Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 57
einn liti á menntun sína sem.einn mikilvægasta þátt lífsins. Samband Guðnýjar við systur sínar hefur mér alltaf fundist mjög sérstakt. Þær hafa alla tíð sýnt hver annarri mikla umhyggju og hlýju og heimili Bjargar, systur hennar, hefur jafnan staðið henni opið og þar var hún samfellt í tvö ár eftir að Elías lést, 1965. Elías var traustur maður og góður og mikill missir að honum. Ég tel barnabörnin hafa farið mikils á mis að fá ekki að kynnast afa sínum. Guðný var hjá Björgu, systur sinni, fyrstu árin eftir að Elías lést, en fór síðan aftur á heimili sitt við Framnesveginn og bjó þar þangað til á síðasta vori er hún fór á Elli- heimilið Grund. A liðnum árum hafa synimir fjór- ir farið sem oftast til hennar til að spila brids. Þeir reyndu að spila einu sinni í viku og það var alltaf tilhlökkunarefni hjá henni að fá að sjá alla og snúast svolítið í kring um þá. Margrét dóttir hennar hefur mörg undanfarin ár verið búsett í Stokkhólmi og saknaði Guðný hennar mikið og beið spennt eftir hveiju bréfi frá henni. Umhyggja hennar fyrir okkur öllum var slík að ef við reyndum að leyna hana einhverju óþægilegu eins og lasleika bamanna þá fann hún það á sér og hringdi'til að leita frétta. Fyrir hana sjálfa mátti lítið gera. Hún gerði engar kröfur til annarra fyrir sjálfa sig. Guðný var mjög stolt af börnum sínum. Þau voru henni allt. Þegar barnabörnin komu færði hún um- hyggju sína yfír á þau og fylgdist vel með öllu, sem þau tóku sér fyr- ir hendur, en tók nærri sér að geta ekki sinnt þeim eins og hana lang- aði til sökum heilsuleysis. Mikið er nú búið að pijóna af vettlingum og sokkum í gegnum árin. Fyrir alla hennar umhyggju og elsku vil ég þakka nú og bið henni guðs blessun- ar. Megi hún hvíla í friði. Inga Rósa Kveðja frá Kaupmannahöfn Ég veit ekki hvað ég á að segja eða gera, það eina sem ég get gert er að votta samúð mína. Það leita sífellt á mig spumingar af hveiju, af hveiju, af hveiju Tommi? Tommi sem okkur þótti öllum svo vænt um, þessi ungi og hrausti frændi, sem átti lífíð fram- undan. Hann sem var alltaf svo hress og kátur, kraftmikill og sjálf- stæður. Ég með þegar hann fæddist, hvað Sigrún var óhress með að hann var strákur en ekki stelpa, og ótal margar minningar ■ aðrar leita á hugann. Ég skil það ekki, að í þessu sama rúmi og ég vaknaði til lífsins á annan í jólum og hóf nýtt líf, þar lýkur Tommi sínu. Já, vegir guðs em órannsakanlegir. Við getum ekkert gert, ekkert annað en að reyna að vera sterk og hugsa um þær góðu minningar sem við eigum um Tomma. Við eram svo vanmáttug þegar svona kemur fyrir, við fyllumst alls- konar sjálfsásökunum, en það batnar ekkert við það. Við getum engu breytt nema sjálfum okkur, því við breytum ekki gangi lífsins heldur aðeins viðhorfí okkar til þess. Við höfum fengið áþreifanlega sönnun þess „að enginn ræður sínum næturstað" og því verður ekki breytt. Ég óska þess innilega að ykkur öllum takist með tímanum að sætta ykkur við orðinn hlut þó að það sé erfítt og að lífíð eigi eftir að veita ykkur ánægju í ókominni framtíð, þó að Tommi sé fallinn frá, því að við eigum svo margs að minnast. Ég set þessar línur á blað vegna þess að það er eina ráðið sem ég kann til að létta á mér og til að sýna samúð