Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Kosningabaráttan í Suður-Afríku: Umhverfis- málaráðherr- ann framdi sjálfsmorð Jóhannesarborg. Reuter. UMHVERFISMÁLARÁÐ- HERRA Suður-Afríku-stjórnar, John Wiley, fannst látinn á heimili sínu suður af Höfðaborg á sunnudag, og er talið víst, að hann hafi framið sjálfsmorð. Atburður þessi vakti mikla at- hygli í Suður-Afríku í gær, en flokkur ráðherrans, Þjóðar- flokkurinn, heyr nú erfiða baráttu fyrir kosningar hvíta minnihlutans 6. maí næstkom- andi. Lögreglan sagði, að málið væri enn til rannsóknar, þó að ekki væri talið, að um morð hefði verið að ræða. Wiley fannst látinn í rúmi sínu og hafði skotsár á höfði. Var hann með byssu í hendinni. Voru það eiginkona hans og sonur, sem fundu hann. Wiley, sem var sextugur að aldri og til hægri í suður-afrískum stjómmálum, var eini ráðherra ríkisstjómarinnar af enskuin uppr- una. Allir hinir eru af hollensku bergi brotnir. P. W. Botha forseti lýsti yfír harmi sínum vegna dauða Wileys og vottaði fjölskyldu hans hlut- tekningu. Öflugur lögregluvörður er um heimili hins látna. Wiley vann öruggan sigur í kosningunum 1981, en átti nú við ramman reip að draga, þar sem frambjóðandi Framfarasinnaða samveldisflokksins, John Scott, var. Þjóðarflokkurinn verður að til- nefna f'rambjóðanda í stað Wileys fyrir kvöldið, par sem framboðs- frestur rennur út á miðnætti 31. mars. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Ný stjórnarskrá samþykkt á Haiti Port-au-Prince, Reuter. AP. HAITI-búar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæði um helgina, en i henni er m. a. að finna ákvæði, sem útiloka stuðn- ingsmenn fyrrum einræðisherra, Francois og Jean-Claude Duvali- er, frá opinberum embættum næstu 10 árin. Anaise Chavanet, upplýsinga- málaráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þegar atkvæði höfðu verið talin í 215 af 1.496 kjördeild hefðu 99,81% kjósenda samþykkt stjórn- arskrftna. Engin stjórnarskrá hefur verið í gildi á Haiti frá því stjórn skipuð yfirmönnum í her landsins og óbreyttum borgurum tók við völd- um af Jean-Claude Devalier, sem flýði land 7. febrúar í fyrra. Samkvæmt hinni nýju stjórnar- skrá munu forseti og forsætisráð- herra deila völdum á Haiti og öll trúarbrögð eru leyfileg, þ.á.m. galdratrú, sem flestir landsmenn iðka en fyrrum stjórnarskrá bann- aði. TDraunakosningar í Sovétríkiunum Moskvu, AP. tM Nilde Iotti Ítalía: Reuter SOVÉZK yfirvöld tilkynntu um helgina að hinn 21. júní nk. yrði efnt til „takmarkaðra tilrauna- kosninga“ þar sem kjósendur gætu valið milli frambjóðenda til bæjar- og sveitastjórna. Kosningafyrirkomulagið virðist ganga lengra en það fyrirkomulag, Syartsýni á lausn stíómarkreppunnar Róm, Keuter. NILDE íotti, forseti Neðri deild- ar ítalska þjóðþingsins, hélt í gær áfram viðræðum sínum við Jeið- toga ítölsku stjórnmálaflok- kanna. Hún kvaðst samt verða æ svartsýnni á, að unnt yrði að leysa stjórnarkreppuna í landinu í bráð, en hún hefur nú staðið yfir í fjórar vikur. Iotti sagði, að sósíalistar og kristi- legir demókratar sýndu lítinn áhuga á að leysa ágreiningsefni sín. I gær ræddi hún m. a. við Giovanni Spa- dolini, leiðtoga Lýðveldisflokksins, en haft var eftir honum að þeim loknum, að hann væri „áhyggjufull- ur út af því, að sambandið milli stjórnmálaflokkanna væri nú orðið að nær engu.“ Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, fól Iotti „umboð til könnunarvið- ræðna" á föstudaginn var í því skyni að koma á sættum milli flokkanna. Markmið hans er að reyna að þurfa ekki að boða til þingkosninga að svo komnu. í síðustu viku hætti Giulio Andreotti tilraunum sínum til að endurnýja samsteypustjórn fráfarandi stjórnarflokka. Nilde Iotti er fyrsti kommúnist- inn, sem falið er að kanna, hvort unnt megi verða að koma á sam- vinnu milli stjórnmálaflokkanna. Hún nýtur virðingar sem reyndur stjórnmálamaður, en hún hefur se- tið á ítalska þinginu frá árinu 1946 og verið forseti neðri deildar þess síðan 1979. sem rætt var um á fundi miðstjóm- ar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í janúar sl., en hins vegar bendir ekkert til þess að flokkurinn sé að afsala sér því valdi að segja til um hvaða nöfn verða á kjörseðl- inum. Á janúarfundinum var samþykkt hugmynd Mikhails Gorbachev, aðal- ritara, um að sú almenna regla að félags- og flokksdeildafundir kysu um hvetjir yrðu frambjóðendur yrði tekin upp. Mikill ágreiningur var við þessa hugmynd leiðtogans. Tekið var rækilega fram í til- kynningum sovézku fréttastofunn- ar TASS að kosningamar 21. júní væru tilraunakosningar og er talið að það hafi verið málamiðlun til að sætta andstæðar fylkingar í flokkn- um. Sagt var að frambjóðendur yrðu fleiri en þau sæti, sem kosið yrði um og að kjósendur yrðu að strika yfir nöfn þeirra, sem þeir vildu ekki að næði kjöri. Frambjóðandi yrði að hljóta helming greiddra atkvæða til að ná kjöri. Að sögn TASS verða félags- fundir úti í hémðunum að leggja blessun sína yfir framboðslistann í viðkomandi umdæmi. Er ætlast til þess að breytingar á listanum yrðu gerðar í samráði við þá, sem stinga upp á frambjóðendunum. Moskva: Námskeiöiö fjallar um markaöskannanir og nota- gildi þeirra í allri ákvarðanatöku hjá framsýnum fyrirtækjum i dag. Lögö verður áhersla á að kynna hvernig hægt er að meta stööu fyrirtækja út frá ákveönum forsendum og taka ákvaröanir um stefnumótun í framtíðinni. Á námskeiðinu verður fjallað um eftirtalda þætti: öflun upplýsínga: Ufvinnsla upplýsinga: Notkun upplysinga: Úrtakskannanir, Flokkun upptýsinga. Tll aðEtoðar við Feritkannanír, Tolfraeðileg úrvinnSfa. ókvaröanaloku. Skoðanakannanlr. Kynnlng á níðurstððum. Scjúrnunarfélðg íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Þátttakendur Námskeióiö er ætlaö öllum þeim, er fást við sölu og markaósmál bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. Auk þess hentar námskeiöió vel þeim, er starfa aö hönnun, vöruþróun og markaös- setningu á nýjum vörutegundum. Leiöbeinendur Ágúst Agústsson,. markaðsstjóri Pólsins hf. og Christian Dam framkvæmdastjóri hjá Víkurvörur hf. Tímj og staður 9. april, kl. 9.00—17.00 að Ánanaustum 15, 3. hæö. Skipt um verði í banda- ríska sendiráðinu Washington, Reuter. Bandaríkjamenn tilkynntu í gær að nýir verðir úr bandaríska sjó- hernum yrðu sendir til að gæta bandaríska sendiráðsins í Moskiv í stað þeirra 28, sem þar eru nú. Þetta var ákveðið vegna þess að tveir verðir við sendiráðið í Moskvu hafa verið handteknir og sakaðir um njósnir. Phyllis Oakley, aðstoðartalsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði að verð- Pollard-málið: irnir yrðu kvaddir aftur til Banda- ríkjanna í lok apríl til að hjálpa til við rannsókn málsins. Hún sagði við blaðamenn að ekki hefði áður verið skipt um alla verði við sendiráðið í Moskvu á einu bretti. Oakley sagði að þeir yrðu kvaddir heim í öryggisskyni og ekki væri verið að gefa í skyn að verðirnir 28 hefðu brotið af sér. Ofurstisegir af sér í Israel Tel Aviv, AP. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, sagðist í dag álíta að afsögn ofursta í flug- her landsins, sem viðriðinn var njósnamál Jonathan Pollard, yrði til þess að bæta sambúðina við Bandaríkin. Ofurstinn, Aviem Sella, er sak- aður um að hafa ráðið Pollard, fyrrum starfsmann bandaríska flotans, til að njósna fyrir ísrael. Hann sagði af sér á sunnudag. Shamir fagnaði afsögn Sella og sagði hana eiga eftir að bæta andrúmsloftið og auðvelda að sambúðin verði með eðlilegum hæti. I afsagnarbréfi sínu minnt- ist Sella hvergi á Pollard-málið. Pollard var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í þágu ísraela. Njósnamálið hefur varpað skugga á sambúð ísraela og Bandaríkjamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.