Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986 38 félk f fréttum „Ég minnist þess ekki að mér hafi nokkurn tímann verið bannað að gera neitt“ - segir Elisabeth Andreassen, helmingur dúettsins „Bobbysoeks“ Fólk hefur löngum verið æði forvitið um einkalíf þeirra sem þekktir feru — viljað vita hvað og hvemig það hugsar, fólkið sem birt- ist á skjánum heima í stofu þeirra á hveiju kvöldi, eða syngur því til skemmtunar. Okkur finnst við eiga pínulítið í þessu fólki, finnst við hafa fullan rétt á að skyggnast aðeins í hugskot þess. Fátt er held- ur betur til þess fallið að auka sölu tíinarita en opinská viðtöl við þá frægu og framagjömu — og því fleiri umdeild atriði, því fleiri hneyksli sem afhjúpuð em í þeim, því betra. Elisabeth Andreasson, helmingur dúettsins Bobbysocks, er ein þeirra sem fjölmiðlafólk hefur undanfarið slegist um að fá að spjalla svolítið við, langað til að kynna almenningi persónuna að baki andlitinu og röddinni. Ekki alls fyrir löngu lét stúlkan líka til leiðast, opnaði heimili sitt og hug- ann að hluta fyrir blaðamanni einum og ljósmyndara og leyfði þeim að litast um. „Skemmtilegast af öllu finnst mér að vera ástfang- in,“ upplýsti Elisabeth. „Það er nefnilega svo skrítið með þessa ást, að það er fyrst þegar hún hefur heltekið mann að manni finnst maður virkilega lifandi. Hún skerp- ir allar tilfinningar og viðbrögð, maður verður bæði lífsglaðari og hláturmildari en um leið sorgmædd- ari og grátgjamari. Þetta em allt saman mjög jákvæðir hlutir, þrosk- andi og mannbætandi. Ekki svo að skilja að ég eigi nokkuð erfítt með að vera ein — sumar einvemstund- imar em nefnilega með þeim allra bestu sem ég hef lifað — þá gefst manni færi á að endurskoða sjálfan sig, líta yfir farinn veg,“ bætir hún við. — En hefur söngkonan þá enga ókosti, er ekkert í fari hennar sem betur mætti fara? „O, jú,“ svaraði hún að bragði, „gallamir mínir em fjölmargir. Þó ber einn höfuð og herðar yfír aðra og það er hversu berskjölduð ég er. Eg kann ekki að þykjast vera eitthvað annað en ég er, hef engan varnarmúr til að skýla mér á bak við. Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt og sársauka- fullt því þá eiga allir svo greiðan aðgang að kvikunni í manni, geta svo auðveldlega sært mann djúpt. En þetta á sér líka sínar góðu hlið- ar, sem felast í því að ég er ótrúlega heiðarleg í öllum mínum samskipt- um við fólk, stend venjulega við allt það sem ég segi — og svo er ég mjög léttlynd — alltaf í góðu skapi,“ segir hún og brosir þessari síðustu setningu til sönnunar. Elisa- beth Andreasson býr ein í snoturri íbúð í miðri höfuðborg Svíþjóðar ásamt ketti sínum, Mínusi. „Reynd- ar hef ég verið svo lítið heima allt frá því að við unnum Eurovision- keppnina að ræfillinn hefur að mestu verið hjá fyrrverandi kærasta mínum, Kjell-Ake, en við emm af- skaplega góðir vinir. Þetta fyrir- komulag er alveg ágætt, því okkur þykir báðum svo vænt um köttinn, „Ég bókstaflega elska ketti,“ segir Elizabeth, sem á fjöldann allan af kattastyttum og reyndar einn af holdi og blóði. Sá heitir Mínus en hann var í pössun hjá fyrrverandi unnusta hennar, Kjell-Áke, er þetta viðtal átti sér stað. að þegar ég er með hann hjá mér borgar Kjell-Áke mér meðlag með þessu „barni" okkar,“ upplýsir hún og skellihlær. Elisabeth hefur mjög smitandi hlátur, virðist algerlega laus við feimni, er hrein og bein í samskipt- um sínum og verður aldrei vand- ræðaleg. Er hún raunvemlega svona sjálfsömgg? „Já, eins og ég sagði, þá á ég enga grímu. Ég er