Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 23 SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. Afkomendur fyrstu vestur- faranna koma til Islands RÚMLEGA níutiu manna hópur vestur íslendinga er væntanlegur til landsins á föstudaginn langa. Þetta eru afkomendur fyrstu íslensku landnemanna í Vesturheimi sem fóru frá Eyrabakka árið 1870 og árin þar á eftir og settust að á Washington-eyju í Wisconsin. Forsaga þessa máls er að á síðasta ári fór sr. Kolbeinn Þorleifs- son í boði frænda sinna til Wash- ington-eyjUj til að rifja upp tengsl þeirra við Island. Þá var tekin sú ákvörðun að efna til ferðar hingað. Að sögn Sr. Kolbeins verða í hópnum afkomendur landnema sem ættaðir eru af Eyrarbakka, úr Mýrdal og frá Brú á Jökuldal. For- ystumaður hópsins, sem fór til Washington-eyju árið 1870, var Jón Gíslason, sonur Gísla ísleifssonar prests í Kálfholti og með honum fór frá Stóru Háeyri á Eyrarbakka, Guðmundur Guðmundsson. Guð- mundur giftist konu frá Mundakoti á Eyrarbakka, Guðrúnu Ingvars- dóttur. Það er Ted Jéssen, afkom- andi þessara hjóna og Árna Guðmundssonar frá Litla Hrauni, sem er aðal forgöngumaður i þess- ari ferð til íslands. Stærsti hluti þessa fólks hefur ekki komið til íslands áður því þessi byggð varð utangátta í þjóðræknis- starfi íslendinga þegar meirihluti vesturfara flutti síðar til Kanada. Þetta fólk óskar eftir því að þeir sem vilja telja til frændsemi við það gefi sig fram við Sr. Kolbein Þor- leifsson. Auk þeirra ætta sem hér hafa verið taldar upp eru í hópnum af- komendur Hannesar Sigurðssonar, frá Litlu Háeyri, Jóns Þórhallsson- ar, kirkjusmiðs á Stokkseyri, bræðranna Kristófers Einarssonar og Ólafs frá Steig í Mýrdal og Kára Bjömssonar úr Mýrdal. Frá Jökuldal koma afkomendur Gunn- laugs Jónssonar frá Brú og systkin- anna Odds Magnússonar og Magnínu Jakobínu Jakobsdóttur sem einnig er ættuð úr S.-Þingeyja- sýslu. Þá koma úr Húnaþingi afkomendur Jónadabs Grímssonar Líndals að ógleymdum nokkrum afkomendum Gunnars Gunnarsson- ar og Margrétar Jónsdóttur frá Eyrarbakka, en kunnasti afkom- andi þeirra á eynni er Roger Gunnarsson sem rekur minjagripa- verslu á Washington-eyju. Unga f ólkið og möppudýrin eftir Jóhannes Bender Komandi kynslóðir ungs fólks munu ekki láta bjóða sér endalaus fjárútlát vegna ýmissa draumaverk- efna stjómmálamanna. Stjómmála- mönnum framtíðarinnar verður ekki leyft að ausa fjármagni í óarð- bær fyrirtæki, því þannig veðsetja þeir framtíð ungs fólks hjá erlend- um bankastjórum, þar sem yfirleitt virðist þurfa erlent lánsfé til upp- byggingar slíks. En hveiju skila þessi fyrirtæki? Borga þau lánin? Reynsla liðinna ára sýnir að flestir þessara draum- óra fljóta á niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Hugsun nokkurra stjómmála- manna virðist vera sú að þeir fái fleiri atkvæði ef þeir koma upp ríkisfyrirtæki í kjördæminu, á þeirri forsendu að þeir stuðli að aukinni atvinnuuppbyggingu á staðnum. Þetta er að vissu leyti rétt, en þó ekki alveg. Hver kannast t.d. ekki við graskögglaverksmiðjur, stein- ullarverksmiðju og saltverksmiðju? I raun og vem eru þetta bara góð- verk á kostnað okkar skattborgar- anna. Á réttri leið I tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið unnið, undir forystu fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, að sölu ríkisfyrirtækja. Nokkur fyrir- tæki hafa verið seld, þar má nefna Sigló síld á Siglufirði, sem var seld í hendur heimamanna og Lands- smiðjuna í Reykjavík, sem seld var í hendur starfsmanna. Einnig hafa verið seld hlutabréf í Eimskipafé- laginu, Iðnaðarbankanum og Flugleiðum. En betur má ef duga skal. Gmndvallarhugsjón Sjálfstæðis- flokksins er, að einstaklingum sé best treystandi hvort heldur er í atvinnurekstri eða einkalífi. Við sjálfstæðismenn teljum því óeðlilegt að fyrirtækjum úti um hinar dreifðu byggðir landsins sé stjómað af mis- vitmm embættismönnum í Reykjavík en ekki heimamönnum. Hvað skal gert? Nú liggur beinast við að selja alla ríkisbankana, en nú fyrir skömmu var stigið skref í þá átt með lögum um Útvegsbanka ís- lands. Einnig þarf að selja: 1. Skipaútgerð ríkisins, en hundr- uðum milljóna hefur verið mokað í það fyrirtæki vegna taprekstrar. 2. Ferðaskrifstofu ríkisins þar sem það er ekki hlutverk ríkissjóðs að reka gistihús og selja landanum utanlandsferðir. 3. Áburðarverksmiðju ríkisins, sem er einokunarfyrirtæki og hefur gert bændum erfitt fyrir um kaup á nægum áburði vegna óeðlilegrar verðlagningar, en höfuðorsök henn- ar er slæmur spamaður. 