Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. 'Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Skoðanakannanir sýna nýja stöðu Skoðanakannanir, sem gerðar voru nú um helg- ina, sýna ótrúlega mikinn stuðning við Borgaraflokkinn. Af þeim má ráða, að sú ákvörðun Alberts Guðmunds- sonar að stofna nýjan stjórn- málaflokk eigi hljómgrunn hjá fólki úr öllum flokkum. Verði úrslit kosninga í samræmi við þessar fyrstu athuganir á við- horfum almennings eftir að. Albert yfirgefur sinn gamla flokk kunna til dæmis tveir flokksformenn að liggja í valnum, þeir Jón Baldvin . Hannibalsson í Reykjavík og Steingrímur Hermannsson í Reykjaneskjördæmi. Færu kosningar á þann veg, að hvorugur þeirra næði kjöri vegna framboðs Alberts Guð- mundssonar væri um meiri tíðindi að ræða í uppgjöri íslenskra stjórnmálamanna en við höfum áður kynnst. Hvað sem þessu líður er ljóst, að Borgaraflokkurinn tekur mest fylgi frá Sjálfstæð- isflokknum. Átökin verða harkalegust milli þeirra, sem sitja eftir í Sjálfstæðisflokkn- um, og hinna, sem fara í fótspor Alberts og stíga yfir flokksmörkin inn í annan flokk, Borgaraflokkinn. Enn er ekki ljóst hvaða málefni Borgaraflokkurinn ætlar að setja á oddinn. Raun- ar skal það dregið í efa, þegar litið er yfir framboðslista flokksins, að það verði auð- velt fyrir flokkinn að samein- ast um eina og skýra málefnalega stefnuskrá á þeim tíma, sem er til stefnu fram að kosningum. Forkólf- um flokksins þykir það kannski ekkert miður, að málum sé þannig háttað. Oll- um er ljóst, að Borgaraflokk- urinn er orðinn til í kringum persónu Alberts Guðmunds- ssonar. Hefði flokkurinn látið sér nægja að bjóða fram í Reykjavík, hinu gamla kjör- dæmi Alberts, hefði tæplega verið gerð krafa til þess, að hann setti sér annað markmið en að koma leiðtoga sínum á þing. Borgaraflokkurinn sæk- ir á hinn bóginn fram um allt land; Albert er ekki í kjöri nema í Reykjavík; flokkurinn kemst ekki undan þeirri kröfu, að hann setji fram stefnu í þeim málum, sem hæst ber inn á við og út á við. Úrslit kannananna, sem gerðar voru um helgina, sýna, að almenningur telur sig ekki þurfa miklar upplýsingar um stjórnmálaflokk, þegar lýst er yfir stuðningi við hann. Það virðist nægja, að menn viti, hver er einn frammámanna í flokknum. Stjórnmálabarátt- an er ætíð að verða persónu- bundnari. Með einfaldari og hraðari fjölmiðlun er slegið á aðra strengi en hina málefna- legu; menn eru settir í fyrir- rúm. Með hliðsjón af deilunni um athafnir Alberts Guð- mundssonar og afsögn hans úr embætti iðnaðarráðherra og þeim undirtektum, sem flokkur hans hlýtur í skoðana- könnunum nú, má spyija, hvort almenningur telji, að það beri frekar að verðlauna Albert en áminna hann. Hvaða vísbending felst í því til annarra stjórnmálamanna? Er verið að veita þeim öllum jafn víðtækt umboð? Eða er Albert að uppskera áralangt starf sem fyrirgreiðslupólitík- us? Hvernig fer, ef aðrir stjórnmálamenn feta í fótspor hans til að ávinna sér lýðhylli? Spurningar af þessu tagi hljóta að vakna, þegar hugað er að þeirri staðreynd, að allt í einu er kominn fram á völl- inn stjórnmálaflokkur, sem skákar Sjálfstæðisflokknum í þéttbýlustu kjördæmunum, eftir að sjálfstæðismenn