Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 11. NÓVEMBER 1987 56 Guðriður Þorkels- dóttir — Minning Fædd 11. nóvember 1900 Dáin 29. október 1987 Fyrrverandi tengdamóðir mín, Guðríður Þorkelsdóttir, verður jarð- sungin í dag. Þar sem Guðríður var mér mjög kær langar mig til að minnast hennar með fáeinum orð- um. Ég kynntist Guðríði fyrst er ég kom ung á heimili hennar og Ell- erts með syni þeirra Ásgeiri sem tilvonandi tengdadóttir þeirra. Er ég rifla þá stund upp er mér minnis- stæðast þegar við sátum saman og skoðuðum myndir af bömunum þeirra. Síðar meir eftir að kynni okkar urðu nánari sá ég hversu þessi fyrsta samverustund okkar lýsti Guðríði vel. Hún var kona, sem helgaði líf sitt eiginmanni og böm- um. Heimili þeirra bar glögglega vott um það. Alla tíð auðsýndi hún mér og fjöl- skyldu minni mikinn hlýhug og kom það fram á ýmsan hátt. Guðríður reyndist mér vel og stendur þar upp úr atburður, er ég þurfti mjög á aðstoð að halda vegna veikinda. Hún tók sig upp, ferðaðist ein til Svíþjóðar og kom til okkar sem af himnum send. Þessi aðstoð hennar við mig og heimili mitt er mér mjög dýrmæt og gleymist aldrei. Síðastliðið sumar kom Elín, elsta dóttir Guðríðar, með hana í hjóla- stól heim til mín. Þegar við hittumst skein úr andlitum okkar gagnkvæm hlýja og væntumþykja og gladdi þessi stund okkur báðar mikið. Ég þakka Guðríði fyrir það sem hún var mér og fel hana forsjá Guðs. Samband mitt við hana var mér mikils virði. Guð gefi aðstand- endum hennar styrk í söknuði þeirra. Blessuð sé minning hennar. „Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómarhendi er það, sem heitt í hug þú barst." (E.B.) Guðlaug Ragnarsdóttir Amma okkar, Guðríður Þorkels- dóttir, fæddist á Akri á Bræðra- borgarstíg 11. nóvember árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Stein- unn Guðbrandsdóttir og Þorkell Helgason. Amma átti þijú systkini, þau Svein, Margréti og Daníel, sem er einn eftirlifandi. Ennfremur ólst upp með ömmu fóstursystir hennar, Helga Gísladóttir, en hún er látin. Arið 1927 var hamingjuár í lífí ömmu, en þá giftist hún afa okkar. Ellert Kristni Magnússyni. Þau eignuðust fímm böm, Elínu, Guð- rúnu, Ásgeir, Þorkel Steinar og Magnýju. Afí dó árið 1974 og bjó því amma ein í 13 ár. Síðastliðið eitt og hálft ár lá amma á sjúkra- stofnun. Og fór líðan hennar smám saman versnandi. Hinn mikli lífskraftur þvarr og kallið kom að lokum. Þrátt fyrir að við systumar viss- um að hveiju stefndi kom dauðinn okkur samt í opna skjöldu. Amma er dáin. Það er erfitt að átta sig á því að hún er ekki lengur á meðal okkar. Dauðinn skilur eftir sig viss- an tómleika og sáran söknuð. Ýmsar minningar þyrlast upp í hug- um okkar og verða að dýrmætu safni, sem við munum ávallt geyma. Amma var lágvaxin, fíngerð kona, sérlega létt á fæti og rösk í hreyfingum. Við fengum snemma vitneskju um að hún hefði verið í fímleikum á sínum yngri árum. Jafnframt hafði hún verið í fím- leikahópi, er sýndi fyrir danska konunginn. Og þótti okkur mikil upphefð í því. Við kjmntumst hjálpsemi ömmu fyrst þegar hún og