Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 LANDSÞING SVEITARFELAGA Stfórnsýsla ríkis íhéraði Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgardómari, flytur 13. landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfé- laga erindi sitt um stjórnsýslu ríkisins í héraði. Félagsmálaráðherra: Sti óms yslustiff- in eiga að vera tvö Tekjustofna- og skipulagslög undirbúin „ÉG HEFI verið þeirrar skoðunar, og hefi raunar oft látið hana í Ijós, að stjórnsýslustigin hér eigi aðeins að vera tvö. Við erum fá- menn þjóð sem býr við sérstakar aðstæður og það á ekki alltaf við að taka hér upp kerfi, sem notuð eru hjá milljónaþjóðum." Þannig komst Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, að orði þegar hann ræddi um þriðja stjórnsýslustigið á landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í fyrradag. „Mér er kunnugt um,“ sagði ráð- herra, „að hjá nágrannaþjóðum okkar er verulegur ágreiningur um millistjórnarstigið. Það er ekki talið hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt, einkum í strjálbýli, t.d. í N-Noregi og Svíþjóð. Ég Iegg áherzlu á að efla sveitarfélögin sjálf, stækka þau og flytja til þeirra verkefni." Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sagði þá sem horfðu til þriðja stjómsýslustigsins hafa skiptar skoðunir á fyrirkomulagi og framkvæmd þess, stærð amta eða fylkja, verksviði, fjármögnun og vali til stjórna. Hann sagði hins- vegar að tillögur í frumvarpi að nýjum sveitarstjómarlögum um héraðsnefndir hafi mátt túlka sem hugmyndir um nýtt stjómsýslustig. Félagsmálaráðherra fagnaði sérstaklega fmmkvæði sýslufundar A-Barðstrendinga, „sem samþykkti einróma áskorun til félagsmálaráð- herra um að sameina alla hreppa sýslunnar í eitt sveitarfélag. Vinna við þetta verkefni er nú í fullum gangi,“ sagði ráðherra. Ráðherra sagði að stórt spor fram á við hafi verið stigið með nýjum sveitarstjórnarlögum á síðasta þingi. Endurskoðun á nýjum tekjustofnalögum sveitarfélaga er á lokastigi. Fmmvarp að nýjum skipulagslögum verður og lagt fram á næsta þingi. I því verða ákvæði um gerð landsskipulags og mögu- leika á skipulagsskrifstofum í landshlutunum. Gróðurvernd og tijárækt: „Endurheimtum glötuð landgæði“ — sagði Ingvi Þorsteinsson, magister INGVI Þorsteinsson, magister, og Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri, fluttu erindi um „sveitarfélögin og gróðurvernd“ á landsþingi sveitarfélaga í gær. Ingvi nefndi Reykjavík og lendur höfuðborgar- innar sem dæmi um lærdómsrikan árangur í gróðurvernd. Reykjavík- ursvæðið var kortlagt gróðurfarslega upp úr 1970 og aftur 1986. Framfarir hafi verið ótrúlegar, m.a. vegna friðunar. Sigurður sagði að starfsmenn borgarinnar hefðu með hendi gróður- og tijárækt innan borgarmarka en borgaryfirvöld hefðu falið Skógræktarfélagi Reykjavíkur tijáræktina í næsta nágrenni. Skoraði hann á sveitarfé- lög að virkja félög áhugamanna um skógrækt með sama hætti. Þar sem slíkt hafi verið gert blasti við lærdómsrikur árangur. Ingvi greindi þingfulltrúum frá ástandskönnum gróðurs um land allt, sem unnið væri að, en mark- mið könnunarinnar væri að gera sér grein fyrir beitarþoli einstakra landssvæða og undirbyggja beitar- stjómun, gróðurvemd og upp- græðslu. Ef ná ætti nauðsynlegum árangri á þessu sviði væri samvinna við sveitarstjórnir nauðsynleg, m.a. um landnýtingu, svo ekki þurfí að grípa til ítölu eða tímabundinnar lokunar lands, sem lög væm þó fyrir. Markmiðið væri að „endur- heimta glötuð landgæði og koma hér upp gróðurfari sem væri í raun í samræmi við gróðurskilyrði í landinu. Leita þyrfti leiða sem væm líffræðilega, tæknilega og hag- fræðilega framkvæmanlegar. Þeirra á meðal væri uppgræðsla ógróins iands með áburði og fræi, aukning uppskem á grónu landi með áburði og ræktun skóga með plöntum. Sigurður Blöndal sagði að hrossabeit væri þegar mikið vanda- mál víða við þéttbýli. Hann ræddi um æskilega friðun Reykjanes- skagans og „höfuðborgargirðingu", sem nú væri að unnið, og væri hin merkilegasta framkvæmd. Hún kæmi til með að spara einstakling- um stórfé í girðingum, auk þess að flýta fyrir gróður- og tijárækt í borginni, sem raunar hefði tekið stórstígum framfömm síðastliðin ár. Sveitarfélögin þurfa að virkja áhugamannafélög, eins og raunar hefur verið gert sums staðar. í Reykjavík sýndu Heiðmörk, Foss- Ingvi Þorsteinsson vogsdalur og Öskjuhlíð árangur til eftirbreytni í þessum efnum. Vandi vetrarborga: Hlýleg byggð við heimsskaut SAMTOKIN „Livable Winter City Association“ efndu til til mikillar ráðstefnu um „vandamál vetrarborga" í Edmonton í Kanada í febrúarmánuði sl. Ann- ar tveggja íslenzkra fulltrúa, er ráðstefnuna sátu, Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur, flutti erindi á landsþingi sveitar- •■ífélaga i gær er hann nefndi: vistlegri vetrarbyggðir. Spurningin, sem fyrrgreint þing leitaði svara við, var: hvernig get- um við gert norrænar borgir vistlegri/indælli um langa vetr- armánuði?. Þessari spumingu var svarað með ferföldum hætti: 1) Betra skipulagi (s.s. þéttari byggð), 2) trjáplöntun inn í borgum til að milda ásýnd og bæta loftslag, 3) mæta betur félags- og tómstunda- þörfum, m.a. á vettvangi vetrar- íþrótta, 4) gera umhverfið aðlað- - andi, litir og form húsa, einangrun og hitun hús, hiti í götum og gang- stéttum o.fl. Þorvaldur sagði að fram hafi komið nokkuð skýrir hópar og hug- myndir: * í fyrsta lagi þeir sem vilja gera vetrarborgir líkari suðlægari borgum með því að yfirbyggja torg, garða og svæði, sem fólk velur frítíma á. * I annan stað þeir sem vildu vinna með vetrinum fremur en slást við hann: njóta snjóa og svella, og nýta hugmyndaflug til að þróa nýja möguleika til að auka á mannlega velferð og hamingju við þær að- stæður sem fyrir eru. Edmonton, borgin sem ráðstefn- an var haldin í, hefur 500 þúsund íbúa. Meðalárshiti er 3,1 gráða (Reykjavík 4,5 gr.). „Hagkaup" þessarar borgar spanna 50 hektara, 820 verzlanir, stóran dýragarð, 600 tré hærri en 4 metrar, vatnsævin- týraland með vatnsskíðum, 30 vatnsrennibrautir með tveggja metra háum öldum, 18 holu golf- völl, 200 m. langt vatn með 4 kafbátum o.fl. Þessi risastóra bygg- ing er dæmi um hvern veg vetrar- borg mætir þörfum íbúa sinna. Næsta vetrarborgaráðstefna verður einnig í Kanada, við Calg- ary, í tengslum við Vetrarólympíu- leika 1988. Árið 1990 þinga fulltrúar vetrarborga í Tromsö í Noregi. Erindi Þorvaldar hafði mikinn fróðleik að geyma, en ekki er að- staða til að fara nánar út í það í stuttri fréttafrásögn. Samband sveitarfélaga: Samráðsfundir með ríkissljórn Samráðsfundir rikisstjórnar og stjórnar Sambands íslenzkra sveit- arfélaga eru nú haldnir vor og haust, sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og varaformaður sambandsins, á landsþingi sveitarfé- laga. Hann sagði sambandið hafa haldið fræðslunámskeið fyrir sveitarstjómarmenn. Tímartið Sveitarstjórnarmál, sem sambandið gefur út, hafi verið breytt og bætt sem faglegt rit fyrir sveitarstjóm- armenn. Þá hafi sambandið gefið út ritflokk fræðslurita um ýmis sveitarstjómarmál. Þessari útgáfustarfsemi verður haldið áfram. Þá greindi Sigurgeir frá margs- verkefna sem í athugun eru má konar samstarfí sveitarfélaga, svo ncfna ráðgjöf í tæknilegum efnum, sem um tölvuþjónustu og launamál sameiginleg innkaup, endurskoðun, (launanefnd sveitarfélaga). Meðal lífeyrismál starfsmanna o.fl. Öll þessi verkefni bíða næstu stjómar sambandsins. Staða Sambands ísl. sveitarfé- laga hefur styrkst, sagði Sigurgeir, með tilkomu nýrra sveitarstjómar- laga. Heildarsamtök sveitarfélaga og landshlutasamtök þurfa „að marka ákveðnari stefnu, sem tekur af öll tvímæli um tilgang þeirra og markmið, sem á fyrst og fremst að beinast að staðbundum verkefn- um,“ sagði Sigurgeir að lokum. Landsþing sveitarfélaga: Stjórnar- kjör í dag Þrettánda landsþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga var fram haldið á Hótel Sögu í árdegis í gær með erindum Ingva Þorsteinssonar, magisters, og Sigurðar Blöndal, skógræktar- stjóra, um sveitarstjómir og gróðurvernd, þ.e. hlut sveitarfé- laga í gróður- og tijárækt í byggð og næsta nágrenni, sem og samvinnu við sveitarfélög um landnýtingu og hóflegt beitar- álag í afréttum. Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur, flutti erindi um vist- legri vetrarbyggðir , sem fyallaði m.a. um hvem veg byggðarlög á norðlægum slóðum nýta nútíma- tækni og þekkingu til búa mannlífi á norðurslóðum „hlýlegt“ umhverfí og notalegan lífsramma. . Steingrímur Gautur Kristjáns- son, borgardómari, hafði framsögu um sfjórasýslu ríkisins í héraði, þróun og horfur í stjómsýslu hér á landi. Miðdegis störfuðu þingnefndir og síðdegis var gengið frá nefndarálit- um, sem rædd verða í dag. í gærkveldi buðu borgarstjóri og fé- lagsmálaráðherra þingfulltrúum og gestum til kvöldverðar. Í dag ganga atkvæði um ályktan- ir þingsins. Þá verður kosinn stjórn- arformaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga, stjórn sambandins, fulltrúaráð og fleiri trúnaðarmenn. Þingslit eru ráðgerð klukkan fimmtán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.