Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Vegna skrifa Braga um Ganginn eftirHelga Þorgils Friðjónsson Vegna greinar Braga Ásgeirs- sonar þann 24. mars, skrifa ég smá athugasemdir og skýringar á því hvemig Gangurinn varð til. Bragi hefur áður skrifað um Ganginn eins og hann segir í grein- inni og þá mjög á sömu nótum og nú, þ.e.a.s. gefur í skyn að galleríið sé rekið í því skyni að fá að komast í erlend listtímarit o.s.frv. Ég hélt að Bragi kæmi ekki aftur enda var svo að skilja á fyrri greininni að lítið væri þangað að sækja, en hið tælandi nafn Doriana Chiarini og boðskortið fékk hann þó til þess að heimsækja galleríið aftur og leigubíll beið uti fyrir á meðan. Myndimar voru að vísu ekki grafík- myndir eins og hann segir, heldur vatnslitamyndir. Rétt er það, að myndimar lágu upp að veggnum á gólfinu, þar sem ég var búinn að vera í stökustu vandræðum með að láta þær tolla á veggnum, vegna þess að þær em stórar og þungar. Því miður get ég ekki upplýst neitt um Doriana Chiarini, þar sem ég þekki hana ekki neitt. Hún er ein af þeim tiltölulega fáu sem hefur beðið um að fá að sýna í Ganginum án þess að ég þekkti hana fyrir. Ekki held ég því fram að uppheng- ingarmátinn í galleríinu sé eitthvað nýmóðins, enda hefur hann að minnsta kosti 7 ára reynslu í Gang- inum, og upphaflega stefnan var sú að allur kostnaður væri í lág- marki, meðal annars hafa lista- mennirnir sjálfir séð um að prenta sín boðskort þegar um það hefur verið að ræða. Ekki hef ég boðið Braga eða öðmm gagniýnendum sérstaklega til að koma að skoða sýningamar í Gar.ginum, þó þeir séu að sjálf- sögðu velkomnir, heldur hef ég sinnt þeirri sjálfsögðu kurteisi að Stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga: Staðið verði við samninga um verðlagn- ingu á ull STJÓRN Sölufélags Austur- Húnvetninga á Blönduósi (SAH) hefur sent frá sér ályktun þar sem meðal annars er skorað á stjórnvöld að standa við sam- komulag bænda, ríkisins og ullariðnaðarins um verðlagningu ullar. Harmar stjómin þann farveg sem þessi mál hafa farið í undanfama daga og bendir á eftirfarandi: * Mjög lágt verð greitt til framleið- enda við móttöku ullar, sem síðustu mánuði hefur ekki numið sömu upphæð pr. kg. og niðurgreiðslur frá ríkissjóði hafa verið til verk- smiðjanna. * Óhóflega langur tími liðið frá móttöku ullar til fullnaðarskila á verði, svo umtalsvert frávik hefur orðið frá skráðu verði til lokaverðs. * Einhliða ákvörðun verksmiðjanna að hætta móttöku á ull í síðasta mánuði er að dómi stjómar SAH harkaleg ákvörðun og ekki veij- andi, því framleiðendur hafa ekki möguleika á að geyma ull er fellur til við vetrarrúning og aðrir kaup- endur ekki fyrir hendi. Stjómin skorar á stjóm Stéttar- sambands bænda að leita allra leiða til að kippa þessum málum strax í lag, þannig að bændur fái það verð fyrir þessa framleiðslu sem þeir eiga rétt á samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli. senda inn smá fréttatilkynningar þegar erlendir listamenn sem ekki sýna hér dags daglega hafa verið með sýningar, en íslensku lista- mennirnir hafa sjálfir ákveðið hvernig þeir standa að sínum kynn- ingum. Á þessu er ein undantekning þegar ég talaði við einn listfræðing haustið 1980 um sýningu Martin Disler, fyrstu erlendu sýninguna í Ganginum, sem var á sama tíma og svokölluð framtíðarsýning á Feneyjarbiennalnum, sem gerði þennan listamann heimsfrægan ásamt nokkrum öðrum