Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 20
20_______ Grænland MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 Matvörur dýrar, einkum fiskurinn Nuuk, frá fréttaritara Morgunbladsins, GRÆNLENZKU landstjórninni hefur ekki enn tekizt að ná einu af þeim markmiðum, sem hún hafði sett sér við úrsögnina úr Evrópubandalaginu, en það er framleiðsla á ódýrum matvælum fyrir innanlandsmarkað á Græn- iandi. í hagtölum í Danmörku er m.a. byggt á ýmsum matvörum við út- reikninga á kaupgjaldsvísitölu. Við þá útreikninga hefur komið í ljós, að engar aðrar tegundir matvæla handa grænlenzkum neytendum hafa hækk- að jafn mikið í verði á síðasta ári og grænlenzkar fískvörur. Það er verðið á þeim, sem hefur meiri áhrif á vísitöl- ur og þar með verðbólguna en verðið Veður víða um heim Lœgst Hæst Akureyri 8 skýjað Amsterdam 2 17 heiðskfrt Aþena 27 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlín 5 16 skýjað Brussel 8 17 skýjað Chicago 21 32 heiðskírt Oublin 5 17 heiðskírt Feneyjar 21 heiðskfrt Frankfurt 3 18 heiðskírt Genf 8 19 heiðskírt Helsinki 12 14 skýjað Hong Kong 27 31 skýjað Jerúsalem 18 28 heiðskfrt Kaupmannah. 9 14 heiðskfrt LasPalmas 25 skýjað Lissabon 21 26 skýjað London 9 17 skýjað Los Angeles 18 26 skýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Malaga 24 súld Mallorca 27 léttskýjað Miami 26 31 skýjað Montreal 10 17 skýjað Moskva 7 11 heiðskírt New York 15 25 rigning Osló 3 10 skýjað París 9 19 heiðskírt Peking 16 28 heiðskfrt Reykjavik 9 skýjað RfódeJaneiro 14 27 heiðskírt Rómaborg 17 23 rigning Stokkhólmur 7 12 heiðskírt Sydney 10 20 heiðskírt Tókýó 22 31 heiðskírt Vínarborg 16 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrir N.J. Bruun. á nokkrum öðrum matvörum í Græn- landi. Á hveiju ári kaupa Grænlendingar matvæli fyrir 25 millj. d. kr. (tæpl. 130 millj. ísl. kr.). Af þessari fjárhæð fara 15 millj. d. kr. (rúml. 75 millj. ísl. kr.) í lambakjöt og 10 millj. d. kr. (rúml. 50 millj. ísl. kr.) í fískvör- ur. Einungis lambakjöt hefur lækkað lítillega í verði til neytenda eða um 8. d. kr. kflóið. Carl Ivar Carliin, framkvæmda- stjóri framleiðslustarfsemi þeirrar, sem fram fer á vegum grænlenzku landstjórnarinnar, hefur látið hafa eftir sér, að hið háa verð á físki sé að kenna mikilli álagningu í græn- lenzkum verzlunum. Nefnir hann sem dæmi, að verksmiðjur landstjómar- innar selji lax í heildsölu á 41 d. kr. kílóið (rúml. 210 ísl. kr.), en að lax- inn kosti þrisvar sinnum meira þegar hann kemur fyrir augu neytenda í smásöluverzlununum. Suður-Afríka: FRELSINU FEGIN Eins og lesendum Morgunblaðsins mun vera í fersku minni, braust ung fjölskylda í gegnum eitt hliða Berlínarmúrsins, Checkpoint Charley, hinn 29. ágúst. Nú hefur parið Martina Ley og Hans- Joachim Pofahl og Kirsten dóttir þeirra komið sér fyrir, en þau stilltu sér upp við hliðið, inni á bandaríska hernámssvæðinu, svo Ijósmyndari gæti tekið af þeim mynd við staðinn þar sem örlög þeirra réðust. Ekkja King og Winnie Mandela hittust í gær Soweto, AP. EKKJA Martins Luthers King, Coretta Scott King, hitti i gær Winnie Mandela á síðasta degi heimsóknar sinnar til Suður- Afríku. Að sögn fréttamanna var fundur kvennanna mjög hrif- næmur. Frú King barðist við tárin eftir einkafund hennar og frú Mandela og sagði: „Mér fínnst það mikil gæfa að hafa loks hitt Winnie og fengið að snerta hana.