Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Að klappa í kirkju -eftirÁsmund Brekkan Nýlegt hirðisbréf biskupsins yfir íslandi hefur verið nokkurt fréttaefni. Enda þótt ég sé einn af hjörðinni, sem bréfið er stílað til, er póstgangur með þeim hætti, að mér hefur ekki borizt. Hinsveg- ar hafa fjölmiðlar gert efni bréfsins góð, og ég vænti, rétt skil, þannig að innihald þess hefur borizt hjörðinni sæmilega ómeng- að. Er þar margt gott og raunar flest umhugsunarvert og allt í samræmi við þá hegðun og mark- mið þau, sem heyra siðmenntuðu, kristnu vestrænu þjóðfélagi til. Þó er þama tekið til umræðu smámál, sem hefur bólgnað nokk- uð í meðförum fjölmiðla og sjálf- skipaðra skoðanaspekinga (eins og mín) í þeim. Eg á þar við umræðu Biskupsins um, hvort megi láta í ljósi þakkir, hrifningu og ánægju með athafnir í guðs- húsum, svo sem tónleika, með því að klappa! Herra biskupinn hefur útaf fyr- ir sig ekki neina fastmótaða skoðun á þessu efni, og er það honum til mikils hróss, og raunar í samræmi við nútímalegan anda, sem vonandi hefur losað sig að mestu við strangtrúarkreddur vantúlkaða Lúters sáluga á átj- ándu og nítjándu öld. Utaf fyrir sig sýnist mér það bera vott um nokkum yfirdrepsskap af hálfu kirlqunnar að taka þetta atriði til umræðu, svo sjálfsagt fínnst mér, Ásmundur Brekkan „ Að lokinni þessari athöfn er það venjan að söfnuðurinn þakki fyrir sig með lófataki. Hver er sá staður í kristninni, sem telst öllu heilagari en Pét- urskirkjan í Róm?“ að söfnuði í kirkju sé ieyfílegt og beri raunar að láta í ljósi þakkir sínar, aðdáun og hriftiingu með þeirri aðferð, sem í menningu okkar er eiginlegast að beita í hópi, nefnilega lófataki. Ég hefi oft verið við messur í kaþólskum stórkirkjum þar sem messugerð lýkur með flutningi fagurs tónverks, annaðhvort org- elsólói, eða ekki síður eða sjaldnar verki fyrir litla hljómsveit og/eða kór. Að lokinni þessari athöfn er það venjan að söfnuðurinn þakki fyrir sig með lófataki. Hver er sá staður í kristninni sem telst öllu heilagari en Péturskirkjan í Róm? Þar, og fyrir utan fagnar söfnuð- urinn Pápa sínum með áköfu lófataki. Persónuleg viðbrögð mín eftir marga aðdáunarverða, vel flutta og fagra kirkjutónleika í Skálholtskirkju hafa verið hálf- gerð tómleikakennd og ófullnægja vegna þess að ég hefí ekki getað fengið að sameinast öðrum kirkju- gestum í því að þakka fyrir mig, ekki eingöngu fyrir hina fluttu list, heldur einnig fyrir að hafa fengið að njóta hennar í svo frið- sælu og góðu umhverfí. Því er það nú spuming mín til herra biskupsins, og þá ekki síður til þeirra samstarfsmanna hans, sem vafalítið hafa átt þátt í, að þessi „klappklausa" var tekin með í hirðisbréfíð: Hversvegna ætti það að vera Drottni vanþóknan- legt að láta í ljósi aðdáun, þakk- læti og virðingu með lófataki? Hvaðan í textum testamentanna kemur sú speki? Stendur ekki ein- mittskrifað: „Exultate, jubilate"? Höfundur er prófessor við lækrmdeild Háskóla íslands. Sigurður Þorsteinsson fram kvæmdastjóri UMFÍ. Sigurður Þorsteinsson framkvæmda- stjóri UMFÍ STJÓRN Ungmennafélags ís- lands hefur ráðið Sigurð Þor- steinsson í starf framkvæmda- stjóra. Sigurður hóf störf á skrifstofu UMFÍ síðastliðinn mið- vikudag. Sigurður, sem er 33 ára viðskipta- fræðingur, hefur að undanfömu starfað sem ráðgjafí hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, en áður starfaði hann hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, síðast sem markaðsstjóri. Sigurður hefur starfað í íþróttafélög- um og verið knattspymuþjálfari hjá nokkrum félögum, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Sigurður Geirdal, sem lengi var framkvæmdastjóri UMFÍ, hefur nú látið af því starfi og gerst fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Listahátíð: Fulltrúar listamanna kjörnir í framkvæmda- sljórn Á fulltrúaráðsfundi Listahá- tíðar 1986, sem haldinn var 8. sept., voru kjörnir nýir fulltrúar listamanna í framkvæmdastjórn Listahátíðar. Þá var einnig lögð fram tillaga um sýnisbók Lista- hátiðar. Nýkjömir fulltrúar listamanna í framkvæmdastjóm Listahátíðar eru Karla Kristjónsdóttir listfræðingur, Gunnar Egilsson tónlistarmaður og Arnór Benónýsson leikari. Fulltrú- arnir koma í stað þeirra