bara eins og ég er — og við það verður fólk að sætta sig,“ segir hún. „Ástæðan fyrir þessu öryggi mínu er uppeldið. Ég er alin upp við mikið ástríki, hef alltaf verið óspart hvött til að gera hvað sem mig hefur langað til að prófa og fjölskyldan hefur alltaf stutt dyggi- lega við bakið á mér í öllum mínum tilraunum. Þessu þakka ég þetta öryggi fyrst og fremst. Hinu get ég þó ekki neitað að af og til verð ég svolítið taugaveikluð og óstyrk, en það hverfur venjulega eins fljótt og það birtist. Ég hugsa að ég sé tiltölulega æðmlaus, eigi auðvelt með að útiloka alla spennu. Ég er uppalin á lítilli eyju rétt fyrir utan Gautaborg, Kallö-Knippla, en sá staður er algjör paradís fyrir böm, hættulaus með öllu. Pabbi var sjó- maður, fór út á sjó á morgnana og kom svo með eitthvað í soðið á kvöldin. Heimili okkar var afskap- lega opið og frjálslegt, þar var alltaf fullt hús, menn komu og fóm eins og þeim sýndist. Ég minnist þess aldrei að mér hafi verið bannað að gera nokkum skapaðan hlut, aðeins bent á ástæður fyrir því, af hverju best væri að láta sumt ógert. Síðan var það mitt að ákveða hvað ég gerði í málinu. Þetta varð líka til þess að þessir „forboðnu ávextir" misstu allt aðdráttarafl í mínum augum. Ég vissi að ég mátti gera hvað sem var, og fannst þetta því ekkert spennandi. Til að mynda hef ég aldrei reykt eða dmkkið, hvað þá heldur hellt mér út í eiturlyf. En það var líka mín eigin ákvörð- un, engin boð eða bönn, sem réðu því,“ segir hún. — En hvemig er Santos skúbbar með Sonju í Þórscafé Nýja húshljómsveitin í Þórscafé, Santos og Sonja. Fyrir aftan Sonju á myndinni eru frá vinstri: Hali- dór Olgeirsson, Gunnar Guðjónsson, Sveinn Guðjónsson, Sigurður Jónsson og Þröstur Þorbjörnsson. Santos og Sonja er ekki ný teg- und af kaffí á markaðnum, heldur nýja húshljómsveitin í Þórs- café og er Sonjan engin önnur en Sonja B. Jónsdóttir, sem flestir kannast við úr fréttatímum sjón- varpsins. Hljómsveitin er annars skipuð þeim Halldóri Olgeirssyni, Gunnari Guðjónssyni, Sigurði Jóns- syni, Sveini Guðjónssyni og Þresti Þorbjömssyni. „Þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Sonja í stuttu spjalli við Fólk í fréttum í vikunni. „Ég ætla að prófa að syngja með þeim í mánuð og sjá hvemig þetta samræmist mínum vinnutíma hjá sjónvarpinu. Ég söng með þeim fyrst um síðustu helgi og skemmti mér alveg kon- unglega." Þótt Sonja sé ekki búin að vera lengi í bransanum, hefur hún þó þanið raddböndin um nokkurra ára skeið. „Ég hef nú aðallega stundað kórsöng hingað til, m.a. verið í Pólífónkórnum, svo hef ég lært svolítið í klassískum söng í Tón- skóla Sigursveins. í vetur bytjaði ég aðeins að syngja djass í FI- háskólanum, eins og hann er gjaman kallaður," sagði Sonja. „Ég kom einu sinni fram með hljóm- sveit Friðríks Theódórssonar, en annars hef ég ekki komið fram opinberlega." Hún sagðist hafa í hyggju að halda áfram söngnáminu í vetur og mun þá nema við djassdeild Tónlist- arskóla Félags íslenskra hljóðfæra- ieikara. „Ég er alls ekki hætt við djass- inn, heldur rétt að byija," sagði Sonja og bætti því við að með því að syngja dægurtónlist í Þórscafé fengi hún ágætis raddþjálfun sam- hliða náminu. Þegar út spurðist um nýju söng- konuna í Þórscafé, urðu sumir undrandi á svip og sögðust hissa á því að Sonja væri fáanleg í dægur- flugusöng. „Ég er nú ekki algjör tréhestur, þó ég sé stundum soldið alvörugef- in,“ sagði Sonja skellihlæjandi og sagðist bara hafa gaman af poppi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.