hafa tekist á um þær siðferðiskröf- ur, sem gera á til stjórn- málamanna. Allir stjórnmálaflokkar hljóta að líta í eigin barm vegna þessara síðustu talna. Trúnaðarmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa komið saman til funda undanfarna daga. Þar hefur ríkt mikil eindrægni og stuðningur við formann flokksins. Hugur almennings sýnist stangast á við þann einhug — eða breytist and- rúmsloftið, þegar málin hafa skýrst og verið reifuð frekar? Fyrstu tölur um nýja flokka segja sjaldan allan sannleik- ann; þær eru á hinn bóginn alvarleg vísbending, sem hlýt- ur að setja mark sitt á stjórn- málabaráttuna næstu vikur. Sjálfstæðar varn- ir Evrópuríkja SÚ hugmynd að ríki Evrópu móti sameiginlega og sjálfstæða stefnu varðandi hefðbundinn herafla og kjarnorkuvígbúnað nýtur nú vaxandi fylgis. Hug- mynd þessi er engan veginn ný eða áður óþekkt en Reykjavíkur- fundur leiðtoga stórveldanna breytti viðhorfi ráðamanna í Vestur-Evrópu. Þar munaði minnstu að samið yrði um stór- fellda fækkun kjarnorkuvopna án samráðs við aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins. Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, hefur, að þvi er best verður séð, fallist á tillögu Reagans Bandaríkjaforseta um „núllausn- ina“ svonefndu varðandi meðal- drægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu. Bjartsýnismenn hafa sagt að samkomulag um útrým- ingu þeirra verði undirritað á þessu ári. Ný staða er kominn upp i vígbúnaðarmálum og Ieið- togar ríkja Vestur-Evrópu eru uggandi um sinn hag. Fyrir skömmu ákváðu varnar- málaráðherrar Frakklands og Bretlands að hafa aukið samráð um hefðbundnar vamir og kjarn- orkuvígbúnað. Francois Mitterrand Frakklandsforseti bauð Helmut Schmidt, fyrrum kanslara Vestur- Þýskalands, til fundar í forsetahöll- inni þar sem varnir Evrópu vom helsta umræðuefnið. Og þann 16. þessa mánaðar lýsti Sir Geoffrey Howe því yfir að Evrópuríkin ættu tilkall til aukinna áhrifa innan Atl- antshafsbandalagsins. Sagði hann þetta einkum eiga við um stefnu bandalagsins í varnarmálum. Samhljóða mat Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, sagði nýlega á fundi með sendiherr- um aðildarríkja Evrópubandalags- ins í Bonn að ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands, og Vestur-Þýskalands væru sammála um að Evrópuríkin stæðu frammi fyrir nýjum vanda á sviði vamarmála. Genscher kvað fulla einingu ríkja um mat þetta. Minnti hann á ummæli Sir Geof- freys Howe, utanríkisráðherra Bretlands, sem hvatti til þess á dögunum að ríki Evrópu settu fram skýrari og gleggri hugmyndir um eigin varnir. Howe kvaðst telja að aukið sjálfstæði Evrópuríkja myndi í raun styrkja innviði Atlantshafs- bandalagsins auk þess sem unnt yrði að treysta stöðu Evrópu gagn- vart Bandaríkjunum á þennan hátt. „Ef sjónarmið Evrópuríkja eiga að koma fram í samningaviðræðum stórveldanna, verðum við að ræða þau og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar þess er kostur,“ sagði Howe. Frakkar og Vestur-Þjóðvetjar hafa um nokkurt skeið lagt áherslu á varnarsamstarf og sameiginlega stefnumótun. Nú hafa Bretar og Frakkar tekið að ræða varnir sín á milli. Varnarmálaráðherrar ríkjanna, þeir