Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 Minning: Margeir Sigmjóns- son forstjóri Fæddur 22. nóvember 1907 Dáinn 1. nóvember 1987 Það skiptir víst engu máli hvem- ig dauðann ber að, alltaf skal hann reynast jafnbeiskur þeim er eftir lifa. Þótt við ýmsu hefði mátt búast undanfarin misseri, þá var það ekki fyrr en alveg undir lokin, að við gerðum okkur raunverulega grein fyrir því, að við væru'm að missa þennan sterka og áhrifaríka mann. Þennan líka öðling, hann afa. Hann afi fæddist í Reykjavík þann 22. nóvember 1907, sonur hjónanna Sigurjóns Jóhannssonar söðlasmiðs og Margrétar Þorleifs- dóttur. Nokkurra daga gamall missti hann móður sína og var þá tekinn í fóstur hjá föðurbróður sínum, Guðjóni, og konu hans Sigríði Magnúsdóttur. Afi eignaðist tvö hálfsystkini, Hannes Húnljörð og Sigríði Jó- hönnu, en þau em bæði látin. Árið 1932 gekk hann afi að eiga hana ömmu, Laufeyju Ingólfsdóttur, dóttur Ingólfs Daðasonar og Lilju Halldórsdóttur. Böm afa og ömmu em: Margrét, f. 1933, fulltrúi hjá Steinavör hf., gift Gissuri Gissurar- syni og eiga þau sex böm. Lilja, fædd 1936, fulltrúi hjá Steinavör hf., gift Flosa Ólafssyni leikara, þau eiga einn son. Guðjón, fæddur 1942, forstjóri Steinavör hf., kvæntur Margréti Jónsdóttur. Þau eiga fimm böm. Ingólfur Öm, ritstjóri Al- þýðublaðsins, sambýliskona hans er Jóhanna Jónsdóttir, læknir, en Ingólfur á tvö böm með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Tone Myckle- bost. Siguijón, fæddur 1952, dáinn 1953. Oskar Helgi, fæddur 1954, skraddari á Vinnustofunni Ás, sam- býliskona hans er Jóhanna Magnús- dóttir, starfsmaður hjá efnalauginni Björgu. Þá má geta þess að bamabama- bömin em níu talsins. Það er orðið langt um liðið síðan við gerðum okkur grein fyrir því, hvers virði hann afi var okkur. Við finnum það alltaf betur og betur, hvemig það, sem við af honum lærðum, gerir okkur léttara að tak- ast á við staðreyndir lífsins. Með lífsstfl sinum kenndi hann okkur ráðvendni og heiðarleika, og hafa margir komist af og haft rýrra veganesti í pokahominu. „Verið heiðarleg, en látið samt engan bil- bug á ykkur finna,“ gat hann sagt okkur, án þess að segja það nokk- um tíma berum orðum. Hann afi var ekki hinn dæmigerði mjúki maður dagsins í dag, ekki maður sem bar tilfinningar sínar á torg. En þrátt fyrir það duldist það engu okkar, hve vænt honum þótti um afkomendur sína. Sá gamli fylgdist nefnilega grannt með okkur öllum, þó að í fjarlægð væri. Styrk hönd hans var okkur ætíð nærri er á reyndi. Hann afi var athafnamaður af gamla skólanum, einn af þeim sem aldrei unni sér hvfldar. Ungur að ámm reis hann upp úr fátækt, afl- aði sér menntunar erlendis og fetaði sig ömgglega upp á við í marg- slunginni hringiðu viðskiptalífsins. Síðustu þrjá áratugina stjómaði hann fyrirtæki sínu af stakri snilld, rétt eins og hljóðfæraleikari sem aldrei slær feilnótu. Það var líka mikið í húfi, því að í raun má segja að Steinavör hf. hafi um árin reynst lífakkeri fjölskyldunnar allrar. Flest stigum við þar okkar fyrstu spor í atvinnulífinu, og þá að sjálfsögu undir dyggri stjóm afa. Hann afi var heimsmaður og ferðalangur hinn mesti. Við gleym- um því víst seint hve stolt við vomm af þeim ömmu og afa þegar þau komu heim úr ferðum sínum frá fjarlægum heimsálfum. Oft gátum við setið tímunum saman og skoðað myndir frá þessum ferðum þeirra, en þær vom okkur sem nokkurs konar ævintýri. Afi og amma með fólki af ýmsu þjóðemi, svörtu, gulu, rauðu og hvítu. Og toppurinn af öllu, afi með blómarósunum á strönd Hawaii. Á ferðalögum og í frístundum kom kímnigáfa afa okk- ur oft í opna skjöldu, en þá var eins og losnaði um þá spennu sem óneitanlega fylgdi