Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 7 LOKATILBOÐIÐ KL 21:10 (Final Offer). Á timum átaka á vinnumarkaðinum er forvitni- legt að skyggnast að tjaldbaki og sjá hvað fer raunverulega fram við samningaviðræður. Leikstjóri myndarinnar er Vest- ur-íslendingurinn Sturla innBCS&QIL (Perfect Strangers). Banda- riskur gamanþá ttur. 3:20 Mlðvlkudagur BURNETTOQ DOMII\IGO (Burnett “discovers“ Domingo). Tveir heimsfrægir listamenn, leik- og söngkonan Carrol Bur- nett og tenórinn Placido Domingo leiða saman hesta sina iléttum skemmtiþætti. Ltóí* Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn fœrA þú hjá Helmlllstœkjum Heimilistæki hl Uppboð hjá Sot- heby’s í London: Málverk eftir Finn seldistekki MÁLVERK eftir Finn Jónsson, „Á sjó“, var meðal 120 málverka á uppboði hjá Sotheby’s í London miðvikudaginn 25. mars síðast- liðinn. Verkin voru öll máluð af norrænum listamönnum á árun- um 1880 til 1930. Verkið seldist ekki, en það er 81,5 x 98 cm og var metið á 3 til 5000 £ eða um 188.220 til 313.700 ísl. krónur í söluskrá. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Sotheby’s er talið að verkið hafí ekki selst vegna þess Á sjó eftir Finn Jónsson. að nafn listamannsins er lítið þekkt í Bretlandi. Þrátt fyrir að margir hafí sýnt myndinni áhuga hefði enginn boðið í hana. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort málverkið verði boðið upp á ný. Hátt í 300 manns sækja um starf hjá Hljóðvarpi hf. Fyrstu útsendingar „í loftiðu í maí HÁTT í 300 manns hafa sótt um hin ýmsu störf hjá Hljóðvarpi hf., nýrri utvarpsstöð, sem áætlar að hefja útsendingar allan sólar- hringinn, dag hvern, í maí-mánuði. Auglýst hefur verið eftir fram- kvæmdasijóra, fjármálastjóra, Árekstur í Kjós HARÐUR árekstur varð við Hvammsvík í Kjós í gær, en meiðsli á fólki voru lítil. Áreksturinn varð skömmu eftir kl. 11 í gærmorgun. Tveir bílar, sendibíll og flutningabíll sem dró kerru, skullu saman. Við árekstur- inn kastaðist flutningabíllinn út af veginum. Báðir bílamir skemmdust mikið, en ökumenn þeirra sluppu með skrámur. auglýsingastjóra, markaðsstjóra, fréttastjóra, fréttamönnum, tæknimönnum og dagskrárgerðar- fólki. „Umsækjendur koma úr öllum áttum og ætlum við að tryggja okkur að kjarni dagskrár- innar verði í höndum þeirra, sem fengist hafa við slíkt áður,“ sagði einn af forsvarsmönnum Hljóð- varps hf., í samtali við Morgun- blaðið. Nýja útvarpsstöðin hefur fengið leiguhúsnæði í nýlegu og óinnréttuðu húsnæði að Sigtúni 7, sem er í eigu Blikksmiðju Breiðfjörðs, og er nú þegar farið að innrétta húsnæðið með tilliti til útvarpsrekstursins. Búið er að festa kaup á öllum tækjabúnaði frá Bretlandi og munu breskir sér- fræðingar koma til landsins til að setja hann upp. Beðið er eftir stað- festingu á afhendingartíma tækjanna sem varðar miklu varðandi mannar- áðningar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Nýja fyrirtækið er hlutafélagsfyr- irtæki, í eigu Ólafs Laufdal, Þorgeirs Ástvaldssonar, Jóns Axels Ólafsson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og fyrir- tækisins Ljósra punkta. í gær var hafíst handa við að skipuleggja dag- skrá nýju stöðvarinnar sem verður að yflrbragði létt afþreyingardag- skrá, 24 tíma á sólarhring. Búið er að semja við STEF um afnot af tón- list og eru nú þegar komnar hátt í 700 hljómplötur í safnið. Fest hafa verið kaup á tveggja kW sendi, sem komið verður fyrir á Vatn- senda og er hann jafn sterkur og sendir Bylgjunnar. Fyrst um sinn mun nýja útvarpsstöðin ná til suð- vesturlands og síðar er stefnt að meiri útbreiðslu. Þrjú tilboð hafa borist í Tónabíó ÞRJÚ tilboð hafa borist í Tónabíó, sem verið hefur í eigu fimm kvik- myndahúsa síðan í september siðastliðinn. Háskólabíó, Stjörnubíó, Laugarásbíó, Austur- bæjarbíó og Hafnarbíó sameinuð- ust um að kaupa Tónabíó fyrir um það bil hálfu ári síðan af Tón- listarfélaginu, sem rak Tónabíó áður. Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabíós, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um hugsanlegt kaupverð. „Við keyptum kvikmyndahúsið á sínum tíma til að fjárfesta og það lá alltaf í augum uppi að það yrði selt aftur. Salan nú er spuming um fjárfestingu, sem byggist á kaupum og sölum." Friðbert sagði að kvikmyndaum- boð fylgdi ekki með í sölunni. Þessa dagana væri verið að ræða við þá aðila, sem boðið hefðu í húseignina um hugsanleg kaup. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu keypti Ámi Samúelsson, forstjóri Bíóhallarinnar, Austurbæj- arbíó fyrr á árinu og um leið eignað- ist hann einn fimmta hlut í Tónabíói. Ámi tekur við Austurbæjarbíói á morgun, miðvikudag. Forseti íslands til Finnlands FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fór til Finnlands í gær og mun dvelja þar til 5. april í einkaerindum. Forsetinn flytur á morgun, 1. apríl, fyrirlestur í Finnlandiahús- inu í Helsinki um samstöðu Norðurlandanna sem menningar- heildar. Þá mun forsetinn fylgja úr hlaði ritröð íslendingasagna á finnsku, en fyrsta bindið kemur út 2. apríl í tilefni af heimsókn forsetans sem ritað hefur formála fyrir útgáfunni. í fylgd með henni verður Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.