Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 256^0)1. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987________________ Prentsmiðja Morgunblaðsins Fórnarlömb IRA borin til grafar í gær fóru fram fyrstu jarðarfarir þeirra, sem létu lífíð í Enniskillen á Norður-írlandi síðast- liðinn sunnudag. írski lýðveldisherinn (IRA) hefur lýst ábyrgðinni á ódæðinu á hendur sér, en hinn pólitíski armur samtakanna, Sinn Fein, hefur harmað _ hann. Fyrrverandi írlands- málaráðherra Breta, Sir Philip Goodhart, skor- aði í gær á IRA að selja þá, sem ábyrgð bæru á verkinu, í hendur ör- yggisveita Norður- Irlands eða lífláta þá ella, en IRA hefur áður tekið af lífí eigin liðs- menn fyrir verk, sem „skaða málstaðinn". Sagði Goodhart að með því móti einu gæti IRA sannað að þeir hörmuðu hryðjuverkið. Reuter Noregur: Hlerunarbúnað- ur finnst í norska sendiráðinu í Prag Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgfunblaðsiiu. í NORSKA sendiráðinu í Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu, fannst nýlega fjöldi hljóðnema og annarra lilerunartækja. Talið er að tækj- unum hafi verið fyrir komið þegar endurbætur fóru fram á bygging- unni fyrir skömmu. í gær var tékkneski sendiherrann í Ósló kvaddur á fund utanrikisráðherra og þessari njósnastarfsemi harðlega mót- mælt sem grófu broti á alþjóðlegum sáttmálum og sögðu Norðmenn að uppgötvunin kynni að spilla fyrir bættum samskiptum austur og vesturs. Annar sendiráðsritari Tékka, Josef Hejsek, sagði að skilaboð- un'um hefði verið komið áleiðis til Prag, en vildi ekkert frekar segja um málið. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í norska utanríkisráðuneytinu, fundust tæp- iega 20 hljóðnemar í byggingunni. Þeim var komið fyrir í nær öllum herbergjum hinnar fjögurra hæða byggingar, þar á meðal í skrifstofu sendiherrans. Sérfræðingar leyni- þjónustu hersins uppgötvuðu einnig nokkra hljóðnema í herbergi því, sem ætlað er til leynilegra skeyta- sendinga til Noregs, en ekki mun þar þó hafa verið búnaður, sem gæti hafa gert Tékkum kleift að Ummæli Reagans styrktu dollarann ekki nægilega Verðbréf falla enn á ný í verði New York-borjj, Reuter. VERÐBRÉF f Bandarfkjunum féllu f verði eftir að orð Ronalds Reag- þingflokkanna tóku í sama streng. I ásáttir um aðgerðir á morgun, en Repúblikaninn Bob Dole sagðist forystumenn demókrata vildu gefa jaftivel vona að flokkamir yrðu | sér vikuna alla. ráða dulmálsskeytin. Fyrir rúmum mánuði hófust end- urbætur á sendiráðsbyggingunni, en vegna íjárskorts var ákveðið að fá tékkneska verkamenn til starf- ans fyrir meðalgöngu tékkneskra yfírvaida. Þeim hefur því ekki orðið skotaskuld úr því að koma búnaðin- um fyrir. Norðmenn telja ekki að hleranir Tékka hafí skaðað norska hags- muni mikið. í fyrsta lagi er talið nær öruggt að búnaðurinn hafí ein- ungis verið í byggingunni um mánaðarskeið, en í öðru lagi er stranglega bannað að ræða um leynileg málefni í sendiráðinu. Þurfí að ræða slík mál ber starfsmönnum þess að fara út á víðavang til þess. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem hlerunarútbúnaður fínnst í norska sendiráðinu í Prag. Árið 1981 upp- götvuðu Norðmenn §óra hljóðnema í þaki hússins sem gerðu Tékkum kleift að hlýða á samræður í öllum herbergjum sendiráðsins. í það skiptið fóru Tékkar þess á leit við norsk stjómvöld að málið yrði þagg- að niður, en hálfu ári síðar láku upplýsingamar til fjölmiðla. an, Bandaríkjaforseta, megnuðu ekki að styrkja Bandaríkjadal eins og vonast hafði verið til. Samkvæmt óstaðfestum tölum lækkaði Dow Jones-verðbréfavísitalan