Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐAGKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 17 Stj órnarskra og stjórnmál Erlendar bækur Guðmundur Heiðar Frímannsson James M. Buchanan: Hagfræði stjámmálanna, Stofnun Jóns Þorlákssonar, 1986 Stjómmál eru list ófullkomnun- arinnar. Allir menn eru ófullkomnir og allir þeir, sem stefna að full- komnun í stjómmálum, em annað- hvort illmenni eða asnar. Fullkomið þjóðskipulag hefur aldrei verið til og það hefur ætið haft hinar verstu afleiðingar, ef stjómmálamenn hafa haft það að markmiði. Skipan sam- félagsins getur verið misjafnlega góð og má grípa til ýmissa viðmið- ana í þeim efnum, en sá hópur manna, sem stundum er uppnefiid- ur „mannkynsfrelsarar", sættir sig ekki við það heldur vill koma hinu bezta skipulagi á í eitt skipti fyrir öll. Það er til marks um skynsemi og vit í stjómmálum að efast um slíkar hugmjmdir og lausnir á sam- félagsvandanum. En stjómmál snúast fyrst og fremst um vald, hvort sem menn líta á það sem markmið í sjálfu sér eða ekki, og vald er mjög hættulegt tæki. Það skiptir engu, hvort stjóm- málamenn segjast beijast fyrir hagsmunum almennings eða ekki, það er nauðsynlegt að reisa skorður við því valdi, sem þeir geta beitt. Þetta gerist með ýmsum hætti; stundum skapast valdajafnvægi ólíkra hópa innan samfélags og þeir sjá sér hag í að láta af átök- um; stundum setja samfélög sér stjómarskrá, sem setur ólíkum valdastofnunum reglur eða að hefð- ir skapast sem kynslóðimar virða og verða að óskráðum reglum, sem enginn fer út fyrir. James M. Buchanan, hagfræð- ingur, gerir grein fyrir þeirri fræðigrein, sem hann ásamt fleirum hefur mótað á síðustu áratugum í þessum fyrirlestri um hagfræði stjómmálanna. Eins og titillinn gef- ur til kynna, þá er meginhugmynd þessara fræða að skoða hegðun manna, ssem ekki taka ákvarðanir á markaðnum að gefnum sömu for- sendum og taldar era skynsamlegar á markaðnum. Hann segir frá því, hvemig þessi grein verður til þegar litið er á einstakling I stjómmálum eða opinbera skrifræði þannig að hann stjómist af eiginhagsmunum og stjómmál séu viðskipti. Að þessu gefnu er hægt að smíða kenningar um hegðun einstaklinga á þessum opinbera markaði stjómmála- manna. Um leið og litið er á stjómmál undir þessu sjónarhomi verða aug- ljósar ýmsar staðreyndir, sem hafa kannski alltaf verið það en verða það enn frekar. Ein er að ákvarðan- ir stjómmálamanna miðast við kjörtímabil miklu fremur en lengri tíma. Þetta stafar ekki af heimsku eða illkvittni stjómmálamanna heldur af þeim reglup, sem þeir búa við, og þeir hneigjast til þess eins og flestir aðrir að láta hags- muni sína vega þyngra en aðra hagsmuni. Af þessu dregur Buchanan ýmsar ályktanir, sem margar era fróðleg- ar. Ein er sú að ekki sé hægt að líta markaðinn sem tæki, sem skili góðum eða slæmum árangri, með öðram orðum að innan hagfræðinn- ar sé ekki að finna neina óháða og sjálfstæða mælikvarða á góðan og slæman árangur. Þetta held ég að sé merkileg og mikilvæg niðurstaða sé hún rétt. Hann segir líka að hagfræðingar stjómmálanna beini fremur athyglinni að þeim skorðum, sem valdi er reist fremur en því, hverjir fara með valdið. Hann segir reyndar líka að með slíkum hag- fræðingum vakni óhjákvæmilega áhugi á stjómlögum og stjómar- skrárbreytingum. Hér held ég að full sterkt sé til orða tekið. Þótt slíkir hagfræðingar beini athyglinni að skorðunum, þá er ekkert sem segir að