Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 67 ÞRNKR^-RlK Höfum aldrei verið eins vit- lausir á pólítíska sviðinu Ég undirritaður er nú búinn að lifa tímana tvenna og fylgjast með pólitík í 50 ár. Þess vegna langar mig að bera saman pólitík í dag og eins og hún var fyrir 30 árum, bæði menn og málefni. Við íslend- ingar höfum aldrei verið eins vit- lausir á pólitiska sviðinu og við erum nú og dugar að nefna að nú eru flokkarnir orðnir 9. Þegar ég var ungur maður minnir mig að þeir hafi verið 4. Nú er verið að stofna nýjan flokk og hafa þeir sem að honum standa verið áður í ein- hverjum flokki. Það er auðséð að þessir menn eru bara eiginhags- munamenn sem að eru að reyna að skara eld að sinni köku. Þeir gera áreiðanlega enga byltingu í þjóðmálum íslendinga, enda fá þeir engan mann á þing. Sem betur fer eru kjósendur ekki svo vitlausir að kasta atkvæðum á þessa menn. Nei, eftir því sem flokkamir eru fleiri er stundrungin meiri. Nei, pólitíkin var miklu betur rekin þeg- ar menn eins og Bjami Benedikts- son, Ólafur Thors, Gunnar Jóhann Þórólfsson telur Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs þings, vera besta þing- manninn í dag. Thoroddsen, Gylfi Gíslason, Ey- steinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson héldu um stjómvölinn. Ég er á móti því að þingmönnum verði fyölg- að í 63 og sammála manninum sem var í viðtali í útvarpinu um daginn, en hann vildi fækka þeim í 30 og sagði að 30 þingmenn gerðu jafn mikið gagn. Þessu er ég sammála. Annars vil ég geta þess í leiðinni að Austurlandskjördæmi hefur komið langbest út í mörg ár enda eru þar góðir og þjóðhollir fulltrúar eins og Helgi Seljan, Sverrir Her- mannsson og Halldór Asgrímsson. Þetta eru allt traustir og góðir full- trúar. Ég vil skjóta því hér inní að Ragnhildur Helgadóttir og Salome Þorkelsdóttir em góðir fulltrúar þjóðarinnar og er hvorug þeirra eig- inhagsmunakona. En ég skil ekki við þessa grein án þess að geta forseta sameinaðs þings, Þorvalds Garðars Kristjánssonar, en hann er besti maðurinn á þingi í dag, enda er honum trúað fyrir vandasömum málum sem koma inn á hans borð og hann leysir af samviskusemi, heiðarleika og trúmennsku. Ég ber virðingu fyrir honum, betur að fleiri væru eins. Að endingu þetta: Það eiga bara að vera 2 flokkar í landinu, vinstri og hægri flokkur. Svo á maður að kjósa þann sem betur vinnur. Nú fer að styttast í kosningar enda eru þingmenn famir að skjálfa, hann verður langur hjá þeim loforðalist- inn á framboðsfundunum en hann styttist eftir kosningar ef ég þekki þá rétt. Jóhann Þórólfsson Þessir hringdu . . Beltið bjarg- aði syni mínum Skúli Bjarnason hringdi: I þættinum A beinni línu á Stöð 2 fyrir nokkru sat fyrir svörum Óli H. Þórðarson hjá Umferðar- ráði. Hann ræddi nýju umferðar- lögin og notkun öryggisbeltanna. Þá hringdi maður og sagði það hafa bjargað sér tvisvar að hann hefði ekki verið í belti þegar hann lenti í umferðaróhappi. Sonur minn lenti í árekstri á Arnames- hæðinni fyrir skömmu síðan og er ég viss um að það hafi bjargað honum að hann var í belti. Hann kom út óskaddaður en bílbeltið var útdregið og ónýtt. Ég vil benda mönnum á að hlusta ekki á svona málflutning eins og hjá þessum manni. Sýnið myndina í skólum Faðir hringdi: Ég vil leyfa mér að þakka Stöð 2 fyrir þessa frábæm mynd um fíkniefnavandamálið sem sýnd var sl. fimmtudagskvöld. Hún á erindi til allra landsmanna. Þess vegna vil ég fara þess á leit við Stöð 2 og aðra sem láta sér þessi mál einhveiju skipta að þeir komi þessari mynd á framfæri, t.d. í skólum og öðrum stöðum sem unglingar sækja, svo að sem flest- irþeirrageti fengið að sjá hana. Myndin á ekki síður erindi til foreldra en bama eins og fram kom í henni. Þar kom fram að vandamál foreldra er ekki síður vandamál heldur en sjálft eituref- nið vegna þess hve afskiptalitlir þeir eru gagnvart bömunum. Þau mega ekki vera að því að sinna þeim eins og kom fram í mynd- inni vegna fundarsóknar og annarra vafasamra lífsgæðakapp- halaups. Meðferðarheimili em ágæt sem slík en ég held að allt forvamarstarf sé það sem kemur að besta gagni. Þau störf þurfa að byija á heimilunum. Fjölskyld- an er hornsteinn þjóðfélagsins. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barínn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæöi tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins kr. 3.721.- (Innifalið í verði: Málmstandur, .................. 2000 mál, tíu höldur w — teskeiðar.) FANNIR HF Bíldshöfða 14, simi 672511 NU SPÖRUMVIÐ PENINGA. Og smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega allar nánari upplýsingar í síma 621566. BJORNINN HF Borgartún 28 - sími 621566 — Reykjavik. 0g nú erum við í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.