André Giraud og George Younger, hafa ákveðið að hefja samstarf og samráð á þessum vettvangi. Samvinna Frakka og Breta er tilkomin vegna þess að bæði ríkin ráða yfir kjarnorkuvopn- um. Ef stórveldin ná samkomulagi um „núllausnina“ og taka síðan að ræða helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna munu ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands sæta vax- andi þrýstingi um að skera niður eigin kjarnorkuherafla. Bretar ráða yfir 16 Polaris kafbátum sem geta borið kjarnorkuflaugar. Flugskeyt- in koma hins vegar frá Banda- ríkjunum. Sagt er að Margaret Thatcher hafi lýst áhyggjum sínum sökum þessa við Mitterrand Frakk- landsforseta skömmu eftir að niðurstöður Reykjavíkurfundarins lágu fyrir. Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands. Ótti Evrópuríkja Stjórnir aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu óttast að valdhafar í Bandaríkjunum muni í framtíðinni skera niður viðbúnað Bandaríkjahers í Evrópu og fækka hermönnum þar. Uggur þeirra er tilkominn vegna hugsanlegs sam- komulags risaveldanna um útrým- ingu meðaldrægra kjamorkuflauga á meginlandinu. Ef stórveldin ná samkomulagi um Evrópuflaugamar mun ný staða óhjákvæmilega skap- ast. Ráðamenn í Evrópu óttast að valdhafar í Bandaríkjunum komi til með að leiða hjá sér öryggishags- muni ríkjanna á meginlandi Evrópu ef breyting verður á vígstöðu aust- urs og vesturs. Sir Geoffrey Howe sagði á dögunum að menn yrðu að vera á varðbergi gagnvart „sveifl- um“ í Bandaríkjunum sem gætu orðið til þess að ógna öryggis- hagsmunum ríkja Vestur-Evrópu. Howe sagði þetta ekki vera aðsteðj- andi vanda en taldi ráðlegt að huga að því sem framtíðin kynni að bera í skauti sér. Marg'aret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, fór í síðustu viku á fund þeirra Mitterrands Frakk- landsforseta og Helmuts Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Við- ræðurnar voru liður í undirbúningi fyrir Moskvuför hennar. Hún hvatti til þess að vestræn ríki sýndu var- færni í viðræðum við Sovétmenn. Thatcher benti á að mikilvægi skammdrægra kjarnorkuflauga, efnavopna og hefðbundins herafla Um síðustu helgi sótti Margaret Thatcher, fortsætisráðherra Bretlands, Francois Mitterrand Frakklands- forseta heim. Frakkar og Bretar óttast að þeir muni sæta þrýstingi vegna eigin kjarnorkuherafla ef afvopnunarviðræður stórveldanna bera árangur. Flugskeyti og mannafli | NATO-ríki || ] [ [| Varsjárbandalagsríki Herafli IMATO í Evrópu Fjöldi Herafli bandarískra viðkomandi hermanna * lands " Belgía 3.325 91.428 Bretland 29.458 32.3800 Danmörk 394 *** 29.525 Frakkland 0 557.493 V-Þýskaland 246.852 485.800 Grikkland 3.488 209.000 ísland 3.091 0 Ítalía 15.082 387.800 Lúxemborg 0 690 Holland 3.072 105.134 Noregur 223 37.300 Portúgal 1.630 68.252 Spánn 9.136 320.000 Tyrkland 4.923 654.375 Bandariskir sjóliðar Miðjarðarhaf Norðursjór Eystrasalt 23.892 * frá 31. des. 1986 ** frá 1. júli 1986 *** þar af 324 menn á Grænlandi Meðaldrægar kjarnorku- flaugar f Evrópu BANDARÍKIN - NATO Síðla árs Nú 1986 Belgía 16stýriflaugar 32 stýrifl. Bretiand 96 stýriflaugar 64 stýrifl. Ítalía 80 stýrlflaugar 32 stýrifl. Holland 0 stýriflaugar 48 stýrifl. V-Þýskaland 16stýriflaugar 80 stýrifl. 