Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 frábæríjiilskylðBstaðiir og marglitl mannlíf Óvenjugóð aðstaða fyrir barnafjölskyldur, góðar sólarstrendur, fjörugt næturlíf og einhver bestu hótel sem hægt er að hugsa sér, hafa gert Alcudiaströndina á Mallorca að einum vinsælasta sumarleyfisstað í Evrópu. Meðan mamman og pabbinn sóla sig áhyggjulaus á hvítri ströndinni, versla eða kæla sig í tærum sjónum tekur Pjakkaklúbburinn til starfa. Barnafararstjóri Polaris fer með Pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarð- inn, stjórnar kastalabyggingum á ströndinni og hvað- eina. íslendingum gefst tækifæri á að njóta dvalar við Alcudiaflóann, hjarta Mallorca, á sérlega hagstæðu Polarisverði. Dæmi: 3 vikur og fjórir f 3. herbergja íbúð áDelSol kosta aðeins frá 30.600,- FrííÖ erpottþétfmðPolarís! FEfíDASKRIFSfOFAN POLAFUS Kirkjutorgi4 Sími622 011 X/y Ógnvekjandi dreifingaraðferð eftir Camillu Th. Hallgrímsson Sem foreldri er það siðferðileg skylda mín, að skýra frá atviki sem gerðist í New Orleans fyrir skömmu. Við vorum þar á skemmtigöngu nokkur saman,_öll félagar í Lions- hreyfingunni á íslandi, þegar maður nokkur vatt sér að okkur og rétti okkur dreifimiða með fyrirsögninni „Attention Parents" (foreldrar, tak- ið eftir). Sökum starfa okkar með Alþjóða Lionshreyfingunni höfum við kynnst ýmsu varðandi eiturlyfja- neyslu og eiturlyfjasölu — því Lions berst af alefli um allan heiminn gegn þessum voða. Sérstök áherzla verður lögð á forvarnarstörf — en allar leiðbeiningar til bama og ungl- inga hljóta að byija hjá foreldrum eða aðstandendum. Lionshreyfingin vinnur mikið og gott starf fyrir al- menning, en við sjálf hljótum að bera einhverja ábyrgð gagnvart nánasta skyldfólki og vinum, og sjálfum okkur. Þessi dreifimiði er viðvörun frá lögreglunni og um leið kynning á hræðilegum nýjum dreifingarhætti fíkniefna meðal æskufólks. Við ákváðum að taka þennan miða með heim til íslands, ljósrituð- um hann og dreifðum á nokkra Lionsfundi. Þá kom í ljós að Lions- menn, sem nýlega sátu námskeið í fíkniefnavörnum í New York, höfðu fengið svipaða viðvörunarmiða frá lögreglunni þar. Allir foreldrar og aðstandendur æskufólks og bama VERÐA og HAFA FULLAN RÉTT Á að frétta um þennan nýja óhugnað sem ógnar okkur öllum og börnum morgundagsins. Ég vona því innilega að Mbl. birti er hægt ad breyta innheimtu- adferdinni. Eftir þaö veröa viökomandi greiöslukorta reikning manaöarlega. SIMINN ER 691140 691141 LENI rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því ódýrari. Gerðu þinn eigin verðsamanburð, fr ■' y ELDHÚSRÚLLU? & SALERNISPAPPIR Camilla Th. Hallgrímsson þessa smágrein ásamt lauslegri þýðingu minni á dreifimiðanum frá New Orleans. Foreldrar - Varúð Lögregluyfirvöld hafa til- kynnt okkur nýja ógnvekjandi hættu í umhverfi okkar. Þetta er lítill hvítur pappírs- miði, sem á eru festar bláar stjörnur á stærð við blýants- strokleður. Hver stjama er hlaðin eitrinu LSD („sýru"). Unglingar líma á sig þessar „Bláu stjörnur" sem einskonar húðflúr (tattoo) — og þetta er selt um öll Bandaríkin. Hægt er að losa stjömurnar af miðanum og stinga þeim upp í sig. — LSD-eitrið síast einnig inn í líkamann einungis með því að handfjatla eða snerta mið- ann. Einnig fást mislitir sneplar, í skæmm litum, svipaðir frímerkjum, með myndum af Superman, trúðum, fiðrildum, Mikka mús og öðmm Walt Dis- ney-„persónum“. Þessum „frímerkjum“ er síðan pakkað í rauða smákassa með silfurlitum umbúðapappír. Þetta er sem sé ný aðferð til að selja ungum bömum „sým“ eða LSD. Ung börn gætu óvart fengið þennan „skrautvarning" í hend- ur og farið í vímu — sem gæti leitt til dauða. Einnig hefur skeð að ung böm hafa fengið gefíns hjá eldri börnum þessar myndir sem finnst eitthvað fyndið að sjá þau fara í vímu, eða frá öðmm sem em að koma kaupendum framtí- ðarinnar á bragðið. Rautt frímerki, kallað „Rauði pýramídinn" er líka í umferð — ásamt „Micro Punktum" í skrautlitum. Enn ein tegundin nefnist „Window pane“, glugga- rúðan, sem er með litlum opnanlegum „glugga" þar sem eitrið leynist. í öllu þessu leynast fíkniefni og eitur Foreldrar — varið bömin ykk- ar við þessu, og útskýrið hættuna af þessum skrautlegu eiturlyfjum. Ef þið eða bömin ykkar rek- ist á eitthvað af því sem hér hefur verið lýst þá handfjatlið það ekki. Þessi lyf eru mjög fljótvirk, og sum eru jafnvel blönduð baneitruðu „stryknini." Áhrifin lýsa sér sem of- skynjanir, krampakennd uppköst, geðsveiflur og breyttur líkamshiti. Farið strax í spítala eða slysavakt, með þann sem hef- ur komist í þessi eiturefni — og gerið lögreglunni viðvart, þegar í stað. Höfundur er verslunarmaður og aðstoðar-Lionessu-fulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.