Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Boston - nýjasti áfang- inn í Ameríkuf luginu Skipið „Beaver“ þar sem „te-samkoman“ var haldin. Það er varðveitt í Boston-höfn. ekki nema 4 kílometrar frá honum inn í miðborgina. Gistihús eru þar góð og stöðugar og örar samgöngur í lofti, á landi og legi. Það er margt að sjá í Boston. Þar blandast saman gamli tíminn og nýjasta nýtt í húsagerð og vega- og götulagningu. Að baki háhýsa má líta þröngar steinlagðar götur. Mörgum sögulegum byggingum er haldið við í upphaflegri mynd. Hæsta byggingin í Boston er Prudential-háhýsið, 52 hæðir. Besta leiðin til að sjá yfir Boston frá einum stað er að faraí lyftu uppá útsýnishæðina á John Hancock-háhýsinu við Copley-torg. Á heiðskírum degi má sjá yfir alla Boston og nágrenni. Sterkir sjónaukar eru til taks ef menn vilja skoða einhvern hluta umhverfisins betur en með berum augum. Þarna geta menn horft í „tímavél", sem er raunverulega kvikmynd af helstu atburðum í söguríkri ævi borgarinn- ar. Þama er hægt að horfa á hvernig „te-boðið“ fræga fór fram. Geysireið Páls Reveres, Bunker- hæðar orrustuna og fjölda atburða, sem áttu sér stað endur fyrir löngu er breskir hermenn slepptu sér í æðiskasti og skutu á óvopnaðan hóp manna og drápu. Sé tími til að skreppa út fyrir borgina er ekki langt að fara til að skoða umhverfið í Salem, þar sem réttarhöldin jrfir „galdranorn- unum“ voru haldin árið 1692. Fleiri sögulegir staðir eru hvarvetna á næsta leiti við Boston. Leifur heppni á stalli í 100 ár Þann 29. október 1887 var af- hjúpuð í Commonwealth-tröð við Karlshliðið í Boston myndastytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Mynd- höggvarinn sem gerði styttuna var kona, Anne Whitney að nafni. Það Þar hefir Leifur heppni staðið á stalli í 100 ár og horft til vesturs eftirívar Guðmundsson íslendingar, sem em kunnugir í Boston, höfuðborg Massachusetts- ríkis — og þeir eru ófáir — munu fagna því, að stjóm Flugleiða hefir ákveðið að hefja áætlunarflug þangað núna um mánaðamótin. Þetta verður nýjasti áfanginn í Ameríkufluginu. Mætti segja, að það væri ekki seinna vænna. Boston er ekki aðeins ein söguríkasta borg Bandaríkjanna, sem ávallt er minnst fyrst er sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna ber á góma, heldur er Boston nú að verða háborg há- tækninnar. í augum íslendinga er Boston fyrst og fremst ein helsta sjávarút- vegsborgin í Bandaríkjunum og Mekka lærðra manna og náms- manna, þar sem eru menntasetur með Harvard-háskóla í broddi fylk- ingar. Onnur menntastofnun í nágrenni borgarinnar, sem er sum- um íslendingum kær, er Fletcher School of Law and Diplomacy. Ur hópi þeirra Islendinga, sem stundað hafa nám við þann skóla, eru að minnsta kosti ijórir eftir. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fluttu allmargir íslenskir sjómenn til Boston til að leita sér atvinnu. Margir þeirra unnu sér frægð og frama í nýja föðurlandinu; Reynt hefír verið að halda tölu á íslendingum og afkom- endum þeirra, en það hefir reynst erfitt. Upphaflegu innflytjendumir hafa safnast til feðra sinna, en nýja kynslóðin, með tiltölulega fáum undantekningum hefur horfið í mannhafið mikla. Við og við rekst maður á alíslensk nöfn í símaskrán- um. Síðustu árin, eftir að byijað var að halda árlega sjávarútvegs- sýningu í Boston, hafa margir íslenskir útvegsmenn komið til Boston til að taka þátt í syningunni. Verksmiðja Coldwater í Everett, sem er hverfí af Boston, hefur