Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Fundur um fiskmarkað á Akureyri; 20 aðilar ákveðnir í að leggja fram hlutafé NÚ LIGGJA fyrir loforð frá um 20 aðilum um að leggja fram hlutafé í fyrirtæki um fiskmark- að á Akureyri, samtals á fjórðu milljón króna. Undirbúnings- stofnfundur var haldinn á Hótel KEA sl. sunnudag. A fundinum var kjörin stjórn til að safna hlutafé og ganga frá stofn- un fyrirtækisins. í stjórninni eiga sæti Sverrir Leósson, Akureyri, Guðmundur Steingrímsson, Akur- eyri, Kristján Ólafsson, Dalvík, Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði, Knútur Karlsson, Grenivík, Kristján Asgeirsson, Húsavík, og Hreinn Halldórsson, Hvammstanga. Samþykkt var á fundinum að stefna að því að hlutafé fyrirtækis- ins yrði 5 milljónir króna. Aður hafði verið rætt um hærri upphæð en menn töldu það óþarft, til að byija með að minnsta kosti. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að gerast hluthafar í fyrirtækinu, skv. heimildum Morgunblaðsins, eru Utgerðarfélag Akureyringa, Þormóður Rammi á Siglufirði, Höfði á Húsavík, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar á Ólafs- firði og Útgerðarfélag KEA. « * Stærri-Árskógskirkja á Árskógsströnd. Viðgerðir á kirkjunni í Stærri- Arskógi Sóknarnefnd Stærri- Árskógskirkju hefur staðið fyrir verulegum viðgerðum á kirkjunni undanfarna mánuði. Skipt hefur verið um járn á þaki hennar og nú er verið að mála hana að innan. Hannes Vigfússon í Litla-Ár- skógi, sem sér um málningarvinn- una ásamt Kristjáni bróður sínum, var að mála loft kirkjunnar þegar blaðamaður leit þar við á dögun- Morgunblaðið/Helgi Bjamason Hannes Vigfússon málar loft- ið í kirkjunni. um. Þeir bræður eru listamenn, og kemur það sér vel þegar kem- ur að því að skýra upp skraut kirkjunnar. Hannes gat þess að faðir þeirra hefði byggt kirkjuna á sínum tíma og Freymóður Jóhannsson list- málari málað hana, en altarista- flan væri eftir Ásgrím. Hann sagði að þeir bræður hefðu áður málað kirkjuna. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR § 18.00 Hin heilaga ritning. (Sacred Hearts.) Bresk sjónvarpskvikmynd frá 1984, skrifuö og leikstýrö af Barbara Rennie. Gamansöm mynd um tilvonandi nunnu, sem fær bakþanka þegar sjóndeildar- hringur hennar víkkar. 19.40 Viökvæma vofan. Teikni- mynd. 20.05 í návígi. Yfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón frétta- manna Stöövar 2. Hér ræöa Páll Magnússon og Ólafur Friöriksson við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæöisflokksins, áöur en Al- bert Guömundsson fór í sérfram- boö. 20.40 Benny Hill. Breskur gaman- þáttur sem alla jafnan er í „læsta" hluta dagskrárinnar en er hér sýndur i „opna" hlutanum í kynn- ingarskyni. § 21.10 Afleiöing höfnunar. (Nobodys Child.) Bandarisk kvik- mynd. Mynd þessi er byggö á sannri sögu um Marie Balter. Saga ungrar konu sem tókst aö yfirstíga hiö óyfirstiganlega. Beitt ofbeldi, sett á hæli og fleira álíka, snýr hún martröð þeirri sem hún liföi í sigur gegn þvi meö gífurlegu hugrekki á afdrifarikan hátt. § 22.50 NBA-körfuboltinn. Umsjón- armaöur er Heimir Karlsson. 