Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 19

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 19 Hugleiðing frá vinnustað eftir Onnu Soffíu Guðmundsdóttur, Jóhönnu Harðardóttur ogÞóru Arnadóttur Við erum þrír starfandi hjúkr- unarfræðingar á einni af lyfjadeild- um Landspítalans, sem teljum okkur knúna til að tjá okkur um það ástand sem nú er á okkar vinnu- stað og það neyðarástand sem vofir yfír 1. apríl. Læknaráð Landspítala hefur sagt að þjóðarvá sé fyrir dyr- um ef ekkert verður að gert og við erum því hjartanlega sammála. Fjöldauppsagnir sjúkraliða og háskólamenntaðra starfshópa ganga í gildi 1. apríl. Hvaða þýð- ingu hefur það fyrir framtíð heil- brigðisþjónustunnar ef þetta starfsfólk hverfur frá störfum nú um mánaðamótin? Því getum við ekki svarað en sárið sem myndast verður erfitt að græða. Heilbrigðisþjónusta á íslandi er góð og til að viðhalda gæðum henn- ar og framþróun kreíjst þessi störf símenntunar. Því sættum við okkur ekk.i við að störf sem fela í sér ábyrgð á mannslífum allan sólar- hringinn allan ársins hring séu svo lítils metin í þessu þjóðfélagi. Við viljum að ábyrgð kvenna sé metin til jafns við ábyrgð karla. Stærsti hluti starfsfólks Landspítalans eru konur sem vinna andlega og líkam- lega lýjandi störf, s.s. hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Margar þessara kvenna eru fyrirvinnur á sínum heimilum og til þess að láta laun sín hrökkva til daglegs brauðs hafa þær undanfarið ár þurft að vinna a.m.k. 140% vaktakvinnu. Sjúkraliðar hafa ekki sagt upp störfum að gamni sínu, þeir gera það vegna að þær lifa ekki af laun- unum. Ef stjórnvöld ganga ekki að kröfum þeirra um 35.000 kr. lág- markslaun neyðast þessar konur til „Við vitum að við erum mikils megnugar og erum mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans, en hvað höld- um við lengi út þegar stöðugur f lótti er úr stéttinni vegna lág- launastefnunnar og vanmats á kvennastörf- um?“ að sækja um önnur störf á hinum almenna vinnumarkaði. Það væri ábyrgðarleysi af ríkisins hálfu að láta þessar konur hverfa frá hjúkr- unarstörfum. Við skiljum ekki hvers vegna Kópavogskaupstaður getur boðið sínum sjúkraliðum rúmar 37.000 kr. í byrjunarlaun, en Reykjavík aðeins rúmar 31.000 kr. Við þremenningarnir erum félag- ar í Hjúkrunarfélagi íslands. Innan okkar félags var mikill órói á haust- mánuðum og háværar raddir um að við segðum upp störfum vegna lágra launa. Fjöldi hjúkrunarfræð- inga á Reykjavíkursvæðinu hugðist segja upp störfum, en vegna breyttrar samningsstöðu félagsins var horfið frá því en ákveðið að reyna samningsleiðina. Aðfaranótt þriðjudagsins 24. mars skrifaði samninganefnd HFÍ undir kjarasamning. Atkvæða- greiðsla um þennan samning fer fram í vikunni. Stjórn félagsins hefur farið að lögum og reynt að ná samningum fyrir okkar hönd á friðsamlegan hátt frá því í janúar. Meginkröfur félagsins voru: Rúm- lega 45.000 kr. í byijunarlaun og að stjómunarstöður yrðu metnar sem skyldi. Samningurinn býður upp á byrjunarlaun 39.903 kr. og hæstu mögulegu laun samkvæmt nýju launatöflunni fyrir hjúkrunar- forstjóra Landspítalans eftir 15 ára starfsaldur eða meira yrðu 70.898- kr. Yrði karlmanni boðin sambæri- leg laun fyrir jafn ábyrgðarmikið stjórnunarstarf? Okkur finnst að viðsemjendur okkar hafi sett okkur í mikla klemmu með því að neyða stjórn HFI til að skrifa undir þessa samn- inga núna þegar samstarfsfólk okkar stendur í ströngu til að fá störf sín betur metin. Við vitum bara ekki hvað við eigum að gera í þessari vonlausu aðstöðu. Við er- um friðsamar konur og viljum komast hjá því að raska ró sjúkl- inga okkar. Því ef við fellum þessa samninga er eina leiðin að fara út í einhverjar aðgerðir. En getum við sætt okkur við 39.903 kr. í byijun- arlaun? Við vitum að úti á lands- byggðinni eru hjúkrunarfræðingum borguð hærri laun, en okkur á Landspítalanum sem hjúkrun sjúkl- ingum frá allri landsbyggðinni sem koma suður vegna meiriháttar að- gerða og alvarlegra veikinda. Við vitum að mörgum hjúkrunarfræð- ingum í HFÍ líður líkt og okkur sém ekki vitum hvort við eigum að sam- þykkja samninginn eða fella hann og skapa áframhaldandi neyðar- ástand á Landspítalanum. Þetta getur hver maður séð að er erfið aðstaða. Vilji félagsmanna mun koma fram við atkvæðagreiðsluna í dag og á morgun. Aprílmánuður verður okkur þremur og félögum okkar í HFI sérstaklega erfiður ef ekki verður samið við samstarfsfólk okkar fljótt. Eftir 1. apríl erum við eina hjúkrunarstéttin við störf á Land- spítalanum. Við vitum að við erum mikils megnugar og erum mikil- vægur hlekkur í starfsemi spítalans, en hvað höldum við lengi út þegar stöðugur flótti er úr stéttinni vegna láglaunastefnunnar og vanmats á kvennastörfum? Höfundar eru hjúkrutmrfræðingar. * VORNAMSKEIÐ 6 vikur L Hefst miðvikudaginn 8. apríl. JL Byiiendur og framhaldsnemendnr. (ynást 5 ára) \ • 4 Innritun í síma 72154. 1 Jp f í \ Kennari Ásta Björnsdóttir \ Félag íslenskra listdansara 6RLLET5KÓLI5IGRÍORR RRmflnfl Veldu parket Leggðu Káhrs parket á stofuna, eldhúsið, svefn- herbergið holið eða hvar sem þú vilt. Fallegt, auð- þrifið og sterkt gólfefni. Það tekurþig að- eiíis eina helgi að skipta um svip á íbúðinni með Káhrs gæðaparketi. ARKET Kahrs Líttu við hjá okkur, það borgarsig EGILLARNASONHF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 SKÚLAGÖTU 32-34 <!►<►<► Nýtt Aerobic Alvöru aerobic aðstaða, í fyrsta sinn á Islandi Ný aerobic dýna á gólfinu hjá okkur Minna álag á fætur, hnjáliði og bak Komið og kynnist því nýjasta og besta í aerobic á íslandi. Þú þarft ekki aö kaupa 4.000 kr. aerobic skó áöur eu þú byrjar , því hjá okkur er bannað aö nota skó. Skeifunni 3. Rvik. Simar: 39123 & 35000 Innritun er í síma: 39123 og 35000 ■ . m \ ‘ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.