verði fyrir fjármagni til verkefnisins. Þá styður þingið hugmynd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um að komið verði á námskeiðum fyrir framkvæmdastjóra sveitarfélaga og sveitarstjómarínenn í samvinnu við landshlutasamtökin. Fagnað er ákvörðun félagsmálaráðherra um endurskoðun byggingalaganna, sérstaklega þau ákvæði er fjalla um byggingaeftirlit. Jafnframt telur þingið að óhjákvæmilegt sé að end- urskipuleggja flugleiðakerfið innan- lands og skorað er á ríkisstjómina að beita sér fyrir breytingum á lög- um um Byggðastofnun þannig að fram komi vilji Alþingis um hvar stofnunin skuli vera. Þingið telur að nauðsynlegt sé að álagningarstigar tekjustofna sveit- arfélaga séu lögbundnir og styður þá hugmynd um að hækka hlutdeild aukaframlags í tekjum Jöfnunar- sjóða sveitarfélaga. Nauðsynlegt sé að í lögunum séu viðmiðunarákvæði um nýtingu allra tekjustofna sveitar- félaga þegar aukaframlag er ákveðið. Þingið telur eðlilegast að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafi sjálfstæðan tekjustofn, sem inn- heimtur sé í tengslum við tekju- stofna ríkisins, en verði ekki háður skattastefnu ríkisins á hveijum tíma sem hluti skatttekna ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.