og laðað að nokkra íslendinga og þar landa íslensk skip fískförmum til Coldwaters. Heppilegur áfangi ef lengra er haldið Boston er heppilegur áfangi fyrir þá, sem ætla að fara lengra en til austurstrandarinnar. Leiðin frá ís- landi er heldur styttri, hálftími, eða þrír stundarfjórðungar ef miðað er við New York. Flugvöllurinn í Bost- on, sem nefndur er Logan-flugvöll- ur, er vel í sveit settur því það eru Ný háhýsi í miðborg Boston, séð frá Cambridge á bakka Karlsár. Til hægri er Prudential-byggingin, 52 hæðir. Villugjarnt í undralandinu Leikhópurinn sem stóð að sýningunni á Lísu Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Listaklúbbur N.F.F.A.sýnir í Fjölbrautarskóla Akraness. Lísa í Undralandi eftir Klaus Hagerup Tónlist: Sverre Berg Þýðandi: Sigurður Snævarr Útsetning tónlistar:Jóhann G. Jóhannsson Búningar: Guðríður Helgadótt- ir og Sólrún Guðjónsdóttir Sviðsmynd: Rafn Hafberg Guð- laugsson, Ársæll Arnarson og Lárus Guttormsson Hönnuður ijósa: Jón S. Þórðar- son Æfing á söng: Helga Rós Ind- riðadóttir og Kristján Elís JónassonEP Leikstjóri: Emil G. Guðmundsson í haglegri grein í leikskrá er bent á, að allar götur frá því Lew- is Caroll sendi frá sér skrítnu söguna um ævintýri Lísu í Undral- andi hafí verið ótal kenningar um það, hvað í raun og veru höfund- urinn hefði veríð að segja með sögunni. Var þetta vara kúnstugt og frumlegt ævintýri, eða vakti fyrir höfundi að bera okkur ein- hvern boðskap? Margir hölluðust að því, en voru síðan ekki sam- mála um hver hann væri, eins og gefur að skilja, þegar farið er að leita að óræðum boðskap á annað borð. Söngleikur Klaus Hagerup er saminn löngu síðar og styðst að sönnu við söguna en fer fijáls- lega með efniviðinn. Leikstjóri í áhugamanna- og nemendahópssýningum gegnir mikilvægu hlutverki og mér sýnist Emil G. Guðmundsson eiga stóran hlut í því, að sýningin tókst vel. Hann nær fram furðu góðum og tilbreytingaríkum staðsetningum og framsögn leikaranna er oft ágæt. Hreyfíngar og fas stundum eilítið þvingað, en ekki til baga. Anna Halldórsdóttir gerði aðal- hlutverkinu Lísu, prýðileg skil. Hún átti blæbrigðaríkan leik, sýndi umbreytinguna á Lísu ljóm- andi vel og gerði sannfærandi tilraun til persónusköpunar. Kanína Bjama Ármannssonar var kvik í hreyfíngum og svipbrigði allgóð, en framsögnin óskýr. Helgi Steindal var lúmskur köttur og á lof skilið fyrir kattarlegar hreyfíngar og smeðjulegt fas. Greinilegt að ekki hefur höfundur haft neitt dálæti á köttum. Mýsn- ar María Karen Sigurðardóttir, Unnur Ýr Jónsdóttir og Bjam- heiður Hallsdóttir voru samstíga og stóðu fyrir sínu. Hulda Gests- dóttir átti góðan leik sem klikkaði hérinn. Eftir dálítið óöryggi í byij- un, óx Huldu ásmegin og sýndi skemmtilegan leik. Sýnist leikara- efni gæti verið þar á ferð. Veiki hlekkurinn í sýningunni þótti mér vera söngurinn.og auk þess hefði þurft að samæfa hann miklu betur. Af þessum ungu lei- kuram, sem mörg stóðu sig prýðilega og vel það, virtist engin hafa boðlega söngrödd nema helzt Anna Halldórsdóttir. Hvort fram- sýningarskjálfti hijaði þau - svona til að bæta gráu ofan á svart - getur hafa átt sinn þátt í þessu. Mér fannst traflandi, að ljósmynd- ari var að störfum sýninguna út í gegn. Því hefði nú mátt ljúka af á aðalæfíngu. En hvað sem útásetningum líður, var fleira i sýningu þeirra fjölbrautarskólanema, sem vert er að muna með ánægju og þakka fyrir skemmtunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.