Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Hvers vegna Þjóðarflokkurinn? eftir Svein Guðmundsson Auðvitað má um það deila hvort nýr flokkur eigi rétt á sér, en fátt nýtt hefur komið fram í heimi hér sem ekki hefur vakið tortryggni. íslendingar eru ekki eftirbátar ann- arra þjóða með að vera afturhalds- samir og skiptir þá ekki máli hvort þeir aðhyllast hægri eða vinstri stefnur. Nú má segja að Þjóðarflokkurinn sé að mörgu leyti ómótaður flokkur hugmyndalega séð, en hann er stofnaður til vamar hinum dreifðu byggðum. Hann er ekki stofnaður til höfuðs Reykvíkingum eða öðru þéttbýli. Stefna hans er að byggð landsins verði í jafnvægi. Þess vegua á hann líka erindi til Reykvíkinga Að mínum dómi hefur hið gamla flokkakerfl brugðist og mun ég reyna að færa rök fyrir mínu máli. Ef ég gerði það ekki væri þessi dómur aðeins sleggjudómur. Ég geri mér grein fyrir því að til þess að skrifa svipaða grein hef- • ur flokkurinn yfír að ráða miklu færara fólki, en Þjóðarflokkurinn er flokkur fólks með sameiginleg markmið og þorir að mynda sér skoðanir. Hins vegar verður reynsl- an að varða leiðir. Um landbúnaðarstefnuna er það að segja: Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa markað stefnu undanfama áratugi, sem hefur leitt til illvígra uppgjöra, vegna stjómarstefnu núverandi ríkisstjómar. Þar hefur þó meira borið á framsóknarmönnum. Formaður Framsóknarflokksins yflrgefur dæmigert dreifbýliskjör- dæmi og fer á stór-Reykjavíkur- svæðið. Auðvitað hlýtur það að vera persónulegt mat manna hvar þeir vilja leita miða og þegar aflinn minnkar um of vegna ofveiði er ekki nema mannlegt að fara á önn- ur mið, en vísindalegra hefði verið að bæta sín eigin mið svo að þau gæfu af sér meiri uppskeru. Ég hefði metið formanninn mann að meiru hefði hann valið eflingarleið- ina. Nú er það staðreynd að meðalald- ur íslendinga er með því hæsta í heiminum og einn af þeim undir- stöðuþáttum er að þeir lifa á ómengaðri og hollri náttúrufæðu. Ég er ekki tilbúinn að trúa því að meðalaldur hækki þó að stór hluti landsins fari að í eyði og hætt verði að borða íslenskt dilkakjöt og drekka mjólk. Sjálfstæðisflokkurinn eða áhrifa- menn innan flokksins eiga stóran þátt í áróðri gegn bændum. Þessari stefnu á uppgangur Reykjavíkur- svæðisins mikið að þakka fyrir utan þjónslundar við erlent stórveldi. Þeir, sem hafa flutt af lands- byggðinni, hafa hingað til getað selt eignir sínar, reyndar á lágu verði. Nú er því tímabili að ljúka. Nýtt fasteignamat er gengið í garð í sveitum landsins. Þeir bændur sem tóku mark á áróðri framsóknar og sjálfstæðismanna, sem þeir komu áleiðis í gegnum landbúnaðarráðu- neytið og Búnaðarfélag Islands, drógu saman búrekstur sinn, standa nú uppi sem afglapar. Þeir sem hlýddu ekki eru nú verðlaunaðir. Svör eiga eftir að fást við því, hvort þetta var gert á skipulegan hátt. Núverandi stefna hvetur bændur til þess að vinna sér til húðar vegna þess að fullvirðisréttur þeirra er persónubundinn, en ekki bundinn við héruð eða jarðir og þar á ég við fasteignamat þeirra. Tvímælalaust er það akkur fyrir bændur sem búa á ríkisjörðum að selja eða leigja ríkinu framleiðslu- rétt sinn. Ekkert er auðveldara fyrir ríkið að láta nýjan bónda fá nýjan fullvirðisrétt. Það fer eftir pólitísk- um duttlungum ráðamanna. Fyrst þetta var svona góð stefna þá skil ég ekki hvers vegna Halldór Ásgrímsson batt ekki kvótann við skipstjóra, en valdi heldur þá leið að gera ákveðna menn ríka með því að binda kvótann við skip, sem ganga úr sér en hækka í verði vegna þess að veiðiréttur er bundinn við þau. Hins vegar ganga jarðir bara úr sér og byggingar ónýtast þegar hin dauða hönd ríkisvaldsins kemur. Um Reykjavík er það að segja, að við viljum eiga fallega og menn- ingarríka höfuðborg. Velgengni hennar hefur hingað til byggst fyrst og fremst á því að fólk hefur streymt þangað og fært björg í bú, en því miður er brunnurinn nær þurrausinn. Þeim fer fækkandi sem flytja með sér auð þangað. Ekki hefur verið gætt að því að styrkja undirstöðuatvinnuvegina út á landi og ekki heldur í höfuðborginni. Helstu greinar þar eru þjónustu- greinar. Sveinn Guðmundsson „í kosningnnum eru margir flokkar í boði. Margir munu auglýsa sig vel. Þjóðarflokkur- inn hefur ekki fjárráð til þess að eyða í auglýs- ingar og verður því að treysta á það, að fólk nenni að hugsa og taki síðan sínar ákvarðan- ir.