Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 og fjölskyldum. Hluti af náminu felst í starfs- þjálfun á hinum ýmsu stofnunum. Námið er því bæði bóklegt og verk- legt og er samræmt að sama markmiðinu: Að gera nemandann hæfan í að beita faglegum aðferð- um til að hjálpa fólki við að nýta sér eigin möguleika til að ná rétti sínum, bæði gagnvart hinu opinbera og í einkamálum. Þetta á við beina upplýsingagjöf, fyrirgreiðslu, með- ferðarstarf, leiðsögn og fyrirbyggj- andi starf. Eftir grunnnám er hægt að afla sér sérhæfingar með framhalds- námi erlendis. Sem dæmi má nefna stjómunarstörf eins og mótun fé- lagsmálastefnu og starfsmanna- stjórnun, fjölskyldumeðferð og vinnu með einstaklingum. Starf félagsráðgjafa Er einhver þörf á félagsráðgjöf- um? Til hvers þarf langskólagengið fólk til að annast verk, búa til vandamál úr störfum sem hver fjöl- skylda vann sjálf hér áður fyrr? Við teljum að félagsráðgjafinn sé í fæstum tilvikum að búa til vanda- mál. Þvert á móti teljum við hann til margra hluta nytsamlegan. Sú þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag er öll önnur og miklu flóknari en hún var í „gamla daga“. Af því leiðir að skapast hefur þörf fyrir nýjar starfsgreinar, meðal annars umönnunar- og þjónustugreinar sem hafa tekið við stórum hluta af „Sú þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag er öll önnur og miklu f lóknari en hún var í „gamla daga“. Af því leiðir að skapast hefur þörf fyrir nýjar starfs- greinar, meðal annars umönnunar- og þjón- ustugreinar sem hafa tekið við stórum hluta af þeim störfum sem áður voru unnin inni á heimilunum.“ þeim störfum sem áður voru unnin inni á heimilunum. Að auki hefur uPPbygging þjóðfélags okkar verið á þann veg að ýmiss konar félags- leg þjónusta er nú réttur hvers einstaklings. Reynslan sýnir að ekki veitir af leiðsögn þeirra sem eru vel að sér í þeim málum (eins og fé- lagsráðgjafar eru eftir nám sitt), til að hver og einn fái það sem honum ber og hafi sem mesta möguleika á að lifa hamingjuríku lífi. Félagsráðgjafar starfa aðallega á heilbrigðis- og félagsmálasviði. Algengt er að þeir starfi við kennslu, starfs- og skólaráðgjöf, rannsóknir, stjórnsýslu og hjá at- vinnufyrirtækjum. Helstu stofnanir sem félagsráð- gjafar starfa á í dag eru: — Landspítalinn (geðdeildir, al- mennar deildir, kvennadeild, öldr- unar- og áfengisdeild). — Geðdeild barnaspítala Hringsins. — Borgarspítalinn (almennar deild- ir, geðdeild, öldrunardeild, endur- hæfingardeitd). — Landakotsspítali. — Háskóli íslands. — Kópavogshæli. — Svæðisstjórnir um málefni fatl- aðra. — Heyrnleysingjaskólinn. — Öskjuhlíðarskólinn. — Greiningarstöð ríkisins í Kjar- valshúsi. — Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skóla. — Skólar. — Félagsmálastofnanir. — Útideild unglinga. — Unglingaráðgjöfin. — Fjölskylduheimili fyrir unglinga, Búðargerði 9. — Afangastaðurinn Amtmannsstíg 5a. — Múlalundur. — Félagsmiðstöðvar fyrir ungl- inga. — Dagdeild Rauða kross Islands. — Reykjalundur. — Styrktarfélag vangefinna. — Örvi, verndaður vinnustaður Kópavogi. — Einkastofur. