Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Ólafsvík: Hátíðarsam- koma í tilefni 300 ára Ólaísvík. ÓLAFSVÍKINGAR komu sam- an 26. mars sl. á hátíðarsam- komu í tilefni 300 ára afmælis Ólafsvíkur sem löggilts versl- unarstaðar. AIl margt gesta var, meðal annars þingmenn kjördæmisins, og heiðursgestir voru félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, og frú. Dagskráin hófst með því að Kristófer Þorleifsson forseti bæj- arstjómar setti hátíðarfund í bæjarstjóm Ólafsvíkur. Þar voru á dagskrá tvö mál. Hið fyrra var að fá formlegt samþykki bæjar- stjómar á tillögu afmælisnefndar að dagskrá afmælisársins. Tiliög- una flutti Kristján Pálsson bæjarstjóri sem jafnframt er formaður afmælisnefndar. Síðara dagskráratriðið var afhending fyrsta heiðursborgarskjals í Ól- afsvík. Það er Víglundur Jónsson útgerðarmaður sem þessa heiðurs nýtur. Ekki þarf að fara mörgum orðum um starfsferil Víglundar í útgerðar- og félagsmálum. Hefur hann verið í fremstu víglínu og afmælis er verðugur heiðursborgari og fulltrúi þeirra kynslóðar sem þyngsta Grettistakinu lyfti. Bæjarsljóm bárast gjafír og kveðjur hvaðanæva af landinu og ávörp fluttu félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, og einnig Friðjón Þórðarson fyrir hönd þing- manna kjördæmisins. Forseti Rotaryklúbbs Ólafs- víkur afhenti forseta bæjarstjóm- ar eintök af sérslegnum hátíðarpeningi, en áður hafði for- seta íslands verið afhentur að gjöf peningur númer eitt. Að loknum hátíðarfundi bæjar- stjómar var flutt erindi eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson sagnfræðing um landnám og upphaf verslunar í Ólafsvík. Þá framflutti kirkjukór Ólafsvíkur tvö sönglög, samin sérstaklega í þessu tilefni. Höf- undur þeirra er söngstjóri kórsins, Elías Davíðsson tónlistarkennari. Fyrra lagið var við ljóð Ottós heit- ins Ámasonar bókara og heitir Ólafsvík. Hið síðara var vals sam- inn við texta Jóns Amgrímssonar Ólafsvíkurkaupstaður var fánum prýddur í tilefni 300 ára af- mælisins. Kirkjukór Ólafsvikur, undir stjórn Elíasar Davíðssonar, frumflytur sönglag eftir stjómandann. rafvirkjameistara. Þótti þetta ta- kast með ágætum. Síðasta atriði þessarar dag- skrár var að opnuð var sögusýn- ing sem kennarar og nemendur grannskólans hafa sett upp. Gunnar Hjartarson skólastjóri opnaði sýninguna. Mikla athygli og ánægju vakti leiksýning sem nemendur grannskólans fluttu. Þeirri sýningu stjómaði Svanhild- ur Jóhannesdóttir leikstjóri. Færði hún í leikform ýmis atriði úr sögu byggðarlagsins þar sem við sögu komu háir og lágir, faktorar, kaupmenn og svo alþýðan, búðar- stöður hennar, árleg koma Ól- afsvíkursansins og fleira. Inn í textann var svo spunninn flutn- ingur á vísum eftir Skáld-Rósu, ljóð eftir Jóhann Jónsson skáld og fleira. Þetta framtak Svan- hildar og nemenda grannskólans var ótrúlega lifandi lýsing frá þessum tíma og var tekið af hrifn- ingu. Að dagskrá lokinni bauð bæjarstjóm öllum upp á kaffi. Viðstaddir voru um 150-200 manns en auk þess var þessari dagskrá sjónvarpað beint um bæinn gegnum Villavídeó. Bátar vora margir á sjó og unnið var í flestum fískvinnslustöðvunum þennan dag og vora því margir sem ekki áttu þess kost að vera viðstaddir. Allhvass vindur var úr norðaustri en almennt róið eins og fyrr sagði. Bærinn er fánum prýddur. Vel þótti til takast með fyrsta þátt afmælisdagskrárinnar og vonum við að svo fari einnig um hina ýmsu liði sem síðar verða á árinu. - Helgi Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Frá hátíðarfundi bæjarstjórnar, Kristján Pálsson formaður af- mælisnefndar ávarpar fundargesti. Kristófer Þorleifsson, forseti bæjarstjómar, afhendir Víglundi fyrsta heiðursborgaraskjalið sem gefið hefur verið út í Ólafsvik. Lionsklúbburinn Þór: Gaf Borgarspítal anum lengingar- og réttingatæki Gunnar Sverrisson, formaður Lionsklúbbsins Þórs, afhenti dr. Gunn- ari Þór Jónssyni, yfirlækni á slysadeild Borgarspitalans, gjöf þeirra lionsmanna í gær. Að baki þeim má sjá starfsfólk á Borgarspítalan- um ásamt félögum i Þór. LIONSKLÚBBURINN Þór í Reykjavík hefur fært Borg- arspítalanum að gjöf beina- lækningatæki. Hvatamaður og ráðgjafi klúbbsins við tækja- kaupin var dr. Gunnar Þór Jónsson, prófessor og læknir á Borgarspítalanum. Tækin gera það kleift að lengja bein og rétta eftir brot eða ranga samgróningu. Kostir þeirrar aðferðar, sem tækin eru byggð fyrir eru miklir og góð viðbót við eldri aðferðir. Ekki þarf opna aðgerð við lengingu eða réttingar beina. Aukaverk- anir við minni háttar lengingar og réttingar verða litlar, segir í frétt frá Þór. Nokkrir íslenskir læknar hafa kynnt sér notkun þessara tækja í Rússlandi, þar sem þau hafa verið í notkun um nokkurt skeið. Með tilkomu tækjanna verður unnt að rétta bein sem ella hefði þurft að gera á erlendum sjúkra- stofnunum. Verulegar fjárhæðir sparast með tilkomu tækjanna, segir ennfremur í fréttinni. Nú bíða um það bil tíu sjúkl- ingar eftir meðferð í þessum tækjum, en unnt er að lækna tvo til þijá sjúklinga með tækjabún- aði þeim, sem gefínn var. Kaupverð tækjanna nam um 430.000 krónum, en þau myndu kosta á fullu verði með aðflutn- ingsgjöldum um eina milljón króna. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.