Morgunblaðið - 31.03.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 31.03.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Fundur um fiskmarkað á Akureyri; 20 aðilar ákveðnir í að leggja fram hlutafé NÚ LIGGJA fyrir loforð frá um 20 aðilum um að leggja fram hlutafé í fyrirtæki um fiskmark- að á Akureyri, samtals á fjórðu milljón króna. Undirbúnings- stofnfundur var haldinn á Hótel KEA sl. sunnudag. A fundinum var kjörin stjórn til að safna hlutafé og ganga frá stofn- un fyrirtækisins. í stjórninni eiga sæti Sverrir Leósson, Akureyri, Guðmundur Steingrímsson, Akur- eyri, Kristján Ólafsson, Dalvík, Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði, Knútur Karlsson, Grenivík, Kristján Asgeirsson, Húsavík, og Hreinn Halldórsson, Hvammstanga. Samþykkt var á fundinum að stefna að því að hlutafé fyrirtækis- ins yrði 5 milljónir króna. Aður hafði verið rætt um hærri upphæð en menn töldu það óþarft, til að byija með að minnsta kosti. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að gerast hluthafar í fyrirtækinu, skv. heimildum Morgunblaðsins, eru Utgerðarfélag Akureyringa, Þormóður Rammi á Siglufirði, Höfði á Húsavík, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar á Ólafs- firði og Útgerðarfélag KEA. « * Stærri-Árskógskirkja á Árskógsströnd. Viðgerðir á kirkjunni í Stærri- Arskógi Sóknarnefnd Stærri- Árskógskirkju hefur staðið fyrir verulegum viðgerðum á kirkjunni undanfarna mánuði. Skipt hefur verið um járn á þaki hennar og nú er verið að mála hana að innan. Hannes Vigfússon í Litla-Ár- skógi, sem sér um málningarvinn- una ásamt Kristjáni bróður sínum, var að mála loft kirkjunnar þegar blaðamaður leit þar við á dögun- Morgunblaðið/Helgi Bjamason Hannes Vigfússon málar loft- ið í kirkjunni. um. Þeir bræður eru listamenn, og kemur það sér vel þegar kem- ur að því að skýra upp skraut kirkjunnar. Hannes gat þess að faðir þeirra hefði byggt kirkjuna á sínum tíma og Freymóður Jóhannsson list- málari málað hana, en altarista- flan væri eftir Ásgrím. Hann sagði að þeir bræður hefðu áður málað kirkjuna. Sjónvarp Akureyri ÞRIÐJUDAGUR § 18.00 Hin heilaga ritning. (Sacred Hearts.) Bresk sjónvarpskvikmynd frá 1984, skrifuö og leikstýrö af Barbara Rennie. Gamansöm mynd um tilvonandi nunnu, sem fær bakþanka þegar sjóndeildar- hringur hennar víkkar. 19.40 Viökvæma vofan. Teikni- mynd. 20.05 í návígi. Yfirheyrslu- og umræöuþáttur í umsjón frétta- manna Stöövar 2. Hér ræöa Páll Magnússon og Ólafur Friöriksson við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæöisflokksins, áöur en Al- bert Guömundsson fór í sérfram- boö. 20.40 Benny Hill. Breskur gaman- þáttur sem alla jafnan er í „læsta" hluta dagskrárinnar en er hér sýndur i „opna" hlutanum í kynn- ingarskyni. § 21.10 Afleiöing höfnunar. (Nobodys Child.) Bandarisk kvik- mynd. Mynd þessi er byggö á sannri sögu um Marie Balter. Saga ungrar konu sem tókst aö yfirstíga hiö óyfirstiganlega. Beitt ofbeldi, sett á hæli og fleira álíka, snýr hún martröð þeirri sem hún liföi í sigur gegn þvi meö gífurlegu hugrekki á afdrifarikan hátt. § 22.50 NBA-körfuboltinn. Umsjón- armaöur er Heimir Karlsson. 