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er starfið afar fjölbreytt. Launarnál Undanfarið hefur verið mikið til umfjöllunar meðal hinna ýmsu upp- eldis- og umönnunarstétta hve störf þeirra eru illa metin í þjóðfélaginu í dag. Orsakirnar eru tvímælalaust að stórum hluta þær að þessar stétt- ir eru upp til hópa kvennastéttir. En inn í þetta hlýtur þó einnig að fléttast virkni stéttanna og barátta til að ná fram markmiðum sínum. Það ástand sem ríkir í launamál- um félagsráðgjafa getur haft víðtækar afleiðingar. I dag (26. mars 1987) eru grunnlaun félags- ráðgjafa 32.851 krónur. Hver er reiðubúinn til að leggja á sig 4'/2 árs háskólanám (þó áhugavert sé) fyrir jafn smánarleg laun og raun ber vitni? Við sem nemar á síðasta ári í félagsráðgjöf hljótum, með hliðsjón af launamálum, að spyija okkur þeirrar spurningar hvort við höfum „efni á“ að vinna sem fé- lagsráðgjafar. Nýjasti bíllinn frá Ford í Þýskalandi er uRiui Verð beinskiptur kr. 526.500. C77 QAA Verð sjálfskiptur kr. U * l iQvvi SvEINN EGILSSON HF Skeifunni 17. Simi 685100. Höfundar eru: Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ellý A. Þorsteins- dóttir, Hera Ósk Einarsdóttir, Kolbrún Ogmundsdóttir, Magda- lena Kjartansdóttir, Sigríður Anna Einarsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Steinunn Kristín Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svav- arsdóttir. Ráðstefna um benzó- díazepin RÁÐSTEFNA verður haldin mánudaginn 6. apríl nk. á vegum fyrirtækisins F. Hoff- mann-La Roche um benzódíazepin sem eru díaz- epam og skyld lyf. Á ráð- stefnunni verða fyrirlesarar bæði íslenskir og erlendir. Ráðstefnan verður á Hótel Sögu. I fréttatilkynningu segir að sjaldan hafi einn flokkur lyfja vakið jafn mikla athygli vísinda- manna, verið oftar til umræðu meðal lækna eða fengið meiri umfjöllun í fagtímaritum en ein- mitt bensódíasepín. Metsölublad á hverjum degi! Félagsráðgjöf - til hvers? eftir félagsráðgjafar- nema á síðasta ári við Háskóla Islands Tilefni þess að við skrifum þenn- an pistil er af tvennum toga spunnið. Annars vegar að við höfum orðið vör við að nokkuð virðist vera á reiki um hvað félagsráðgjöf snýst. Spumingar eins og hvað er félags- ráðgjöf, hvar vinna félagsráðgjafar og til hvers eru félagsráðgjafar, falla oft af vörum samferðamanna okkar. Hins vegar berum við ugg í brjósti gagnvart þeirri launastefnu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag og þá sér í lagi í garð félagsráðgjafa. Menntun félag’s- ráðgjafa Nám í félagsráðgjöf við Háskóla íslands hófst árið 1980. Fyrir þann tíma sóttu félagsráðgjafar menntun sína til annarra landa. Árið 1974 voru 11 félagsráðgjafar starfandi hér á landi en nú hafa u.þ.b. 125 starfsleyfi. Námið í háskólanum tekur a.m.k. 4 V2 ár. Því er þannig háttað að velja þarf á milli þriggja greina, félagsfræði, sálarfræði eða uppeldisfræði að viðbættum skyldu- námskeiðum í félagsráðgjöf (sjá eftirfarandi skýringarmynd). Félagsfræði Sálarfræði Uppeldisfræði 60 e. 60 e. 60 e. Félagsráðgjöf 30 e. BA-próf 90 e. Starfsréttindanám í félagsráögjöf 30 e. Alls 120 e. í skyldunámskeiðum félagsráð- gjafar er meðal annars lögð áhersla á kenningar og starfsaðferðir sem félagsráðgjöf byggir á, einnig sem þekking á hinum ýmsu starfsgrein- um er samþætt í hagnýtri beitingu (starfsþjálfun). Sem dæmi um efn- isþætti má nefna tryggingarlög- gjöfina, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, húsnæðis-, heilbrigðis-, vímuefna- og bamaverndarmál. Auk þessa er ýmsum þáttum lög- fræðinnar gerð nokkur skil, svo sem sifja- og erfðarétti, refsirétti og vinnurétti. Á síðasta ári námsins er Qallað sérstaklega um siðfræði félagsráðgjafar, kreppuvinnu, þ.e. að vinna með einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum, t.d. ástvinamissi eða skilnaði, og vinnu með hópum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.