Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 45 Þórhildur Þorleifsdóttir 1 jómfrúræðu: Helmingur þjóðarinnar má ekki sigla þjóðarskútunni á slig* Hér fer á eftir jómfrúræða Þórhildar Þorleifsdóttur (Kvl.-Rvk.) á Alþingi sem flutt var i umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 27. október sl. Virðulegi forseti. Góðir áheyr- endur. Við kvennalistakonur áttum þess kost í vor að eiga aðild að ríkis- stjóm ásamt Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki, og var talsverður áhugi fyrir að sú stjórnarmyndum tækist og fast lagt að okkur „að axla þá ábyrgð" eins og það er orð- að. Hafí það vafíst fyrir einhveijum í vor að skilja því við höfnuðum aðild að ríkisstjóm er nú kærkomið tækifæri til að útskýra fyrir þeim hinum sömu hveijar vom okkar ástæður. Þær liggja nú ljósar fyrir. Við áttum ekki kost á öðm en að eiga aðild að sams konar stefnu- mótun og kom fram í máli hæstvirts forsætisráðherra. Við vomm ósátt- ar við þær aðgerðir sem þá var stungið upp á líkt og við emm ósátt- ar við þær nú. Við vildum ekki þá frekar en nú leggja þyngri byrðar á launafólk. Við vomm og emm ósáttar við matarskatt og skatt á menningarstarfsemi. Við höfðum á reiðum höndum alls konar tekjuöfl- unarleiðir fyrir ríkissjóð sem allar miðuðu að því að færa fjármagn frá þeim efnameiri til hinna efna- minni. ! vor var Alþýðuflokkur sammála okkur um þessar leiðir, en Sjálf- stæðisflokkurinn stóð fast á sínu og svo mikið langaði Alþýðuflokk- inn I stólana að þeir gleymdu flestum fyrri áformum. Það er Jó- hanna Sigurðardóttir sem stendur ein eftir ineð sín fyrirheit enda er nú ráðist að henni úr öllum áttum. En það sem úrslitum réð var af- staða beggja viðræðuflokkanna til iaunamála. Kvennaiistakonur gerðu það að úrslitaatriði að kjör hinna lægstlaunuðu, aldraðra og fatlaðra, yrðu bætt að mun. Við sáum ekki aðrar '.eiðir en lögbindingu lág- markslauna sem miðast skyldu við framfærslu einstaklings sem okkur sýndist þá vera um 40 þúsund kr. og skyldi sú hækkun líka ná til aldr- aðra og fatlaðra. Auk þess vildum við að á ijárlögum væri ákveðinni upphæð varið til að hækka launin sem koma þar næst fyrir ofan, stigminnkandi krónutal upp að t.d. 60 eða 70 þús. kr. Við Iýstum okkur líka fúsar til að ræða allar aðrar leiðir til að ná þessu marki ef þær fyndust. En þær fundust ekki, enda var ekki leitað að þeim. Þetta var afgreitt sem hin mesta fírra sem þýddi varla að tala um, svo fráleit væri hún. Það voru kallaðir til allir helstu hagspekingar landsins og það stóð ekki á svörun- um. Þeir féllust í faðma, þvert á flokksbönd, og lýstu þvi yfir hver um annan þveran að þetta væri óframkvæmanlegt og sönnunin sótt alla leið til Mesapótamíu, löngu fyr- ir Krists burð. Launamunurinn hefði þá verið sá sami þar og hann væri hér á landi nú og því sýnilegt að ekki væri hægt að breyta. Auk þess væri ekki hægt að reikna út lágmarksframfærslukostnað ein- staklings því að eyðsla hans og neysla færi eftir því hvað hann hefði á milli handanna af ráðstöfun- arfé. Ja, þvílík speki. Samt segjast allir vilja draga úr launamun og þá sérstaklega milli kynja. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði áðan að það ætti að gera átak í því að koma á jafnrétti milli kvenna og karla með sérstakri áherslu á launajafnrétti. Hann nefndi hins vegar ekki hvers konar átak eða hvemig ætti að vinna að því. Ekki gat hann bent á leiðir í vor og því hlýtur maður að efast um að þessi yfírlýsing sé annað en orðin tóm. Hann hefur skipað nefnd til að kanna orsakir launamisréttis. Þetta er bara sýndarmennska. Það þarf ekki fleiri kannanir á því sem liggur í augum uppi. Þær eru til, bæði innlendar og erlendar, og allar sýna ótvírætt það sama. Misréttið er himinhrópandi. Það þarf aðgerð- ir en ekki kannanir. Það þarf heldur ekki að kanna