Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 31.03.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 69 Húsfyllir á baráttufundi Hins íslenska kennarafélags: Stuðningur við kennara - segir Kristín Norðland í verkfallsstjórn HIK ER að tæplega eittþúsund manns hafi verið á baráttu- fundi sem Hið íslenska kenn- arafélag efndi til í Broadway á sunnudag. Hlé var gert á samn- ingaviðræðum félagsins við ríkið meðan á fundinum stóð. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristín Norðland í verkfalls- stjóm HÍK að tilgangurinn með fundinum hefði verið að efla sam- stöðuandann og sýna að kennur- um er alvara með verkfalli sínu. Það hefði síðan komið í ljós að mjög mikill stuðningur er við málstað kennara og fólk vildi beij- ast áfram því annars hefði það varla látið sjá sig á fundinum miðað við þær fréttir sem verið höfðu í fjölmiðlum fyrr um helgina að samningar væru um það bil að nást milli HÍK og ríkisins. Kristín sagði að á tveggja tíma dagskrá fundarins hefðu verið bæði ávörp og skemmtiatriði þar sem allir gáfu sína vinnu. Þá hefðu fundinum borist áluktanir og samstöðuskeyti víða að. SPENNANDI MOGULEIKAR FYRIR UNGLINGA [ Gráfeldi bjóðast nú ótal spennandi og líflegir möguleikar í unglingaherbergið. Samstæður frá Lundia; rúm.hillur, skrifborð, stólar o.m.fl. - allt í stíl og ótal litum t.d. svart og hvítt eða rautt og hvítt, eða sá litur sem þú helst kýst. Veriðtímanlegaáferðinni þvístórhátíðarnálgast óðum. Léttur, Ijúfur og þéttur Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld. Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning. Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum kostum: • Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmíi, - sérstaklega hreinlegu efni sem hrindirfrá sér ryki og óhreinindum og þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá sem þjást af ofnœmi, asma og heymceði. • 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur og fjaðurmagnaður. Haltu þér fast! - Verðið kemur á óvart! Við erum með tvœr gerðir af Latex koddum: i.fiV Þynnri gerð á kr.873,-. Þykkari gerð á kr. 1.036 $0' Útsölustaðir: , qOv. ^ Hagkaupsbúðirnar \ V> Reykjavik, Njarðvík og Akureytl ^ LYóTADUn °ss?3?»10 Alyktun frá Bandalagi ísl. sérskólanema: Kemiaralaim allt of lág Morgunbladiö/iijami Hvert sæti var skipað í Broadway á baráttufundi Hins íslenska kennarafélags sem þar var haldinn á sunnudaginn. Framkvæmdastjórn Banda- lags íslenskra sérskólanema hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er furðu yfir að ríkis- valdið skuli ekki gera meira en raun ber vitni til að leysa þá deilu sem uppi er á rnilli þess og kennara í Hinu íslenska kennara- félags. Bent er á að varla hafi verið rætt við kennara nema síðustu dagana áður en verk- fallið skall á og eftir það hafi viðræður verið stopular, og með þeirri afstöðu sé ríkið ábyrgt fyrir að deilan er komin í meiri hnút en ástæða hefði verið til. í ályktuninni er tekið undir þær röksemdir HÍK að laun kennara séu of lág. Þetta hafi nemendur orðið áþreifanlega varir við með því með- al annars að hafa þurft að horfa á eftir fjöldanum öllum af hæfum kennurum út á almennan vinnu- markað, einungis vegna þess að kennarastarfið er engan veginn samkeppnishæft launalega. í ályktuninni segir síðan: Ríkinu ber skylda til að tryggja að kenn- arastarfið sé eftirsóknarvert og í það veljist einungis hæfir einstakl- ingar. Kennarastarfíð verður að vera vel samkeppnisfært launalega þannig að það geti keppt við hinn almenna vinnumarkað um besta starfskraftinn hveiju sinni. Ef svo er ekki þá er tilgangslaust fyrir stjómmálamenn og aðra að vera að velta sér upp úr draumum um að íslendingar eigi möguleika á að skapa sér eitthvert nafn á hinum ýmsu sviðum t.d. tölvusviðum, efna- iðnaði eða hinum ýmsu hátækni- sviðum. Þeim sem húsum ráða hjá ríkisvaldinu ætti að vera kunnugt um að þegar byggt er hús þá er það ekki gert öðruvísi en að byija á grunninum. Lágt fersk fisk verð í Þýzkalandi VERÐ á ferskum karfa á fisk- mörkuðunum í Þýzkalandi er nú lágt og búizt við því að svo verði að minnsta kosti fram yfir páska. Meðalverð á karfa úr Vigra RE var á mánudag 47,19 krónur. í þýzka dagblaðinu Nordsee Zeit- ung síðastliðinn laugardag er það haft eftir Jochen Jantzen, formanni stjórnar fískmarkaðsins í Bremer'- ** haven, að hann búist við því að fískverð yfir páskana verði neytend- um hagstætt. Vigri RE seldi á mánudag 326 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 15,4 milljónir króna, meðalverð 47,19. Sama dag seldi Ottó Wathne NS 128 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 7,9 milljónir króna, meðalverð 61,75.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.