Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 5 Hátíð í Þjóðleikhús- inu í tilefni af 100 ára afmæli Sigurðar Nordal Menntamálaráðherra mun á hátíðinni tilkynna stofnun fræðaseturs kennt við Sigurð Nordal Menntamálaráðhcrra, Sverrir Hermannsson, efnir til hátíðar í Þjóðleikhúsinu 14. september nk. klukkan 14.00 í tilefni af eitt hundrað ára afmæli dr. Sigurðar Nordal. A hátíðinni mun mennta- málaráðherra tilkynna opinber- lega stofnun fræðslu- og menningarstofnunar við Háskóla Islands, kennda við Sigurð Nor- dal. Nefnd, skipuð af menntamála- ráðherra, hefur starfað síðan 25. júní síðastliðinn við að undirbúa Vinnuveitendasamband íslands hefur ákveðið að kanna viðhorf fyrirtækja innan sambandsins til stuðnings við listamenn. Að sögn Gunnars J. Friðriksson- ar formanns Vinnuveitendasam- bands íslands hafa verið sendir út spumingalistar til rúmlega 100 fyr- stofnun og rekstur þessa fræðaset- urs. Nefndin hefur nú skilað drögum að reglugerð, fyrir Stofnun Sigurðar Nordal, til ráðherrans og verður hún gefin út á hundrað ára afmælinu. í nefndinni sátu þeir Davíð Ólafs- son, seðlabankastjóri, formaður, Páll Skúlason, prófessor, og dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar. „Þetta er gert í beinu framhaldi af þeirri sókn til varnar íslenskri tungu sem hófst í Þjóðleikhúsinu irtækja og er niðurstöðu að vænta síðar í mánuðinum. Spurt er um viðhorf fyrirtækjanna til hverrar listgreinar fyrir sig eða til einstakra listamanna og taldi Gunnar að könnunin ætti að gefa nokkuð glögga mynd af því hvernig eða hvort fyrirtækin vildu styðja lista- menn. 1. desember síðastliðinn," sagði Sverrir Hermannsson í samtali við blaðamenn. „Hlutverk stofnunar- innar verður m.a. að afla gagna um rannsóknir á íslenSkri tungu og menningu hvar sem er í heiminum, gangast fyrir námskeiðum, styðja og standa að útgáfu ýmiss konar á þessu sviði og bjóða hingað til lands erlendum fræðimönnum. Þessari stofnun mun verða fært mikið fram- kvæmdavald í hendur þegar fram í sækir.“ í stjóm Stofnunar Sigurðar Nordal verður einn maður skipaður af menntamálaráðuneytinu, 'einn frá heimspekideild háskólans og einn frá háskólaráði. Hátíðin í Þjóðleikhúsinu hefst með ávarpi menntamálaráðherra, en síðan flytur Þórhallur Vilmund- arson, prófessor, erindi um Sigurð Nordal. Þá mun Hamrahlíðarkórinn flytja lög eftir Jón Nordal, tón- skáld, son Sigurðar. Páll Skúlason, prófessor, forseti heimspekideildar háskólans, flytur ávarp og leikarar flytja efni úr bókum Sigurðar undir stjórn Gísla Alfreðssonar, þjóðleik- hússtjóra. Að lokinni hátíðinni í Þjóðleik- húsinu verður opnuð sýning á bókum og handritum Sigurðar Nordal í anddyri Landsbókasafns við Hverfisgötu. þar verður einnig komið fyrir myndasýningu frá ævi og störfum Sigurðar Nordal. Vinnuveitendasamband íslands: Kanna viðhorf til stuðn- ings við listamenn Morgunblaðið/RAX Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, og Erlendur Kristjánsson, æskulýðsfulltrúi ríkisins, kynna fyrirhugaða hátíð og stofnun fræðaseturs í tilefni eitt hundr- að ára afmælis Sigurðar Nordal. * Félagsvísindadeild Háskóla Islands: Þref öldun nýnema í stjórnmálafræði MIKIL fjölgun hefur orðið i félagsvísindadeild Háskóla íslands frá fyrra ári. Nýnemar i haust eru 90% fleiri en í fyrrahaust, fjölgaði úr 120 í 220, að sögn Sigurbjargar Aðalsteinsdóttur, deildarstjóra f élags vísindadeildar. I stjórnmálafræði þrefaldaðist stúdentafjöldinn, úr níu í 33, og í félagsfræði fjölgaði þeim úr 25 í 40. Þá varð og talsverð fjölgun í sálarfræði eða úr 35 í 56. Mest fjölgun varð í kennsluréttindanámi, uppeldisfræði og kennslufræði, þar sem stúdentum hefur ijölgað úr 120 í 220. Einnig hefur nokkuð fjölgað í mannfræði og bókasafnsfræði. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir kvaðst ekki treysta sér til að skýra þessa miklu fjölgun, sem vekur nokkra athygli þar sem stúdentum í félagsvísindadeild hafði fækkað verulega á undanfömum árum en Qölgað að sama skapi í t.d. við- skiptafræði og lögfræði. „Það eru sjálfsagt margar skýringar á þessu en varla nokkur einhlít," sagði hún. SiS!*iöki, Ovæntir rasskynnar kvöldsins Föstud.12.sept.kl.21-01 kr.500. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 16. á föstudag í laugardaíshöll. v-' ÍSI ih.onTTA- nr. TnM5TiiNnARAD IÞR0TTA- 0G T0MSTUNDARAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.