Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 LIÚ kaupir 3400 flot- búniuga frá Danmörku INNKAUPADEILD Landssam- bands íslenzkra útgerðarmanna hefur undirritað samning um kaup á 3.400 flotbúningum fyrir fiskiskipastólinn auk kaupréttar á 1.600 búningum til viðbótar. Seljandi búninganna er danska fyrirtækið AS Nordisk Gummi- baadsfabrik í Esbjerg. Fyrirtæk- ið Kristján Ó. Skagfjörð hefur umboð fyrir danska fyrirtækið hér á landi. Útboð á flotbúningunum var sent til 14 tilbjóðenda, sem buðu 19 mismunandi gerðir búninga. Allir búningarnir höfðu hlotið viðurkenn- ingu Siglingamálastofnunar ríkis- ins. íslensk getspá: Rúmar 2,5 milljónir í hlut einstæðr- ar móður FYRSTI vinningur, sem dreg- inn var í Lottóinu síðastliðið laugardagskvöld, kom óskipt- ur í hlut einstæðrar tveggja barna móður úr Hafnarfirði. Vinningsupphæðin nam 2.501.255 krónum. Konan hefur spilað í Lottóinu svo til frá byijun, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og ávallt á sömu tölurnar. Hún studdist við afmælisdagatölur fjölskyldu sinnar, eins og raunar margir hverjir hafa að reglu. Hún var nýkomin heim af fæð- ingardeildinni með sitt annað bam þegar happatölumar komu upp. Vinningurinn kom eins og himnasending og gjörbreytti aðstæðum fjölskyldunnar, eins og konan orðaði það er henni var afhentur vinningurínn, en hún vill ekki láta nafns síns getið. í fréttatilkynningu frá LÍÚ segir að við mat á tilboðunum hafi mjög náið samstarf verið haft við Slysa- varnafélag Islands, Sjómannasam- band íslands og Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Við endanlegt val hafi verið haft að leiðarljósi, að velja þá gerð bún- inga, sem flestir gætu sætt sig við og uppfyllti þau skilyrði bezt, sem gera yrði til slíkra búninga; að þeir væru með eins mikla flothæfni og hitaeinangrun og frekast væri kost- ur. Mikil áherzla hefði verið lögð á það atriði, að pökkun búninganna í upphafi væri þannig úr garði gerð, að ending þeirra væri tryggð að lágmarki 5 ár án skoðunar. Með því móti sparaðist útgerðinni veru- legt fé. „Tilgangur LÍÚ og félaga þess með þessu framtaki er að tryggja sem bezt má verða öryggi sjómanna okkar, sem iðka störf sín af mikilli elju og samvizkusemi við hættuleg- ustu aðstæður, sem þekkjast í íslenzku atvinnulífi," segir í frétta- tilkynningu LIÚ. Iðnaðarmenn við vinnu sína í Flugstöðinni. Breiðfjörð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg í baksýn flugvélin TF-ÖGN og glerlistaverk Leifs Nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli vígð eftir hálfan mánuð: Hlýtur nafn Leifs Eiríkssonar heppna Heildarkostnaður á vígsludag verður kominn í 1550 millj. kr. Keflavík: Mikill eld- ur í gömlu frystihúsi Allt bendir til íkveikju Keflavík. SLÖKKVILIÐIÐ í Keflavík fékk tilkynningu um eld í frystihúsinu Atlantor á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði húsið stafn- anna á milli og tók nokkurn tíma að ráða niðurlögum eldins. Brunavakt var við húsið í nótt. Atlantor er gamalt frystihús, sem ekki hefur verið notað í mörg ár. Að sögn Ingþórs Geirssonar slökkviliðsstjóra var allt tiltækt lið kallað út og virðist mönnum allt benda til að um íkveikju hafi verið að ræða. Þetta væri í þriðja sinn, sem slökkviliðið væri kallað til í þetta hús, en í hin skiptin hefði verið um minni háttar eld að ræða. Ekkert rafmagn er á húsinu og það á að vera lokað fyrir óviðkomandi. Erfíðast gekk að ráða niðurlög- um eldsins í miðhluta hússins og urðu slökkviliðsmennimir að rjúfa stórt gat á þakið til að komast bet- ur að eldinum. Þar tók slökkvistarf- ið lengstan tíma. Ingþór sagði, að í þessum hluta hefði mikill eldsmat- ur verið geymdur; gömul síldarnót, pappi og korkur. Húsið var talið ónýtt og til stóð að það yrði rifíð. B.B. NÝJA flugstöðin á Keflavíkur flugvelli verður vígð af forseta ís- lands þriðjudaginn 14. apríl nk. Flugstöðin hlýtur, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar formanns byggingarnefndar, nafnið „Flug- stöð Leifs Eirikssonar". Fyrsta millilandaflugið verður afgreitt daginn eftir opnunina, þ.e. 15. apríl. Flugstöðin er um 14 þúsund fermetrar að flatarmáli og búin fullkomnasta tækjabúnaði. Með til- komu hennar gjörbreytist aðbúnaður og aðstaða farþega í millilanda- flugi hérlendis. Með tilkomu nýju flugstöðvarinnar verður skilið á milli starfsemi varnarliðsins og almenns farþegaflugs og hefur ver- ið lagður sex kílómetra langur vegur frá Reykjanesbraut að stöðinni, utan toll- og öryggisgirðingar. Fréttamönnum var boðið í kynn- isferð í nýju flugstöðvarbygginguna í gær, en þar voru þá u.