mína, því það er erfitt að vera langt í burtu á raunastund og ég á erfítt með að tjá tilfinning- ar mínar til ykkar á annan hátt. Megi minningin um góðan dreng lifa og góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Jón Ingi Sunnudagur 22. mars. Það var fallegur dagur, vor í lofti og fram- tíðin björt. Þá kom fréttin um MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 skyndilegt fráfall Tomma vinar okkar eins og þruma úr heiðskíra lofti. Við sitjum hér orðlausir og finnst erfitt að koma þeim tilfinn- ingum, sem búa í huga okkar og hjarta, á blað. Sorg, söknuður og vantrú skipt- ast á í huganum. Okkur fínnst erfitt að trúa því að þetta sé satt. Tommi var heima- kær vinur sem átti samhenta, lífsglaða og góða fjölskyldu. Það bar hann líka með sér því hann var óvenju kurteis og elskulegur í fram- komu. Á heimili Tomma vera okkur vinum hans alltaf tekið opnum örm- um eins og við væram hluti af fjölskyldunni. Tommi var sérstak- lega skapandi persóna og fjölhæfur. Áhugamálin voru ótrúlega margvís- leg. Hann var náttúraunnandi og dreif okkur oft með sér í ferðalög, stutt og löng, akandi og gangandi og þá nutum við góðs af þekkingu hans á ótrúlegustu sviðum. Hann var bókhneigður og mjög víðlesinn. Tónlist var eitt af áhugamálum Tomma og hann átti gott plötusafn sem við nutum góðs af þegar við komum í heimsókn til hans. Reynd- ar var hans tónlistarsmekkur ekki eins einhæfur og okkar. Hann hafði líka gaman af ljósmyndum og hafði ótvíræða hæfileika á því sviði. Við getum víst lengi haldið áfram að telja upp hæfileika Tomma, en það er ekki fyrir hæfileikana sem við metum Tomma mest, heldur fyrir það hvað hann var hjálpfús og góð- ur vinur í raun. Við hann gátum við rætt öll mál og mætt skilningi og áhuga. Við vinirnir og fjölskyldur okkar vottum foreldram, systkinum og öllum aðstandendum Tomma inni- lega samúð okkar. Við kveðjum kæran vin með þakklæti og virð- ingu. Blessuð sé minning um góðan vin. Logi, Oddur, Óli Þór, Víðir. Tómas bróðir minn er dáinn. Hvernig getur það gerst að ungur, heilbrigður maður, sem fundið hef- ur vettvang sinn í lífinu, sé kallaður fyrirvaralaust héðan? Það er ekki á mínu valdi að skýra það né skilja, heldur verð ég og aðrir ástvinir Tomma að læra að sætta okkur við orðinn hlut. Þótt Tommi sé farinn er hann alltaf hjá okkur í minning- unum, öllum þeim björtu og fallegu minningum, sem við eigum um hann; minningum um lítinn, skemmtilegan strák, sem alltaf rat- aði í ný og ný ævintýri, minningum um ungan, atorkusaman, fullþrosk- aðan mann. Hveijar sem minningamar era eiga þær eftir að ylja okkur ástvin- um hans um ófarinn veg. Þegar ég hugsa um þessi alltof fáu ár sem litla bróður mínum vora gefin fyllist ég stolti og gleði yfir öllu sem hann áorkaði og þeim ynd- islegu stundum sem við áttum saman. Einnig þeirri gleði og þeim góðu tímum sem hann gaf foreld- ram okkar og bróður. Nú kveð ég bróður minn með þeirri fullvissu að hann hafi verið kallaður burt frá okkur, sem hann elska, til annarra og mikilvægari starfa. Megi hann hvíla í friði og almátt- ugur guð vaka yfír honum. Sigrún Það var seinnipart sunnudagsins 22. mars, sem við bræðumir voram að dútla í bílskúmum, að faðir okk- ar kom og tilkynnti okkur að Tómas Kolbeinn væri allur. Dauðinn kemur alltaf