Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAUUR 31. MARZ 1987 Neyðarástand á sjúkrahúsum á miðnætti Borgarspítalinn; * Aætlun um að rýma helming sjúkrarúma Á Borgarspítalanum hefur verið gerð áætlun um að rýma helming allra sjúkrarúma á spitalanum sjálfum, 150 talsins, í dag vegna uppsagna sjúkraliða, sem vænt- anlega koma til framkvæmda í kvöld. Að sögn Ólafs Þ. Jónsson- ar formanns læknaráðs Borg- Formaður Sjúkraliða- félags Islands: Trúum því ekki að við verðum látnar ganga út „VIÐ viljum ekki trúa því að við verðum látnar ganga út, en það er nú algerlega á vaídi ríkisvalds- ins hvort af því verður," sagði Hulda S. Ólafsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Islands. Hulda sagði að 537 sjúkraliðar hefðu sagt upp á sínum tíma og að aðeins sárafáir yrðu eftir við vinnu. Hún sagði að af þeim sem sögðu upp hefðu 163 unnið á stofnunum Borg- arspítalans, rúmlega 200 hjá Ríkisspítulunum, um 100 hjá Landa- kotsspítalanum og hinir við heima- hjúkrun og á ýmsum öðrum stofnunum. Sagði Hulda að nú væru nærri því 6 mánuðir síðan sjúkralið- amir sögðu upp og þætti þeim nokkuð seint að standa í viðræðum nú. Sjúkraliðafélag íslands semur ekki um kaup og kjör sjúkraliða, það gera Starfsmannafélag ríkisstofnana fyrir þá sjúkraliða sem vinna hjá ríkinu og Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar fyrir þá sem vinna hjá borg- inni. Viðræður hafa verið í gangi á milli ríkisins og SFR. Hulda sagði að uppsagnimar kæmu til fram- kvæmda annað kvöld nema þannig tilboð kæmi frá ríkinu að laun sjúkra- liða hækkuðu verulega. Hún sagði að sjúkraliðar gerðu kröfu um 35 þúsund króna lágmarkslaun, en laun þeirra væru nú á bilinu 25.314 til 34.448 kr. á mánuði. arspítalans liggur ekki fyrir hvort það verður mögulegt vegna ástands sjúklinganna. Ólafur sagði að það hjálpaði til að ýmsir sjúklingar væm að útskrif- ast þessa dagana, eftir því sem heilsa þeirra leyfði, en aðrir ekki teknir inn í staðinn. Þá hjálpaði það einnig til að óvenju lítið hefði verið um veikindi og slys um helgina. Sagði Ólafur að starfsfólkið myndi hjálpast að við að láta starfsemina ganga áfram, þrátt fyrir uppsagn- imar. Um næstu helgi hætta flestii' meinatæknar Borgarspítalans, er uppsagnir þeirra taka gildi. Ólafur sagði að þá myndi það vandamál bætast ofan á vandamálin vegna uppsagna sjúkraliðanna ef ekki yrði þá búið að leysa þessar deilur. Blóðbankinn: Morgunblaðið/Einar Falur Starfsfólk Blóðbankans að undirbúa blóð fyrir blóðþega, en þessi vinna leggst niður í dag. V erkfall í dag - upp- sagnir í gildi í kvöld LÍFFRÆÐINGAR við Blóðban- kann eru i verkfalli í dag og í kvöld taka uppsagnir flestra þeirra gildi. Ólafur Jensson yfir- læknir Blóðbankans segir að leita verði til þeirra beint eða fyrir milligöngu stéttarfélags þeirra um að sinna neyðarþjón- ustu svo mannslif verði ekki i hættu. Líffræðingamir, sem eru 16 tals- ins, em í Félagi íslenska náttúm- fræðinga og hófst verkfall þeirra á miðnætti. Verkfall flestra þeirra stendur í raun ekki nema í dag, því 14 þeirra hafa sagt störfum sínum lausum og taka uppsagnimar gildi á miðnætti í kvöld. Ólafur sagði í gær að búið væri að skipuleggja neyðarvaktþjónustu eins og á stórhátíðum fyrir daginn og nóttina, en eftir að fólkið hætti störfum væri ekki hægt að gera það. Blóðbankinn þyrfti að minnsta kosti það vinnuframlag sem hann hefur í dag til að geta verið með lágmarks neyðarþjónustu, það er að segja 3 líffræðinga. Hann sagði að ekki hefði verið sótt um undan- þágu til þessa, vegna þess að það lægi ekki fyrir hvaða aðila ætti að biðja um slíka undanþágu. Nauð- synlegt yrði að leita til fólksins beint eða biðja félag þess að hlut- ast til um að það tæki þetta að sér. Það væri síðan háð velvild fólksins hvort þetta tækist. Ef