ábyrgðartilfinn- ingu hans í starfi. Á þeim stundum munum við hann geislandi af gleði sem iét engan ósnortinn, og þannig þykjumst við vita að hann afi hafí haldið í sína hinstu for. Elsku amma, megi góður guð varðveita þig og styrkja á þessum sorgardögum. Tilveru alia og töfra hennar giæðir guðsandi. Lögmál hans kveikja lífsgneista vitund verðandi. Líkt og laukur lyftist úr moldu, fóstrar fræ og sáir, þannig er líf og þroski manns eilíf upprisa. (Davíð Stefánsson) Kveðja frá barnabömum. Þegar við, fyrrum leikbræður, vinir og félagar nú á kveðjustund minnumst öðlingsins Margeirs Sig- uijónssonar, er okkur bæði ljúft og skylt að þakka sérstaka tryggð hans við sameiginlegt áhugamál, knattspymuna í KR. Margeir ólst upp í gamla Vestur- bænum og byijaði ungur að æfa knattspymu. Hann lék í öllum ald- ursflokkum KR, oftast í stöðu markvarðar og rejmdist þar sem annars staðar traustur og mikill liðsmaður. Hann dáði íþróttina alla tíð síðan. Þegar svo eldri knattspymumenn í KR stofnuðu styrktarsamtök, er nefnast Bakverðir KR, gerðist Mar- geir strax félagi. Þótt hann væri elstur stofnfélaga lét hann sig aldr- ei vanta þegar boðað var til funda. Mætti hann þar jafnan með sínum góða vini Haraldi Ágústssyni og vom þeir oftast fremstir í flokki ef hlaupa þurfti undir bagga til að- stoðar við knattspymudeildina og sýndu með því fordæmi sem hvatti aðra til dáða. KR stendur í mikilli þakkarskuld við félaga á borð við Margeir, sem ávallt eru reiðubúnir til að gefa góð ráð og aðstoða á allra handa máta þegar leysa þarf erfið vandamál. Margeir var einmitt þannig félagi. Blessuð sé minning hans. Við sendum Laufeyju, eftirlifandi eiginkonu Margeirs, bömum þeirra og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Knattspyrnufélags Reykjavíkur, Björgvin Schram. Þegar ég minnist tengdaföður míns, Margeirs Siguijónssonar, verður mér ósjálfrátt hugsað til ömmu minnar, sem mér þótti svo ákaflega vænt um. Amma lagði það ekki í vana sinn að draga fólk í dilka eftir mannkost- um. Hins vegar hafði hún oft orð á því hvemig „nærveru“ hver og einn hefði og vafalaust hefur þessi „nærvera" haft sitt að segja, þegar hún lagði mat á manngildi hvers og eins. Ég hef fáum mönnum kynnst á lífsleiðinni, sem höfðu jafngóða „nærveru“ og öðlingurinn sem við kveðjum í dag. Þessum hægláta manni fylgdi alltaf einhvers konar ljúf birta og mild hlýja, eitthvað sem ekki verður með orðum lýst. Návist hans hafði þau áhrif, að maður fór að líta lífið og tilvemna bjartari augum. Margeir hafði öðrum mönnum betri „nærveru". Það hefur stundum verið sagt, að æviskeiði mannsins megi skipta í árstíðir: vor, sumar og haust. Og síðan kemur veturinn. Á síðustu vordögunum og fyrstu sumardögunun í lífí Margeirs voru þau hjónin í Færeyjum og þar var lagður grunnurinn að þeirri farsæld og hamingju sem umlék þau Mar- geir Siguijónsson og Laufeyju Ingólfsdóttur alla tíð, þó sorgin væri stundum á næsta leiti og sækti þau heim, eins og svo oft gerist á langri ævi. Þau Margeir og Laufey áttu sér undur ljúfar minningar frá Færeyj- um og þar eiga þau enn í dag stóran vinahóp, þó margir gömlu vinanna séu eflaust horfnir. Fyrir fimmtán árum var ég að vinna að verkefni í Færeyjum og þá rann það upp fyrir mér að besta veganestið sem ég hafði tekið með mér að heiman, var ef til vill það að vera tengdasonur Margeirs. Þeg- ar það fréttist stóðu mér öll hús opin og mér varð ljóst að maðurinn var, þar í landi, ekki aðeins virtur og dáður. Hann var elskaður af því elskulega fólki sem byggir Færeyjar og hafði borið gæfu til að kynnast honum og þeim hjónum. Þetta sagði mér meira um mann- inn en orð fá lýst. Sumarið leið og seig að hausti. Það er nú einu