“ Þegar byggðarlög fara að hrynja koma öreigar til Reykjavíkur og þá myndast fátæktarhverfl og vonandi er það ekki óskastaða reykvískra sjálfstæðismanna að mynda nýja öreigastétt. Rétt er að minna á í þessu sambandi á „hlutlaust" dag- blað sjálfstæðismanna í Reykjavík, Dagblaðið/Vísir. Allir sem hafa augu sjá hvað undir grímunni er. Við bændur höfum bent á það að landbúnaðarráðuneytið sé að brjóta stjómarskrána með ólöglegri eignaupptöku hjá bændum. Stéttarsambandið tók þá ákvörð- un að láta rannsaka þetta mál og má það kallast gott, því vitað er að stjóm stéttarsambandsins er „vilhöll" undir Framsóknarflokkinn, og ekki má gleyma sjálfstæðis- mönnum sem margir hveijir dingla þar með. Ég hef þá trú enn á íslensku réttarkerfi að niðurstaða verði bændum í vil. Hins vegar er það almenn skoðun að alþýða manna búi ekki við réttarríki og þá er átt við það að svo dýrt sé á íslandi að leita sér hjálpar að það sé ekki á færi neinna aukvisa. Það er umhugsunarvert að flestir dómarar hafa þegið embætti sín gegnum pólitíska ráðherra. Hins vegar eru margir þeirra sómakærir menn og vilja framkvæma hlutina sem réttast. Lögfræðingar eru mjög dýr starfskraftur og það er hægt að drepa fólk andlega án þess að nokkurri vöm sé við komið. í mínum huga em stjómmál ekki trúarbrögð heldur stálkaldir hags- munir og ég hygg að stjórnarblaðið DV segi hug beggja stjómarflokk- anna til bænda og annarra dreif- býlisbúa. Það er ekki nóg að koma með gagnrýni á kerflð nema að rök séu færð fyrir því að þau standist. Mín svör em: 1. Þeir sem á landsbyggðinni em geta ekki með góðri samvisku kosið stjómarflokkana vegna þess að þeir hafa búið svo að landsbyggðinni að þar fækkar fólki hratt. Við þurfum þingmenn sem stuðla að uppbygg- ingu byggðar, en ekki til þess að fækka í byggð. Nú em síðustu for- vöð að snúa þróuninni við og til næstu aldamóta þarf íbúum að fjölga um 15 til 20%. 2. Vitað er að sumar hinar nýju búgreinar em óráðshjal ráðalausra manna. Gestamóttaka sem atvinnu- vegur verður að haldast í hendur við vegakerfi með bundnu slitlagi. Annars staðar verður nýting það léleg að hún á ekki rétt á sér sem aukabúgrein hvað þá meira. 3. Nýta þarf betur afurðir sem landbúnaðurinn gefur af sér og þar á ég meðal annars við ullina. Ullar- verksmiðjur hafa grætt helst á því Fj ölmiðlafrelsi og annað frelsi Framsóknarflokkurinn eftir Sigurbjörn Magnússon Í komandi alþingiskosningum takast á tvær meginstefnur. Annars vegar sjálfstæðisstefnan sem bygg- ir á einstaklings- og atvinnufrelsi og hins vegar mismunandi saman- safn flokka sem byggja með einum eða öðmm hætti á forsjárhyggju og vilja skipulagsbinda sem flesta þætti þjóðlífsins. Umfjöllun og af- greiðsla laga um fijálst útvarp er ákaflega táknræn um þessar mis- munandi stefnur. Afstaða stjóm- málaflokkanna til þess máls lýsir vel afstöðu þeirra til frelsis einstakl- inganna og því svigrúmi sem þeim er ætlað í þjóðlíflnu jafnt í þessu máli sem öðrum. Kvennalistinn Harðasta andstaðan við aukið frelsi í fjölmiðlum kom frá Samtök- um um kvennalista. Þær vildu beinlínis viðhalda algjörri einokun Ríkisútvarpsins og lögðu fram sér- stakt fmmvarp um það efni. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sagði við afgreiðslu málsins á Al- þingi: „I stefnuskrá Samtaka um kvennalista er tekinn sérstaklega fram stuðningur við þá hugmynd að einkarétti ríkisins verði viðhald- ið.