Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 47 Nýr réttur frá Isfugl: Sítrónukjúkl- ing’ur kominn á markaðinn ÍSFUGL er þessa dagana að senda á markaðinn sítrónukjúkl- ing, forsteikta kjúklingabita sem aðeins þarf að hita upp í ofni. Sítrónukjúklingurinn er fram- leiddur í samvinnu við Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistara og eiganda staðarins Úlfar og Ljón. Að sögn Alfreðs Jóhannssonar markaðsstjóra hjá ísfugl hefur fyr- irtækið verið að kynna þessa nýju framleiðslu að undanfomu, og hafa viðtökur verið mjög góðar. Hægt er að velja um læri, vængi eða leggi, og tekur það örskamma stund að hita bitana í örbylgjuofni. Ef kjúklingabitamir era settir frosnir í venjulegan ofn tekur matreiðslan 20-30 mínútur, og vængimir 10-15 mínútur. „Þetta gæti orðið byijunin á nýrri línu í tilbúnum réttum, forsteikingin styttir matreiðslutímann til muna, og það er það sem fólk vill í dag.“ sagði Alfreð. „Viðtökur á kynning- um okkar hafa verið mjög jákvæð- ar, og við höfum trú á að þetta eigi eftir að vera vinsæl vara.“ Morgunblaðið/J6n G. Gunnarsson Sigurður Ólafsson í höfn á Höfn. Höfn: Kominn heim eftir endurbætur Höfn, Hornafírði. FÁNUM prýddur og sem nýr er mótorbáturinn Sigurður Ólafs- son kominn heim. í byijun ágúst sigldi hann til Þýskalands þar sem gagngerar end- urbætur voru gerðar á honum. Hann var lengdur um rúma íjóra metra, byggt yfir þilfar, brúin hækkuð upp og færð fram. Þá var endumýjaður ýmis búnaður. Það óhapp varð í skipasmíðastöðinni að kviknaði í lúkamum, svo þar þurfti að endumýja allt. Verkið var unnið í skipasmiðju Henrik Brandt nærri Bremerhaven. Eigandi Sigurðar er Sigurður Ólafs- son hf. Skipstjóri er Olafur Bjöm Þorbjömsson. Sigurður er nú farinn til síldveiða. - JGG Úr umferðinni í Reykjavík mánudaginn 9. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða: 26. Radarmælingar á mánudag leiddu til 7 kæra fyrir of hraðan akstur. Kl. 22.34 var ökumaður bifhjóls sviptur ökuréttindum á staðnum en hann mældist aka vestur Miklubraut frá Háaleitisbraut að Kringlumýr- arbraut með 110 km/klst hraða. Mæling fór þannig fram að lögreglu- bifreið var ekið með jöfnu millibili á eftir bifhjólinu. Ökumaður var kærður fyrir að aka með 100 km/klst hraða kl. 22.08. Hann kvaðst ekki véfengja radarmælingu lögreglunnar, hann hafí ekki verið með augun á hraðamæli að þessu sinni því hann hafí verið að tala f síma. Hann æki þessa Ieið oftast á 90 km/klst hraða. Leyfí- legur hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 60 km/klst. Annar ökumaður var kærður fyrir að aka um Ártúnsbrekku með 86 km/klst hraða. Á tímabilinu kl. 07.50-08.43 vora fjórir ökumenn kærðir á leið vestur Sætún fyrir hraðann 81, 82, 84 og 89 km/klst. Á Langholtsvegi var kært fyrir 72 km/klst hraða fólksbifreiðar kl. 10.30. Tveir ökumenn vora staðnir að því að aka mót rauðu ljósi á götuvita og einn fyrir stöðvunarskyldubrot á gatnamótum. Kranabifreið fjarlægði 16 bifreiðir fyrir ólöglegar stöður. Klippt vora númer af 16 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til aðal- skoðunar. Einn var granaður um ölvun við akstur. Frétt frá lögreghmni i Reykjavík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Alfreð Jóhannsson, markaðsstjóri ísfugls, og Stefán Úlfarsson, matreiðslunemi, kynna nýja fram- leiðslu, sitrónukjúkling, i Kaupstað i Mjódd um helgina. Málarar - málarar Sérstakur kynningarafsláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kynnid ykkur kjörin. MálningarverksmiðjaSlippfélagsins, Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 91-84255. TERMOTRIM! Hvað er það? TermóTrim er djúphitunarmeðferð til hjálpar í megrun og gegn cellulite. Nánari upplýsingar: Snyrtistofan Eygló, Langholtsvegi 17, sími36191. Einnig frábærtgagnvart bólgum, bakverkjum og lélegu blóðstreymi. Sólbaðsstofan A estas, Reykjavíkurvegi 60, sími 651092. Almennur stjórnmálafund- ur verður haldinn með FRIÐRIKI SÓPHUSSYNI, iðnaðarráherra, í Hótel Borgarnesi miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.