Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Minning: Tómas Kolbeinn Hauksson Fæddur 20. júlí 1964 Dáinn 23. mars 1987 Tómas, vinur okkar, er dáinn. Við áttum með honum yndislegt laugardagskvöld hinn 21. mars sl. og minningamar um það kvöld ylja okkur nú um hjartaræturnar í sár- ustu sorginni. Það er ómetanlegt að hafa verið vinur Tómasar Kolbeins Hauksson- ar. Hann mátti aldrei neitt aumt sjá og var alltaf reiðubúinn að greiða úr hvers konar vandræðum, gæti hann komið því við. Tommi var ekki bara góðmenni, hann var skynsamur og djúphygg- inn. Hann tók aldrei neinar ákvarð- anir í flýti. Hver dagur var dagur daganna hjá Tomma. Þær voru ófá- ar stundimar sem við áttum með honum og hver annarri eftirminni- legri. Maður gat setið tímunum saman og spjallað um ailt milli him- ins og jarðar. Það var líka gott að sjá Tómas í návist foreldra sinna. Hann var þeim góður sonur í orðsins fyllstu merkingu. Það eru ekki til nógu sterk lýs- ingarorð yfir þennan yndislega vin sem við áttum. Það er sár missir, en við vitum að honum líður vel þar sem hann dvclur núna. Megi hann sofa í friði og sátt. Karitas og Hauki, systkinum og vandamönnum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Arne Wehmeier, Asta Lárusdóttir Ég hef staðið við gluggann, heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él. Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara. Þegar þú kvaddir hvað ég skildi hann vel. Sumarið er farið, það fraus í hylnum. Eins og hvítt lín kom snjórinn í nótt. Þrestimir dansa á ísuðum línum en hér er allt stillt og rótt. (Bubbi Morthens.) Tommi dáinn, af hveiju? Enginn veit, engin skýring, dó í svefni 22 ára. Ég trúi því ekki. Hann deyr aldrei í mínum huga; svo vandaðir drengir eru einstakir. I Predikaran- um segir að allt sé hégómi, ekkert nýtt undir sólinni og efnisheimurinn tilgangslaus. Tekur því að vera til þarin stutta tíma sem við öndum, til hvers? Ég átti því láni að fagna fyrir nokkrum árum að kynnast mínum æðri mætti og leit ég þá tímann í nýju ljósi. Ljósi trúar sem vísindin geta ekki útskýrt frekar en lát Tomma, litla bróður unnustu minnar. Við erum eins og bílar í tilraunaakstri áður en þeir eru sett- ir á markað. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að þekkja Tomma þessi átta ár af okkar jarðvist og hann var mér endalaus uppspretta ferskra hugmynda og þekkingar. Þegar ég hugsa aftur finnst mér svo ótrúlegt að ég hafi kynnst honum aðeins 14 ára gömlum vegna hins þrosk- aða persónuleika sem hann hafði til að bera. Allt frá upphafi kynna okkar höfðum við gaman af því að velta fyrir okkur tilgangi lífsins. Við vorum sammála um að skynjun okkar mannanna væri ósköp tak- mörkuð í þeim þremur víddum sem við þekkjum. Hvorugur okkar efað- ist um, að baki heiminum lægi eitthvað stærra og máttugra en lög- mál fáránlegra tilviljana. Tommi opnaði svo margt fyrir mér sem væri of langt mál að telja upp hér. Það sýndi til dæmis best virðingu hans og víðsýni hvað vinahópurinn var fyölbreyttur. Þetta gerir mér það ljóst og veitir mér mesta hugg- un, að Tommi, sem þrátt fyrir lágan aldur í tölum, var á öllum aldri. Hann bjó yfír leik bamsins, atorku og athafnagleði unga mannsins, skynsemi hins fullorðna og þekk- ingu hins aldraða. Vegurinn sem Tómas fór var stuttur og hraður, en hann gaf skilt- unum góðan gaum og því er ég þess fullviss að hann verður far- sæll á áfangastað. Ég votta foreldrum Tómasar og systkinum mína dýpstu samúð. Sofí Tommi rótt og Guð geymi hann. Atli Fallegi drengurinn, Tómas Kol- beinn Hauksson, sem sonur minn kynnti fyrir mér árið 1976 var að kveðja þennan heim og verður í dag til moldar borinn. Ég gleymi aldrei þegar ég sá Tomma minn í fyrsta sinn. Frekar hár eftir aldri, brosmildur, og hraustlegur í útliti. Hann rétti mér höndina og sagði góðlátlega: „Komdu sæl, ég er í bekk með Ame.