00.00 Dagskrárlok. Frá fundi sjálfstæðismanna í Lóni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmennur fundur Sjálf stæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN héldu fjölmennan baráttufund í Lóni á sunnudagskvöldið. Þar fluttu ávörp fimm efstu menn D-listans í Norðurlandskjördæmi eystra ásamt tveimur ungum sjálfstæð- ismönnum. Björn Dagbjartsson talaði fyrst- ur, þá Margrét Kristinsdóttir, síðan Sigurgeir Sigurgeirsson, Vigfús B. Jónsson, Agnes Smáradóttir, Tóm- as Ingi Olrich og síðast Halldór Blöndal, efsti maður á lista flokks- ins. Var gerður góður rómur að ræðum manna. Halldór Blöndal sagði sjálfstæðismenn óhrædda þrátt fyrir aukinn Q'ölda smáflokka sem fram hefðu komið. „Við ætlum að vera stærsti flokkur í Norður- landskjördæmi eystra eftir kosning- ar — forystuaflið í stjómmálum kjördæmisins,“ sagði hann. Bæjarráð Akureyrar um samþykkt ríkisstj órnarinnar: Engin lausn á vanda Hitaveitu Akureyrar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð bæjar- ráðs Akureyrar, dagsett 26. mars 1987, i tilefni af samþykkt rikis- stjórnarinnar um málefni Hita- veitu Akureyrar: „I upphafi viðræðna hitaveitu- nefndar ríkisstjórnarinnar og full- trúa sveitarfélaganna voru tvö markmið sett fram af hálfu þeirra síðarnefndu. Það fyrra að gjald- skrár viðkomandi hitaveitna lækkuðu til samræmis við orku- kostnað á þeim svæðum sem rafmagn er niðurgreitt. Síðara markmiðið var að fyrirsjáanlega yrði hægt að greiða upp skuldir hitaveitnanna á eðlilegum afskrift- artíma þeirra. Að loknum ítarlegum viðræðum sem staðið hafa í nokkra mánuði komu fram hugmyndir hitaveitu- nefndar ríkisstjórnarinnar um að ef miðað væri við ákveðnar forsend- ur yrði Hitaveita Akureyrar skuld- laus árið 2013. í þessum forsendum er m.a. gert ráð fyrir 20% lækkun á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar án sérstakra utanaðkomandi ráðstaf- ana. Á sameiginlegum fundi bæjar- ráðs og veitustjórnar Akureyrar í síðustu viku voru ofangreindar hug- myndir ræddar og við þær gerðar verulegar athugasemdir og voru þær sendar hitaveitunefnd ríkis- stjórnarinnar strax daginn eftir. Það kom því bæjarráði Akureyrar mjög á óvart að hugmyndirnar skyldu lagðar fram sem tillögur til ríkisstjórnarinnar án þess að at- hugasemda bæjarráðs og veitu- STJÓRN Byggðastofnunar ákvað í gær að byggt yrði hús á Akureyri undir stjórnsýslumið- stöð. Guðmundur Malmquist, forstöðu- maður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst yrði að í byggingunni yrðu Byggðastofnun og Húsnæðisstofn- un ríkisins og örugglega fleiri stofnanir þó ekki sé ljóst hveijar þær yrðu. Ekki er vitað hvenær hafist verður handa við byggingu hússins. Halldór Blöndal, alþingismaður, á sæti í stjóm Byggðastofnunar. Hann var staddur á Akureyri í gær. „Ég er auðvitað mjög ánægð- stjórnar væri að nokkru getið. Þessum vinnubrögðum mótmælir bæjarráð harðlega. Bæjarráð telur að samþykkt ríkisstjórnarinnar feli ekki í sér neina lausn á vanda Hita- veitu Akureyrar. ur yfir því að stjórn Byggðastofnun- ar skuli hafa samþykkt að hér rísi myndarlega bygging í miðbænum, sem verði stjórnsýslumiðstöð,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. „Nú er unnið að því að sem flest- ar opinberar stofnanir hafi hér sína fulltrúa eða útibú og afgreiðslu, svo sem Húsnæðisstofnun ríkisins og Lánasjóður íslenskra námsmanna. Ég vildi á sínum tíma að Byggða- stofnun yrði flutt norður en það fékk því miður ekki hljómgrunn. Ég er hins vegar ekki í vafa um að sú krafa ríður nú baggamuninn þannig að auðveldara var að vinna stjórnsýslumiðstöðinni fylgi vegna forsögunnar,“ sagði Halldór í gær. Stjórn Byggðastofnunar: Hús verður reist und- ir stjórnsýslumiðstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.