ekki þá væm sjúklingar sem þyrftu á þessari þjónustu að halda settir í lífshættu. Morgunblaöiö/Einar Falur Málin rædd á skrifstofu hjúkrunarforstjóra. María Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri kvennadeilda, Sigríður Snæbjörnsdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á lyfja- og taugadeild og Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Verkefnið nær ógerlegt — segir Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans „OKKUR finnst verkefni okkar nánast ógjörlegt, en það verður að liggja fyrir á þriðjudag, hve margir sjúklingar verða inni. Það þarf að útskrifa mikinn fjölda og alveg óvíst hvernig það gengur," sagði Vigdís Magnús- dóttir, hjúkrunarforstjóri Lands- pítalans, í samtali við Morgun- blaðið á mánudag. Þá var unnið að endurskipulagn- ingu starfsemi spítalans og var talið að losa þyrfti um 200 rúm, en und- anfarið hafa aðeins mjög veikir sjúklingar verið teknir inn og því færri á spítalanum en ella. Vigdís sagði, að á hverjum morgni væri farið yfir stöðuna með verkfallsnefndum. Hingað til hefðu nauðsynlegar undanþágur fengizt, en eftir að uppsagnir tækju gildi um mánaðamótin, vandaðist málið. Reynt væri að koma til móts við þarfir og aðstæður sjúklinga og aðstandenda þeirra, en væm of margir inni, gæti takmarkaður íjöldi hjúkmnarfólks ekki sinnt sjúklingunum og aðeins yrði um brýnustu aðstoð að ræða, allt annað yrði að sitja á hakanum. Helgi Valdimarsson, formaður læknaráðs Landspítalans: r Aðstandendum boðið að ann- ast hjúkrun á sjúkrahúsinu AÐSTANDENDUM sjúklinga á Landspítalanum verður í dag boðið upp á að annast hjúkrun sjúklinganna. Yrðu sjúklingarnir þá áfram á spítalanum og fengju þar húsnæði, mat og læknisþjónustu, en aðstandendur sjá um aðhlynningu. Þetta kom fram í samtali við Helga Valdimarsson, formann læknaráðs Landspítalans, um und- irbúning stjómenda spítalans undir verkföll og uppsagnir fjölda starfs- manna sem taka gildi í kvöld. Helgi sagði í gær að unnið væri að athugun á hvaða sjúklingar gætu farið heim. Haft væri sam- band við aðstandendur og þyrftu sumir að taka sér frí úr vinnu til að annast sjúklingana heima. Þá væri verið að athuga með hvað væri hægt að virkja af því starfs- fólki sem eftir yrði, tii dæmis lækna og læknanema. Einnig að undirbúa það að taka við skyldmennum sem vildu annast fólkið sitt sjálft á spítalanum. Helgi sagði einnig að sjúkrahúsin ynnu að því að setja upp greiningar- stöð á höfuðborgarsvæðinu fyrir bráðveikt fólk. Þar yrðu upplýsing- ar um öll laus rúm á sjúkrahúsum svæðisins og reynt að koma sjúkl- ingunum þangað. Helgi sagði að útlit væri fyrir að útskrifa þyrfti um helming af 600 sjúklingum sjúkrahússins, 90 væru þegar farnir og 210 yrðu væntanlega útskrifaðir í dag. Læknaráð Landakotsspítala: Lýsir þung’um áhyggjum vegna ástands í heilbrigðiskerfinu LÆKNARÁÐ Landakotsspítala lýsir þungum áhyggjum vegna ástands þess, sem fyrirsjáan- legt er í heilbrigðiskerfinu vegna uppsagna og verkfalla margra heilbrigðisstétta. Þótt engin leið sé að sjá fyrir hveij- ar afleiðingar þessar aðgerðir kunni að hafa, í og með vegna þess að ekki er unnt að spá til um slys og heilsufar, þá er Ijóst að algert neyðarástand mun skapast á sjúkrahúsum og mikl- um fjölda heimila. Læknaráðið skorar á fjármálaráðherra, sem samningsaðila fyrir hönd ríkis- ins, að kynna sér ýtarlega þessa alvarlegu stöðu mála og láta einskis ófreistað til að samning- ar takist næstu daga, svo að forðast megi mestu truflun á þjónustu við sjúka í áratugi. Jafnframt hvetur læknaráðið þær stéttir heilbrigðisstarfs- manna, sem hlut eiga að máli, til að sýna samningsvilja svo að af- stýra megi því neyðarástandi sem við blasir og kemur niður á þeim sem sízt skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.