afí gerðu sér ferð til fjölskyldu okkar erlendis. Veikindi steðjuðu % að, mörg verk þurfti að vinna og hjálpin því tekin fegins hendi. Minnumst við enn þessa tíma með þakklæti í huga. Okkur er ennfremur kunnugt um, að fleiri einstaklingar urðu hjálp- semi hennar aðnjótandi. Við bjuggum í sama húsi og amma í hartnær fímm ár. Þá feng- um við enn betur að kynnast hvaða mannkostum hún var búin. Amma var dul kona, föst fyrir, með ákveðnar skoðanir. Hún var traust og í hjarta hennar bjó mikill kær- leikur, sem birtist í umhyggju hennar fyrir öllum bömum og bamabömum sínum. Ósjaldan fengum við systumar að kúra í hlýja og notalega rúminu hjá henni og afa. Amma lagði Minning: Ambjörg Svenisdóttir frá Seyðisfirði Fædd 16. febrúar 1905 Dáin 4. nóvember 1987 í dag er til moldar borin Am- björg Sverrisdóttir frá Seyðisfirði. Andlát hennar bar skjótt að en kom þó ekki alveg á óvart. Ættir og lífshlaup Ambjargar verða ekki rakin hér, en mig langar til að minnast hennar sjálfrar eins og hún kom mér fyrir sjónir. Ambjörg var fríð kona, sérlega hárprúð, kvenleg og afar fáguð í framkomu. Mér er óhætt að fullyrða að vandaðri manneskju hefí ég ekki kynnst. Góðvild hennar til allra var til fyrirmyndar og mikið var henni annt um íjölskyldu sína, böm, bamaböm og bamabamaböm, og fylgdist grannt með hvemig þeim reiddi af. Hún hafði mikið yndi af lestri góðra bóka og fannst það meira gaman en „að fara út að skemmta sér“, og var því fróð um marga hluti. Einkum stóðu trúmál henni nærri og las hún mikið um þau. Hún var ekki margmál venjulega, en þegar við sátum tvær einar, ræddi hún mikið um það sem hún las. Hún tróð skoðunum sínum ekki upp á aðra né flíkaði tilfínningum sínum, en hafði sína trú og skoðun á lífínu og..tjlverunni. Hún var ein- lægur vinur vinna sinna — og nú er ég einum vin fátækari. Þegar Ambjörg var ung stúlka fór hún til Reykjavíkur að læra að sauma. Ekki lagði hún þó sauma- skap fyrir sig sem atvinnu, en þessi mennt nýttist henni sjálfri vel fyrir heimilið, og eitthvað hjálpaði hún kunningjunum. Hún sagði mér stundum frá þessari Reykjavíkur- dvöl sinni. Hana mun hafa langað til að læra meira, en þá skorti aur- ana og ekki varð af frekari menntun. Æviferill hennar var ekki í miklu frábmgðinn því sem varð hlutskipti flestra kvenna sem fæddust upp úr aidamótunum. Hún giftist ung Haraldi Víglundssyni tollverði og helgaði hún eiginmanni og bömum alla krafta sina. Þau bjuggu lengst af á Seyðisfirði. Árið 1968 fluttust Ambjörg og Haraldur til Hafnar- Qarðar. Haraldur lést árið 1974, og þá fluttist Ambjörg að Borgar- holtsbraut 49 í Kópavogi og bjó þar til dauðadags. Böm Ambjargar og Haraldar em Jenný, Svandís, Sverr- ir, Sigrún og Pálína. Síðustu árin var Ambjörg ekki heilsuhraust. En §arri fór því að hún kvartaði. Hún taldi jafnvel eðli- legt að fólk á hennar aldri væri lasið og finndi til. Og svo sannar- lega leið henni ekki alltaf vel. áherslu á það, að næríngin sæti í fyrirrúmi. Hún smurði handa okkur góðar kæfubrauðsneiðar og sá til þess að við tækjum allar lýsi. Til að gera lýsistökuna