“ Að þessum orðum mæltum faðmaði hún frú Mandela að sér. Eiginmaður henn- ar, Nelson Mandela, er forystumað- ur Afríska þjóðarráðsins og situr í fangelsi. Frú King kom til Soweto í svartri bifreið af gerðinni Mercedes-Benz og var hún umsvifalaust umkringd af syngjandi bömum, sem fognuðu komu hennar ákaflega. Frú King hafði áður ætlað að hitta P.W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, en hætti við það, þar sem leiðtogar Afríska þjóðarráðs- ins, ANC, neituðu að hitta hana að þeim kosti. Louis Nel aðstoðarupp- lýsingamálaráðherra sagði að þessi atburður væri lýsandi fyrir vanda- mál Suður-Afríku, því þama hefði frú King látið undan þvingunum svartra öfgamanna. „Hvemig á frú King að skilja vanda lands okkar, þegar hún fær aðeins aðra hliðina á málinu?“ spurði Nel. í ríkisútvarpi Suður-Afríku var fjallað um sama mál. „í Suður- Afríku er til fólk, sem hafnar viðræðum og sem koma í veg fyrir að erlend fyrirmenni geti aflað sér upplýsinga - séð allar hliðar máls- ins. Þess háttar fólk beitti frú King þrýstingi, til þess að hún heyrði aðeins og sæi það sem þeim þóknað- ist... Frú King var ýtt út í að móðga þjóðhöfðinga . . . Hinir öfg- asinnuðu vinstrisinnar hafa með meðferð sinni á frú King komið upp um sig frammi fyrir heimsbyggð- inni, þeir hafa sýnt að þeir hafna samningaviðræðum og friðsamlegri og kristilegri lausn á vanda Suður- Afríku." Blaðið The Sowetan, sem er hallt undir ANC, sagði hins vegar að viðræður frú King við P.W. Botha hefðu að engu gagni komið. „Við- ræður frú King við Buthulezi, hefðu verið enn gagnslausari." Buthulezi er hófsamur leiðtogi sex milljóna Zulu-manna. Kannski Peres og Mubarak tak- ist að velgja upp „kalda friðinn“ FUNDURINN í Alexandriu milli þeirra Shimons Peres, forsætis- ráðherra ísraels, og Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, er talinn þýðingarmikill, um það þarf ekki að fjölyrða. Fyrst og fremst er á það bent að nú eru liðin fimm ár siðan þjóðarleið- togar Egypta og ísraela hittust og þessi fundur geti orðið til að draga úr þeirri spennu, sem hefur verið milli ríkjanna. Eins og kunnugt er hittust þeir Begin, þáverandi forsætisráðherra ísra- els, og Anwar Sadat, forseti Egyptalands, í Alexandriu i ágúst 1981. Tveimur mánuðum síðar var Sadat myrtur. Mubarak tók við og lýsti yfir þeim eindregna vilja sínum að fylgja vinsam- legri stefnu gagnvart ísrael. Á það hafði þó lítið reynt, þegar ísraelar gerðu vorið eftir innrásina i Libanon og Egyptar brugð- ust reiðir við og fordæmdu ísraela harðlega. Að vísu slitu þeir ekki stjórnmálasambandi, en sendiherra hefur verið á hvorugum staðnum síðan og talað hefur verið um „kalda friðinn“ allar göt- ur síðan. Menn eru hæfílega bjartsýnir á þennan fund nú. Sérfræðingar benda á að þeirri djúpstæðu tor- tryggni sem er milli Israela