Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Kjaftagangur Eg verð að segja alveg einsog er að mér finnst lenging inn- lendu dagskrárinnar hjá ríkissjón- varpinu hafa orðið í skjóli málskrafs. Tökum sem dæmi menningarþáttinn Geisla. Ég fæ ekki betur séð en að sá þáttur sé hægt og bítandi að breytast í einskonar saumaklúbb þar sem stjómendumir sitja á notalegum stólum og spyija fulltrúa hinna ýmsu listgreina um blessaða listina lon og don. Þannig hóuðu þeir Sigurður Hróarsson og Bjöm Br. Bjömsson í nokkur ung ljóðskáld — menn geta svosem kallað sig skáld á fyrstii bók mín vegna — og spurðu þessarar klassísku spumingar: Hvað fínnst þér um hefðbundinn skáldskap, góði? Stjömuþáttur ríkissjónvarpsins, I takt við tímann, er líka á leið inní saumaklúbbshringinn að því er mér sýnist, en þó er enn reynt að bjóða þar uppá kynningu á ýmsum þáttum þjóðlífsins, sem er vissulega lofsvert, en lítið er nú um frumsamið efni hjá ríkissjónvarpinu og virðist leikara- stéttin nánast útlæg hjá stofnuninni. í síðasta Geislaþætti var þó boðið uppá eitt frumlegt atriði; heimsókn- ina í bakhúsið við Lindargötu, þar sem Hrafn Gunnlaugsson, yfírmaður innlendrar dagskrárgerðar ríkissjón- varpsins og kvikmyndagerðarmaður, er að hanna viðamikla leikmynd fyr- ir nýjustu kvikmynd sína sem nú er í burðarliðnum. Ræddi Bjöm við leik- myndahönnuðinn og búningameist- arann Karl Júlíusson á vinnustaðn- um. Það var mikið að mennimir fengu að fara útúr húsi með mynda- vélamar, en það er ekki sama Jón og séra Jón! Dagskrárstjórar Stöðvar 2 fikra sig áfram með dagskrárgerðina og freista þess að feta nýjar slóðir. Þannig var splunkunýr þáttur á dag- skrá stöðvarinnar síðastliðið sunnu- dagskvöld um bíla. Umsjónarmenn þessa nýja þáttar em Ari Amórsson og Sighvatur Blöndahl. í fyrsta þætt- inum prófuðu þeir Chevrolet Monza. Er ég þeirrar skoðunar, eftir að hafa rýnt bíladóminn, að slíkir dómar eigi fremur heima í dagblöðum, þar sem menn geta í ró og næði gaumgæft umsögn dómarans. Hins vegar fínnst mér mjög við hæfí að hafa í þætti sem þessum kynningu á nýmælum bílaiðnaðarins og svo mætti bera svolítið saman bíla í svipuðum verð- flokki. Hér má hvergi spara grafíska kynningu til dæmis á einstökum hlut- um bílsins og ýmsum tölulegum upplýsingum. Þá kviknar sú hug- mynd hvort ekki væri upplagt að kenna sjónvarpsáhorfendum að gera við bíla og gæti Stöð 2 unnið slíka þætti í samvinnu við bókaút- gáfufyrirtæki er gæfi út viðgerða- handbók. Mestu máli skiptir að brydda uppá nýjungum í dagskrár- gerðinni í stað þess að lengja stöðugt innlendu dagskrána í krafti mál- skrafs líkt og gerist nú á ríkissjón- varpinu; eða hafíði fylgst með bömunum á flótta útúr sjónvarps- stofunni þegar hann Stulii tekur að teygja lopann í Stundinni? Menn gefa vart á kjaftinn lengur án þess að fræðingamir séu ekki teknir að hringja út um borg og bý að kanna „fylgið" og svo glampa tölumar á sjónvarpsskerminum. í fyrrakveld hringdi kurteis kona í undirritaðan og tjáði honum að hann heyrði til „úrtaki" er var valið af Lundúnaháskóla og Háskóla íslands að svara spumingum um fslensk stjómmál — ja, fínt skal það vera. Fyrstu spumingamar voru svona venjulegar hálfvitaspumingar einsog hver væri fjármálaráðherra og yfír- maður Hagstofunnar, en svo var allt í einu farið að spyrja um Albert. Þá skellti ég á. Eru engin takmörk fyrir því hvað þetta lið fær að hnýsast í stjómmálaskoðanir okkar er heima sitjum — ég bara spyr? Ólafur M. Jóhannesson Persónunjósnir Ríkissj ónvarpið: Svarti turninn - fimmti þáttur ■ Fimmti og næst 35 síðasti OA35 síðasti þáttur Svarta tumsins er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndaflokkur þessi er gerður eftir sakamála- sögu P. D. James. í þessum þætti þrengist hringurinn enn í markvissri leit Adams Dalgliesh lögregluforingja að morðingjanum á heilsu- hælinu. ^■■■i í bamaútvarp- 1 £20 inu síðdegis í -L O dag verður fjall- að um bömin og sjónvarp- ið. Hve mikið horfa böm á sjónvarp og hvaða áhrif getur mikið sjónvarpsgláp Svarti tuminn, finunti þátt- haft á andlegt og líkamlegt ur, er á dagskrá sjónvarps heilbrigði þeirra? Hefur það í kvöld. áhrif á námið — hvað segja Rás 1: Börnin og sjónvarpið kennarar, sálfræðingar og félagsráðgjafar, og hvað segja bömin sjálf? Stjóm- andi Bamaútvarps er Kristín Helgadóttir en henni til aðstoðar em Ing- un Ósk Ólafsdóttir 11 ára og Þórúlfur Beck Krist- jónsson 12 ára. /á UTVARP 0 ÞRIÐJUDAGUR 31. mars 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guöni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25. 