eftirsóknar- verðari gaf hún okkur maltsopa á eftir. Þar með fengum við eitthvað til að hlakka til. Eitt af því, sem amma var snillingur í, var kleinu- bakstur. Kleinumar hennar ömmu áttu sér enga hliðstæðu. Oft stóðum við agndofa hjá og fylgdumst með snömm handtökum hennar. Og síðan bauð amma upp á volgar kleinur og mjólk. Heimiii ömmu og afa bar þess merki að þar fór myndarleg hús- móðir. Allt var í röð og reglu. Amma hafði áhuga á handavinnu, og var hún sérstaklega leikin við að hekla. Nutum við góðs af því, þar sem hún heklaði hvem dúkku- kjólinn á fætur öðmm handa okkur. Þær stundir komu, að amma fór í öskjur sínar, tók þar upp marglit- ar tuskur og aðstoðaði okkur við að sauma öskupoka. Spenningurinn var mikill, og þegar litlar telpur guggnuðu og þorðu ekki að hengja pokana, þá kom amma til skjalanna og bjargaði málunum. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að geta um trú hennar. Amma átti einlæga trú á Jesú Krist, frelsara mannkyns. Trúiil mótaði hana og allt hennar líf. Hún deildi henni með bömum sínum og gaf þeim hana í veganesti. Og þessi dýrmæti trúararfur hefur einnig borist til okkar. Um siðustu jól áttum við mjnnis- stæða stund með ömmu. Á að- fangadag heimsóttum við hana, kveiktum kertaljós og vöktum hana með jólasöng. Andlit hennar Ijóm- aði, tár blikuðu í augunum og hún tók undir sönginn, „Heims um ból, helg em jól". En eitt sinn verða allir menn að deyja — og nú hefur Ambjörg kvatt þennan heim. Hún kveið ekki vista- skiptunum, því hún hafði sína einlægu trú. Ekki er hægt að segja að það sé sorg þegar gamalt fólk deyr, en það er söknuður. Að lokum vil ég þakka Ambjörgu okkar góðu kynni og votta henni virðingu mína með þessum fátæk- legu orðum. Ég tel að það hafí verið ávinningur fyrir mig að kynnast henni, lífsviðhorfum hennar og allri breytni. Hún var góð kona í orðsins fyllstu merkingu. Bömum hennar og fjölskyldu þeirra, svo og öðrum ættingjum og vinum votta ég samúð mína. Blessuð veri minning hennar. Halldóra Thoroddsen Amma bar hag krístindómsins mjög fyrir bijósti. Hún var meðlim- ur í KFUK og starfaði þar einkum sem ung kona. Jafnframt var hún virk í starfí Kvenfélags Hallgríms- kirkju. Var henni mjög annt um þá kirkju og vildi veg hennar sem mestan. Þegar við systumar ákváðum að rita nokkur orð um ömmu reyndist okkur erfítt að festa hugsanir okk- ar á blað. Því orðin segja oft svo lítið. Fjölmargar myndir af öðmm at- burðum renna upp fyrir hugskots- sjónum okkar. M.a. má nefna jólaboðin, sem amma hélt, ævintýr- in, sem hún sagði okkur og síðast en ekki síst bænaversin. Þar ber hæst versið: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (HP) Eftir því sem við hugsum meira til baka um liðinn tíma sjáum við betur og betur hversu stóran þátt amma átti í lífi okkar. Hún fylgdist með okkur sem litlum telpum og það viðhorf breyttist ekkert eftir að við urðum eldri. Henni var annt um að allt gengi okkur sem best í haginn. Hún var okkur góð amma og minningin um hana lifír áfram í hjörtum okkar. Við þökkum Guði fyrir ömmu og þær stundir er við áttum með