00.00 Dagskrárlok. Frá fundi sjálfstæðismanna í Lóni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölmennur fundur Sjálf stæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN héldu fjölmennan baráttufund í Lóni á sunnudagskvöldið. Þar fluttu ávörp fimm efstu menn D-listans í Norðurlandskjördæmi eystra ásamt tveimur ungum sjálfstæð- ismönnum. Björn Dagbjartsson talaði fyrst- ur, þá Margrét Kristinsdóttir, síðan Sigurgeir Sigurgeirsson, Vigfús B. Jónsson, Agnes Smáradóttir, Tóm- as Ingi Olrich og síðast Halldór Blöndal, efsti maður á lista flokks- ins. Var gerður góður rómur að ræðum manna. Halldór Blöndal sagði sjálfstæðismenn óhrædda þrátt fyrir aukinn Q'ölda smáflokka sem fram hefðu komið. „Við ætlum að vera stærsti flokkur í Norður- landskjördæmi eystra eftir kosning- ar — forystuaflið í stjómmálum kjördæmisins,“ sagði hann. Bæjarráð Akureyrar um samþykkt ríkisstj órnarinnar: Engin lausn á vanda Hitaveitu Akureyrar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð bæjar- ráðs Akureyrar, dagsett 26. mars 1987, i tilefni af samþykkt rikis- stjórnarinnar um málefni Hita- veitu Akureyrar: „I upphafi viðræðna hitaveitu- nefndar ríkisstjórnarinnar og full- trúa sveitarfélaganna voru tvö markmið sett fram af hálfu þeirra síðarnefndu. Það fyrra að gjald- skrár viðkomandi hitaveitna lækkuðu til samræmis við orku- kostnað á þeim svæðum sem rafmagn er niðurgreitt. Síðara markmiðið var að fyrirsjáanlega yrði hægt að greiða upp skuldir hitaveitnanna á eðlilegum afskrift- artíma þeirra. Að loknum ítarlegum viðræðum sem staðið hafa í nokkra mánuði komu fram hugmyndir hitaveitu- nefndar ríkisstjórnarinnar um að ef miðað væri við ákveðnar forsend- ur yrði Hitaveita Akureyrar skuld- laus árið 2013. í þessum forsendum er m.a. gert ráð fyrir 20% lækkun á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar án sérstakra utanaðkomandi ráðstaf- ana. Á sameiginlegum fundi bæjar- ráðs og veitustjórnar Akureyrar í síðustu viku voru ofangreindar hug- myndir ræddar og við þær gerðar verulegar athugasemdir og voru þær sendar hitaveitunefnd ríkis- stjórnarinnar strax daginn eftir. Það kom því bæjarráði Akureyrar mjög á óvart að hugmyndirnar skyldu lagðar fram sem tillögur til ríkisstjórnarinnar án þess að at- hugasemda bæjarráðs og veitu- STJÓRN Byggðastofnunar ákvað í gær að byggt yrði hús á Akureyri undir stjórnsýslumið- stöð. Guðmundur Malmquist, forstöðu- maður Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst yrði að í byggingunni yrðu Byggðastofnun og Húsnæðisstofn- un ríkisins og örugglega fleiri stofnanir þó ekki sé ljóst hveijar þær yrðu. Ekki er vitað hvenær hafist verður handa við byggingu hússins. Halldór Blöndal, alþingismaður, á sæti í stjóm Byggðastofnunar. Hann var staddur á Akureyri í gær. „Ég er auðvitað mjög ánægð- stjórnar væri að nokkru getið. Þessum vinnubrögðum mótmælir bæjarráð harðlega. Bæjarráð telur að samþykkt ríkisstjórnarinnar feli ekki í sér neina lausn á vanda Hita- veitu Akureyrar. ur yfir því að stjórn Byggðastofnun- ar skuli hafa samþykkt að hér rísi myndarlega bygging í miðbænum, sem verði stjórnsýslumiðstöð,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. „Nú er unnið að því að sem flest- ar opinberar stofnanir hafi hér sína fulltrúa eða útibú og afgreiðslu, svo sem Húsnæðisstofnun ríkisins og Lánasjóður íslenskra námsmanna. Ég vildi á sínum tíma að Byggða- stofnun yrði flutt norður en það fékk því miður ekki hljómgrunn. Ég er hins vegar ekki í vafa um að sú krafa ríður nú baggamuninn þannig að auðveldara var að vinna stjórnsýslumiðstöðinni fylgi vegna forsögunnar,“ sagði Halldór í gær. Stjórn Byggðastofnunar: Hús verður reist und- ir stjórnsýslumiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.