7.55 og 8.25. Guö- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tiikynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guörónu Helgadóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir byrjar lestur- inn. 9.20 Morguntrimm. Lesiö úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartardóttir. 14.00 Miödegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. Indriöi G. Þorsteins- son skráði. Sigriöur Schiöth les (27). 14.30 Tónlistarmaöur vikunn- ar. Herb Albert. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin — Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. Sinfónía nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Johannes Brahms. Fílharmóníusveitin i Vínar- borg leikur: Sir John Barbi- rolli stjórnar. 17.40 Torgiö — Neytenda- og umhverfismál. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgiö, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.35 Menntun og stjórnmál. Páll Skúlason flytur síðara erindi sitt. 20.00 Framboðsfundur 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 36. sálm. 22.30 Leikrit: „Staldraö við“ eftir Úlf Hjörvar Leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Leikendur: Jóhann Siguröarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Þröstur Leó Gunnarsson, Jón Sigur- björnsson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Þóra Friöriks- dóttir, Rósa Guöný Þórsdóttir, Ragnheiöur Tryggvadóttir og Karl Guö- mundsson. (Endurtekiö frá fimmtudagskvöldi.) 23.10 Schönbergkvöld i Ás- kirkju 12. mars sl. Síöari hluti. Kammersveit Reykjavíkur leikur Serenööu op. 24 eftir Arnold Schön- SJÓNVARP 4Ck TF ÞRIÐJUDAGUR 31. mars 18.00 Villi spæta og vinir hans. Ellefti þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýöandi Ragnar Ólafsson. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey. Átjándi þáttur. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suðurhafseyju. Þýöandi Gunnar Þorsteins- son. 18.60 íslenskt mál. 18. þáttur um myndhverf orötök. Um- sjón: Helgi J. Halldórsson. 19.00 Sómafólk — (George and Mildred). 21. Lifibrauö og leyndarmál. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýö- andi Ólöf Pétursdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guömundur Bjarni Haröar- son og Ragnar Halldórsson. 20.00Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Svarti turninn. (The Black Tower). Fimmti þátt- ur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum, geröur eftir sakamálasögu P.D. James. Roy Marsden leikur Adam Dalgliesh lögregluforingja. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 21.30 i kvöldkaffi. Edda Andr- ésdóttir og Sonja B. Jóns- dóttir taka á móti gestum og halda uppi samræöum viö kaffiboröiö. Stjórn: Örn Haröarson. 22.15 Vestræn veröld. (Triumph of the West). 4. Krossinn og hálfmáninn. Nýr heimildamyndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC). Fjallaö er um' sögu og einkenni vestrænnar menningar og útbreiðslu hennar um alla heimsbyggðina. Umsjónar- maöur er John Roberts sagnfræöingur. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. 1 STOÐ-2 ÞRIÐJUDAGUR 31. mars § 17.00 Uppp meö gráu frúna (Gray Lady Down). Bandarísk kvikmynd meö Charlton Heston, David Carradine, Stacey Keach og Ned Beatty í aöalhlutverk- um. Kjamorkukafbáturinn Neptune er illa skemmdur eftir árekstur og er fastur neðansjávar. Björgunaraö- geröir eru örvæningarfullt kapphlaup við tímann, því súrefnisbirgðir nægja ein- ungis í 48 tíma. §18.30 Myndrokk. 