henni. Við vitum að hún hvílir í hendi Hans — Guðs, sem á allt okar ráð. Ragnhildur, Steinunn og Guðlaug Helga. í dag er til moldar borin í Reykjavík mikil sæmdar- og heið- urskona, Guðríður Þorkelsdóttir, sem fædd var á Akri við Bræðra- borgarstíg (nú nr. 25) þann 11. nóvember árið 1900, en bjó lengst af á Snorrabraut 73 í Reykjavík eða í hartnær hálfa öld. Foreldrar Guðríðar voru hjónin Steinunn Guðbrandsdóttir frá Klafastöðum í Skilmannahreppi, en ættir hennar voru að mestu úr Kjós og Borgarfirði, og Þorkell Helga- son, sjómaður og seglagerðarmaður frá Kasthúsum í Reykjavík. Var móðurætt Þorkels úr Reykjavík, en föðurættina má hið næsta rekja norður í Kræklingahlíð í Eyjafírði. Guðríður ólst upp í foreldrahús- um á Akri fram á fullorðinsár við mikið og gott atlæti foreldra og systkina. Heimilisbragur á Akri mun hafa verið svo sem tíðkaðist á islenskum alþýðuheimilum á þess- um tíma varðandi vinnusemi, spamað, ástundun og trúrækni. Þó má nefna tvennt, sem samtíð- armenn telja að hafi verið einkenni á þessu heimili umfram annað. Það fyrra var náungakærleikur, en frá- sagnir af afreksverkum Steinunnar Guðbrandsdóttur á því sviði eru enn margar til. Var henni enda vottuð þökk í því efni, er hún var gerð að heiðurfélaga í líknarfélaginu Hvíta- bandinu. Hitt sem sérstakt var fyrir heim- ilið á Akri var söngelska. Systkinin Qögur, Sveinn, Margrét, Guðríður og Daníel voru sísyngjandi og höfðu hvort öðru betri söngraddir. Bræð- umir Sveinn og Daníel urðu síðar landsþekktir söngmenn og eru enn til með þeim nokkrar upptökur sem leiknar em í Ríkisútvarpi íslendinga enn þann dag í dag. Kunnugir töldu að ekki hefði síður farið með radd- ir systranna, hefðu kringumstæður stuðlað að þroska þeirra og þjálfun. Guðríður gekk í Miðbæjarbama- skólann í Reykjavík svo sem skylda kvað á um, en fór að vinna fyrir sér strax og aldur leyfði. Réðst hún þá m.a. í heimilisvist hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og hjá Smjörlíkisgerðinni og Sanitas í Reykjavík vann hún um árabil. Fór alls staðar af henni sérstakt orð sakir dugnaðar, vandvirkni, samviskusemi og ósérhlífni. Á þessum árum var Guðríður einnig áköf íþróttamanneskja. Var hún í úrvalsflokki ÍR, sem þá var þekktastur hérlendra fímleika- flokka, enda undir stjóm Bjöms Jakobssonar, íþróttakennara, sem á þessum árum og síðar var afburða- maður í íþróttauppeldi þjóðarinnar. Hélt flokkur þessi margar sýningar á opinberum vettvangi og komst vel frá sínu, m.a. þegar sýnt var fyrir Danakonung, sem þótti að sjálfsögðu stóratburður í lífí liðlega tvítugrar stúlku. Annað frá þessum árum er vert að nefna, enda er þar um að ræða lífsþátt, sem átti eftir að hafa afger- andi áhrif á allt ævistarf Guðríðar. Hér er um að ræða kristna trú. Svo sem áður er frá greint var mikil trúrækni á bemskuheimilinu. En boðskapur kristindómsins náði með sérstökum hætti að hjarta Guðríð- ar. Fríkirkjan var heimiliskirkjan og sótti hún guðsþjónustur þar reglulega. Einnig kynntist hún sem bam starfi Hjálpræðishersins, sem á þessum ámm stóð með miklum blóma og snerist að