slíkar skorð- ur þurfi að vera stjómarskrár eða stjómlög. Og það að segja að áhugi á stjómarskrárbreytingum vakni óhjákvæmilega réttlætist af því einu að Buchanan er Bandaríkja- maður og í því landi er stjómarskrá- in mikilvægasta plagg þjóðarsög- unnar. Ég er raunar ekkert viss um að stjómarskrárbreytingar séu nægilega fastar skorður, jafnvel í Bandaríkjunum. Það þarf ekki ann- að en líta á hvemig túlkunin á stjómarskránni hefur breytzt og nú er talað um ýmis réttindi, sem stjómarskráin heimili en hvergi er minnzt á í henni. Auk þess held ég að það sé ekki rétt að telja að stjóm- arskrárbreytingar eigi við hvar- vetna. Það era til stjómarskrár og stjómarskrár. Stjómarskráin í Sov- étríkjunum veitir þegnunum ein- hver viðamestu réttindi, sem þekkjast í víðri veröld. En það vita allir að hún er vita gagnslaust plagg fyrir þegna þess ríkis. Það, sem skiptir sköpum í þessum efnum, era margir hlutir og það, sem mér virð- ist skipta mestu, era þær hefðir, sem myndast í hveiju þjóðfélagi. Auðvitað era þær engin trygging fyrir réttindum þegnanna. Eina raunveralega trygging þeirra er öflugt og upplýst almenningsálit. Skoðanir James Buchanan og ýmissa annarra stuðla að því áð almenningur veiti valdamönnum það aðhald, sem eitt dugir. Það er vikið að ýmsu öðra fróð- leg^_ í þessum fyrirlestri. Hann er skýr og ljós og það ætti ekki að vera vandkvæðum bundið fyrir neinn að skilja hann. Það ættu sem allra flestir að kynna sér skoðanir Buchanans. Unnið að stofnun Samtaka gegn hávaða STOFNUN samtaka gegn háv- aðamengun er í undirbúningi, og var fundur áhugamanna haldinn sl. laugardag. Samtökin munu berjast gegn hvers konar háreysti, svo sem tónlist í stræt- isvögnum, langferðabifreiðum og á sundstöðum. Að sögn Svanhildar Halldórs- dóttur, einnar þeirra sem standa að stofnun samtakanna, virðist barátta gegn hávaða eiga sér góð- an hljómgrann meðal fólks, og hafa undirtektimar verið mjög góðar. Upphafíð að þessari um- ræðu átti Steingrímur Gautur Kristjánsson er hann ritaði grein í Morgunblaðið um háreysti, og höfðu þá ýmsir samband við hann og lýstu yfir samstöðu sinni við hann. „Það er orðið tímabært að spoma við þessum gauragangi." sagði Svanhildur. „Ef til vill getur umræða um þessi mál stuðlað að hugarfarsbreytingu og aukið tillit- semi í þessum efnum. í flestum tilfellum er þetta hugsunarleysi, og ef okkur tekst að vekja fólk til umhugsunar er lagður grandvöllur að bættu ástandi." Næsti fundur verður haldinn 21. nóvember, og verður þá hafinn undirbúningur að formlegri stofnun samtakanna. TEGUND: PADUA Sófasett 3+1 + 1 64.180,- Sófasett 3+2+1 69.860,- TEGUND: kr. 98.760. Hornsófi meðtvei Dragið ekki til morguns ykkur sett úr þessari Útborgun með Visa og Euro að sjálfsögðu og íalltað 12mánuði. REYKJAVÍK TEGUND: ATLANTA ÚTBORGUN ÁMÁNUÐI 78.720,- 23.000,- ca 85.420,- 25.000,- ca 78.720,- 23.000,- ca 87.640,- 25.000,- ca 5.000,- Hornsófi 5 sæta Hornsófi 6 sæta Sófasett 3+1+1 Sófasett 3+2+1 Leður-lúx litir: Hvítt, grábrúnt, brúnt, svart, drapplitt, dökkgrátt og Ijósgrátt. Leður — LÚX Þýsku sófasettin og hornsófarnir úr Leður-lúx efnunum eru komin í verslunina í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Þessi slitsterku efni eru svo lík leðri að undrun sætir. (Slitprófun Leður-lúx gefur 50.000 strokur þegar áklæði yfir 20.000 strokur eru talin góð) PANTANA ÓSKAST VITJAÐ íDAG av rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.