Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 27 enmimikar ekki öryggi Verkfall veðurfræðinga: Engar veðurspár „VERKFALLIÐ mun lama starf- semi spádeildar Veðurstofunnar og fyrir vikið verða engar veður- spár gefnar út meðan á því stendur. Undantekning frá því Getur vald- ið ónæði er þó aðvaranir um hættuástand á landinu og umhverfis það verði storms að vænta," sagði Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, í samtali við Morgunblaðið. Verkfall veðurfræðinga í Félagi íslenzkra náttúrufræðinga átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi hefði ekki samizt fyrir þann tíma og er Morgunblaðið fór í prentun hafði samkomulag ekki náðst. Hlynur Sigtryggsson sagði að veðurathugunum á landi og skipum yrði haldið áfrarn, enda væru þær ekki unnar af fólki í Félagi náttúru- fræðinga. Undantekningar frá verkfalli á spádeild væru þær, að verkefnastjóri og yfirdeildarstjóri mættu vinna, en þeir önnuðu hvergi vinnu þeirra 6, sem að jafnaði ynnu á spádeildinni. Þessi tveir menn myndu vinna frá því árla morguns til miðnættis til að fylgjast með veðurútlitinu. - segir varaflugmála- stjóri um flugsamgöngur „VERKFALL veðurfræðinga ætti ekki að hafa veruleg áhrif á flugsamgöngur innan lands og milli landa. Eitthvert ónæði gæti stafað af þessu, fyrst og fremst í millilandaflugi, en ekki óör- yggi. Viðvaranir vegna hættu- ástands verða gefnar út og ennfremur fari veðurhæð upp fyrir það, sem talið er hámark á einstökum flugvöllum," sagði Haukur Hauksson, aðstoðarflug- málastjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Hvað varðar sjósókn er ekki talið að verkfall veðurfræðinga hafi þar teljandi áhrif. Viðvaranir um storm verða gefnar út og ennfremur hafa mörg stærri skipanna tæki til mót- töku veðurskeyta frá gervihnöttum og verðurspár. Þau geta því miðlað þeim upplýsingum til annarra, sem ekki ráða yfir slíkum búnaði. Haukur Hauksson sagði, að hvað varðaði innanlandsflug, yrði veður- athugunum á flugvöllum haldið áfram og gefnar yrðu út áðurnefnd- ar tilkynningar um veðurhæð, færi hún upp fyrir sett mörk í Reykjavík og Keflavík. Hins vegar væri það á ábyrgð stjórnenda viðkomandi flugfélaga hvort flogið yrði og þá tekið tiliit til fyrirliggjandi upplýs- inga. Slíkar ákvarðanir færu þá eftir veðri hveiju sinni, bæði á áfangastað og varaflugvelli. Haukur sagði, að veðurspár yrðu ekki gefnar út fyrir millilandaflug- ið. íslenzku flugfélögin yrðu þá að gera ráð fyrir varaflugvöllum, aðal- lega í Skotlandi og flugumferð gæti því átt sér stað, en hugsanlega með einhverju ónæði, ekki minnk- andi öryggi. Um aðra flugumferð en íslenzkra flugfélaga um íslenzka flugstjómarsvæðið, væru veðurspár fyrir Keflavík nauðsynlegar. Eink- um fyrir tveggja hreyfla flugvélag. Því hefði þess verið óskað við veður- fræðinga, að þeir röskuðu ekki þessum flugsamgöngum, vegna þess að það gæti stefnt í hættu samningi Islendinga við Alþjóða flugmálastofnunina um umsjón með þessu svæði. Svar frá veðurfræð- ingum um þetta hefði ekki borizt. Framlag í verk- fallssjóð hjúkr- unarfræðinga KJARAFÉLAG verkfræðinga hefur veitt Félagi háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga 200 þúsund króna styrk vegna verk- falls þeirra hjá ríkinu. Nú hafa 89 háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá ríkinu, verið í verkfalli í 12 daga, eða frá 19. mars. í fréttatilkynn- ingu frá félagi þeirra segir að verkfallsfólkið hafi fengið mikinn stuðning frá einstaklingum, hópum og félagasamtökum, sem það þakki. Morgunblaðið/Einar Falur Þeir Guðmundur Hafsteinsson og Markús Á. Einarsson mega einir vinna á spádeild Veðurstofunnar. .... v ÞEGAR HÚN MARGRÉT BORGARSDÓTTIR LEITRÐI TIL OKKAR FYRST, ÁRIÐ 1976, ÁTTI HÚN NÁKVÆMLEGA 26.090 KRÓNUR. í DAG HAFA KRÓNURNAR 96 FALDAST Haraldur frændi hennar sagðist vera viss um að hún Margrét væri rugluð. Sannleikurinn er hins vegar sá að Margrét var óvenjulega heilbrigð kona. Hún gerði sér grein fyrir því að ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins voru menn, sem hún gæti treyst. Sjálf sagðist hún ekki vera fjármálaspekingur. Sérfræðingar Fjárfestingar- félagsins ráðlögðu Margréti ávallt að kaupa verðbréf sem gáfu góðan arð. Að sjálfsögðu ráðlögðu þeir henni að kaupa KJARA- BRÉFIN þegar þau voru gefin út. Það væri lang einfaldast. „Þá þarft þú engar áhyggjur að hafa af peningunum þín- um, Margrét mín. Kjarabréfin eru örugg og við sjáum til þess að alltaf standi á bak við þau sérfræðilegt val á traustum verðbréfum,“ sögðu þeir. Eins og svo oft áður höfðu sérfræðingar Fjárfesting- arfélagsins rétt fyrir sér. Um síðastliðin áramót átti Margrét 65 ára afmæli. Þá átti hún 2.500.000 krónur í TEKJUBRÉFUM. Af þeim fær hún ríkuleg mánaðarlaun heimsend ársfjórðungslega. Og hver skyldi hafa ráðlagt henni Margréti að skipta Kjarabréfunum sínum yfir í Tekjubréf? Ekki var það Haraldur frændi. Ne-e-ei. Hann situr enn við sinn keip. Auðvitað var það sérfræðingur hennar hjá Fjárfestingarfélaginu, nú sem fyrr, sem ráðlagði henni það. TIL UMHUGSUNAR: 1. Aí hverju sögðu sérfræð- ingarnir að Kjarabréfin væru örugg? 2. Hvers vegna skipti Margrét yfir í Tekjubréf, þegar hún var komin á eftirlaunaaldur? 3. Hvemig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspekinga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? Sendið rétt svör til Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík, merkt Haréildur frændi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð, fær eintak af bókinni góðu, FJÁRMÁLINÞÍN, íverðlaun. FJARFESTINGARFÉLAGIÐ Flafnarstræti 7 - 101 Rvík. ® 28566. Valur Blomsterberg einn af ráðgjöfum Fjárfestingarfélagsins VIS/VSQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.