sinni lífsins gangur. Mér fannst stundum líkast því að forsjónin hefði lagt milda hönd blessunarinnar yfír haustdagana í lífi þessa góða manns. Við sjúkrabeðinn fengu Laufey og hans nánustu hlutdeild í öllu því besta sem í þessum öðlingi bjó, ástúð, hlýju, gleði og góðvild hans. Við fengum að njóta „nærveru" hans. Á þessu hausti sýndi Laufey enn einu sinni með eftirminnilegum hætti hvert hjartalag hennar er, og hvem mann hún hefur að geyma. Eitt sinn stóð ég álengdar og virti þau fyrir mér, Margeir og dótt- ur hans, þar sem hún sat við rúmstokkinn og hélt í höndina á honum. Þau voru bæði í sólskinsskapi. Og ég hugsaði með mén — Mikið undur em þau nú lík, feðginin. Ef til vill er þetta það fallegasta sem ég get að skilnaði sagt um þennan hjartahlýja öðling. Blessuð sé minning hans. Flosi Ólafsson Engum dylst lengur vegur íslenskrar skáklistar. Skákmeistar- ar okkar hafa farið sigurför um heiminn og erlendir meistarar gera för sína í síauknum mæli á norðlæg- ar slóðir til þess að kjmnast þessari undraveröld sem íslenskur skák- heimur er. Eðlilegt er að mörgum verði spum, hvemig þetta geti gerst. Hvað valdi slíkri sigurgöngu íslenskra skákmanna? Hér svarar hver fyrir sig. íslendingar byggja á aldagömlum arfi í þessum efnum og miklir skákmeistarar hafa verið uppi á öllum tímum. Vænlegast til góðs árangurs er að komast í kynni við mikla meist- ara strax á unga aldri og læra þannig snemma að þekkja leyndar- dóma manntaflsins og nýta þá. Margeir Siguijónsson varð snemma öflugur skákmeistarí og átti því láni að fagna að bera hróð- ur íslenskrar skáklistar víða. Hann varð skákmeistari Færeyja er hann dvaldi þar um árabil. Eftir heim- komuna gekk hann í Taflfélag Reykjavíkur og tefldi þar við góðan orðstír í meistaraflokki. Hann var einn af þessum hljóðu einlægu unn- endum skáklistarinnar sem ávallt var reiðubúinn þegar leggja þurfti hönd á plóg og varð þannig einn af dyggustu máttarstólpum skák- hreyfíngarinnar. Drýgstur var hlutur hans ef til vill samt sem fræðari æskunnar. Ófáar stundir sat hann að tafli við unga og upprennandi skákmenn. Einn þeirra sagði mér að á þessum árum hafi þeir oft teflt mikið og eitt sinn mörg hundruð skákir á nokkrum mánuðum. „Þá tókst mér að komast úr 20% í 80% gegn Margeiri og fann styrk minn vaxa nær daglega." Nú er þessi maður meðal snjöllustu hraðskákmanna okkar. Margeir Siguijónsson kom mér fyrir sjónir sem hógvær, dulur mað- ur sem vildi láta verkin tala. Hann var mikill keppnismaður og svo að mér þótti alveg nóg um hve hann lagði sig fram við skákimar á þeim helgarskákmótum sem hann tók þátt í, kominn hátt á áttræðisaldur. Margeir var farsæll í lífi og starfí og nú þegar hann er genginn stend- ur skákhreyfingin í stórri þakkar- skuld við hann. Eiginkonu og fjöiskyldu færi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur í þökk fyrir minninguna um góðan dreng. Er ég hóf starf hjá G. Helgason og Melsteð hf. árið 1955 var ég svo heppinn, að Margeir Siguijónsson varð minn lærifaðir í öllu, er leit að starfsemi firmans, sem á þeim árum var afar flölbreytt. Nýútskrif- aður kandídat í viðskiptafræðum veit oftast lítið um það, hvemig hlutimir ganga fyrir sig í viðskipta- lífinu. Við höfum lært hvemig þetta gengur fyrir sig, á bókina, en svo þegar út í lífið er komið er oft ann- að upp á teningnum. Páll Melsteð var mjög áhugasam- ur brautryðjandi í útflutningi á íslenskum afurðum, en þröngsýni og alls kyns skorður komu í veg fyrir, að hann gæti starfað að þessu hér á landi. Hann hélt því til Fær- eyja og hitti Margeir þar fyrir. Það varð svo úr, að Margeir tók að sér að veita forstöðu útibúi G. Helgason og Melsteð í Þórshöfn árið 1937, flytja út