“ Allir þingmenn Kvennalistans greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið gekk næst Kvennalistanum og dró lappimar í málinu og vildi takmarka frelsið sem mest, t.d. með algjöru auglýs- ingabanni. En eins og reynslan hefur sýnt em auglýsingar nær eina tekjuöflun stöðvanna og því for- senda fyrir rekstri fijálsra útvarps- stöðva. Svavar Gestsson sagði við af- greiðslu málsins á Alþingi: „Al- þýðubandalagið er fyrir sitt leyti tilbúið að gera bandalag, jafnvel við Framsóknarflokkinn, um að stöðva hina gegndarlausu útþenslu fjármagnsins." Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins . greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. eftir Vilhjálm Þór Kjartansson Þess hefur lítið gætt í opinberri umræðu um kennaraverkfallið, en einn er sá hópur nemenda sem að- eins hefur mánuð til stefnu. Til- gangur þessa greinarkoms er að vekja athygli á hversu vandi þeirra er orðinn aðsteðjandi. Samræmd próf eftir mánuð Samræmd próf fyrir nemendur sem em að ljúka grunnskólanum verða haldin 27.—30. apríl nk. Að undanskildu páskafríi em þijár vik- ur til stefnu, þijár vikur og enn bólar ekki á samkomulagi við HIK. Framsóknarflokkurinn var klof- inn í málinu og sátu flestir þing- menn flokksins hjá en fjórir greiddu atkvæði með, þrír vom á móti. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði á móti var varaformaður Framsókn- arflokksins, Halldór Ásgrímsson, sem reynir hvað mest að kenna sig við frjálslyndi. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Páll Péturs- son, var enn fremur á móti málinu og sagði við afgreiðslu málsins: „Hagsmunagæslan hefur keyrt langt úr hófí fram.“ Alþýðuflokkurinn „Þetta er með öllu óvið- unandi, og ranglætið vex hröðum skrefum því nær sem dregur prófunum.“ í Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ hefur helmingur kennslu í 9. bekk legið iiiðri í tvær vikur, þar á meðal í ensku og íslensku sem em tvær af fjómm greinum til samræmdra prófa. Svipaða sögu er að segja úr öðmm skólum. Mikilvægi sam- ræmdu prófanna Engum getur blandast hugur um Sigurbjörn Magnússon kveðnu vilja fijálst útvarp en gerði svo allt til þess að torvelda fram- gang málsins á Aiþingi.Hrafn Gunnlaugsson komst skemmtilega að orði um afstöðu Alþýðuflokksins mikilvægi samræmdu prófanna eins og nú háttar. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr em þau í vissum skilningi lykill að framtíðinni, einn og sami mælikvarði á nemendur allra skóla. Mismunun vegna verkfalls Burtséð frá áhyggjum af yflrferð námsefnis er ljóst að nemendum sem fara í samræmdu prófín nú er stórlega mismunað. Það er misjafnt eftir skólum hvaða greinar em kenndar í verkfallinu. Þetta er með öllu óviðunandi, og ranglætið vex hröðum skrefum því nær sem dregur prófunum. „Þessi afstaða sem birt- ist í afstöðunni til frjáls útvarps er táknræn af- staða forræðishyggju- flokkanna til frelsisins yfirleitt. Alveg sömu rökin koma fram þegar rætt er um frelsi á öðr- um sviðum.“ í Morgunblaðinu 24. mars sl. þegar hann sagði að Alþýðuflokkurinn vildi frelsi en styddi frelsið með því að vera á móti því.Eiður Guðnason sagði við afgreiðslu málsins á Al- þingi: „Samviska manns segir að ef Alþingi lætur lög þessi frá sér fara með þessum hætti sé það til ævarandi háðungar.“ Enginn þing- maður Alþýðuflokksins greiddi atkvæði með fmmvarpinu, þeir sátu ýmist hjá eða vom á móti. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði algjöra sérstöðu í þessu máli og með at- fylgi sínu og samstöðu ásamt til- Semjið við kennara strax Við sem emm foreldrar bama í 9. bekk höfum af þessu þungar áhyggjur. Ég held samt að fáir vilji fóma málstað kennara til lausnar deilunni. Þeirra málstaður er okkar málstaður. Þá fyrst hafa kennarar látið sverfa til stáls, að ekki einasta eiginhagsmunir þeirra em að veði, heldur þjóðarheill. Rökin blasa við og allstaðar er tekið undir þetta sjónarmið. Samningamenn ríkisins! Það em þijár skólavikur til samræmdu próf- anna. Semjið við kennara strax. Höfundur er verkfræðingur. Alþýðuflokkurinn sagðist í orði Samræmd próf í skugga verkfalls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.