Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 18

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 og fjölskyldum. Hluti af náminu felst í starfs- þjálfun á hinum ýmsu stofnunum. Námið er því bæði bóklegt og verk- legt og er samræmt að sama markmiðinu: Að gera nemandann hæfan í að beita faglegum aðferð- um til að hjálpa fólki við að nýta sér eigin möguleika til að ná rétti sínum, bæði gagnvart hinu opinbera og í einkamálum. Þetta á við beina upplýsingagjöf, fyrirgreiðslu, með- ferðarstarf, leiðsögn og fyrirbyggj- andi starf. Eftir grunnnám er hægt að afla sér sérhæfingar með framhalds- námi erlendis. Sem dæmi má nefna stjómunarstörf eins og mótun fé- lagsmálastefnu og starfsmanna- stjórnun, fjölskyldumeðferð og vinnu með einstaklingum. Starf félagsráðgjafa Er einhver þörf á félagsráðgjöf- um? Til hvers þarf langskólagengið fólk til að annast verk, búa til vandamál úr störfum sem hver fjöl- skylda vann sjálf hér áður fyrr? Við teljum að félagsráðgjafinn sé í fæstum tilvikum að búa til vanda- mál. Þvert á móti teljum við hann til margra hluta nytsamlegan. Sú þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag er öll önnur og miklu flóknari en hún var í „gamla daga“. Af því leiðir að skapast hefur þörf fyrir nýjar starfsgreinar, meðal annars umönnunar- og þjónustugreinar sem hafa tekið við stórum hluta af „Sú þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag er öll önnur og miklu f lóknari en hún var í „gamla daga“. Af því leiðir að skapast hefur þörf fyrir nýjar starfs- greinar, meðal annars umönnunar- og þjón- ustugreinar sem hafa tekið við stórum hluta af þeim störfum sem áður voru unnin inni á heimilunum.“ þeim störfum sem áður voru unnin inni á heimilunum. Að auki hefur uPPbygging þjóðfélags okkar verið á þann veg að ýmiss konar félags- leg þjónusta er nú réttur hvers einstaklings. Reynslan sýnir að ekki veitir af leiðsögn þeirra sem eru vel að sér í þeim málum (eins og fé- lagsráðgjafar eru eftir nám sitt), til að hver og einn fái það sem honum ber og hafi sem mesta möguleika á að lifa hamingjuríku lífi. Félagsráðgjafar starfa aðallega á heilbrigðis- og félagsmálasviði. Algengt er að þeir starfi við kennslu, starfs- og skólaráðgjöf, rannsóknir, stjórnsýslu og hjá at- vinnufyrirtækjum. Helstu stofnanir sem félagsráð- gjafar starfa á í dag eru: — Landspítalinn (geðdeildir, al- mennar deildir, kvennadeild, öldr- unar- og áfengisdeild). — Geðdeild barnaspítala Hringsins. — Borgarspítalinn (almennar deild- ir, geðdeild, öldrunardeild, endur- hæfingardeitd). — Landakotsspítali. — Háskóli íslands. — Kópavogshæli. — Svæðisstjórnir um málefni fatl- aðra. — Heyrnleysingjaskólinn. — Öskjuhlíðarskólinn. — Greiningarstöð ríkisins í Kjar- valshúsi. — Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta skóla. — Skólar. — Félagsmálastofnanir. — Útideild unglinga. — Unglingaráðgjöfin. — Fjölskylduheimili fyrir unglinga, Búðargerði 9. — Afangastaðurinn Amtmannsstíg 5a. — Múlalundur. — Félagsmiðstöðvar fyrir ungl- inga. — Dagdeild Rauða kross Islands. — Reykjalundur. — Styrktarfélag vangefinna. — Örvi, verndaður vinnustaður Kópavogi. — Einkastofur. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er starfið afar fjölbreytt. Launarnál Undanfarið hefur verið mikið til umfjöllunar meðal hinna ýmsu upp- eldis- og umönnunarstétta hve störf þeirra eru illa metin í þjóðfélaginu í dag. Orsakirnar eru tvímælalaust að stórum hluta þær að þessar stétt- ir eru upp til hópa kvennastéttir. En inn í þetta hlýtur þó einnig að fléttast virkni stéttanna og barátta til að ná fram markmiðum sínum. Það ástand sem ríkir í launamál- um félagsráðgjafa getur haft víðtækar afleiðingar. I dag (26. mars 1987) eru grunnlaun félags- ráðgjafa 32.851 krónur. Hver er reiðubúinn til að leggja á sig 4'/2 árs háskólanám (þó áhugavert sé) fyrir jafn smánarleg laun og raun ber vitni? Við sem nemar á síðasta ári í félagsráðgjöf hljótum, með hliðsjón af launamálum, að spyija okkur þeirrar spurningar hvort við höfum „efni á“ að vinna sem fé- lagsráðgjafar. Nýjasti bíllinn frá Ford í Þýskalandi er uRiui Verð beinskiptur kr. 526.500. C77 QAA Verð sjálfskiptur kr. U * l iQvvi SvEINN EGILSSON HF Skeifunni 17. Simi 685100. Höfundar eru: Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Ellý A. Þorsteins- dóttir, Hera Ósk Einarsdóttir, Kolbrún Ogmundsdóttir, Magda- lena Kjartansdóttir, Sigríður Anna Einarsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Steinunn Kristín Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svav- arsdóttir. Ráðstefna um benzó- díazepin RÁÐSTEFNA verður haldin mánudaginn 6. apríl nk. á vegum fyrirtækisins F. Hoff- mann-La Roche um benzódíazepin sem eru díaz- epam og skyld lyf. Á ráð- stefnunni verða fyrirlesarar bæði íslenskir og erlendir. Ráðstefnan verður á Hótel Sögu. I fréttatilkynningu segir að sjaldan hafi einn flokkur lyfja vakið jafn mikla athygli vísinda- manna, verið oftar til umræðu meðal lækna eða fengið meiri umfjöllun í fagtímaritum en ein- mitt bensódíasepín. Metsölublad á hverjum degi! Félagsráðgjöf - til hvers? eftir félagsráðgjafar- nema á síðasta ári við Háskóla Islands Tilefni þess að við skrifum þenn- an pistil er af tvennum toga spunnið. Annars vegar að við höfum orðið vör við að nokkuð virðist vera á reiki um hvað félagsráðgjöf snýst. Spumingar eins og hvað er félags- ráðgjöf, hvar vinna félagsráðgjafar og til hvers eru félagsráðgjafar, falla oft af vörum samferðamanna okkar. Hins vegar berum við ugg í brjósti gagnvart þeirri launastefnu sem ríkir í þjóðfélaginu í dag og þá sér í lagi í garð félagsráðgjafa. Menntun félag’s- ráðgjafa Nám í félagsráðgjöf við Háskóla íslands hófst árið 1980. Fyrir þann tíma sóttu félagsráðgjafar menntun sína til annarra landa. Árið 1974 voru 11 félagsráðgjafar starfandi hér á landi en nú hafa u.þ.b. 125 starfsleyfi. Námið í háskólanum tekur a.m.k. 4 V2 ár. Því er þannig háttað að velja þarf á milli þriggja greina, félagsfræði, sálarfræði eða uppeldisfræði að viðbættum skyldu- námskeiðum í félagsráðgjöf (sjá eftirfarandi skýringarmynd). Félagsfræði Sálarfræði Uppeldisfræði 60 e. 60 e. 60 e. Félagsráðgjöf 30 e. BA-próf 90 e. Starfsréttindanám í félagsráögjöf 30 e. Alls 120 e. í skyldunámskeiðum félagsráð- gjafar er meðal annars lögð áhersla á kenningar og starfsaðferðir sem félagsráðgjöf byggir á, einnig sem þekking á hinum ýmsu starfsgrein- um er samþætt í hagnýtri beitingu (starfsþjálfun). Sem dæmi um efn- isþætti má nefna tryggingarlög- gjöfina, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, húsnæðis-, heilbrigðis-, vímuefna- og bamaverndarmál. Auk þessa er ýmsum þáttum lög- fræðinnar gerð nokkur skil, svo sem sifja- og erfðarétti, refsirétti og vinnurétti. Á síðasta ári námsins er Qallað sérstaklega um siðfræði félagsráðgjafar, kreppuvinnu, þ.e. að vinna með einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum, t.d. ástvinamissi eða skilnaði, og vinnu með hópum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.