Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 35 Bretland: För Kinnocks til Washington misheppnuð Saint Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssym, fréttantara Morgunblaðsins. NEIL Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, átti fund með Reag-an sl. föstudag. Frásögnum Hvíta hússins og Kinnocks ber ekki saman af fundinum. Kinnock sakaði Hvita húsið í gær um að gefa villandi lýsingu á fundinum til að skaða Verka- mannaflokkinn. Reuter Fánaúr Svissneskur listamaður, Sily- an Baer að nafni, gerðiu sér það til dundurs að stinga nið- ur 6740 flöggum í brekku einni nærri Ziirich og útkom- an var risastórt úr. Er úrið 44 metrar á hæð en þrátt fyr- ir stærðina eru ekki mikil not af því þar sem það gefur rétt- an tíma aðeins tvisvar á sólarhring. Neil Kinnock og Dennis Healey, talsmaður flokksins í utanríkismál- um, ásamt sendiherra Breta í Washington, áttu fund með Reagan og helstu ráðherrum hans í Hvíta húsinu á föstudag. Leiðtogi Verka- mannaflokksins vildi kynna Banda- ríkjaforseta stefnu flokksins í öryggis- og varnarmálum. Hann lagði áherslu á það, að kæmist flokkurinn í stjórn, yrði ekki hróflað við bandarískum Kjarnorkuflaugum í Bretlandi á meðan enn stæðu yfir samningar, og að Verkamanna- flokkurinn styddi NATO. Sú stefna flokksins að leggja nið- ur kjarnorkuvopn þýddi einungis að meira fé yrði varið til endurnýj- unar hefðbundinna vopna. Banda- ríkjaforseti lagði aftur á móti áherslu á áhyggjur Bandaríkja- manna vegna stefnu Verkamanna- flokksins, en sagðist ekki mundu hafa áhrif á innanríkismál Breta. í kjölfar fundarins sagði talsmað- ur Hvíta hússins að stefna Verka- mannaflokksins græfi undan hagsmunum Bandaríkjanna í samn- ingum við Sovétríkin. Þessi stað- hæfing ásamt öðru varð til þess að Dennis Healey og Neil Kinnock hafa báðir ásakað starfsmenn Hvíta hússins fyrir að vilja skaða Verka- mannaflokkinn til að styðja stjórn Thatchers. Þetta uppistand hefur valdið því, að í fjölmiðlum hefur för þeirra víst algjörlega misheppnast. Á meðan baðar frú Thatcher sig í ljósi fjöl- miðla austur í Moskvu. Alnæmi í Bandaríkjunum: Oleyfilegar rann- sóknarstofur dreifa lyfjum ^ Chicago, AP. ÓLEYFILEGAR rannsóknarstofur eru starfræktar í rúmlega 40 borgum í Bandaríkjunum og vinna starfsmenn þeirra að því að búa til alnæmislyf, sem enn hafa ekki hlotið samþykki réttra yfirvalda. Þá miðla starfsmenn þeirra einnig upplýsingum til alnæmissjúklinga m.a. um hvernig þeir geti sjálfir búið til sín eigin lyf. Bandaríska dagblaðið The Sun Times, sem gefið er út í Chicago, birti frétt þessa efnis á sunnudag og sagði í henni að þúsundir manna tækju inn lyf þessi. Lyfín fengju þeir í gegnum lækna sem hefðu samband við starfsmenn rannsóknarstofanna auk þess sem óleyfileg alnæmislyf væru auglýst í blöðum sem samtök homma gæfu út. Fréttamaður The Sun Times ræddi við mann að nafni Jim Henry, sem hóf að starfrækja óleyfilega rannsóknarstofu í Chicago í janúar á siðasta ári. Henry kvaðst blanda efni sem nefnist Dinitroclorobenzene og er notað við filmuframköllun saman við vínanda og handáburð og fá efnablöndu sem hann sagði styrkja ónæmiskerfi líkamans. Henry þjáðist af alnæmi en sagð- ist hafa sigrast á sjúkdómnum með þessum hætti. Sagði hann vin sinn einnig hafa náð undra- verðum bata með því að rjóða efnablöndunni á líkama sinn. Þá kvaðst Henry einnig hafa hafið dreifingu á efninu AL 721 en vísindamenn hafa að undan- fömu unnið að rannsóknum á því hvort það geti unnið á alnæmi. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um hafa enn sem komið er aðeins lagt blessun sína yfir eitt alnæm- islyf sem nefnist AZT. Henry sagði lyf sín mun ódýrari en AZT og koma að sömu notum. Dr. Renslow Sherer, sem stjórnar rannsóknum á alnæmi við Cook-sjúkrahúsið í Chicago, sagði í viðtali við The Sun Times að hann teldi litlar sem engar líkur á að alnæmissjúklingar gætu fengið bata með þessum hætti. Maria von Trapp sést hér ásamt leikkonunni Mary Martin, sem lék aðalhlutverkið í söngleikn- um Tónaflóði á Broadway. Myndin var tekin í nóvember 1959. María von Trapp látin Var ásamt fjölskyldu sinni kveikjan að „Tónaflóði“ Stowe, Vermont. Reuter. MARÍ A von Trapp, sem gerðist nunna um skeið, en varð seinna, ásamt fjölskyldu sinni, kveikjan að söngleiknum og kvikmyndinni „Tónaflóði“ (Sound og Music), lést á föstudagskvöld á Cop- ley-spitalanum í Morrisville í Vermont á 83. aldursári. Maria von Trapp yfirgaf nunnuklaustur í Salz- burg í Austurríki, þegar hún var tvítug að aldri, og tók að sér að kenna sjö bömum Georg von Trapp baróns, sem var ekkjumaður. Þau giftust ári seinna, 1927, og eignuðust saman þijú böm. Fjölskyldan neyddist til að flýja Austurríki, eftir að nasistar hemámu landið, og fór fótgangandi yfir Alpana. Þegar þau komu til New York, var aleigan fjórir dollarar. Þau hófu að syngja saman og ferðuðust víða um Bandaríkin, en settust loks að í Grænufjöllum í Vermont, af því að landslagið þar minnti þau á heimaslóðir í Austurríki. Árið 1959 var söngleikurinn „Tónaflóð" settur á svið á Broadway, og lék Mary Martin hlutverk Maríu von Trapp. Lögin, sem voru eftir þá Richard Rogers og Oscar Hammerstein, urðu sum afburða- vinsæl og lífseig. I kvikmyndinni, sem frumsýnd var árið 1965 og hlaut fimm Óskarsverðlaun, lék Juiie Andrews aðal- hlutverkið. Trapp barón lést árið 1947. Eftirlifandi eru þijú böm þeirra hjónanna og fimm bama barónsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.