þriggja, sem sátu í framkvæmdastjóm há- tíðarinnar en gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. í tillögu Kristins Hallssonar um gerð sýnisbókar Listahátíðar segir meðal annars: „Gerð verði sýnisbók um Listahátíð frá upphafí í tilefni þess að næsta hátíð, sem verður haldin 1988, er sú tíunda í röðinni. Bók þessari sé ætlað að vera alhliða kynningarbók um Listahátíð og á þeim listamönnum sem komið hafa fram á hátíðinni og komi út bæði á íslensku og ensku. Ritstjórar verksins verði þeir Birgir Sigurðs- son, rithöfundur og forseti Banda- lags íslenskra listamanna, og fráfarandi formaður Listahátíðar ’86, Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri og skal sá síðast- nefndi jafnframt hafa umsjón með framkvæmd verksins." 26600— Skotland: allir þurfa þak yfirhöfudið Atvinnuhúsnæði Til sölu Húseign Bílaborgar Húsið sem er vinkilbyggt hús og stendur á horni Dvergs- höfða og Höfðabakka, skiptist þannig: Álman með Höfðabakka er 2x600 fm, innkeyrsla á báð- ar hæðir. Álman með Dvergshöfða er 2x528 fm með innkeyrslu á báðar hæðir. Auk þessa er 180 fm skrifstofuhæð sem tengd er öllum hlutum hússins og getur því selst með hvorri sem er. Afgirt port er norðan við húsið. Glæsilegir útstillinga- gluggar. Fullgerð og vönduð eign er getur hentað allskonar rekstri. Góðar lofthæðir. Selst í einu lagi eða pörtum. í Mjóddinni 138 fm verzlunarhúsnæöi á jarðhæð. Verð: 45 þús. pr. fm. 118 fm verzlunarhúsnæði á jarðhæð. Verð: 45 þús. pr. fm. 538 fm skrifst./verzlhúsn. á 2. hæð. Verð: 27 þús. pr. fm. 357 fm skrifstofuhúsn. á 3ju hæð. Verð: 25. þús. pr. fm. Húsið stendur milli Landsbanka íslands og verzlunarinn- ar Víðis. Afhendist tilbúið undir tréverk í desember 1986. Hægt að byrja að innrétta verzlunarhúsnæði í október nk. Teikningar á skrifstofunni. Ath. nú er verið að opna nýju Reykjanesbrautina milli Hafnarfjarðar og Breiðholts. 26600 Fasteignaþjónustan Austursfræti 17, s. 26600 Þorsteinn Steingrímsson lögg. fasteignasali. Tólf börn hafa látist úr heilahimnubólgu Engin aukning hér á landi að sögn landlæknisembættisins Heilbrigðisyfirvöld í Skotlandi hafa sent foreldr- um 80.000 barna í héraðinu Fife bréf þar sem þeir eru hvattir til að fylgjast með einkennum heilahimnu- i 27750 V/ 4 1 27150 Ingólfsstræti 18 - Stofnað 1974 VERIÐ VELKOMIN Sýnishorn úr söluskrá OPIÐ 13-17 SUMARBÚSTAÐUR Þessi fallegi sumarbústaður er til. sölu. Hann er á Mýrum ca 12 km frá Borgarnesi. Landið umhverfis bústaðinn er ca 4 hektarar, girt og kjarri vaxiö. M.a. einkaraflína. I Lögmenn Hjalti Stainþórsson hdl., Gústaf Þór Tryggvason hdl. M —26600------------------------- Vantar einbýlishús Höfum kaupanda að glæsilegu einbýlishúsi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Kaupverð allt að kr. 15 millj. Höfum kaupanda að góðu nýlegu einbýlishúsi, t.d. í Selási eða Breiðholti, Garðabæ og víðar. Kaupverð allt að kr. 10 millj. 7 rr nrÆ hJ MJ MJMJ fít Þofsteinn Steingrimsson Iðgg. fasteignasali bólgu, en í ár hafa 12 börn látist af hennar völdum, þrisvar sinnum fleiri en í fyrra og árin þar á undan. í bréfunum er foreldrum bent á mikilvægi þess að uppgötva sjúkdómseinkenn- in nægilega snemma til að lækning geti átt sér stað. I nýlegri frétt í Times eru for- eldrar hvattir til að bregðast við einkennum svo sem háum hita, sárum höfuðverk, stirðleika i hálsi og húðútbrotum, en haft er eftir læknum að auðvelt sé að lækna þessa tegund heilahimnubólgu ef nægilega fljótt er brugðist við. Morgunblaðið hafði samband við landlæknisembættið vegna þessarar fréttar og sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir að heilahimnUbólgufaraldur hefði gengið hér á landi fyrir nokkrum árum, en hann hefði verið bundinn við ákveðið landssvæði, svo til ein- göngu fundist á AustQörðum, sjúkdómurinn hefði verið stað- bundinn í ákveðinn tíma. Hann sagði að árlega kæmu upp nokkur tilfelli af þeirri bakteríuheila- himnubólgu sem fjallað er um í fréttinni, hér sé um að ræða heila- himnubólgu sem smitast frá bami til bams, en við þessari tegund er ekkert bóluefni til. Aðspurður sagði hann að embættið hefði ekki orðið vart við neina ijölgun heilahimnubólgutilfella hér á landi að undanfömu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.