orsakimar fyrir launamisrétti. Þær em endurspeglun á því vanmati og virðingarleysi sem konum og hefð- bundnum störfum þeirra cr sýnt, heima og heiman. Og ef hæstvirtur forsætisráðherra vill leita '.eiða á hann bara að koma ' cmiðju til Kvennalistans. Við höfum þegar bent á vnargar leiðir sem mundu bæta kjör og aðstæður kvenna og um leið fjölskyldunnar sem er þessi homsteinn sem honum verður tíðrætt um. Hann og samstarfsmenn lians hafa haft tækifæri til að styðja mörg góð mál hér á Alþingi sem Kvennalistinn o.fl. hafa flutt, svo sem eins og frumvarp um endurmat á störfum láglaunahópa, um bind- ingu lágmarkslauna, fæðingarorlof, miklu betra en það sem samþykkt var á síðasta þingi, um lífeyrissjóðs- réttindi heimavinnandi húsmæðra, um launalaust frí frá störfum vegna umönnunar bama, um mat á heimil- isstörfum til starfsreynslu, tillögur um samfelldan einsetinn skóla, sem stórfellt átak í dagvistunarmálum o.fl., o.fl. Hvar var átaksáhuginn þá? Því miður víðs fjarri og átakið birtist okkur nú í allri sinni dýrð. Stofna nefnd, leita leiða. Nei, þá er öllu háværari krafan um að draga úr neyslu og þenslu. Og víst er þörf á því. Og víst er verðbólgan vágestur. En það geng- ur ekki að ætla að biðja láglauna- fólk einu sinni enn að taka á sig byrðamar af að halda henni niðri með hófstilltum kröfum eða að kenna því um þensluna. Það er ekki það sem er að eyða og spenna, íjárfesta og flytja inn, búa til viðskiptahalla, reisa verslun- arhallir eða að taka fé að láni hjá fjármögnunarfyrirtækjum. Það gera þeir sem hafa til þess aura- ráð, og því þarf að minnka þau auraráð. Ekki leyfa þeim að eyða svo miklu að þjóðarbúið komi út með bullandi tapi þrátt fyrir góð- æri. Þetta þarf að gera með skatt- lagningu en ekki með því að bjóða því bara gengistryggða reikninga eða verðbréfakaup erlendis, svo fysilegt sem það kann að vera um þessar mundir, í von um að þeir fari að spara í stað þess að eyða. Það er ekki hægt að leyfa helm- ingi þjóðarinnar að sigla þjóðar- skútunni á slig og segja svo við hinn helminginn: Austu nú. Það dugir ekki að tala í meðaltölum um kaupmátt launa og neyslu. Meðaltöl gilda ekki um einstaklinga. Þar hefur hver og einn það sem hann ber úr býtum, sumir lítið, aðrir mikið og allt þar á milli, en meðal- tal tekur enginn upp úr launaum- slagi. Hæstvirtum forsætisráðherra varð tíðrætt um menningu, listir og vísindi í upphafi máls síns, en það var líkt og með launamisréttið, fögur orð, en fá fyrirheit. Það er að vísu boðuð endurskoðoun á grunnskólalögum, frumvarp um framhaldsskóla og háskóla norður á Akureyri. Það er sæmast að vera ekki þungorður um það sem ekki Tiefur litið dagsins Ijós en þó full ástæða til að hafa uppi vamaðarorð. Sérstaklega er áhyggjuefni hvað virðist lítill áhugi á því sem sagt er að ekki verði í askana látið. Það em uppi háværar raddir sem tala sífellt um hagnýta menntun og sá skilningur gjaman lagður til gmnd- vallar að menntun skuli miðast fyrst og fremst við atvinnulífíð. En menntun á að hafa miklu víðtækara gildi, þ.e. að gera hvem og einn hæfari sem einstakling til að skilja og takast á við eigið líf og samfélag. A tímum óstöðvandi og yfír- þyrmandi fjölmiðlunar er nauðsyn- legt að gefa þegnunum veganesti sem geti orðið þeim viðnám við þeirri bylgju afþreyingar, lágkúm og ofbeldis sem hellist yfir í allt of ríkum mæli, þ.e. ef við viljum halda menningu okkar og sjálfstæði. Þar sem annað hefur ekki verið sagt opinberlega verður líka að bregðast við. Það dugir ekki að svokölluð Þórhildur Þorleifsdóttir óhagnýt fög séu á undanhaldi fyrir hagnýtum. Þjóð, sem ekki er vel að sér til munns og handa, þekkir ekki sögu sína og menningu, land og tungu, á fátt sér til bjargar. Því er höfuðnauðsyn að þeim greinum sem orðið geta til vamar sé gert hátt undir höfði. Ég hef rökstuddan