Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Herskarar harðstjóranna - 4. grein „Summa lastanna“ eftir Vilhjálm Eyþórsson Vinsti menn, hvort sem þeir þora að kalla sig kommúnista eða ekki, haga sér um fjölmargt eins og ev- angelískur (þ.e. trúboðssinnaður) trúarflokkur. Þeir telja sig búa yfir þekkingu — eða leyndum dómum — og nota hvert tækifæri til að koma þessari þekkingu sinni á framfæri enda álíta þeir að hún muni frelsa heiminn. Af þessum sökum leita þeir í störf, þar sem besta tækifær- ið gefst til að breiða út fagnaðarer- indið, svo sem við ritstörf, kennslu- og uppeldismál eða fjölmiðlun. Vinstri menn eru félagsverur, og fara því gjaman í flokkum. Hugsun þeirra hlýðir sömuleiðis ávallt staðli þess hóps, sem þeir tilheyra. Þeir eru, eins og t.d. mormónar eða vott- ar Jehóva, prógrammeraðir, þannig að þeir hafa ætíð á reiðum höndum afdráttarlaus svör við hinum að- skiljanlegustu vandamálum og þessi svör eru fyrirfram vituð og stuðluð. Fyrir andstæðinga hefur þetta ýmsa kosti, því alltaf má vita fyrir fram, hvaða skoðun þeir muni hafa í hverju máli. Þó gerir þetta allar rökræður við vinstra fólk leiðinleg- ar. Skoðanir hreinræktaðra komm- únista má, eins og skoðanir hefð- bundinna trúflokka, finna í helgum bókum, sem spámenn þeirra hafa skráð. Að rökræða við þessa eigin- legu marxista er algjörlega út í hött, svipað og að deila við „frels- aða“ menn eða geðbilaða. Þetta fólk, ekki síst hinir rússatryggu jónmúlar — sem eru miklu áhrifa- meiri og fleiri innan Alþýðubanda- lagsins en ráða má af Þjóðviljanum — er þó sjálfu sér samkvæmt þrátt fyrir allt, hversu vondar sem skoð- anir þess annars kunna að vera. Að vera ekki eins og aðrir Öðru máli gegnir um það af- brigði vinstri manna, sem að mínu mati er hvimleiðast, þ.e. kótilettu- karlana, sem oft nefna sig „lýðræð- iskynslóð“ Alþýðubandalagsins. Þeir eiga raunar sálufélaga innan allra annarra vinstri flokka. Skoð- anir þessa hóps eru ekki síður fyrirfram vitaðar, en ráðast ekki eins afdráttarlaust af hinni marx- lenínsku hjárænu, heldur stjómast þær fyrst og fremst af þeirri tegund hugsunar, sem er í tísku á vinstra kanti hveiju sinni. Einmitt vegna þess hve hugsun þeirra er ófrumleg reyna þeir ákaft að breiða yfir and- iegt ósjálfstæði sitt, því þeir telja mjög eftirsóknarvert að vera „öðru vísi“. í þessu skyni beita margir brögðum, svo sem yfirlætislegu og/eða ábúðarmiklu fasi, (rúðu- glers?)-gleraugum, hárvexti á höfði og/eða í andliti, ankannalegum, vondum klæðaburði og fleiri skrýtn- um tilburðum. Ekki tekst þeim þó að verða „öðm vísi“, eins og til var ætlast, heldur aðeins að verða eins og aðr- ir vinstri menn, sem eru líka að sýnast vera öðruvísi. Skýringin á háttalagi þeirra er sú, að hér á Vesturlöndum hefur nokkuð lengi verið í tísku og þótt fínn að vera „gagnrýninn", þ.e. ein- hvern veginn á móti ríkjandi viðhorfum. Þeir eru þó fáir, sem hafa skarpskyggni eða innsæi til þess að vera í alvöru á móti rikjandi viðhorfum, enda þarf til þess hug- rekki, eins og sagan heftir marg- sannað. Miklu sniðugra — og hættuminna — er að