Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 19 Hugleiðing frá vinnustað eftir Onnu Soffíu Guðmundsdóttur, Jóhönnu Harðardóttur ogÞóru Arnadóttur Við erum þrír starfandi hjúkr- unarfræðingar á einni af lyfjadeild- um Landspítalans, sem teljum okkur knúna til að tjá okkur um það ástand sem nú er á okkar vinnu- stað og það neyðarástand sem vofir yfír 1. apríl. Læknaráð Landspítala hefur sagt að þjóðarvá sé fyrir dyr- um ef ekkert verður að gert og við erum því hjartanlega sammála. Fjöldauppsagnir sjúkraliða og háskólamenntaðra starfshópa ganga í gildi 1. apríl. Hvaða þýð- ingu hefur það fyrir framtíð heil- brigðisþjónustunnar ef þetta starfsfólk hverfur frá störfum nú um mánaðamótin? Því getum við ekki svarað en sárið sem myndast verður erfitt að græða. Heilbrigðisþjónusta á íslandi er góð og til að viðhalda gæðum henn- ar og framþróun kreíjst þessi störf símenntunar. Því sættum við okkur ekk.i við að störf sem fela í sér ábyrgð á mannslífum allan sólar- hringinn allan ársins hring séu svo lítils metin í þessu þjóðfélagi. Við viljum að ábyrgð kvenna sé metin til jafns við ábyrgð karla. Stærsti hluti starfsfólks Landspítalans eru konur sem vinna andlega og líkam- lega lýjandi störf, s.s. hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Margar þessara kvenna eru fyrirvinnur á sínum heimilum og til þess að láta laun sín hrökkva til daglegs brauðs hafa þær undanfarið ár þurft að vinna a.m.k. 140% vaktakvinnu. Sjúkraliðar hafa ekki sagt upp störfum að gamni sínu, þeir gera það vegna að þær lifa ekki af laun- unum. Ef stjórnvöld ganga ekki að kröfum þeirra um 35.000 kr. lág- markslaun neyðast þessar konur til „Við vitum að við erum mikils megnugar og erum mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans, en hvað höld- um við lengi út þegar stöðugur f lótti er úr stéttinni vegna lág- launastefnunnar og vanmats á kvennastörf- um?“ að sækja um önnur störf á hinum almenna vinnumarkaði. Það væri ábyrgðarleysi af ríkisins hálfu að láta þessar konur hverfa frá hjúkr- unarstörfum. Við skiljum ekki hvers vegna Kópavogskaupstaður getur boðið sínum sjúkraliðum rúmar 37.000 kr. í byrjunarlaun, en Reykjavík aðeins rúmar 31.000 kr. Við þremenningarnir erum félag- ar í Hjúkrunarfélagi íslands. Innan okkar félags var mikill órói á haust- mánuðum og háværar raddir um að við segðum upp störfum vegna lágra launa. Fjöldi hjúkrunarfræð- inga á Reykjavíkursvæðinu hugðist segja upp störfum, en vegna breyttrar samningsstöðu félagsins var horfið frá því en ákveðið að reyna samningsleiðina. Aðfaranótt þriðjudagsins 24. mars skrifaði samninganefnd HFÍ undir kjarasamning. Atkvæða- greiðsla um þennan samning fer fram í vikunni. Stjórn félagsins hefur farið að lögum og reynt að ná samningum fyrir okkar hönd á friðsamlegan hátt frá því í janúar. Meginkröfur félagsins voru: Rúm- lega 45.000 kr. í byijunarlaun og að stjómunarstöður yrðu metnar sem skyldi. Samningurinn býður upp á byrjunarlaun 39.903 kr. og hæstu mögulegu laun samkvæmt nýju launatöflunni fyrir hjúkrunar- forstjóra Landspítalans eftir 15 ára starfsaldur eða meira yrðu 70.898- kr. Yrði karlmanni boðin sambæri- leg laun fyrir jafn ábyrgðarmikið stjórnunarstarf? Okkur finnst að viðsemjendur okkar hafi sett okkur í mikla klemmu með því að neyða stjórn HFI til að skrifa undir þessa samn- inga núna þegar samstarfsfólk okkar stendur í ströngu til að fá störf sín betur metin. Við vitum bara ekki hvað við eigum að gera í þessari vonlausu aðstöðu. Við er- um friðsamar konur og viljum komast hjá því að raska ró sjúkl- inga okkar. Því ef við fellum þessa samninga er eina leiðin að fara út í einhverjar aðgerðir. En getum við sætt okkur við 39.903 kr. í byijun- arlaun? Við vitum að úti á lands- byggðinni eru hjúkrunarfræðingum borguð hærri laun, en okkur á Landspítalanum sem hjúkrun sjúkl- ingum frá allri landsbyggðinni sem koma suður vegna meiriháttar að- gerða og alvarlegra veikinda. Við vitum að mörgum hjúkrunarfræð- ingum í HFÍ líður líkt og okkur sém ekki vitum hvort við eigum að sam- þykkja samninginn eða fella hann og skapa áframhaldandi neyðar- ástand á Landspítalanum. Þetta getur hver maður séð að er erfið aðstaða. Vilji félagsmanna mun koma fram við atkvæðagreiðsluna í dag og á morgun. Aprílmánuður verður okkur þremur og félögum okkar í HFI sérstaklega erfiður ef ekki verður samið við samstarfsfólk okkar fljótt. Eftir 1. apríl erum við eina hjúkrunarstéttin við störf á Land- spítalanum. Við vitum að við erum mikils megnugar og erum mikil- vægur hlekkur í starfsemi spítalans, en hvað höldum við lengi út þegar stöðugur flótti er úr stéttinni vegna láglaunastefnunnar og vanmats á kvennastörfum? Höfundar eru hjúkrutmrfræðingar. * VORNAMSKEIÐ 6 vikur L Hefst miðvikudaginn 8. apríl. JL Byiiendur og framhaldsnemendnr. (ynást 5 ára) \ • 4 Innritun í síma 72154. 1 Jp f í \ Kennari Ásta Björnsdóttir \ Félag íslenskra listdansara 6RLLET5KÓLI5IGRÍORR RRmflnfl Veldu parket Leggðu Káhrs parket á stofuna, eldhúsið, svefn- herbergið holið eða hvar sem þú vilt. Fallegt, auð- þrifið og sterkt gólfefni. Það tekurþig að- eiíis eina helgi að skipta um svip á íbúðinni með Káhrs gæðaparketi. ARKET Kahrs Líttu við hjá okkur, það borgarsig EGILLARNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 SKÚLAGÖTU 32-34 <!►<►<► Nýtt Aerobic Alvöru aerobic aðstaða, í fyrsta sinn á Islandi Ný aerobic dýna á gólfinu hjá okkur Minna álag á fætur, hnjáliði og bak Komið og kynnist því nýjasta og besta í aerobic á íslandi. Þú þarft ekki aö kaupa 4.000 kr. aerobic skó áöur eu þú byrjar , því hjá okkur er bannað aö nota skó. Skeifunni 3. Rvik. Simar: 39123 & 35000 Innritun er í síma: 39123 og 35000 ■ . m \ ‘ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.