gmn um að svo sé ekki. Það em tvær leiðir vænlegastar til árangurs f þeirri vöm sem nú er nauðsynlegt: Menntunin, sem ég tæpti á, og öflug menningar- og iistastarfsemi, þar sem allt er gert til að stuðla að innlendri sköpun og vijóum hugmyndum með þátt- töku sem flestra. Og trúið mér, það skilar sér nokk í öflugri nýsköpun og framtaki í efnahags- og atvinnu- lífí. Til þess að svo megi verða þarf að styðja við lista- og menningar- stofnanir, einstaklinga og hópa af miklu meiri stórhug en nú er gert. Skal þó tekið fram að oft hefur það verið verra. En betur má ef duga skal. Flestir listamenn landsins búa við skilyrði sem helst em talin hæfa konum, þ.e. lág laun og lítinn efna- hagslegan afrakstur verka sinna þótt rómuð séu á góðum stundum. Lífeyrissjóðsréttindi og eftirlaun em þeim flestum fjarlæg, líkt og mörgum konum, og aðstaða 'peirra til allrar sköpunar hin versta. Það dugir ekki að halda uppi nokkmm stofnunum sem reyndar em ekkert of sæíar af sínum fjárhag. Það verð- ur líka og ekki síður að næra grasrótina með bættri aðstoð við listamenn, einstaklinga eða hópa, eftir því hvers eðlis verkefnin em. Minna en há markmið duga ekki ef það á fram að ganga sem hæst- virtur forsætisráðherra boðaði í sinni ræðu þar sem hann segir, með leyfí forseta: „Tilkall íslendinga til sjálfstæðis byggist öðm fremur á tungu okkar og bókmenntaafrekum. En hver em tilvistarrök þjóðarinnar ef hún hættir að skapa menningarleg verð- mæti? Gullöld íslendinga er að sönnu glæst en þjóðin lifir ekki á fomri frægð einni saman." Svo mörg vom þau orð. Hæstvirt forsætisráðherra end- aði á að tala um að við lifðum á tímum raunsæis. Það var og. Meira gaman hefði verið hefði hann sagt að við lifðum á tímum hugsjóna og glæstra drauma. En þá hefði hann talað sér þvert um hug. Líklega mælti hann líka fyrir munn margra, sérstaklega þeirra sem hallir em undir köld efnahagsleg rök um alla hluti. Það emm við kvennalistakon- ur hins vegar ekki. Við gemmst meira að segja svo djarfar að tala um hugsjónir þó að mörgum þyki það hálfpúkalegt. En raunsæi er ekki það sama og skynsemi, hugsjónir ekki það sama og óraunsæi. Hugsjónir em hið eina sanna raunsæi. I hugsjónum felast draumar um breytta tíma, breytt þjóðfélag, breytt gildismat. í hug- sjónum felst líka kraftur og þor til breytinga. Því ætlum við kvennalistakonur að vinna áfram eftir okkar leiðum og í samræmi við okkar hugsjónir. Þess vegna gátum við ekki tekið þátt í ríkisstjóm sem byggðist á þvf „raunsæi" cem hæstvirtur for- sætisráðherra boðaði. Þess vegna öxluðum við þá ábyrgð að standa fast við hugsjónir okkar og mark- mið. Ég þakka áheymina. Góða nótt. Skagafjörður; Svartfug'l og hnísur fylgja smásíldinni Skagafirði. UNDANFARIÐ befur verið iiér veðurblíða, cunnanátt og þíðviðri, en stundum dálítið hvasst af ouðri. Snjór, nem setti niður 'A. október, er að mestu farinn af ágiendi en flekkótt er ennþá í fjöllum, oér- stakiega í útsveitum. Búið er að byggja nýja brú á Hofsá á Hofsósi og er nú verið að ieggja veg að henni sem er mikið mannvirki. Einn bátur ei gerður út á línu frá Hofsósi. Aflar hann ágæt- lega og togarai- afla einnig vel. Er þvf næg atvinna við sjóinn. Mikið er um r.másíld inni á Skagafirði og fylgja henni cvartfugl, hnísur eg jafnvel hrefnur. Bátar sem farið hafa í svartfuglsveiði hafa fengið upp í 150 stykki. Yfírleitt er bjart yfír og skammdegið styttra en oft áður. — Björn í Bæ. HerrakvöldFáks verður haldið í félagsheimili Fáks laugardaginn 14. nóvember. Skemmtunin hefst kl. 19.00 með fordryltk:. Borðhald kl. 20.00. Ræðumaður kvöldsins verður séra Árni Pálsson. STÓRKOSTLEG SKEMMTIATRIÐI. JVLiðasala í versluninni Ástund, Mesta- manninum og á skrifstofu Fáks. ÞVOTTAHUSIÐ GUMMI VINNU SfOfAN HF SÓL HF málning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.