108 Pershing II 0 SOVÉTRÍKIN SS-20s 270 flaugar í Evrópuhluta Sovétríkjanna * 171 flaugíAsíuhluta Sovétríkjanna * SAMTALS:441 flaug SS-4s 112 flaugar í Evrópuhluta Sovétríkjanna ** * 243 að sögn Sovétmanna * SS-20s-flaugar munu koma i stað þeirra Heimildir: Bandaríska varnarmálaráöuneytið og Alþjóölega herfræðistofnunin Sovétmanna myndi aukast til muna ef gáleysislega yrði að málum stað- ið. Herafli Bandaríkjastjómar vegna varna Evrópu er talinn vera 350.000 menn. Ef hluti þeirra yrði yrði kallaður á brott yrðu hermenn Evrópuríkja að taka við starfi þeirra. Það myndi reynast flókið verk og æði kostnaðarsamt. Her Frakka telur 296.000 menn og stjórnvöld þar myndu tæpast reyn- ast reiðubúin til að beina öllum þeim mannafla að vörnum Evrópu. Þá hafa Frakkar og Vestur-Þjóð- veijar á að skipa varaliði sem telur alls um eina milljón manna. Þær sveitir myndu þó tæpast geta kom- ið í stað þrautþjálfaðra bandarískra hermanna. Örðugleikar Vert er að benda á að á sjöunda og áttunda áratugnum juku Evr- ópuríkin framlög til varnarmála en á undanförnum ámm hefur verið dregið úr útgjöldum til þessa mála- flokks. Svo virðist sem ekki sé vilji til að snúa þessari þróun við. Einhliða brottflutningur banda- rískra hermanna og sjálfstæðar varnir Evrópuríkja myndi leiða af sér áður óþekkt vandamál. Í fyrsta lagi er ekki ljóst hver ætti að stýra varnarsamstarfi þessara ríkja. Þá vaknar einnig sú spuming hvernig unnt yrði að standa straum af kostnaði vegna smíði kjamorku- vopna, sem ætlað væri að fæla austantjaldsríkin frá árás með hefð- bundnum vopnabúnaði. Frakkar ráða yfir þeirri tækniþekkingu sem nauðsynleg er en Vestur-Þjóðveijar búa við traustastan efnahag Evró- puríkja. Hvomgt ríkið er reiðubúið til að lúta stjórn hins eða varpa þjóðlegum einkennum fyrir róða í nafni einingar. Þá er þess að geta að Vestur-Þjóðveijum er sam- kvæmt gildandi samningum bannað að ráða yfir eigin kjarnorkuvopnum. Brot gegn þeim ákvæðum myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér. Talið er, að Sovét- menn myndu einfaldlega ekki líða það að Vestur-Þjóðvetjar kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Önnur Evr- ópuríki tækju það óstinnt upp og tilraunir Vestur-Þjóðverja til að treysta samskiptin við austantjalds- ríkin, einkum á viðskiptasviðinu, yrðu að engu. Hans Dietrich Genscher hefur hvatt til samstöðu um tillögu Jacqu- es Chirac, forsætisráðherra Frakk- lands, varðandi sameiginlega öryggismálastefnu Evrópuríkja. Hann telur að á þann hátt megi móta sameiginlega afstöðu til um- fangs og uppbyggingar hefðbund- ins herafla og kjarnorkuvígbúnaðar í Evrópu. Síðan yrðu gerðar áætlan- ir um samstarf Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada í því skyni að tryggja öryggi vestrænna ríkja og treysta þar með friðinn. Genscher telur að viðræður um tak- mörkun vígbúnaðar hafi leitt í ljós nauðsyn þess að Evrópuríkin geti fylgst með því að austantjaldsríkin virði gerða samninga. Einungis er unnt að fylgjast með umsvifum herafla Sovétmanna og banda- manna þeirra með gervihnöttum. Upplýsingar um þetta koma nú frá bandarískum gervihnöttum. Bretar hafa í hyggju að skjóta njósna- hnetti