Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 55 Með Sjálfstæðis- flokkinn undir stýii Pólitíkin getur heldur betur verið skondin á stundum eftír Guðna Jóhannesson Austur í Sovét blæs félagi Gorba- tsjof ferskum lýðræðisvindum inn í stimað kerfi skrifræðisins, sker upp herör gegn spillingu, vill meira frelsi handa fólkinu og heimtar að fleiri en einn verði í kjöri í öllum kosningum. Hann dembir sér meira að segja á þing verkalýðshreyfíng- arinnar til að skamma forystuna fyrir ódugnað. Á íslandi heldur hins vegar stærsti flokkur þjóðarinnar gamal- dags hallelújasamkomu, þar sem brésnefskur andi svífur yfir flokks- vötnunum. Þar má bara einn vera í framboði í hvert embætti og allir verða að kjósa hann. Það heitir að sýna flokkslega samstöðu útávið. Mikið hefði nú Brésnef hlýnað um hjartarætur, hefði hann mátt heyra þessi rök Morgunblaðsins fyrir sov- éskri kosningu þeirra Friðriks og Þorsteins á landsfundinum. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn á íslandi tákn fyrir gamal- dags vinnubrögð og tryggasti varðhundur kerfisins á sama tíma og æðsti leiðtogi Grýlu gömlu, Sov- étríkjanna, er orðinn miðdepill athygli heimsins fyrir allt hið gagn- stæða. Og víst má segja að sjaldan hafi Sjálfstæðisflokkurinn borið með jafn miklum rentum sitt forn- kveðna nafn: Ihald. Út af landsfundinum fræga þar sem allt þetta kom í Ijós, ók síðan Sjálfstæðisflokkurinn eins og ekk- ert hefði í skorist undir kjörorðinu „Á réttri leið“! Rétta leiðin? Það er fróðlegt að skoða, hvað það er sem sjálfstæðismönnum finnst vera á réttri leið undir þeirra stjóm. Og það er einkum tvennt sem þeir hæla sér af eftir 4 ára stjórnartíð: góðærið og minnkandi verðbólga. Skoðum nú málið ögn nánar. Hvert má í rauninni rekja góðærið? Það felst einkum í fjórum sam- verkandi þáttum. í fyrsta lagi gífurlegri lækkun á olíu. Hún leiddi til þess að olíu- reikningurinn sem íslendingar greiddu á síðasta ári varð 3,7 millj- arðar króna í staðinn fyrir 5,3 milljarðar. Þama varð því skyndi- legur og lítt fyrirséður sparnaður upp á heila 1,6 milljarði króna! Þessi olíulækkun varð einungis t.il vegna ósættis olíuframleiðenda inn- an OPEC. Vissulega er ríkisstjórn Íslands á köflum í meira lagi sund- urvirk, en þó tæpast svo að henni takist meira að segja að slíta sund- ur friðinn austur í Arabíu. Hún getur því tæpast vænst þess að nokkur maður með heilbrigða skyn- semi þakki henni olíulækkunina. í öðru lagi hafa vextir lækkað vemlega á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum. Á síðasta ári lækkuðu lægstu meðalvextir (svonefndir Lib- or-vextir) þannig úr 9,3 prósentum árið 1985 í 8,6 prósent 1986. Þessi vaxtalækkun hafði í för með sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði okkar af erlendum lánum, og spar- aði íslendingum þannig miklar upphæðir. En vaxtalækkunin varð vegna alþjóðlegs bata í efnahagslífi úti í hinum stóra heimi, sem íhald og Framsókn munu seint geta þakkað sér. Þorskar á sjó og landi I þriðja lagi hefur aflasæld orð- ið meiri en nokkur þorði að vona. Þorskafli jókst um tæp 40 þúsund tonn á síðasta ári og afli á öðmm botnfiskum um næstum 20 þúsund tonn. í ofanálag veiddist um þriðj- ungi meira af rækju en árið áður sem varð eins konar bónus ofan á allt hitt. En þessi mikla og í sumum tilvik- um næsta ófyrirséða aflasæld á ekkert skylt við stjómvisku ríkis- stjórnar lýðveldisins. Það er nefni- lega staðreynd, að þó að miklu sé stjórnað úr höfuðstöðvum Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins við Nóatún og Háaleitisbraut, þá er það enn í höndum guðs almáttugs að ráða hitastigi og átumagni sjávarins og þar með vexti og frjósemi þeirra þorska sem enn lifa í sjónum. í fjórða lagi hefur verðlag á fiskafurðum okkar á Bandaríkja- markaði hækkað örar og meira en nokkm sinni fyrr. Allt