18.50 Fréttahornið. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaður Sverrir Guöjónsson. 19.05 Hardy gengið. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir 20.00 í návígi. Yfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón fréttamanna Stöövar 2. 20.40 Matreiðslumeistar- inn. Á matseli Ara Garðars Georgssonar að þessu sinni eru marineraðir kjúklingar og Ijúffeng bananaterta f eftirrétt. j 21.10 Lokatilboðiö (Final Offer). Á tímum átaka á vinnumarkaöinum er for- vitnilegt aö skyggnast að tjaldabaki og sjá hvað fer raunverulega fram við samningaviöræöur. Um þaö fjallar þessi kanadíska, leikna heimildarmynd. Leik- stjóri myndarinnar er Vestur-fslendingurinn Sturia Gunnarsson. Verkalýösfé- lag bílaiðnaöarmanna í Norður-Ameríku hefur ávallt verið í fararbroddi hvaö varðar gerð hagstæðra samninga um kaup og kjör. Árið 1984 sauö upp úr þeg- ar General Motors ákvaö aö afnema veröbætur á laun og Kanadamenn sögu sig úr félagi viö starfsbræður sína í Bandaríkjunum. Fylgst er meö harösnúnum verka- lýösleiötoga Kanadamanna og þeim samningum sem honum tókst að knýja i gegn. 5 22.40 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karisson. 00.10 Heimsmeistarinn aö tafli. Sjötta og síðasta skák- in milli heimsmeistarans Kasparovs og unga breska skáksnillingsins Nigels Short. 00.35 Dagskráriok. berg. Paul Zukofsky stjórn- ar. Sigurður Einarsson kynnir og ræöir viö flytjend- 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til morguns. & ÞRIÐJUDAGUR 31. mars 00.10 Næturútvarp. 6.00 I bítiö. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veöri, færö og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsáriö. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Tónlistarget- raun, óskalög yngstu hlust- endanna og breiðskífa vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög viö vinnuna og spjallar viö hlustendur. Afmæliskveöj- ur, bréf frá hlustendum o.fl., o.fl. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Mar- grét Blöndal. Siödegisút- varp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Nú er lag. Gunnar Salv- arsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Þátturinn veröur endurtekinn aöfaranótt fimmtudags kl. 02.00.) 21.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægur- tónlist. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi.) 22.05 Visnaþáttur. Herdis Hallvarösdóttir sér um þátt- inn. 23.00 Viö rúmstokkinn. Guö- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. 02.00 Tilbrigöi. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. (Endurtekinn frá laugar- degi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK REYKJAVÍK AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallaö um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og i nærsveitum. 989 BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 31. mars 07.00—09.00 Á fætur meö Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur litur yfir blööin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveöjur, matarupp- skriftir og spjall viö hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla viö fólk og segja frá. Flóamarkaöurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar siödegispoppiö og spjall- ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Forstjóra- popp eftir kl. 15. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir ! Reykjavík síödeg- is. Asta leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lögin. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriöjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi leg tónlist og fréttatengt efni ! umsjá Bjarna Vestman fréttamanns. Fréttir kl. 23.00.QL 24.00-07. 00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. Tónlist og upplýsing- ar um veður og flugsam- göngur. Fréttir kl. 03.00. ALFA Kriattlef ét*arp«iM4. FM 102,9 ÞRIÐJUDGUR 31. mars 8.00 Morgunstund: Guös orö og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur meö lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.