á loft. En einn hnöttur kemur að takmörkuðum notum. Evrópu- ríkin munu þurfa á mörgum slíkum að halda ef þau hyggjast fylgjast með því sem fram fer austan jámtj- aldsins. Margaret Thatcher hefur einnig tekið undir þetta sjónarmið og ítrekað lagt áherslu á mikilvægi eftirlits. Vestur-Evrópusam- bandið Hugmyndin um varnarsamstarf Evrópuríkja er ekki ný af nálinni. Sú skoðun virðist hins vegar ríkjandi að nú sé tími til kominn að móta sameiginlega stefnu í ljósi breyttra viðhorfa stórveldanna til afvopnunarmála. Frakkar hafa einkum hvatt til samstarfs á þessu sviði. Hans Dietrich Genscher hefur sagt að ríkjum Evrópu beri að verða við ákalli Bandaríkjastjórnar um að styrkja innviði Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu í stað þess að hvert ríki þess skari eld að eigin köku. Líklegt er að samstarf þetta fari fram á vettvangi Vestur-Evrópu- sambandsins (Western European Uninon), ef af því verður. Bretland, Frakkland, Vestur-Þýskaland, ít- alía og Benelúx-löndin stofnuðu Vestur-Evrópusambandið á sínum tíma og var því ætlað að tryggja sameigjnlegar varnir aðildarríkj- anna. Starfsemi þess var nánast engin frá árinu 1957 til 1985 þegar það var endurlífgað fyrir tilstilli Frakka. Þeir Geoffrey Howe, Hans Dietrich Genscher og Jacques Chirac hafa allir hvatt til þess ný- lega að tekin verði upp samvinna að nýju á vettvangi Vestur-Evrópu- samþandsins. Portúgalir hafa þegar sótt um inngöngu og ríkisstjórnir Spánar og Noregs hafa sýnt áhuga. Þegar hefur verið ákveðið að utanríkis- og varnarmálaráðherrar Vestur-Evrópusambandsins komi saman til tveggja daga fundar í Lúxembúrg 27. og 28. apríl. Ekki er búist við að til tíðinda dragi á þeim fundi. Sambandsríkin munu vafalaust forðast ályktanir sem gætu orðið til þess að styggja Bandaríkjastjórn . Líklegt er að í fyrstu muni Evr- ópuríkin freista þess að efla eigin samstöðu. Þegar er tekið að örla á þessu og hafa Frakkar og Vestur- Þjóðveijar rætt um að standa sameiginlega að smíði nýrrar og mjög fullkominnar þyrlu svo dæmi sé tekið. Akall ráðamanna um sam- stöðu er tímanna tákn en ekki verður séð að Evrópuríkin standi frammi fyrir raunverulegum og aðkallandi vanda á sviði öryggis- mála. Á hinn bóginn virðast áhyggjur ráðamanna réttlætanleg- ar og kann því að reynast hyggilegt að treysta stöðu Evrópuríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Hún verður best tryggð með samstöðu. Á.Sv. tók saman. Hæstiréttur; • • Onnur skemma Lang- eyrar hf. verður að vílga HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli sem Hafnarfjarð- arbær höfðaði gegu Langeyri hf., en bærinn krafðist þess að útgerðarfélagið fjarlægði tvær skemmur af lóð bæjarins við Heijólfsgötu, en til vara að önnur skemman yrði fjarlægð. Hæstiréttur kvað upp þann dóm að Laiigeyri hf. bæri að fjar- lægja aðra skemmuna, en í héraði hafði fyrirtækinu verið gert að fjarlægja þær báðar. Skemmurnar í Hafnarfirði sem bæjaryfirvöld og Langeyri hf. deildu um. Morgunblaðið/EmarFalur I greinargerð Hafnarfjarðar- bæjar sagði að veitt hafi verið tímabundin heimild fyrir birgða- skemmunum með samþykki bæjarstjórnar árið 1955 og hafi þær mátt standa til 15 ára. Sá tími hafi runnið út árið 