láta forritast með hefðbundnu vinstra prógrammi og kaupa þar með tibúin, viður- kennd rórill. Þetta skýrir það, hve mörg skáld, fjölmiðlamenn, rithöfundar og lista- menn hallast að vinstri stefnu, því þannig geta menn fengið í einum pakka fjölda (fyrirframvitaðra) vandlætingar- og hneykslunarefna, enda hafa vinstri menn í vopnabúri sínu mikinn fjölda sökudólga, sem ávallt er þakklátt verk að ráðast á. Einnig öðlast þeir það öryggi á sálinni, sem fylgir því að vera í hóp. Það spillir heldur ekki, að flest- ir þeir, sem flalla um bókmenntir og listir, eru líka vinstri menn (af sömu ástæðum og listamennimir). Hylling? Vís maður hefur einhvem tíma sagt, að hræsnin sé hylling lastanna til dyggðarinnar og má svo vera. Víst er, að það er með öllu óhugs- andi að vera vinstri maður án þess að vera jafnframt hræsnari, þótt vissulega sé hægt að vera hræsnari ásn þess að vera vinstri maður. Sú staðreynd, að einmitt vinstri menn — umþegjendur og talsmenn alræðis og Gúlags innan lýðræð- isríkjanna — skuli jafnframt vera þeir, sem háværastir eru um mann- úð og manngæsku, frelsi, frið og mannréttindi, hefur mjög lengi valdið mér heilabrotum án þess að ég hafi þó komist að fullnægjandi niðurstöðu. Skýringin kann að vera fólgin í fyrmefndu spakmæli. Það sýnist nefnilega oft vera svo í þessu lífi, að summa lastanna verði ávallt hin sama. T.d. virðist fólk, sem finnur hjá sér mesta þörf til að starfa að frið- ar- og mannréttindamálum, einnig hafa mesta þörf fyrir að réttlæta, Vilhjálmur Eyþórsson „Dyr Gúlagsins eru ennþá læstar og þjóðir þess hnepptar í fjötra. Þótt venjulegar, hefð- bundnar einræðis- og herforingjastjórnir hrynji um koll nánast á hverjum degi — enda eiga þær enga vini — hefur engin kommún- istastjórn enn fallið. Þær eiga vini.“ veija eða starfa í sérstökum „vin- áttufélögum" við illræmdar og herskáar erlendar harðstjómir (Sovét, Kína, Víetnam, Kúbu o.fl.). Það liggur raunar í sjálfu eðli allra friðarsamtaka og ekki síður mann- réttindasamtaka, eins og t.d. Amnesty, að þau hljóta að draga að sér hræsnara, enda gera þau það. Vafalaust er erfitt að halda þeim frá. Amnesty hefur unnið ágætt starf á undanförnum ámm, en umsvif vinstri manna á þessum vettvangi em ekki traustvekjandi í mínum augum. Herferð þessara samtaka til liðs við dauðadæmda bandaríska morðingja er merkileg — að mínum dómi — þegar menn hugsa til alls þess raunvemlega gerræðis og kúg- unar sem svo víða má finna í heiminum. Hildiríðarsynir Þáttur vestrænna vinstri manna, fjölmiðlafólks og listamanna, ekki síst rithöfunda, í því að viðhalda kúgun og alræði innan Gúlagsins er mikill, en fáir hafa þó veitt þessu þá athygli sem vert er. Með rangfærslum sínum og sí- byljugagnrýni á allt það, sem þeir telja miður fara hér vestanmegin, sjá þeir nefnilega áróðursmeistur- um austantjalds fyrir ómetanlegum skotfæmm, sem síðan em notuð til að villa um fyrir þegnum Gúlags- ins. Sú kænlega upplogna mynd, sem þetta fólk fær af Vesturlönd- um, er að vemlegu leyti dregin upp af vestrænum rithöfundum — kommúnistum og öðmm vinstri mönnum — og af