Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 61 t Útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, LÁRUSAR SALÓNSSONAR, fyrrum yfirlögregluþjóns, fer fram frá Bústaðarkirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélagi íslands eða aðrar líknarstofnanir. Ármann J. Lárusson, Grettir Lárusson, Kristján Heimir Lárusson, Brynja Lárusdóttir, Lárus Lárusson, barnabörn og Björg Árnadóttir, Ólafia Þórðardóttir, Sigurlaug E. Björgvinsdóttir, Júlfus Einarsson, Agnes Tryggvadóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGILS FRIÐRIKSSONAR, bónda, Skarði, Þykkvabæ. Fanney Egilsdóttir, Grettir Jóhannesson, Helgi Egilsson, Guðrfður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. iDHIMlllBfll Utvarps- og segulbands- tæki frá Siemens eru góðar fermingargjafir! RM 825: „Vasadiskó" með útvarpi og tónjafnara. Stereó, FM og miðbylgja. Tenging fyrir spenni. Léttog lipurttæki. Verð: 4050 kr. RC 825: „Vasadiskó" með tónjafnara. Stereó. Hröð spólun fram og aftur. Tenging fyrir spenni. Verð: 2880 kr. RK 621: Útvarpstæki, minna en vasabrotsbók! Með FM, miðbylgju, lang- bylgju og 7 stuttbylgjusvið- um. Stereó í heyrnartæki. Tenging fyrir spenni. Verð: 4850 kr. v____________________________/ RT 740: Feröaútvarp með burðaról. FM og miðbylgja. Hentugt fyrir fólk á faraldsfæti. Verð: 1090 kr. V_________:__________/ RM 864: Útvarps- og segul- bandstæki. Stereó. FM, stutt-, mið- og langbylgja. 4 hátalarar. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 8275 kr. V_____________________________/ RG 276: Útvarpsvekjari með segulbandi. FM og mið- bylgja. Vekur með útvarpi eða suðtóni. Verð: 3871 kr. V.____________________________/ RM 853: Útvarps- og segul- bandstæki. FM og miðbylgja. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 3860 kr. V___________________________/ RM 874: Útvarps- og segul- bandstæki. Stereó. Tvö snælduhólf. FM, stutt-, mið- og langbylgja. 4 hátalarar. Innbyggöur hljóðnemi. Verð: 9990 kr. V___________________________/ ------------------- SMITH & NORLAND Nóatúni 4 — Sími 28300. V_________ ■_______/ AF ERLENDUM VETTVANGi Eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Vaxandi kuir í Júgóslavíu „EF slíkt fólk ætlar að bindast samtökum til að leggja stjórn- kerfi okkar i rúst grípum við til sömu ráða og þið munduð gera ... Við mundum m.a. beita hernum ... A því má enginn vafi leika, heima og erlendis, að við munum vetja kerfi okkar með öllum ráðum.“ egar forsætisráðherra Júgó- slavíu, Branko Mikulic, sagði þetta í viðtali við „Der Spiegel" um vaxandi pólitíska andstöðu gegn kommúnistaflokki landsins varð þjóðin agndofa. En hann var ekki að tala um andstöðu 11,000 manna, sem taka þátt í einstæðum verkföllum, og þúsunda félaga þeirra, sem kunna að bætast í hópinn. Hann átti við andstöðu- hreyfingar, sem hafa myndazt á skömmum tíma í sumum hlutum landsins. Þjóðernisstefna er aðal- einkenni þessara hópa og Mikulic óttast að þeir sameinist og fái verkamenn til liðs við sig, þótt það gerist varla í bráð. Hótun hans gat hins vegar einnig átt við um verkfallsmenn. Mikulic, sem tók við embætti í maí í fyrra, er rólegur og hlédræg- ur, en kunnur fyrir einræðis- hneigð. Hann er Króati og „sagði fólki fyrir verkum og það hlýddi" þegar hann var flokksleiðtogi í Bosníu. Nú virðist hann vilja stjóma Júgóslavíu á sama hátt. Þjóðin hefur ekki átt leiðtoga síðan Tito lézt 1980 og tök kom- múnista hafa losnað, völdin færzt frá Belgrad til sex lýðvelda og tveggja sjálfstjómarhéraða og nú er varla lengur hægt að tala um einn kommúnistaflokk. Verkföllin hafa verið mest í Króatíu. Þar hefur gerzt þau óvenjulegu tíðindi að flokkurinn og leiðtogar verkalýðsins gagn- rýna stefnu stjórnarinnar í launamálum og Mitulic á úr vöndu að ráða. Enn erfiðara getur reynzt að hafa taumhald á Slóvenum, „vestrænustu“ og framsæknustu íbúum landsins, sem hafa gengið lengst í gagnrýni. Andstöðuhópar hafa myndazt í flokknum og æskulýðssamtökum hans í héraði þeirra. Ungir andófsmenn leggja áherzlu á umhverfismál, kvenrétt- indi og valddreifingu, en hafa lítinn skilning á mætti verka- manna. Aróður „græningja“ hafði þau áhrif að fyrirhuguð hækkun „um- hverfisvemdarskatts" var felld í þjóðaratkvæði í Slóveníu í vetur. Græningjar sögðu nýja stefnu nauðsynlega, en ekki auknar fjár- veitingar, og yfirvöld sættu sig við dóm kjósenda. Annar and- stöðuhóður skipulagði undirritun bænaskjala á