Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 7

Morgunblaðið - 31.03.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 7 LOKATILBOÐIÐ KL 21:10 (Final Offer). Á timum átaka á vinnumarkaðinum er forvitni- legt að skyggnast að tjaldbaki og sjá hvað fer raunverulega fram við samningaviðræður. Leikstjóri myndarinnar er Vest- ur-íslendingurinn Sturla innBCS&QIL (Perfect Strangers). Banda- riskur gamanþá ttur. 3:20 Mlðvlkudagur BURNETTOQ DOMII\IGO (Burnett “discovers“ Domingo). Tveir heimsfrægir listamenn, leik- og söngkonan Carrol Bur- nett og tenórinn Placido Domingo leiða saman hesta sina iléttum skemmtiþætti. Ltóí* Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lyklllnn fœrA þú hjá Helmlllstœkjum Heimilistæki hl Uppboð hjá Sot- heby’s í London: Málverk eftir Finn seldistekki MÁLVERK eftir Finn Jónsson, „Á sjó“, var meðal 120 málverka á uppboði hjá Sotheby’s í London miðvikudaginn 25. mars síðast- liðinn. Verkin voru öll máluð af norrænum listamönnum á árun- um 1880 til 1930. Verkið seldist ekki, en það er 81,5 x 98 cm og var metið á 3 til 5000 £ eða um 188.220 til 313.700 ísl. krónur í söluskrá. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Sotheby’s er talið að verkið hafí ekki selst vegna þess Á sjó eftir Finn Jónsson. að nafn listamannsins er lítið þekkt í Bretlandi. Þrátt fyrir að margir hafí sýnt myndinni áhuga hefði enginn boðið í hana. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort málverkið verði boðið upp á ný. Hátt í 300 manns sækja um starf hjá Hljóðvarpi hf. Fyrstu útsendingar „í loftiðu í maí HÁTT í 300 manns hafa sótt um hin ýmsu störf hjá Hljóðvarpi hf., nýrri utvarpsstöð, sem áætlar að hefja útsendingar allan sólar- hringinn, dag hvern, í maí-mánuði. Auglýst hefur verið eftir fram- kvæmdasijóra, fjármálastjóra, Árekstur í Kjós HARÐUR árekstur varð við Hvammsvík í Kjós í gær, en meiðsli á fólki voru lítil. Áreksturinn varð skömmu eftir kl. 11 í gærmorgun. Tveir bílar, sendibíll og flutningabíll sem dró kerru, skullu saman. Við árekstur- inn kastaðist flutningabíllinn út af veginum. Báðir bílamir skemmdust mikið, en ökumenn þeirra sluppu með skrámur. auglýsingastjóra, markaðsstjóra, fréttastjóra, fréttamönnum, tæknimönnum og dagskrárgerðar- fólki. „Umsækjendur koma úr öllum áttum og ætlum við að tryggja okkur að kjarni dagskrár- innar verði í höndum þeirra, sem fengist hafa við slíkt áður,“ sagði einn af forsvarsmönnum Hljóð- varps hf., í samtali við Morgun- blaðið. Nýja útvarpsstöðin hefur fengið leiguhúsnæði í nýlegu og óinnréttuðu húsnæði að Sigtúni 7, sem er í eigu Blikksmiðju Breiðfjörðs, og er nú þegar farið að innrétta húsnæðið með tilliti til útvarpsrekstursins. Búið er að festa kaup á öllum tækjabúnaði frá Bretlandi og munu breskir sér- fræðingar koma til landsins til að setja hann upp. Beðið er eftir stað- festingu á afhendingartíma tækjanna sem varðar miklu varðandi mannar- áðningar, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Nýja fyrirtækið er hlutafélagsfyr- irtæki, í eigu Ólafs Laufdal, Þorgeirs Ástvaldssonar, Jóns Axels Ólafsson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og fyrir- tækisins Ljósra punkta. í gær var hafíst handa við að skipuleggja dag- skrá nýju stöðvarinnar sem verður að yflrbragði létt afþreyingardag- skrá, 24 tíma á sólarhring. Búið er að semja við STEF um afnot af tón- list og eru nú þegar komnar hátt í 700 hljómplötur í safnið. Fest hafa verið kaup á tveggja kW sendi, sem komið verður fyrir á Vatn- senda og er hann jafn sterkur og sendir Bylgjunnar. Fyrst um sinn mun nýja útvarpsstöðin ná til suð- vesturlands og síðar er stefnt að meiri útbreiðslu. Þrjú tilboð hafa borist í Tónabíó ÞRJÚ tilboð hafa borist í Tónabíó, sem verið hefur í eigu fimm kvik- myndahúsa síðan í september siðastliðinn. Háskólabíó, Stjörnubíó, Laugarásbíó, Austur- bæjarbíó og Hafnarbíó sameinuð- ust um að kaupa Tónabíó fyrir um það bil hálfu ári síðan af Tón- listarfélaginu, sem rak Tónabíó áður. Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabíós, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um hugsanlegt kaupverð. „Við keyptum kvikmyndahúsið á sínum tíma til að fjárfesta og það lá alltaf í augum uppi að það yrði selt aftur. Salan nú er spuming um fjárfestingu, sem byggist á kaupum og sölum." Friðbert sagði að kvikmyndaum- boð fylgdi ekki með í sölunni. Þessa dagana væri verið að ræða við þá aðila, sem boðið hefðu í húseignina um hugsanleg kaup. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu keypti Ámi Samúelsson, forstjóri Bíóhallarinnar, Austurbæj- arbíó fyrr á árinu og um leið eignað- ist hann einn fimmta hlut í Tónabíói. Ámi tekur við Austurbæjarbíói á morgun, miðvikudag. Forseti íslands til Finnlands FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fór til Finnlands í gær og mun dvelja þar til 5. april í einkaerindum. Forsetinn flytur á morgun, 1. apríl, fyrirlestur í Finnlandiahús- inu í Helsinki um samstöðu Norðurlandanna sem menningar- heildar. Þá mun forsetinn fylgja úr hlaði ritröð íslendingasagna á finnsku, en fyrsta bindið kemur út 2. apríl í tilefni af heimsókn forsetans sem ritað hefur formála fyrir útgáfunni. í fylgd með henni verður Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.