og Egypta verði ekki eytt þótt leið- togar landanna hittist á kurteisis- fundi. Til að svo megi verða þurfi að efla almenn skipti milli ríkjanna á öllum sviðum. Það var reynt fyrst eftir að friðarsamning- ur milli Israels og Egypta var gerður í marz 1979. Ýtt var und- ir að ferðamannaskipti hæfust, menningarsendinefndir fóru í gagnkvæmar heimsóknir, vöru- sýningar voru haldnar og fleira mætti telja. Ýmislegt benti til að raunveruleg tengsl gætu myndast milli þessara tveggja fomu fjenda. Þetta breyttist svo allt við innrás- ina í Líbanon og margt sem fylgdi í kjölfar þeirra atburða. Mubarak hefur ekíci reynzt sterkur forseti og glímir við mikla erfiðleika heima fyrir. Hann hefur einnig reynt að nálgast Arabaleiðtoga á ný, en Egyptaland var nánast ein- angrað í arabaheiminum eftir að Sadat fór til ísraels og ákveðið var að reyna að ná friðarsamning- um milli ríkjanna. Atburðurinn fyrir rúmu ári, við Rash Burka í Sinai þegar egypskur landamæra- vörður skaut sjö ísraela, þar af Hosni Mubarak. voru nokkur böm, til bana, að því er virðist af heiftarhug og tryll- ingi einjgöngu, vakti óskaplega bræði í Israel. Mönnum þótti sem egypsk stjómvöld sýndu því máli undramikið skeytingarleysi og reiðin í garð Egypta blossaði upp af endumýjuðum krafti innan ísraels. Samt tókst Egyptum og ísrael- um loks að koma sér saman um Shimon Peres. að reyna að bæta þessi köldu sam- skipti, og þar er Taba-málið, sem sagt hefur verið frá í fréttum eitt dæmið. Ákveðið hefur verið að sendiherrar verði á ný í Kairó og Tel Aviv. Að öðru leyti er ekki hægt að sjá í fljótu bragði hvaða árangur fundurinn gæti borið. Peres hefur takmarkað svigrúm til samninga um eitt né neitt þar sem Yitzak Shamir, tekur nú senn við embætti forsætisráðherra. Enda óljóst að svo komnu máli um hvað þeir ættu að semja. Mubarak setur málefni Pajestínu- manna á oddinn og vill að Israelar fallist á einhverskonar sjálfsstjóm fyrir þá eins og hann álítur að Begin og Sadat hafí á sínum tíma náð samstöðu um. Peres og liðs- menn hans eru ófáanlegir til að ræða slíkt og tala um að það myndi ógna tilveru ísraelsríkis. Svo er að það er vandséð um hvað þeir Peres og Mubarak ættu að tala um — að minnsta kosti með það fyrir augum að komast að niðurstöðu og fá á þann hátt áþreifanlegan árangur. „Orð eru til alls fyrst,“ sagði Ezer Weizmann ráðherra og einn af eindregnustu fylgismönnum þess að Israelar sýni meiri sveigj- anleika í skiptum við araba almennt. Hann er í föruneyti Per- es og það hefur ugglaust góð áhrif á egypsku fulltrúana, þar sem Weizmann nýtur trausts hjá þeim. En auðvitað er ekki nóg að vera bjartsýnn og hafa snjöll orð- tök á hraðbergi. Orðin eru að vísu til alls fyrst. En þau fyrstu voru sögð fyrir níu árum og þau hafa fjarska lítið þokað málinu í átt til raunhæfrar lausnar þrátt fyrir allt. Kannski takist aðeins að velgja upp kalda friðinn milli ísra- ela og Egypta. Við öllu meira verður ekki búizt að svo komnu. Miðað við ástandið síðustu ár er það betra en ekki. (Hcimildir: AP, Jerusalem Post) Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.