saltfísk m.a. og annað er til féll, en jafnframt að flytja inn til Færeyja vömr frá þeim firmum, sem G. Helgason og Melsteð hf. í Reykjavík verslaði við. Er ekki að orðlengja það, að útibúið í Þórs- höfn, undir stjóm Margeirs Sigur- jónssonar, varð strax afar umsvifamikið. Er stríðið skall á, varð innflutningurinn til Færeyja afar mikilsverður því færeyskir og danskir kaupmenn þar höfðu þartil eingöngu verslað við dönsk og þýsk firmu, en misstu nú samböndin vegna stríðsins. Margeir hafði versl- að við ensk firmu aðallega og varð nú aðal innflytjandinn. Auk þess flutti hann inn vömr frá Banda- ríkjunum um sambönd, er Páll Melsteð útvegaði, en Páll dvaldi vestra í 18 mánuði á stríðsámnum og keypti inn vömr fyrir fiirnu sín á íslandi og í Færeyjum. Ég hefi séð það á efnahagsreikningum G. Helgason og Melsteð frá þeim ámm, er Margeir veitti Færeyja- útibúinu forstöðu, að útibúið lagði árlega dijúgan skerf til móðurfirm- ans. Að heimsstyijöldinni lokinni sneri Margeir aftur til íslands og hóf störf hjá G. Helgason og Melsteð hf. í Reykjavík. Er ég kom til starfa, sá Margeir um útflutning á skreið, sem á þeim ámm var nær eingöngu flutt til Nígeríu, en einnig hafði hann afskipti af innflutningi, aðallega úmm og klukkum. Þar sem ég starfaði nær eingöngu undir hans stjóm komst ég smám saman inn í útflutnings- og innflutningsmálin. Ég hefi oft hugsað til bytjunarára minna og þeirrar þolinmæði, sem Margeir sýndi mér. Alltaf var sáma jafnaðargeðið, á hveiju sem gekk. Ekki var það hávaðinn eða lætin. Öðm nær. Jafnvel ekki þegar hann kom eitt sinn úr sumarfríi, sem ekki vom löng á þeim ámm, og sá að ég hafði lagað svo rækilega til á og í skrifborðinu hans, að hann fann engan af öllum minnismiðun- um, sem hann hafði skrifað, sem ekki var nema von því ég hafði hent þeim öllum. Er þessi staðreynd var orðin ljós sagði hann aðeins: „Jæja, þá það.“ Eg er viss um að Margeir Siguijónsson vissi hug minn til hans, og ég fann ævinlega hjá honum hið ljúfa hugarþel meist- 'arans, sem talar af vinsemd við lærisvein sinn. Það var þá ekki dans á rósum, að eiga mikil viðskipti við Nígeríu, frekar en nú í dag. Viðskiptamenn okkar vom fæstir stórtækir og þurfti því að ganga frá mörgum en tiltölulega smáum sendingum í hvert skip. En aldrei töpuðum við á viðskiptunum og alltaf var hveij- um skreiðarframleiðanda sent nákvæmt uppgjör um viðskiptin. Þetta krafðist natni, vandvirkni, reynslu og þekkingar, en allt lék í höndunum á Margeiri Siguijóns- syni. Nú er starfsdegi Margeirs lokið hér á jörðu. Hann var einn sá iðn- asti maður, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, og ég er þess fullviss að hann hefir þannig og með hæfi- leikum sínum orðið mörgum ungum mönnum fyrirmynd, sem aldrei gleymist. Við munum oft hugsa til hans og óska honum velfamaðar á þeirri leið, er hann hefír nú lagt upp á. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, Hjaltabakka 10, sem andaðist 5. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Bryndís Magnúsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Guðmundur Jóhannsson, Baldvin Einarsson, Ragnar Svafarsson, Jóhanna F. Björnsdóttir, t Útför hjartkærar eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, tengda- móður og ömmu, ÞÓRU BJÖRNSDÓTTUR, Geitlandi 2, Reykjavik, verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Sigþór B. Sigurðsson, Guðlaug Markúsdóttir, Björn Guðmundsson, G. Birna Sigþórsdóttir, Helgi G. Kristinsson, Bylgja B. Sigþórsdóttir, Óskar Guðjónsson, Sigurður Már Sigþórsson, Marfa Ósk Óskarsdóttir, Atli Rúnar Óskarsson, Tryggvi Steinn Helgason. Jóhann Þórir Jónsson Ragnar Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.