þ.b. 330 starfsmenn að vinna við innrétting- ar og lokafrágang þessa stóra mannvirkis. Sverrir Haukur Gunn- laugsson formaður byggingar- nefndar, Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins, Jón E. Böðv- arsson framkvæmdastjóri bygging- amefndar, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri og Jóhann G. Bergþórsson framkvæmdastjóri Hagvirkis, sem er einn stærsti verk- takinn við framkvæmdirnar, kynntu framkvæmdimar og sátu fyrir svör- um. Rekja má sögu byggingarinnar aftur til ársins 1968. Geir Hall- grímsson þáverandi utanríkisráð- herra tók fyrstu skóflustunguna 7. október 1983. Þá var gert ráð fyr- ir, að flugstöðin yrði opnuð 1. apríl 1987, þannig að áætluninni seinkar aðeins um nokkra daga. Við opnun flugstöðvarinnar verður heildar- kostnaðurinn kominn í 1.550 millj. kr. Framkvæmdum verður þá ekki endanlega lokið, en þó verður allt tilbúið sem viðkemur farþegunum, komu þeirra og brottför. Innandyra hefur verið lögð áhersla á séríslensk einkenni og íslenskt efni notað þar sem þess er nokkur kostur. Allt tréverk er smíðað hérlendis og einnig húsgögn að verulegum hluta. Áklæði á hús- gögnum er sérofið úr íslenskri ull. Ráðandi litir innandyra sem utan em rauður og hvítur, litir elds og ísa að sögn húsameistara ríkisins, Garðars Halldórssonar. Á fyrstu hæð er innritunarsalur vestan megin í byggingunni og toll- afgreiðsla og fríhöfn fyrir komufar- þega austan megin. Aðalbiðsalur og þjónustusvæði, þ.e. „transit", fyrir farþega em á annarri hæð. Við landgang má leggja átta flug- vélum samtímis og verður innan- gengt í sex vélar um brýr. Von er á erlendum gestum til að vera við vígslu flugstöðvarinnar, þ.m.t. erlendum flugmálastjómm og flugvallarstjómm, auk þess hef- ur hópi erlendra blaðamanna verið boðið til kynningar á nýju stöðinni. Sérstök hátíðardagskrá verður við vígsluna. Ræðumenn verða Matt- hías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra, Matthías Bjarnason samgönguráðherra og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra og formaður byggingarnefndar. Karlakórinn Fóstbræður, íslenska hljómsveitin og Lúðrasveit verka- lýðsins munu leika og syngja. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra: Óskað eftir lausráðningu þeirra sem sagt hafa upp „ÉG LEGG áherslu á að ef ekki tekst að semja fyrir annað kvöld verði leitað til þeirra sem sagt hafa upp störfum og þeir laus- ráðnir svo unnt verði að afstýra neyðarástandi í sjúkrahúsunum og veita sjúklingum nauðsynlegustu þjónustu," sagði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Það kom fram hjá henni að þetta væri ein af þeim leiðum sem reyna yrði til þrautar. Einnig yrði leitað eftir hjálp fólks utan sjúkrahúsanna. Ragnhildur sagði í gær að mik- ið væri unnið í samningamálunum og vonaðist hún til að viðræðum- ar leiddu til árangurs sem tryggði heilbrigðisstéttunum kjarabætur og sjúklingum örugga þjónustu. Hún sagði að hjá samstarfsnefnd sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri væri tilbúin áætlun þar sem gert væri ráð fyrir aðgerðum til að afstýra neyðarástandi í sjúkrahúsunum. Sagði heilbrigð- isráðherra að leitað yrði til þeirra sem sagt hafa upp störfum og reynt að lausráða þá til ákveðinna verkefna í nokkra daga, þar til samningar næðust. „Eg fæ ekki annað séð en það sé allra hagur, bæði þeirra sem ella myndu missa tekjur sínar um mánaðámótin og sjúklinganna," sagði Ragnhildur. Heilbrigðisráðherra sagði einn- ig að unnið væri að endurskipu- lagningu vinnu þess starfsliðs sem eftir yrði á spítölunum. Þannig myndu læknar, aðstoðarlæknar og annað starfsfólk vinna við hjúkrun eftir því sem nauðsynlegt væri. Þá yrði einnig reynt að fá utanaðkomandi hjálp og ráða fólk til starfa um stundarsakir. „Það er ekki hægt að láta sjúklinga liggja hjálparvana í spítölunum og allt verður gert til að leysa úr brýnustu þörfum. Ekki er heldur hægt að senda bráðveikt fólk heim. Þegar svona er ástatt fínnst mér fyllilega tímabært að höfða til siðferðisvitundar heilbrigðis- stétta og hvetja þær til að koma til starfa þar til samningar nást, sem hlýtur að verða fljótlega," sagði Ragnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.