4. Allar graskögglaverksmiðjur í hendur heimamanna eða leggja þær niður, þar sem þær em í óeðlilegri samkeppni við einkareknu verk- smiðjumar, þar á ég við að ríkis- verksmiðjurnar lifa allar á ríkis- sjóði. 5. Rás 2, þar sem einkastöðvam- ar hafa tekið við hlutverki hennar. Hugsanlega mætti bjóða út stöðina með þeirri aðstöðu og þeim skyldum sem á henni em, þannig að allir landsmenn fái notið þeirrar dag- skrár sem hún býður upp á. Hvert er hlutverk ríkisins? Er það ekki komið út fyrir sitt verksvið þegar það stendur í atvinnurekstri? Við þurfum jú alltaf einhver ríkisumsvif, þar sem einstaklingur- inn treystir sér ekki til að taka að sér framkvæmdir. En við megum ekki gera einstaklingnum ókleift að spreyta sig á þeim sviðum né öðmm. Breyta þarf lögum um ríkis- fyrirtækin þannig að þau fái eðli- lega samkeppni en sitji ekki ein að hitunni. Atvinnufrelsi — einstakling'sfrelsi Forsenda einstaklingsfrelsis er atvinnufrelsi. Til að við getum náð þessu tvennu verður að þrífast at- vinnurekstur óháður ríkinu. Það er því ekki hlutverk löggjafans að tor- velda uppbyggingu atvinnulífs. Við getum aldrei náð fullu frelsi ef við ætlum ríkinu sífellt að hlaupa undir bagga með óarðbæmm fyrirtækjum hvað þá ef ríkið stofnar slík fyrir- tæki. Það er hlutverk eigenda og stjómenda fyrirtækjanna að haga rekstri sinnar framleiðslu þannig að neytendum líki verð og gæði og þeir fái umbun fyrir sitt verk. Sá eðlilegi hvati virðist ekki vera til í ríkisgeiranum, þar sem hugsunar- hátturinn virðist vera að ríkið reddi þessu bara ef dæmið gengur ekki upp. Ríkisfyrirtæki em yfirleitt einok- unarfyrirtæki, sem lifa í skjóli þess að ekkert annað líkt þeirra fram- leiðslu sé í boði, þannig að neytend- ur verði að versla við þá, enda verðlagningin stundum svolítið skrítin. Stefna stjórn- málaflokkanna Hver er stefna stjómmálaflokk- anna í þessum málum? Alþýðubandalag og Kvennalisti: Eg kýs að taka þessa tvo lista sam- an hér vegna þess að málflutningur 'þeirra er nærri sá sami. Þessir tveir listar treysta ríkinu betur en ein- staklingnum í atvinnulífinu. Besta dæmið er, að við afgreiðslu nýrra útvarpslaga greiddu þeir báðir at- kvæði gegn frumvarpinu. Það er einmitt hlutverk þessara flokka að vera á móti einkaframtakinu og veija kerfið. Álþýðuflokkurinn: Málflutningur þeirra alþýðuflokksmanna byggist mest upp á ríkisafskiptum, að minnsta kosti lagafrumvörpin og þingsályktanimar. Þingmenn floks- ins fluttu tillögur á síðasta þingi sem hljóðuðu upp á 500 milljón króna aukafjárveitingar. Þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja frjálst útvarp. Reynslan af þeim flokki sýnir að hann er í raun og veru kerfisflokkur. Einnig eru flestir frambjóðendur flokksins starfandi hjá ríkinu en ekki á hinum almenna vinnumarkaði, þar af leið- andi veija þeir sífellt ríkisgeirann. Framsóknarflokkurinn: Stefna framsóknarmanna fer eftir því með hveijum þeir eru í stjóm. Þegar þeir em í vinstri stjóm blessa þeir ríkisafskiptin, en þegar þeir em í stjóm með Sjálfstæðisflokknum reyna þeir hvað þeir geta að halda í kerfið, með misjöfnum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn: Stefna Sjálfstæðisflokksins er sú að þau fyrirtæki sem hægt er að reka af einstaklingum skuli vera rekin af þeim. Það kemur skýrt fram í lands- fundaryfirlýsingum 27. landsfundar flokksins 1987. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur látið verkin tala í núver- andi ríkisstjóm, eins og minnst var á hér að framan. Breyting-ar — hvers vegna? Forsenda þess að ríkið geti sinnt þeirri þjónustu, sem því ber, er að eitthvert íjármagn sé til skiptanna. Þeir peningar eiga fyrst og fremst að fara í að tryggja að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu sé tryggð mannsæmandi afkoma. Við þurfum að leggja meiri rækt við að byggja upp mannúðarþjóðfélag og varpa frá okkur kunningjaþjóð- félaginu, þar sem markmið og hlutverk ríkisins er jafn óskýrt og raun er. Mikilvægur þáttur í þessu er að ríkið gangi út úr rekstri at- vinnufyrirtækja. Við höfum fylgt stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þessum efnum í tíð núverandi ríkisstjómar. Við er- um á réttri leið, en eigum langt ófarið. Höldum áfram á leið skyn- seminnar, á leið fjarri framsóknar- og kerfismennsku vinstri flokk- anna. Þannig vegnar okkur best. Reykjavík 20. mars 1987. Höfundur er nemandi í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Vio eigum fyrirliggjandi "1| hinn vinsæla J J FORD FIESTA m 346.200.- Verð frá kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.