vinstra-fjölmiðla- fólki, sem nóg er af, en um það gilda sömu meginreglur og áður vom nefndar vegna listamanna og gagnrýnenda. Erfitt er eða ómögu- legt að bregðast við þessu, og notfæra kommúnistar og liðsmenn þeirra sér þannig það frelsi, sem er undirstaða vestrænnar menning- ar, til þess að grafa undan henni. Eins og ég hef bent á í fyrri greinum er ekkert jafn ömggur mælikvarði á vinstri stefnu og já- mennska gagnvart Gúlaginu. Þetta kemur einkar vel fram þegar vinstra fólk af „lýðræðiskynslóð" kemst í áhrifastöður við fjölmiðla, sem er oft. Málflutningur þess einkennist þá af linnulausum árásum á Vestur- lönd, einkum forysturíki þeirra, Bandaríkin, og af því að draga ávallt fram þær hliðar hvers máls, sem em Vesturlöndum óhagstæðar. Þessu fylgir svo baktrygging, þ.e. málamynda „gagmýni" á alræð- isríkin, eða öllu heldur „framkvæmd Enn er tekið í árinni Smábátaveiðar eru allsráðandi víðast um heim Sjávarútvegur í heiminum er tvenns konar. Annars vegar er stór- útgerð (oft nefnd iðnaðarútvegur) þar sem veitt er á vélvæddum skip- um og aflinn fer á fjarlæga markaði. Hins vegar er smáútgerð (sem líka er nefnd handverksveiðar) sem byggist á opnum árabátum eða ámóta tækjakosti og aflans er neytt í heimahöfn. Að þessum skilningi er varla til nema stórútgerð á Is- landi eins og nú er málum háttað. En víða er hann algengasta útgerð- arformið. Þegar þessi tvenns konar útvegur er borinn saman kemur margt at- hyglisvert í ljós. fiskgengd, yfírvofandi flóðum og sjávarföllum, hafnlausum strönd- um. Stórútgerð og mengun ógna sums staðar tilverunni. Það sem ríku þjóðirnar g-eta gert Þróunar- og hjálparstofnanir á Vesturlöndum hafa beint athyglinni að smábátaútgerðinni í vaxandi mæli. Þetta stafar af því að ofveiði er á sumum helstu fiskimiðum stór- útgerðarinnar og eins af hinu að fiskveiðilögsaga strandríkja hefur Stórútgerð Smáútgerð (iðnaður) (handverk) Fjöldi sjómanna um450þús. yfir8millj. Ársafli til manneldis um 24 millj. tn. um 20 millj. tn. Ársafli í fiskimjöl um 19 millj. tn. næstum ekkert Árlegolíunotkun 10-14 millj. tn. 1-2 millj. tn. Munurinn á heimsálfum er einnig verulegur. Smábátasjómenn afla um alls matfisks í Afríku, hluta í Asíu og rúmlega í Rómönsku- Ameríku. Ótrygg tilvera Smábátasjómennimir eru oft þeir fátækustu meðal fátækra. Tilveran í sjávarplássunum er býsna ótrygg. # Sjávarþorpin eru oft afskekkt og lítið um þjónustu og fyrir- greiðslu. # Vegna tækjakostsins eru fiskimennimir algerlega háðir því hvemig veiðist við landstein- ana. Fæstir hafa aðra afkomumögu- leika en sjávarfangið. Menn em ofurseldir náttúmöflunum: stopulli stækkað. Spumingin er því: Hvem- ig er hægt að nýta heimamiðin betur? Til þess em einkum þijár leiðir. Sú fyrsta er að eftirláta stórþjóðum að veita í fiskveiðilögsögu — upp á misjafna samninga og stopult eftir- lit. Önnur er sú að koma sér upp stórútgerð sem allra fyrst þar sem tæki og kunnátta em allajafna að- keypt. Þriðja leiðin er að efla þá hefðbundnu veiði sem fyrir hendi er. Oftar en ekki em tvær leiðir valdar samtímis eða jafnvel allar þijár. Það er býsna