“ Tómas og Ame vom eins og bræður og það var gott til þess að vita, fyrir útivinnandi móður, að eiga Tómas sem vin bamanna minna. Ég vissi líka að Ame var alltaf velkominn heim til Tómasar og verður það seint þakkað hve vel var ætíð tekið á móti honum. Vinskapur Tómasar og Ame var svo mikill að ekki kom til greina að fara fram á að skipt yrði um skóla þegar við fluttum niður í mið- bæ. Frekar yrði farið fyrr á fætur og gamli góði strætó tekinn upp í Breiðholt. — Því síðasta veturinn í grunnskóla ætluðu Tommi og Ame að vera saman í bekk. Eftir að gmnnskólanámi drengj- anna lauk skildi leiðir um tíma en við vomm af og til í símasambandi og skiptumst á fréttum um hagi hvors annars. Við vomm svo heppin að fá að kynnast Tómasi aftur sumarið 1985. Þá var Tommi okkar orðinn fullorðinn maður, sem var ákaflega meðvitaður um samfélagið og víðlesinn. Það vom sannkallaðar helgistundir að fá að taka þátt í umræðum um lífsins gagn og nauð- synjar og spekingslegar vangavelt- ur Tómasar sýndu mér fram á að þar mælti vitur ungur maður. Það er nú sár söknuður og eftir- sjá í huga mínum, en ég læt minningamar hlúa að sámnum og geymi í hugskoti fallegar endur- minningar um góðan og kæran vin. Karitas og Hauki, systkinum og vandamönnum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Asdis Sigurðardóttir Ég kynntist Tómasi Haukssyni í gegnum Arne bróður minn og má segja að þá hafi myndast órjúfanleg vináttubönd. Margar heimsóknir fylgdu í kjölfarið í heimahúsi Tomma, þar sem alltaf var tekið vel á móti manni af hálfu foreldra hans. Ég mun aldrei gleyma um- ræðum okkar um lífið og tilvemna. Tómas var gull af manni. Ómet- anleg góðsemissál. Minningum um hann má líkja við ljósið sem aldrei deyr út. Nú er minn besti vinur, Tómas, horfínn úr jarðlífi þessu og nú tek- ur friðurinn við. Að síðustu vil ég færa foreldmm Tómasar og systkinum innilegustu samúðarkveðjur. Christof Wehmeier Okkur langar til að minnast með nokkmm orðum frænda okkar, Tómasar Kolbeins Haukssonar, sem nú svo snögglega hefur frá okkur tekinn. Hvað getum við sagt, þegar við trúum því varla ennþá að Tommi frændi sé dáinn. Okkur verður orða vant, en minningamar leita á hug- ann hver af annarri um góðan og heilsteyptan dreng sem löngum dvaldi í Bolungarvík. Við munum fyrst eftir Tomma þegar hann fór að koma með foreldmm sínum, Kæju og Hauki, og systkinum sínum, Sigrúnu og Guðna, í sum- arfrí vestur. Tilefnið var fyrst og fremst að heimsækja ömmu og frændliðið fyrir vestan, en síðan fór Tommi að koma og dvelja þar um lengri tíma á sumrin. Þannig dvald- ist Tommi á Sólbergi sumarið 1985 og vann í Vélsmiðju Bolungarvíkur. Alltaf höfðum við vitað að Tommi geymdi góðan dreng, en það sumar komust við raunvemlega að hinum góðu kostum hans. I vinnunni var hann mjög áhugasamur, iðinn og laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. A heimili var hann þægilegur í umgengni og hvers manns hugljúfi. Greinilegt var að hann mat mjög vel allt það sem gert var fyrir hann. Tommi var mjög heilsteypur per- sónuleiki, rólegur og yfírvegaður. Bömin í fyölskyldunni hændust að honum vegna þess hve mikið hann gaf af sjálfum sér. Hann hafði allt- af tíma til að tala við þau eins og reyndar alla aðra, og gat hann se- tið heilu kvöldin og rætt um alla heima og geima og undruðumst við sífellt víðsýni hans og þekkingu á mörgum sviðum. Ahugamál Tomma voru margvísleg, en fyrst og fremst snerust þau um náttúru landsins og ýmsu henni tengt, hvort sem það voru ferðalög, gönguferðir eða ljós- myndun. Tommi átti mikið safn Ijósmynda sem hann hafði tekið á ferðum sínum um landið og bera þær glöggt vitni um hve næmt auga hann hafði fyrir hinum ýmsu sjónarhomum tilverunnar. Tommi ólst upp við mikið ástríki í einkar samheldinni íjölskyldu og var honum kennt frá blautu bams- beini að bera virðingu fyrir náttúm Islands. Fjölskyldan fór hvenær sem