aðaltorgi höfuðstað- arins Ljubljana með leyfi lögreglu og krafðist m.a.sérstakrar með- ferðar pólitískra fanga og þegn- skylduvinnu í stað herþjónustu. Fréttir um slíka atburði birtast í æskulýðsritinu „Mladina", sem segir líka frá mannréttindabrotum og gagnrýndi skipun Mikulic í fyrra. Önnur helzta andstöðuhreyf- ingin er í Belgrad og nýtur stuðnings bókmenntarita, viku- blaða, serbneska rithöfundasam- bandsins og serbnesku vísinda- akademíunnar. Sameiningartákn hennar er „Greinargerðin", skjal þar sem reynt er að bræða saman skoðanir lýðræðissósíalista og herskárra, serbneskra þjóðemis- sinna. Blaðamenn hafa stofnað sjóð til styrktar félögum, sem missa atvinnuna af stjórnmálaá- stæðum, en þessi félagsskapur er látinn óáreittur, þótt hann sé gagnrýndur fyrir að vera „stjóm- arandstöðuflokkur í mótun." Einnig starfar nefnd, sem berst fyrir frjálsum kosningum, óháðu dómkerfi og verkfallsrétti, og há- skólakennarar og fyrrverandi skæruliðar eiga sæti í henni. Valdhafarnir í Belgrad eiga erfitt vegna veikleika flokksins og aukinna áhrifa lýðveldanna. Tilraunir þeirra til að stemma stigu við auknu frjálsræði hafa valdið innanflokksdeilum. Slóven- skir kommúnistar hafa ekkert gert til að draga úr auknu lýð- ræði og í Serbíu hafa flokksleið- togar ekki þorað að anda á andstöðuhópana þar, sem njóta mikillar hylli og athygli. í Make- dóníu, Kosovo og víðar er hins vegar tekið hart á andófsmönn- um. Stjómin í Belgrad og stjórnir lýðveldanna leggja á það áherzlu að verkföllin beinist ekki gegn stjómkerfínu og svokallaðri „sjálfstjóm verkamanna", sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Þetta eru falsrök að dómi mennta- manns í Belgrad, sem segir: „Endurreisn kapítalisma fengi varla víðtækan stuðning með þjóðinni, en jafnframt trúir enginn lengur að sjálfstjóm verkamanna þjóni tilgangi“ Verðbólga er tæplega 100% í Júgóslavíu, útflutningur hefur dregizt saman og framleiðni er í lágmarki. Því var ákveðið með lögum 27.febrúar að laun sumra starfshópa yrðu ekki hækkuð í fjóra mánuði og laun annarra hópa miðuð við framleiðni. Verk- föllin beinast aðallega gegn þessum lögum, sem höfðu í för með sér verulega launalækkanir. Þessi uppsteytur er almennt talinn aðeins byijunin og ólga verka- manna getur magnazt, þótt heldur sljákkaði í þeim eftir hótun Mikulics. „í fyrsta skipti frá stríðslokum hefur verkalýðurinn séð hvers hann er megnungur þegar hann stendur saman gegn ríkisvaldinu," sagði króatískur menntamaður. „Vera má að hann dragi af þessu pólitískar ályktan- ir.“ Stjórnin vill ekki leggja febrú- arlögin á hilluna, en hefur bannað hækkun á verði nokkurra lífsnauðsynja í þrjá mánuði og lækkað verð á öðrum. Mikulic sagði að Júgóslavar mundu ekki hætta að greiða erlendar skuldir, sem nema 20 milljörðum Banda- ríkjadala, en bað lánadrottna að sýna Júgóslövum skilning. Síðan neitaði hann að samþykkja hug- myndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um breytingar í efnahagsmálum. Þótt lýðveldin hafi aukið sjálf- stæði neyðast þau líklega til að vinna saman í efnahagsmálum og reyna að forðast upplausn Júgó- slavíu í frumparta sína af ótta við afleiðingamar. Deilunum um skiptingu valdsins milli sam- bandsstjómarinnar og lýðveld- anna er þó ekki lokið. Verkföllin em merki um vaxandi jafnvægps- leysi í efnahagsmálum og stjóm- málum. Þau ná til alls landsins, verkfallsmenn hafa sýnt mikla hörku og búast má við harðnandi vinnudeilunm, þótt Mikulic hóti að beita hemum. Hermennimir eru úr öllum landshlutum, sveitir þeirra em blandaðar og herinn er talinn helzta sameiningaraflið, ef í odda skerst. Með hótuninni virtist Mikluic vilja segja hemum að stjómin skildi áhyggjur hans af ólgunni. Daginn áður hafði Milan Daljevic hershöfðingi, varaland- vamaráðherra, sagt í viðtali að herinn gæti ekki haldið að sér höndum og forðazt stjómmál, en gæti ekki skorizt í leikinn upp á eigin spýtur, eða með öðmm orð- um: herinn væri reiðubúinn, ef hans yrði þörf. Kannski var hann að tala um stjórn eins og í Póllandi. Ef herinn tekur á hinn bóginn öll völd gæti það leitt til borgarastríðs og sovézkrar íhlutunar og trúlega reyna Júgóslavar að forðast að málið færist á alvarlegt stig. Nú- verandi glundroði heldur líklega áfram enn um hríð og getur haft í för með sér annað hvort hættu- ástand eða aukið lýðræði. Á meðan halda skuldir Júgóslava áfram að aukast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.