á óvart, en í þetta sinn urðum við ekki bara orðlausir, heldur brá okkur illilega. Við stóðum nú frammi fyrir því almætti, sem okkur fannst taka sér of stóran toll í þetta sinn. Það er erfitt að trúa því að 22ja ára strákur, sem bæði var íþrótta- maður og stundaði útivera, skuli vera tekinn svona snemma frá okk- ur. En eitt er víst að nú er stórt skarð höggvið í fjölskylduhópinn, því Tommi var óhemju geðgóður og trygglyndur drengur. Þegar þessi orð era skrifuð hrannast minningarnar svo fljótt upp hjá okkur systkinunum, að við vitum ekki af hveiju við eigum að taka. Við höfum þekkt Tomma frá bamsaldri. Hann hefur verið kær- kominn gestur héma fyrir vestan alla tíð. Seinni árin var Tommi allt- af spurður á vorin hvenær hann kæmi vestur, hvort hann væri búinn að plana nýja gönguferð um Hom- strandir, eða hvort hann kæmi með okkur í sumarbústaðinn í Jökul- fjörðum. Þetta sýnir að enginn vildi vera án Tomma, og alltaf var hann tilbúinn að rétta út hjálparhönd hvort sem það var við að standsetja bátinn eða grafa skurði. En sú minning stendur þó hæst hversu geðgóður, félagslyndur og ósér- hlífinn hann ávallt var. En Tommi lifír áfram í minning- unni. Hún er hrein og tær, og ekkert fær varpað á hana skugga. Við leiðarlok þökkum við honum 57 vináttuna og samfylgdina. Foreldr- um hans, systkinum og öðram ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Við biðjum guð að veita þeim styrk í sorginni. Systkinin Miðstræti 7. „Hann Tommi er dáinn." Þessi frétt kom sem hnefahögg í andlitið. Við vitum að dauðinn sækir okkur öll einhvem tíma, en það er erfítt að sætta sig við að ungur og að því er virðist fullkomlega hraustur maður skuli vera hrifínn svona skyndilega á brott. Áleitnar spum- ingar vakna. Hvers vegna? Hver er tilgangurinn? Maður stendur máttvana frammi fyrir slíkum spumingum og fátt er um svör. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja frænda okkar, skólabróður og æskuvin og þakka honum liðnar samverastundir. Hann er nú horfinn burt úr okkar heimi og það er sárt að sjá á bak svo góðum dreng sem Tomma, en minning hans mun lifa og þeir sem trúa því að eitthvað taki við að lok- inni þessari jarðvist vita að Tommi er nú á góðum stað. Elsku Kaja, Haukur, Sigrún og Guðni, við vitum að missirinn er mikill, Tommi skilur eftir sig stórt skarð sem erfítt verður að fylla. Megi minningin um góðan dreng veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. I Unnur, Sverrir og Eiríkur. Minning: Guðný R. Jónas- dóttir frá Bakka Fædd 28. desember 1906 Dáin 22. mars 1987 Tengdamóðir mín, elskuleg, Guðný Rósa Jónasdóttir frá Bakka í Hnífsdal, er horfín sjónum okkar um sinn. Eins og endranær gerði dauðinn ekki boð á undan sér. Kall- ið kom óvænt. Slíkt er ástvinum þungbært, en blessun þeim sem héðan hverfa. Mig langar hér að leiðarlokum að minnast Guðnýjar með fáeinum orðum. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæpum þijátíu áram á heimili þeirra heiðurshjóna, Guðnýj- ar og Elíasar. Mér hafði verið boðið til hádegisverðar á sunnudegi. Guðný naut sín í ríkum mæli í hlut- verki húsfreyjunnar. Þar var hún í essinu sínu, hafði auðsjáanlega yndi af að láta fara sem bezt um fjöl- skyldu sína og gesti. Að gömlum sið þjónaði hún okkur til borðs með miklum myndarbrag. Guðný lét sér ætíð mjög annt um sitt fólk. Hringdi oftsinnis að spyija frétta og full- vissa sig um að öllum liði vel. Nú síðustu árin var hugur hennar mik- ið hjá einkadótturinni, Margréti, sem hefur um langt árabil verið búsett erlendis. Guðný beið þess með tilhlökkun að hún kæmi heim í vor, þakklát fyrir dvöl Margrétar hér síðastliðið sumar. Guðný var glæsileg kona og fríð sýnum. Dökkt hárið var þykkt og gerðarlegt. Hún var mjög vel eygð, augnaráðið hlýtt og oftlega brá fyrir glettni í brosi hennar. Greind var hún og víðlesin, fylgdist ætíð vel með í þjóðmálum líðandi stund- ar. Gaman var að spjalla við hana um stjórnmál, því hún hafði ákveðn- ar skoðanir. Hún var grandvör og trúuð. Guðný var kappsöm kona án þess þó að vera ýtin. Satt best að segja var hún laus við alla af- skiptasemi og vildi umfram allt láta sem minnst fyrir sér hafa. Á milli okkar fór aldrei styggðaryrði og engan skugga bar á vináttu okkar. Tel ég það mikla gæfu að hafa átt slíka tengdamóður. Með söknuði og trega kveð ég hana og þakka henni fyrir þær alltof fáu stundir sem við áttum saman. „Svo hvíl þá rótt á hinzta beði, þú holdsins duft, en andi þinn nú býr þar eilíft blómgast gleði og bjartur ljómar himinninn, hjá honum, sem kom ofan að með eilíft líf og gaf oss það. (N.F.S. Grundvig) Blessuð sé minning hennar. Ásthildur Móðursystir mín, Guðný Rósa Jónasdóttir frá Bakka í Hnífsdal, andaðist að morgni sunnudagsins 22. marz, síðastliðins, áttræð. Syst- ir hennar, Helga, ræddi við hana í síma fímmtudaginn 19. marz, en daginn eftir var Guðný flutt í sjúkrahús. Vegir Guðs era svo sann- arlega órannsakanlegir, þegar um líf og dauða er að ræða. Við hlýðum kallinu, þegar það kemur, í djúpri þögn. Guðný fæddist á Bakka í Hnífs- dal, 28. desember 1906. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Guðný Jónsdóttir og Jónas Þorvarðarson. Guðný eldri var ættuð frá Dýra- fírði, dóttir hjónanna Helgu Bjarnadóttur frá Felli og Jóns Bjarnasonar frá Rana í Núpsþorpi. Þau Helga og Jón vora ágætisfólk. Jón stundaði sjósókn og landbúnað af miklum dugnaði. Hann var smið- ur góður og mikill söngmaður. Helga var einnig dugnaðarforkur ög sístarfandi og hafði í mörg horn að líta. Þau Jón áttu 14 böm, en 10 þeirra komust til fullorðinsára. Uppeldi barnanna var annaálað. Önnur dóttir þeirra, Björg, giftist einnig til Hnífsdals og átti Valdi- mar Þorvarðarson, bróður Jónasar. Jónas fæddist á Bakka og ólst þar upp. Hann var sonur Þorvarðar Sigurðssonar frá Tungu við ísafjörð og eiginkonu hans, Elísabetar Kjartansdóttur frá Hrauni. Foreldr- ar Elísabetar áttu á sínum tíma stóran hluta Hnífsdals, en Elísabet og Þorvarður deildu honum síðan til bama sinna. Jónas fékk Bakka, Valdimar Heimabæ, Sigurður Stekkina, Kjartan Hraun og Krist- ján Fremri-Hnífsdal. Sesselja giftist ekki og bjó með bróður sínum á Bakka. Elísabet og Þorvarður misstu síðan einn son, á unga aldri. Allt þetta fólk var mikið dugnað- ar- og atorkufólk. Bræðurnir Jónas, Valdimar og Sigurður voru útvegs- menn og kaupmenn. Þeir verkuðu fisk og útgerð þeirra var mikil. Atvinnurekstur þeirra varð undir- staða uppbyggingar dalsins, en eins og frægt er orðið ól Hnífsdalur marga dugmestu fiskimenn okkar. Þeir áttu dijúgan þátt í sköpun efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinn- ar. Jónas