1970, en þá hafi eiganda borið að fjarlægja þær á sinn kostnað. Ekki sé til að dreifa gildum lóðarleigusamn- ingi né heimild fyrir mannvirkjun- um. Skipulag bæjarins geri ráð fyrir því að aðkomuleið að bænum liggi um svæðið og það verði nýtt sem opið svæði til útivistar. Lang- eyri hf. krafðist sýknu af þessum kröfum bæjarins. Bærinn gaf út tvo lóðarleigu- samninga um sama landið, þann fyrri árið 1920, en þann síðari árið 1956. Sá eldri var ótímabund- inn erfðafestusamningur og vildi Langeyri hf. byggja á honum, en síðari samningurinn var tímabund- inn og var það sá sem Hafnarfjarð- arbær vísaði til í greinargerð sinni. Þá studdi Langeyri hf. sýknukröfu sína með því, að tekið hafi verið fram í síðari samningnum að fjar- lægja skyldi mannvirki þegar bærinn þyrfti á lóðinni að halda, en vegarlagning sé ekki á næsta leiti. Síðari samningurinn hafi ve- rið gerður í heimildarleysi, þar sem erfðafestusamningurinn hafi aldr- ei verið gefinn upp. Síðari samn- ingurinn sé því markleysa. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fallast bæri á kröfu Hafnarfjarðarbæjar um að báðar skemmurnar skyldu fjarlægðar, enda hafi verið ákvæði í síðari samningnum um að svo skyldi verða ef bærinn þyrfti lóðina. Það skipti ekki máli í þessu sambandi að Langeyri hf. hefði einnig öðlast fyrir framsal meintan rétt annars fyrirtækis til lóðar þeirra sem skemmurnar stæðu á. Hæstiréttur hefur nú komist að nokkuð annarri niðurstöðu en hér- aðsdómur, eða að önnur skemman skuli ijarlægð. Byggir dómurinn þá niðurstöðu sína á því, að með síðari samningnum hafi ekki verið hægt að þrengja rétt hlutafélags- ins sem átti þann rétt samkvæmt erfðafestubréfinu. Önnur skem- man standi að öllu leyti á erfða- festulandinu, en Hafnarfjarðarbær hafi ekki lýst sig reiðubúinn til að leysa til sín landið. Væri því ekki sannað að skilyrði það sem sett var fyrir byggingu skemmunnar, þ.e. að hún skyldi fjarlægð ef bærinn þyrfti landið, væri full- nægt. Yrði krafa bæjarins því ekki tekin til greina varðandi þá skemmu. Um síðari skemmuna segir að hún sé að hluta til reist á því landi sem síðari samningurinn náði til, en þar segir að lóðin sé leigð til 15 ára. Kaupstaðurinn gæti tekið landið til sín aftur að þeim tíma liðnum án endurgjalds. Því bæri Langeyri hf. að fjarlægja þessa skemmu innan fjögurra mánaða frá birtingu dóms, að viðurlögðum 5 þúsund króna dagsektum. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Guðrún Erlendsdóttir og Þór Vilhjálmsson. Loðnu- veiðum að ljúka LOÐNUVERTÍÐINNI er nú að ljúka og aðeins tvö skip eru enn að veiðum. Dagfari ÞH á eftir um 2.500 lestir og er reiknað með að hann ljúki veiðum i vik- unni. Keflvíkingur KE er einnig á veið- um, en á aðeins eftir einn túr. Þá er fyrirhugað að Hilmir SU taki einn farm af loðnu fyrir Stokkfísk á Laugum, en þar er mögur loðna notuð í hunda- og kattamat. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, var Grindvíkingur GK með 500 lestir á föstudag. Á laugardag var Dagfari ÞH með 500 lestir og Keflvíkingur KE með 450. Engin afli fékkst á sunnudag og síðdegis á mánudag hafði enn ekki verið til- kynnt um afla til Loðnunefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.