vandasamt að hjálpa til við að efla smáveiðiskap- inn. Hann er oft samtvinnaður lífsafkomu heilla samfélaga, siðum og venjum og allri félagsgerðinni (t.d. sjá konur oft um sölu og dreif- ingu á aflanum). Fiskimennimir kunna oftast vel til verka, þekkja miðin manna best og vita hvaða nýjungar þeir hafa bolmagn til að taka upp. Umbætur sem hægt er að fram- kvæma geta verið af ýmsu tagi. # Bættar veiðiaðferðir og verktil- högun. # Endurbætur á bátum og veiðarfærum. # Betri verkunar- og geymslu- aðferðir. # Fiskirækt. Ekkert af þessu má kosta of mikið þannig að fiskimennimir ráði ekki við það sjálfir með vissum stuðningi. Fólkið í sjávarþorpunum verður líka að vera með í ráðum ef vel á að fara og árangurinn að vera varanlegur. Japanir, Norðurlanda- menn og FAO Japanir veita allra þjóða mesta fískveiðiaðstoð til þróunarlanda. Þeir einbeita sér að tæknivæddri stórútgerð. Kanadamenn eru einnig umsvifamiklir á þessum vettvangi. Norðurlandaþjóðimar hafa í meira mæli snúið sér að smáútveg- inum og litlu sjávarplássunum, ýmist sjálfstætt eða í samvinnu við FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnur. Sameinuðu þjóðanna, sem er með viðamikla starfsemi af þessu tagi í öllum heimsálfum. Norðmenn eru með fískveiðiað- stoð víða um lönd. Þeir bjóða upp á samvinnu um fískrannsóknir, togaraútgerð, smábátaveiði, vinnslu, fískirækt o.fl. Danir (DANIDA) hafa t.d. hjálp- að til, í samvinnu við FAO, við eflingu fímm afskekktra sjávar- Indverskir fiskimenn á Bengalflóa. þorpa í Benín í Vestur-Afríku og við bátasmíði í hafnarbænum Chittagong í Bangladesh. Ekki er þar allt dans á rósum; 1979 varð verkfall í bátasmiðjunni og dönsku ráðgjafarnir voru teknir í gíslingu. Málið leystist en gagnrýni hefur einnig beinst að því að nýju bátam- ir séu svo dýrir að aðeins vel stæðir peningamenn og milliliðir hafi efni á að kaupa þá. Kjör margra fá- tækra fískimanna hafa þó batnað fyrir tilstuðlan þessara verkefna. Frá 1979 hafa Svíar (SIDA) lagt mikið fjármagn í smábátaverkefni í sjö löndum við Bengal-flóa í sam- vinnu við FAO, Reynt er að hafa samráð við íbúana, m.a. við konum- ar sem fást við netagerð. íslendingar (ÞSSI) hafa um nokkurt skeið stutt við bakið á stór- útgerð sem aflar til útflutnings í Cabo Verde í Vestur-Afríku, eink- um með fjölveiðiskipinu Feng. Nú stendur til að hafa samvinnu um nokkra þætti í áætlunum heima- manna um viðreisn smábátaútvegs- ins, m.a. útvegun á veiðarfærum og þjálfun sjómanna. Matvæla- og landbúnaðarstofn- unin (FAO) efnir árlega til „mat- væladags" í flestum löndum heims. 16. október sl. vardagurinn hel ' ur smáveiðiskap og litlum físki: félögum. Vigdís Finnbogad ... forseti íslands flutti aðalræðuna í Róm af þessu tilefni. Hún nefndi m.a. að fordæmi íslands sýndi að fátæktarsveitir gætu orðið blómleg- ar byggðir ef sjávarfangið væri nýtt á réttan hátt. Þannig væri til reynsla sem gæti nýst í baráttunni við hungrið í heiminum. (Unnið á vegum Þróunar- og samvinnustofnunar ís- lands eftir upplýsingum frá FAO, DANIDA, SIDA o.fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.