og Guðný vora mikið sóma- fólk, sem orð fór af. Jónas var annálaður dugnaðarmaður og vel látinn, Guðný stjómaði stóra heim- ili með myndarskap, en þau höfðu bú á Bakka og fluttu mjólk daglega til ísafjarðar. Guðný og Jónas lögðu metnað sinn í menntun allra bama sinna, eins og kostur gafst, og stunduðu bömin nám bæði heima og erlendis. Þau eignuðust 7 böm. Þau misstu Kristjönu, dóttur sína, unga. Af hinum, sem eftir lifðu, var Elísabet elzt. Hún giftist Aðalsteini Pálssyni skipstjóra í Reykjavík. Þau era bæði látin. Helga giftist Bjarna Snæbjömssyni, lækni í Hafnarfírði. Bjami er einngi látinn, en Helga býr á heimili sínu í Hafnarfirði. Jónas stundaði verzlunarstörf í Hafnarfirði, en dó á bezta aldri. Bjami var kaupmaður og síðar skrifstofumaður. Hann er nú látinn og var hann kvæntur Svöfu Har- aldsdóttur, sem lifír hann. Björg er tannsmiður og býr í Hafnarfírði. Yngst var svo Guðný, sem við minn- umst nú í þessari grein. Eins og áður hefur verið sagt stóðu dugmiklir og sterkir stofnar að Guðnýju, enda var hún vel til lífsins búin. Hún var falleg, tiguleg, vel gefín og glöð stúlka, augasteinn föður síns. Hún lærði hjúkran og vann fyrst á Vífílsstöðum en fór síðan til Isafjarðar og starfaði við sjúkrahúsið þar. Það gerði hún til þess að geta sinnt föður sínum, sem hafði mjaðmarbrotnað og þurfti á hjálp hennar að halda. Hún starfaði við sjúkrahúsið í nokkur ár, en árið 1937 giftist hún Elíasi Ingimars- syni, sem einnig var frá Hnífsdal. Elías var sonur hjónanna Halldóra Halldórsdóttur og Ingimars Bjama- sonar í Hnífsdal og hann átti 5 systkini og allt var þetta ágætisfólk og vel gefíð. Tveir bræðranna urðu frægir fískveiðiskipstjórar, þeir Bjarni og Halldór. Ungu hjónin hófu búskap á Bakka og tók ég þátt í brúðkaupi þeirra. Þá var ég ellefu ára. Ég var síðan hjá þeim í þijú sumur og leið mér vel þar. Ég á góðar minningar frá þeim tíma. Arið 1945 fluttu þau síðan til Skagastrandar er Elías varð framkvæmdastjóri Sfldarverk- smiðja ríkisins þar, sem þá voru nýbyggðar. Svo fór þó, að síldin brást og eftir nokkur ár fluttust þau til Akureyrar. Elías var þar við fískmatsstörf en seinna frystihús- stjóri við nýreist frystihús Utgerð- arfélags Akureyrar. 1961 fluttu þau til Reykjavíkur. Elías starfaði síðustu árin hjá sænsk-íslenska frystihúsinu. Hann andaðist 1963, aðeins 63 ára að aldri. Guðný og Elías áttu miklu bama- láni að fagna, en böm þeirra era: Jónas, prófessor, nú aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Hann er kvæntur Ásthildi Erlingsdóttur, lektor, og þau eiga tvö börn. Halldór Ingimar, prófessor, kvæntur Björgu Cortes Stefánsdóttur. Þau eiga þrjú böm. Þorvarður, skólstjóri Verzlunar- skóla íslands, kvæntur Ingu Sigur- steinsdóttur. Þau eiga fjögur böm. Elías Bjami, yfírverkfræðingur hjá Landsvirkjun, kvæntur Rannveigu Egilsdóttur. Þau eiga Qögur böm. Yngst er dóttirin Margrét, sem er listamaður og býr í Svíþjóð. Á miðjum aldri veiktist Guðný og átti sá sjúkdómur eftir að fylgja henni og hijá hana í lengri og skemmri tíma upp frá því, en hún tók því með æðraleysi og stillingu eins og henni var lagið. Gengin er góð kona, sem helgaði líf sitt eiginmanni og bömum, enda uppskar hún laun sín í ríkum mæli. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.