færi gafst í ferðalög um landið og sameinaði með því áhugasvið þeirra allra og starfssvið Hauks sem jarðfræðings. Kom þá sem oftar í Ijós hversu samrýmd fjölskyldan var og hversu mikil vinátta ríkti milli þeirra allra. Elsku Kæja, Haukur, Sigrún og Guðni. Við vitum hve mikið þið hafið misst, en við geymum öil minninguna um góðan dreng. Við biðjum góðan Guð um að styrkja ykkur og hjálpa ykkur á komandi tímum. Fjölskyldan á Sólbergi. Sunnudaginn 22. mars síðastlið- inn barst sú harmafregn vestur í Djúp að Tómas frændi væri látinn. Engum datt í hug í fyrstu að reyna að skilja þá fregn. Enginn sem þekkti til Tomma gat skilið það, þekkjandi lífskraft hans og gleði. Hann var úr yngsta hópi þeirrar kynslóðar sem var af þriðja lið frá Jóni afa og Elísabetu ömmu frá Sólbergi, Bolungarvík, yngri sonur hjónanna Hauks Tómassonar og Karitasar Jónsdóttur. Fyrmefndur hópur var samstillt- ur og yfír honum léttleiki, eins og vera ber. Þar var Tommi útvörður- inn í því er sneri að ljósmyndun, tónlist, listum og útiveru. Alltaf var stutt í hláturinn hjá honum. Við eldri bræðurnir úr Garða- bænum fylgdumst með uppvexti hans í gegnum stöðugar, gagn- kvæmar heimsóknir. Það þurfti ekki sérstakt tilefni til að hittast. Á heimili þeirra var og er alltaf ein- hver tilbúinn hvenær sem er að setjast niður, hlusta á tónlist, skoða nýjar tilraunir í ljósmyndun og myndlist, rabba um daginn og veg- inn, þiggja góðar veitingar hjá Kaju frænku og síðan því sem ekki var hægt að missa af, að tefla skák við Hauk. Það var í samræmi við athafna- þrá Tomma að hann sótti vestur í Vélsmiðjuna til Gumma Bjama og á Leiruna og Hesteyri með Sólberg og fjölskyldum þeirra. Hann átti mikið saman að sælda við þetta frændfólk, þar var alltaf nóg að starfa. Gummi Bjami var stoltur af lærlingnum sínum og hampaði honum, þannig að við eldri frænd- systkinin mættum taka hann okkur til fyrirmyndar. Sé þörf á miklum athafnamanni með listrænt auga er kannski auð- veldara en í fyrstu að átta sig á því hvers vegna hann var kallaður á brott. Það standa greinilega mikl- ar framkvæmdir fyrir dyrum á öðmm vígstöðvum. Þar eiga menn að vera hressir og geðgóðir. Við sem eftir sitjum munum sakna Tómasar mikið, en reynum að skilja. Sendum foreldmm, systkinum og venslafólki dýpstu samúðarkveðjur. Gísli Jón, Einar Garðar, Halldór Jón og fjölskyldur. í dag kveðjum við hinstu kveðju elskulegan frænda okkar Tómas Kolbein. Það er ótrúlegt að þessi hrausti og heilbrigði drengur sé allur, hann var aðeins 22 ára. Já, vegir Guðs em órannsakanlegir. Tómas Kolbeinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Hauks Tómassonar, jarðfræðings, og Karítasar B. Jónsdóttur, verkstjóra. Hann var yngstur þriggja systkina. Eftirlifandi systkini hans em Sigrún sem er landafræðingur og Georg Guðni sem er listmálari. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann í Árbæ en flutti í Breiðholt á unglingsámnum. Fyrir um það bil ári flutti hann svo ásamt forejdrum sínum að Birtinga- kvísl 15, Ártúnsholti. Við hittumst oft og sátum þá í rólegheitum, röbbuðum og hlustuð- um á tónlist. Það var. alltaf gaman að hitta Tomma og mikið hlegið á stefnumótum okkar. Tommi var góður vinur og félagi. Hann var skapgóður og trygglyndur og það var gott að tala við hann. Það vita allir sem til hans þekktu. Hann var mikill náttúmunnandi, því ber glöggt vitni allur sá fjöldi fallegra ljósmynda sem hann skildi eftir sig. Hann hafði mikið þrek og virtist manni það stundum vera óendan- legt. Oft þegar við hittum Tomma var hann í vinnufötum því hann var alltaf að. Hann átti fáa sína líka hvað dugnað snerti, og em þau ófá handtökin sem hann tók við bygg- ingu síðasta heimilis síns. Þær em margar góðar minning- arnar sem við systkinin einum frá því í fyrra er við hjálpuðum honum og foreldrum hans að gera nýja húsið íbúðarhæft og flytja inn. Það var skemmtilegur tími. Fjölskyldan eyddi miklum tíma saman við bygg- ingu þessa húss og það er þeim eflaust mjög dýrmætt nú. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduhópinn. Það skarð verður aldrei fyllt. En minningin lifir, hún verður alltaf með okkur og hlýjar okkur um hjartaræturnar, minning um góðan dreng. Við emm innilega þakklát fyrir allar þær samvem- stundir sem við áttum með honum. Elsku Kaja, Haukur, Sigrún og Guðni, Guð gefi ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Hilmar Garðar og Elísabet Hjaltabörn Nú er elsku Tommi frændi skyndilega horfinn af sjónarsviðinu og stórt skarð höggvið í hóp okkar systkinabarnanna, sem aldrei verð- ur fyllt. Ég sem skrifa þessi fátæklegu orð hef engin svör við gátu lífs og dauða og veit ekki hvers vegna þessi yndislegi drengur í blóma lífsins var hrifinn svo snögglega frá okkur. Minningamar hrannast upp í huga mínum um allar þær stundir sem við áttum saman og sérstak- lega þær síðari, þegar við sátum og ræddum um tilgang lífsins og hvemig við ættum að leysa sjálfa lífsgátuna. Við fundum aldrei svör við þessum brennandi spumingum, en Tommi var mjög meðvitaður, sáttur við sjálfan sig og það sem hann hafði. Hann sá lífið í mjög björtu ljósi og var jákvæður um alla þætti tilverunnar. Ég get aldrei þakkað allt það sem hann gaf mér og styrkti með sínu hlýja, trausta viðmóti og sínum vin- skap, en það mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Stundum þegar ég heyri fallegt lag þá setur mig hljóðan. Ég hafði heyrt þetta áður; minningamar síbyljur mannshugans og uppspretta góðs og ills verða að deyjandi draumum. ... Mig setur hljóðan - víst semja mennimir ennþá falleg lög - en lagið mitt litla kemur aldrei aftur. (Vilmundur Gylfason) Elsku Kæja, Haukur, Sigrún og Guðni. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Inga Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu mér frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andreasd.) Langri og um sumt erfiðri lífsgöngu er lokið. Guðný, tengda- móðir mín, kvaddi þennan heim að morgni 22. mars sl. í Landakots- spítala eftir aðeins tveggja daga legu. Ég sá hana fyrst haustið 1958 er við fluttum báðar á Framnesveg 65, en þá hafði fjölskylda mín, eins og Guðný og Elías, maður hennar, fest kaup á íbúð í þessu nýbyggða húsi. Þau voru þá að flytjast til höfðuborgarinnar frá Akureyri til að auðvelda sonum sínum að stunda háskólanám. Guðný vakti strax athygli mína, myndaríeg og sterkbyggð, elskuleg og hlýleg við mig frá fyrstu kynn- um. Ekki óraði mig þá fyrir því að ég yrði tengdadóttir hennar 5 árum síðar. Þegar ég fór að kynnast henni betur fann ég að þama var hæfi- leikarík kona með sterkan persónu- leika, sem fékk lítt að njóta sín vegna erfiðra veikinda, sem settu mark á allt hennar líf. Um fertugt mun hún hafa orðið fyrir áfalli, leiddi það til langvarandi veikinda, sem aldrei fékkst fullnægjandi bót á. Guðný var gáfuð kona og fylgd- ist vel með öllu sem gerðist í þjóðlífinu. Hún hafði áhuga á stjórnmálum og þótti gaman að ræða þau. Stjórnmálaátök vom mikil í Hnífsdal þegar hún var að alast upp og beindust meðal annars gegn föð- ur hennar sem þá var í hópi helstu athafnamanna staðarins. Guðný hafði gaman af að rifja upp atburði frá þessum ámm og hafði þá frá mörgu merkilegu og skemmtilegu að segja enda stálminnug, þó hún talaði oft um að minnið væri farið að bila. í slíkri frásögn kom metnað- ur hennar vel í ljós. Á yngri ámm þótti hún falleg og lífsglöð og vakti athygli fyrir mikla námshæfileika og hlaut góða menntun á þess tíma mælikvarða. Síðar varð það hennar metnaður að fylgjast með börnum sínum og barnabörnum og þótt ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt hana hvetja neitt þeirra til náms, þá hafði hún lag á að láta sem það væri sjálfsagt að hver og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.