síðasta ár var markaðurinn fyrst og fremst hagstæður seljendum. Það stafaði af tvennu: Annars vegar breyting- um á neysluvenjum sem hafa leitt til þess að mun meira er nú neytt af fiski í Bandaríkjunum en áður. Hins vegar var samdráttur í afla samkeppnissjóðanna. Fyrir bragðið varð meiri eftirspurn eftir afurðum íslendinga og þess vegna hækkaði verðið jafn mikið og raun bar vitni. Þetta, ásamt auknum afla, gerði að verkum að samtals hækkaði út- flutningsverðmæti sjávarafla um 13 prósent að raungildi árið 1986. Lækkandi gengi Bandaríkjadals varð meira að segja hagstætt okk- ur, þegar á allt er litið. Vissulega fékkst minna fyrir fiskinn á Banda- ríkjamarkaði en ella, þó hækkandi verðlag hafi gert meira en vinna það upp (og lækkun dalsins styrkti jafnframt stöðu okkar á Evrópu- mörkuðum í staðinn). En lækkun hans leiddi líka til mjög verulegrar lækkunar á skuldum okkar erlend- is, sem flestar eru bundnar í dölum. Þannig gekk okkur allt í haginn á síðasta ári vegna ótrúlega hag- stæðra ytri skilyrða, eins og hér hefur verið rakið. Að halda því hins vegar fram að góðærið sé ríkis- stjórninni að þakka er fölsun, sem á einna helzt skylt við sagnfræði eins og hún var rekin í Sovétríkjun- um á meðan Gorbatsjof var enn í bemsku. Verðbólga — tímasprengja Önnur gróf fölsun af hálfu ríkis- stjórnarflokkanna er sú staðhæfing að þeir hafi náð niður verðbólgunni. Það er að sönnu rétt að um tíma var verðbólgan á niðurleið. En ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, heldur fyrst og fremst vegna þeirra byrða sem launafólk var látið bera með einni hrikalegustu kjaraskerð- ingu sem sögur fara af hér á landi. Kaupmáttur taxtakaups var skertur um þriðjung með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þetta jafngildir því að sérhver vinnandi maður hafi í tíð ríkisstjómarinnar verið rændur hvorki meira né minna en 300 þús- und krónum. Þetta var framlag launafólks til að kveða niður verð- bólgudrauginn. Hugarflug ríkis- stjórnarinnar náði ekki lengra en til að beita skurðhnífnum á kaupið. En þrátt fyrir þessa miklu fóm launamanna hefur óreiðan í farteski ríkisstjórnarinnar samt sem áður orðið til þess að í hinum svokallaða „efnahagsbata“ er fólgin tíma- sprengja, sem í haust mun þeytast í andlit þjóðarinnar með þeim afleið- ingum að verðbólgan snareykst. Guðni Jóhannesson „ Að halda því hins veg-- ar fram að góðærið sé ríkisstjórninni að þakka er f ölsun, sem á einna helst skylt við sagnfræði eins og hún var rekin í Sovétríkjun- um á meðan Gorbatsjof var enn í bernsku.“ Þrátt fyrir allt góðærið hefur ríkisstjórninni nefnilega tekist að klúðra ríkisfjármálunum svo ágæt- lega, að ríkissjóður er nú rekinn með 3 milljarða halla. Þennan halla á hvorki að brúa með niðurskurði né erlendum lánum, og allra síst með því að auka skattheimtu á fyr- irtækin eins og Alþýðubandalagið hefur lagt til. Afleiðingin verður því í raun sú, að ríkisstjómin mun prenta fleiri innistæðulausa seðla til að greiða hallann. Það er hins vegar ekkert annað en ávísun á enn meiri verðbólgu eins og Alþýðu- bandalagið hefur margsinnis bent á. Það hefur líka gengið eftir. Ríkis- stjórnin lofaði við síðustu kjara- samninga að ábyrgjast að verðbólgan yrði ekki meiri en 7—8 prósent. í dag er hún orðin 20 pró- sent og virtir hagfræðingar á hægri vængnum spá því að hún verði ár bilinu 20 til 40 prósent þegar líður á árið. Hin þvingaða þijú hundmð þús- und króna fórn launamannsins hefur þar með orðið að engu. Þetta heitir að vera á „réttri leið“ með Sjálfstæðisflokkinn undir stýri . . . Höfundur er verkfræðingur og skipar 6. sætiálista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r ^ RADIAL ^timpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA EimSTAÐW -EITTMJMER-ÞRÍRMIÐIAR ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.