verulegu leyti um að aðstoða þurfandi. Þann boð- skap tók Guðríður alvarlega þótt ung væri, enda mjög í samræmi við þann anda sem ríkti í heimahúsum hennar. Síðar gekk hún í KFUK og reyndist þar trúr og góður fé- lagsmaður alla tíð. Á þessum árum mun hún hafa valið sér lífsstef „Fel Drottni vegu þína, hann mun vel fyrir sjá“ og varð það leiðarstjama hennar í erli og amstri daganna langa ævi. Þann 21. maí 1927 urðu kafla- skipti í sögu Guðríðar. Gekk hún þá í hjónaband og stofnaði til heim- ilis. Maður hennar var Ellert Magnússon frá Syðra-Sýrlæk í Flóa, fæddur 1. maí 1897 og dáinn 8. febrúar 1974. Óhætt er að segja að hjónabandið hafí orðið sérlega farsælt og batnað með árunum, ef eitthvað var. Er slíkt hlutskipti mikil gæfa. Ekki er þó hægt að segja að lífíð hafí reynst þeim hjón- um dans á rósum, öðru nær. Ellert hafði misst föður sinn 5 ára, fór að vinna fyrir sér á skútum 12 ára og vann sem sjómaður langt fram á fertugsaldur. Þá hijáðu hann veikindi mjög á efri ámm. Guðríður átti vafalaust þátt í því að Ellert fór í land, enda stóð henni löngum beygur af sjó, svo sem margri íslenskri konu fyrr og síðar. Þegar Ellert hætti sjómennsku fékkst hann mest við akstur stórra bifreiða og húsbyggingar. Byggði hann mörg hús hér í borg og bjuggu þau hjón í sumum þeirra, m.a. að Fjöln- isvegi 3, Freyjugötu 42, Skeggja- götu 13 og loks á Snorrabraut 73, sem þá hét Hringbraut. Þar stóð svo heimili Qölskyldunnar í sem næst 50 ár. Böm.þeirra hjóna urðu 5 og eru öll á lífí. Elst er Elín, húsfreyja og hjúkrunarkennari, fædd 20. febrúar 1928, þá Guðrún, fædd 15. nóv. 1930, fóstra og læknisfrú á Akra- nesi, Ásgeir B., fæddur 20. mai 1933, yfirlæknir á Grensásdeild í Reykjavík, Þorkell Steinar, fæddur 10. júlí 1939, námsráðgjafí ogbóndi og Magný, fædd 21. apríl 1942, húsfreyja og bankastarfsmaður. Bamabömin em orðin 17 talsins. Fullyrða má að þau Guðríður og Ellert hafí átt barnaláni að fagna. Komu þau öllum bömum sínum heilum til fullorðinsára, tryggðu þeim góða menntun og innrættu þeim reglusemi og heilbrigt lífsvið- horf. Vafalaust þykir sumum það vel af sér vikið að ala upp 5 börn og tryggja m.a. í leiðinni að ekkert þeirra neytti tóbaks eða áfengis, en þannig vom uppeldisáhrif Guðríðar því sjálfsagt var þetta fyrst og fremst hennar verk. Heimilið á Snorrabraut 73 hefur einnig reynst mörgum minnisstætt. Gestagangur var þar mikill. Systk- ini Ellerts 9 að tölu og fjölskyldur þeirra, ættingjar Guðríðar, vinir og félagar bamanna o.s.frv., allt var þetta manngrúi sem gerði sér tíðfömlt á Snormbraut 73. Heimilið varð einskonar félagslegur mið- punktur hjá ótrúlegum fjölda fólks. Og heimilinu og móttökum stjóm- aði frú Guðríður af sérstakri reisn og myndarskap. Vafalaust hafa góðar móttökur og viðurgerningur og alúð húsfreyju stuðlað mest að þeim gestagangi sem þama var landlægur. Guðríður Þorkelsdóttir var um margt einstök og óvenju heilsteypt og vel gerð manneskja. Þess nutu að sjálfsögðu fyrst og fremst allir hennar nánustu, en einnig fjölmarg- ir aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.