um 22,05 stig og munu Vi allra verðbréfa hafa lækkað í verði. Framan af degi f gær féll dalurinn nokkuð, en sótti f sig veðrið eftir að Reagan hafði sagt að dalurinn hefði fallið Fundur arabaleiðtoga í Amman: Sýrlendingar og írakar sáttir Reuter Hussein Jórdaníukonungur situr hér milii þeirra Saddams Hussein, leiðtoga íraks, og Yassers Arafats, leiðtoga PLO. nægilega langt. I gær hækkaði gengi Bandaríkja- dals talsvert eftir metfall undan- fama daga og var það rakið til þeirra orða Bandaríkjaforseta að hann vildi ekki frekara fall frá því sem orðið væri. Sagði hann enn fremur að stjómin aðhefðist ekkert sem orðið gæti til frekari lækkunar. I kjölfar þessara orða sigldi nokk- ur bjartsýni á verðbréfamörkuðum sem og meðal gjaldeyrismiðlara. Skömmu fyrir lokun kauphallarinn- ar í Wall Street brast þó flóttj á liðið og lækkuðu verðbréf enn eina ferðina. Fréttaskýrendur telja einnig að verðbréfasalar hafí misst trú á að samkomulag náist með repúblikön- um og demókrötum um hvemig lækka megi íjárlagahallann, þrátt fyrir að leiðtogar beggja flokka segðust vonast til þess að gengið yrði frá málum fyrir helgi. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Howard Baker, sagði í gær að vel miðaði í viðræðunum og leiðtogar Araman, Reuter. JÓRDANSKIR embættismenn skýrðu frá því f gær að Hussein konungur hefði náð sáttum milli leiðtoga Sýrlands og íraks, sem löngum hafa eldað grátt silfur saman. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði ennfremur að ágrein- ingur hans og Husseins Jórdaníu- konungs væri nú svo að segja leystur. Að sögn talsmanns Jórdaníu- stjómar hélt Hussein konungur „bróðurlegan" fund með þeim Hafez al-Assad, Sýrlandsforseta, og Sadam Hussein, leiðtoga íraks, sem lofaði góðu um stórbætt sam- skipti ríkjanna. Engin viðbrögð fengust frá fulltrúum Sýrlands og íraks um fundinn. Þrátt fyrir þetta hefur ekki náðst samstaða með arabaleiðtogunum um til hvaða aðgerða skuli gripið ■ vegna Persaflóastríðsins, en fram að þessu hafa Sýrlendingar frekar hallast á sveif með írönum, sem ekki teijast til arabaþjóða. Sýrlendingar hafa krafist þess að arabaríkin æski þess að Banda- rfkjafloti og skip annarra rfkja hafí sig á brott af Persaflóa, en þar að auki hafa sýrlensk stjómvöld vísað á bug túlkun íraka á samþykkt Öryggisráðs Sameinuð þjóðanna frá í sumar, þar sem krafíst var tafar- lauss vopnahiés á Persaflóa. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði að hann og Hussein konungur hefðu orðið sammála um að sam- ræma aðgerðir sínar í framtíðinni. „Þetta vom meira en sættir. Við ákváðum að samræma aðgerðir okkar til þess að þjóðir okkar og réttmætur málstaður njóti góðs af.“ Næstu dagar ættu að leiða í ljós hversu langvinnar og áhrifamiklar þessar sættir verða, en fréttaskýr- endur segja að enn sé langt i land í mörgum deiluefnum. Bresk ferðaskrifstofa: . Hyggst gera Colditz að fimm stjömu hóteli Innsbriick, Reuter. BRESK ferðaskrifstofa reynir nú að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd að gera Colditz- fangelsið alræmda að fimm stjömu hóteli. Það hýsti stríðs- fanga nazista i seinna striði. Verði af opnuninni hefur ferða- skrifstofan m.a. á pijónunum að bjóða fyrrum föngum til þægilegri dvalar við opnunina. Hugmyndin er þó ekki alveg ný af nálinni, því í stríðinu gerðu fang- amir nefnilega auglýsingu fyrir „Hótel Colditz": „500 herbergi og eitt baðkar . . . fjölmennt og umhyggjusamt starfslið, ávallt vel á verði. Eftir komuna muntu ekki getað siitið þig á burt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.