svokölluðum nýmálurum. Listfræðingurinn kom ekki, en sendi ljósmyndara á staðinn og lét ljósmynd fylgja með fréttatil- kynningunni. Ég talaði líka við mann í innkaupanefnd Listasafns íslands, en þar virtist enginn áhugi. Þarna hefði Listasafnið getað §ár- fest, því þessar myndir voru mjög ódýrar á þessum tíma, en hafa nú margfaldast í verði. Mörgum fannst þetta lítið spennandi myndir þá, en nú er sagan önnur, þegar ég sýni þær þijár myndir sem ég á frá þess- ari sýningu. Þama var ég ákaflega bjartsýnn, nýkominn frá námi og ánægður með að eiga þess kost að sýna myndlistarmenn sem mér þýkja góðir hvort sem þeir eru íslendingar eða útlendingar. Fyrsta sýningin í Ganginum var í janúar 1980 og var það Hreinn Friðfinnsson sem opnaði, ef til vill bauð ég honum vegna þess að hann rak samsvarandi gallerí í Amster- dam, og fleiri þekki ég sem hafa verið með svipuð gallerí, auk þess sem hann er einn af okkar betri listamönnum. Ekki ætlaðist ég til að þetta yrði frægt gallerí, hvorki á heimaslóðum né erlendis, heldur var það vegna þess að gangurinn í því húsnæði sem ég bjó í þá var hátt í það að vera eins stór og minni galleríin í Evrópu, og einnig það að myndlistina þykir mér mjög vænt um. Einnig var það varðandi erlendu sýningamar, að gaman væri að fá að sjá þessa myndlist hér á íslandi á þeim tíma sem mestu hræringamar stæðu yfir, til að efia blóðstreymi ungra listamanna hér heima. Enda hefur galleríið veitt Helgi Þorgils Friðjónsson „Ekki ætlaðist ég til að þetta yrði frægt gallerí, hvorki á heimaslóðum né erlendis.“ mér margar ánægjustundir og skapað umræður í kunningjahópn- um. Það er rétt hjá Braga, að senni- lega hefur Gangurinn verið best kynntur með mynd Helmuts Fed- erle sem heitir „H. Fridjonsson New Corridor", en auðvitað réði ég engu til um nafngiftina, og held ég að hvorki mér né Helmut hafi dottið það í hug að þessi mynd yrði notuð sem eins konar tákn fyrir nýflatar- listina. Sýning Helmuts Federle í Ganginum var löngu áður en nafn hans fór að birtast í listtímaritum og reyndar kynntist ég honum fyrst á þeirri sýningu, en hann hafði beðið um að fá að sýna, þar sem hann hafði heyrt um galleríið hjá Martin Disler og John M. Armled- er. Önnur mesta auglýsing fyrir galleríið, og sem ég hef engu ráðið um, er að þessir þrír listamenn ásamt öðrum birta nafn þess í sýn- ingarupptalningum. Heyrt hef ég einnig, að Martin Disler hafi sagt mörgum að hann meti galleríið vegna þess að þetta sé eitt fyrsta erlenda galleríið sem sýndi verk hans. Ég hef alltaf skýrt það vel út fyrir listamönnunum (sem ég þekki flesta vel fyrir) hvemig gall- erí þetta sé, að hingað komi ekki þeir sem stjórni menningunni hér á landi, og oftast sé einungis um fáa góða kunningja að ræða. Ég get að lokum glatt Braga með því að segja að ég veit ekki til þess að um Ganginn hafi verið fjaliað sérstaklega í erlendum lista- tímaritum, heldur birtist nafnið öðm hvom eins og norðlægur dra.ugur meðal nafna Evrópugall- ería. Með kærri þökk. Höfundur er myndlistarmaður. AXIS MEÐ ALLT A SÍNUM STAÐ Axis fataskápurinn er sérlega stílhreinn og fallegur. Hvítar innréttingar gefa skápnum nýtt og ferskt útlit og Durolin- klæðningin auðveldar þrif. Þú kemur öllu á sinn stað í Axis skápinn. Með nýrri framleiðslutækni hefur okkur tekist að iækka verðið á skápunum um 10%. AXIS Smiðjuvegi 9, Kópavogi, sími (91)43500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.